Viðtal við Aðalstein Eiríksson, Villinganesi. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Rætt um æsku og uppvöxt Aðalsteins en hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Villinganesi og hóf þar búskap 1947. Spurt um fyrstu minningar og eftirminnileg atvik. Aðalsteinn segir frá hestum sínum og rætt er um búskapinn og tækniframfarir í honum. Þá er rætt um árferði, tíðarfar og horfur í landbúnaði. Loks spyr Sigurður um trú hans á drauma, dulræn fyrirbæri og líf eftir dauðann.
Sigurður Egilsson tekur v iðtal við Arnljót Sveinsson, Ytri-Mælifellsá. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Arnljótur var fæddur á Syðri-Mælifellsá en bjó á Ytri-Mælifellsá frá 12 ára aldri en var einnig um tíma á Reykjavöllum og í Sölvanesi. Rætt um uppvöxt hans, búskap, horfur í landbúnaði. Nokkurra samtíðarmanna minnst.
Viðtal við Björn Hjálmarsson, Syðri-Mælifelssá. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Björn var fæddur á Breið en missti föður sinn sex ára og fór þá í fóstur í Svartárdal fram að fermingu. Fjallað um búskap, m.a. heybandslestir og seljabúskap. Einnig stöðu og horfur í landbúnaði.
Hljóðrit af Böðvari Emilssyni frá Þorsteinsstöðum.Hann segir frá uppvexti sínum í Hamarskoti við Akureyri, Glerárþorpi, Litladal, í Öxnadal og Litladalskoti. Hann segir einnig frá Krossmessuveðrinu 1922 og vinnumennsku sinni og búskap sínum á Þorsteinsstöðum.
Sigurður Egilsson tekur viðtal við Friðrik J. Friðriksson lækni. Ræða m.a. um byggingu Sjúkrahússins á Sauðárhæðum og aðdraganda þess. Einnig ræða þeir um ferðalög Friðríks á Fjöllum, um Sprengisand, Hofsjökul og Helgrindur. Sigurður og Friðrík fara báðir með kvæði.
Viðtal við Gísla Guðmundsson, Bjarnastaðahlíð. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Rætt um æsku og uppvöxt Gísla en hann var fæddur og uppalinn í Bjarnastaðahlíð. Einnig ræða þeir um Símon Dalaskáld sem lést í Bjarnastaðahlíð í hárri elli. Einnig rætt um búskapinn og mikilvægustu áherslunum í honum. Rifjað upp hverjir voru samferðamenn Gísla í sveitinni. Sigurður rifjar upp er þeir voru saman í göngum mörgum árum fyrr. Þá ber árferði og tíðarfar á góma, sem og útlit í landbúnaði. Að lokum spyr Sigurður um líf eftir dauðann.
Viðtal við Guðrún Eiríksdóttir, Villinganesi. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Rætt um æsku og uppvöxt Guðrúnar en hún ólst upp hjá foreldrum sínum í Villinganesi. Guðrún rifjar upp fyrstu bernskuminningarnar frá frostavetrinum mikla 1918 og upp úr því. Guðrún fer með tvær vísur eftir Pálma á Reykjavöllum. Einnig fer hún með afmælisvísu sem hún orti þegar Sigurður bróðir hennar á Borgarfelli varð sextugur og frumorta vísu sem tengist byggingu á réttarskúr. Að lokum spyr Sigurður um skoðanir hennar á lífinu eftir dauðann.
Sigurður Egilsson tekur viðtal við Gunnar Jóhannsson frá Mælifellsá. Rætt er um kjör öryrkja en Gunnar bjó við fötlun. Gunnar fer með frumsamda vísu. Viðtalið er tekið í Reykjavík - nóvember 1970.
Viðtöl við Harald Jónasson frá Völlum, tekið júní 1969. Rætt um félagsstörf Haraldar og samtíðamenn. Haraldur gekk í Unglingaskólann í Vík og gagnfræðaskólann á Akureyri.
Sigurður tekur viðtal við Hermann Jón Stefánsson frá Ánastöðum. Hann segir frá æsku og uppvexti í Efra-Lýtingsstaðakoti. Einnig rætt um búskap Hermanns og horfur í landbúnaði. Þá er sagt frá ferð yfir Héraðsvötn á hestum.
Sigurður Egilsson tekur viðtal við Hjálmar Sveinsson, Syðra-Vatni. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Hjálmar fæddist á Giljum í Vesturdal og ólst upp fyrstu árin. Hann bjó þar síðar á fullorðinsárum, einnig á Þorljótsstöðum og Syðra-Vatni. Hjálmar ræðir um góðæri á 3. og 4. áratugnum. Rætt um búskap Hjálmars, landbúnað, trúmál, tungumálið, skáldskap og fleira.
Viðtöl við Hjört Benediktsson frá Marbæli, líklega tekið á tímabilinu 1969-1970. Hann var fæddur á Skinþúfu (Vallanesi) og ólst upp þar og á Syðra-Skörðugili fyrstu árin. Rifjaðar upp bernskuminningar, m.a. af leggjum og skeljum. Einnig vinnumennsku og búskap. Hann missti konuna eftir stuttan búskap og nýfædda dóttur. Hjörtur segir frá störfum sínum við bókband sem hann stundaði á Sauðárkróki og störf hans sem safnvörður í Glaumbæ.
Sigurður Egilsson tekur viðtal við Bjartmar Kristjánsson sem var prestur á Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi. Rætt um uppruna Bjartmars, skólagöngu hans í Menntaskólanum á Akureyri og guðfræðideild Háskóla Íslands. Að lokum aðeins minnst á búsetu og prestskap hans á Mælifelli.
Hljórit með Ingólfi Daníelssyni, Steinsstöðum framhald af viðtalinu á snældu 8b. Ingólfur var frá Ásum í Húnavatnssýslu og kom að Steinsstöðum með foreldrum sínum árið 1893. Hann segir frá húsmennsku, vinnumennsku og búskap sínum. Hann bjó m.a. í Bakkaseli og á Steinsstöðum. Einnig spyr Sigurður hann um dulræn fyrirbæri og fleira. Ingólfur segir eina sögu af slíkri reynslu.
Sigurður Egilsson ræðir við Ingvar Jónsson frá Hóli í Lýtingsstaðahreppi. Rætt um skólagöngu Ingvars í Hvítárbakkaskóla og skagfirska skólafélaga þar, m.a. Sigurður Skagfeld. Einnig rætt um búskap Ingvars á Hóli í Lýtingsstaðahreppi, horfur í landbúnaði, ýmsar framfarir í samfélaginu, s.s. samgöngur og rafmagn.
Viðtal við Jóhann Pétur Magnússon, Varmalæk Lýtingsstaðahreppi. M.a. er rætt um kveðskap og rifjaðar upp gamlar drykkjusögur. Farið með Kaldaskarðsvísur, rætt um kveðskap Magnúsar á Vöglum og Hannesar á Laugabóli.
Viðtal við Jóhönnu Björnsdóttur, Bjarmalandi. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Rætt um æsku og uppvöxt Jóhönnu en hún var fædd á Bjarmalandi og fór átta ára gömul í fóstur á Hóli. Einnnig var hún á Völlum og fleiri bæjum. Rifjar upp ýmsar bernskuminningar, m.a. frá uppboði á Lýtingsstöðum þar sem hún eignaðist hest. Að lokum er rætt um Helgu Magnúsdóttur, ömmu Jóhönnu. Sigurður spyr Jóhönnu loks um líf eftir dauðann.
Sigurður Egilsson tekur viðtal við Jón Eðvald Guðmundsson frá Sauðárkróki. Jón segir frá æsku og uppvexti á Hryggjum í Gönguskörðum og Sauðá. Einnig rætt um sjósókn, m.a. vertíð á Drangeyjarfjöru og sigi í Drangey. Fer með vísur eftir sjálfan sig, Friðrik Jónsson og Friðrik Hansen og segir frá samferðafólki sínu á Sauðárkróki. Rætt um Jón Pálma og seðlafölsunarmálið. Viðtalið tekið í Reykjavík - nóvember 1970.
Sigurður Egilsson ræðir við Jón Gíslason. Hann segir frá æsku og uppvexti á Ökrum í Blönduhlíð og barnafræðslu undir fermingu árið 1908. Einnig segir hann frá Þrúði ömmu sinni og vinnumennsku sinni hjá Steingrími á Silfrastöðum. Jafnframt ræða þeir um búskap Jóns í Miðhúsum. Loks ræða þeir um sleðaferðir úr framsveitum til Sauðárkróks.
Sigurður Egilsson ræðir við Jón Jónsson á Hofsvöllum. Rætt um minningarbrot úr æsku Jóns, dvöl hans á berklahælinu á Kristnesi. Jafnframt störf Jóns við búskap og sem bifreiðarstjóri, við mjólkurflutninga. Loks ræða þeir um horfur og stefnu í landbúnaði.
Viðtöl við Jón nokkurn sem var brúarvörður við Grundarstokk, Héraðsvatnabrú. Jón fer með vísur og rætt er um fyrri brúarverði, m.a. Hofdala-Jónas. Segir frá uppeldi sínu á mannmörgu heimili á Þverá. Sagt frá samferðamönnum, m.a. Jóni á Svaðastöðum.
Viðtal við Lise Lotte, Reykjaborg. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Rætt um æsku og uppruna Lise Lotte, en hún var frá Lubeck í Þýskalandi og kom til Íslands árið 1949. Rætt um stríðsárin, ástandið eftir stríð og tildrög þess að hún kom til Íslands. Lífið eftir að hún kom til Íslands og tengsl hennar við Þýskaland eftir það.
Viðtal við Magnús K. Gíslason frá Vöglum, tekið í ágúst 1969. M.a. rætt um búfræðinám hans, búskap á Vöglum, kveðskap o.fl. Einnig um trúmál og kirkjusókn. Þa er rætt um framtíðarsýn og lífsskoðun viðmælanda. Magnús ræðir einnig um samtíðarmenn. Sigurður Egilsson tekur fyrri hluta viðtalsins en í seinni hlutanum er annar spyrill, Hannes Pétursson.
Viðtal við Magnús Helgason, Héraðsdal. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Segir frá uppvexti sínum á Ánastöðum, foreldrum og stórum systkinahópi. Segir frá búskaparháttum og slíku. Talað um lífið eftir dauðann og segir Magnús undir lokin frá dóttur sinni sem fæddist andvana og hann dreymdi alltaf reglulega.
Rætt er um Stóru-Seylu í Skagafirði og rætt við Margréti Björnónínu Björnsdóttur. Margrét telur upp þá staði sem hún bjó á og segir frá búskap sínum á Stóru-Seylu. Einnig minnist hún vinnumanna sem hjá henni voru, Litla-Grími og Jóhannesi Sigvaldasyni. Einnig fer hún með tvær vísur, Daglur líður, kemur kvöld... og Enginn grætur Íslending.
Markús Sigurjónsson, Reykjarhóli. Segir m.a. bernsku sinni á Sjávarborg. Markús segir frá því er hann var sendur með mat handa strokufanganum Jóni Pálma, sem var á flótta vegna seðlafölsunarmálsins. Einnig segir hann frá því þegar fangi sem var í haldi vegna annars peningafölsunarmáls slapp frá Reykjavík og komst til Skagafjarðar. Jafnframt er spjallað um starfsævi Markúsar sem var sjómaður, verkamaður og bóndi og stundaði einnig ýmis konar handverk. Loks segir hann frá dulrænu atviki þegar hann var á Víðimýri og fyrirboðum í draumi.
Viðtal við Ófeig Helgason, Reykjaborg. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Rætt um æsku og uppvöxt Ófeigs en hann var fæddur á Ánastöðum og ólst þar upp til tíu ára aldurs en eftir það eitt ár á Mælifellsá og tvö ár í Kolgröf. Eftir það bjó fjölskyldan á Reykjum. Þá er rætt um stofnun nýbýlis á Reykjaborg. Þá segir Ófeigur frá öðrum störfum sínum, utan búskaparins. Ófeigur og kona hans höfðu gróðurhús á jörðinni um skeið og þegar viðtalið er tekið stundar Ófeigur sútun á gærum og skinni. Rætt um búskaparhætti og framtíð landbúnaðarins. Að lokum spyr Sigurður um skoðanir viðmælanda á lífi eftir dauðann.
Sigurður Egilsson tekur viðtal við Ólaf Jónsson frá Stóru Gröf (1890-1972). Ólafur segir frá uppvexti sínum á Krithóli, Grófargili og Kolgröf. Einnig búskap í Stóru-Gröf á Langholti og búsetu á Sauðárkróki.
Viðtal við Pétur Jónasson fyrrum hreppstjóra á Sauðárkróki. Pétur rifjar m.a. upp bernskuminningar frá Enni, Syðri-Brekkum og Hofsstöðum. Einnig frá vinnumennsku.
Viðtal við Pétur Stefánsson frá Hofi í Vesturdal. Rætt um uppruna hans, uppvöxt á Minni-Brekku í Fljótum, búskap á Hofi í Vesturdal og samanburð á Fljótum og Skagafjarðardölum.
Sigurður Egilsson við Ragnar Ófeigsson, Ytri-Svartárdal. Ragnar segir frá sinni fyrstu ferð á Sauðárkrók, árið 1912. Rætt um búskap Ragnars í Svartárdal, ræktunarstarf í landbúnaði og fleira. Einnig hestaeign Ragnars. Ragnar fer með eina hestavísu sem hann orti sjálfur.
Sigurður Egilsson ræðir við Reimar Helgason bónda á Bakka í Vallhólmi, Seyluhreppi. Hann segir frá tildrögum þess að hann settist að í Vallhólmi. Einnig sundkennslu Stefáns Vagnssonar í Vallalaug. Jafnframt segir hann frá hjónunum Jóhanni og Sigurlaugu á Löngumýri, kaupum sínum á Bakka og gamansögu af Sigurði í Kaupfélaginu. Loks ræða þeir um Skagafjörðinn almennt og hestaeign Reimars.
Viðtal við séra Eirík Albertsson, Reykjavík. Viðtalið líklega tekið í kringum 1950-1970. Eiríkur segir frá æsku sinni og uppruna, en hann ólst upp í Torfmýri og Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð. Segir einnig frá samferðafólki í Blönduhlíð. Einnig spjallað um prestsskap Eiríks en hann var einnig bóndi á Hesti í Borgarfirði og skólastjóri á Hvítárbakka. Einnig rætt um bók Eiríks sem byggir á doktorsritgerð hans. Eiríkur segir frá tildrögum þess að hann lagði fyrir sig guðfræði og trúmál almennt.
Viðtal við Sigríði Auðuns, læknisfrú á Sauðárkróki. Torfi og Sigríður bjuggu á Sauðárkróki til ársins 1955. Viðtalið líklega tekið í kringum 1950-1970. Sigríður greinir frá uppruna sínum en hún var Vestfirðingur. Greinir einnig frá tengslum sínum við Skagafjörð.
Viðtal við Sigríði Björnsdóttur, Miklabæ. Viðtalið líklega tekið í kringum 1950-1970. Sigríður var frá Miklabæ í Blönduhlíð. Hún var eiginkona séra Eiríks Albertssonar, sem var m.a. prestur á Hesti í Borgarfirði. Sigríður segir frá störfum sínum sem prófdómari. Fer með frumsamið ljóð.
Sigríður segir aðeins frá búsetu sinni á Syðri-Brekkum og aðeins frá ættingjum sínum og lífshlaupi. Einnig ræða Sigurður og Sígríður um "unga fólkið í dag."
Viðtal við Sigurð Eiríksson frá Borgarfelli. Hann segir frá uppvexti sínum í Breiðargerði. Rifjar upp grasaferð um 1919. Rætt um búskap Sigurðar og horfur í landbúnaði. Viðtal tekið í júlí 1967.
Viðtal við Sigurð Kristófersson Sölvanesi. Rætt um kveðskap, verslun, félagslíf, stóriðjubúskap o.fl. M.a. minnst á héraðshátíðina í Garði 1930. Í lok upptökunnar heyrist stutt spjall við tvö börn, Sigurð Bergmann og Bryndísi Ágústu.
Viðtal tekið á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki árið 1967. Sigurður segir frá ferðalögum yfir Helju og Hjaltadalsheiði og segir söguna af því þegar hann fór yfir í Svarfaðardal veturinn 1917 til að vera við jarðarför föður síns.
Sigurður tekur viðtal við Sigurjón Helgason, Nautabúi. Líklega tekið í kringum 1969-1970. Sigurjón var fæddur a Ánastöðum og var m.a. á Gilhaga sem lausamaður. Rætt um búskap Sigurjóns og landbúnað almennt.
Snælda, viðtal við Sigurð Stefánsson Brúnastöðum / Brenniborg í Lýtingsstaðahreppi. M.a. rætt um búskap Sigurðar, búskaparhætti almennt, árferði og kveðskap.
Viðtal við Stefán Eiríksson, Djúpadal, líklega tekið 1969. Stefán segir frá Valdimar föðurbróður sínum. Einnig frá búsetu sinni vestan hafs þar sem hann bjó í 34 ár og starfaði m.a. við gullnámu.
Viðtal við Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum. Líklega tekið í kringum 1960-1970. Rætt um æsku og uppvöxt Stefáns en hann var fæddur á Höskuldsstöðum þar sem foreldrar hans bjuggu. Stefán afabróðir Stefáns Jónssonar bjó þar einnig. Rætt um fræðimennsku Stefáns og fleira úr hans lífshlaupi. Einnig um umhverfi hans í Blönduhlíð, afréttinn þar og fleira. Stefán fer einnig með kvæði.
Viðtal við Stefán Rósantsson Gilhaga. Vantar framan á viðtalið. Stefán segir ferð föður síns á Krókinn og banalegu hans þar. Einnig frá Önnu Stefánsdóttur, systur Eyþórs Stefánssonar. Þá talar hann um mannlífið í sveitinni.
Sigurður Egilsson ræðir við Stefán Rósantsson frá Gilhaga. Fyrst er rætt um Jón Sigurðsson rímnaskáld. Síðan sagt frá æsku og uppvexti Stefáns í Reykjarseli, Flatatungu, Tungukoti og Ölduhrygg. Einnig ræða þeir um vinnumennsku Stefáns á Lýtingsstöðum og í Svartárdal. Jafnframt um búkap Stefáns í Sölvanesi og Gilhaga. Loks er sagt frá ýmsum fyrirboðum, sem Egill, faðir Sigurðar, sá.
Viðtal við Stefán Rósantsson frá Gilhaga, líklega tekið 1969. Virðist vanta framan á viðtalið. Það er í tvennu lagi og í stafrænu afriti er það klippt saman. Rætt um ýmsa samtíðarmenn Stefáns, m.a. Símon Dalaskáld. Einnig talar Indriði G. Þorsteinsson í þessari upptöku.
Viðtöl við Stefán Stefánsson sem ýmist er kenndur við Brenniborg eða Brúnastaði. Stefán er 97 ára þegar viðtalið er tekið. Stefán fæddist á Löngumýri og ólst upp á Skíðastöðum., fór í fóstur á nokkra staði eftir að hafa misst föður sinn 12 ára og eftir það suður til sjós. Lærði söðlasmíði á Fjalli og gekk í Flensborgarskólann. Stefán bjó 20 ár á Blönduósi og var einnig bóndi á Brenniborg. Rætt um kenningar kristninnar og líf eftir dauðann. Einnig rætt um ýmsa samferðamenn Stefáns. Að lokum segir Stefán frá dulrænu atviki er hann var við smíðar og kaupavinnu á Sjávarborg.
Viðtal við Stefán Stefánsson Brenniborg. Hann segir frá uppvexti sínum á Löngumýri, Skíðastöðum og víðar. Einnig sjóðróðrum suður með sjó og skólagöngu í Flensborg.
Viðtal við Svein Stefánsson Tunguhálsi. Viðtalið tekið1967 á Akureyri. Heyrist ekki vel í spyrjanda. Vantar framan á viðtalið. M.a. frásögn af sleðaferð eftir vestur eylendinu og krossmessuveðrinu 1922.
Viðtal við Svein Þorsteinsson, Berglandi í Fljótum, á sýslunefndarfundi 1970. Ræðir um þátttöku sýna í störfum sýslunefndar. M.a. heilbrigðismál og skólamál.
Sigurður Egilsson tekur viðtal við Þorbjörn Björnsson frá Geitaskarði. Þorbjörn segir honum m.a. frá kraftaskáldinu Sigurði á Steini. Einnig ræða þeir trúmál o.fl.
Viðtal við Torfa Bjarnason héraðslæknir á Sauðárkróki. Torfi og Sigríður bjuggu á Sauðárkróki til ársins 1955. Viðtalið líklega tekið í kringum 1950-1970. Torfi segir frá læknastörfum sínum í héraðinu og staðháttum og aðstæðum, m.a. vetrarferðum um héraðið. Sigurður spyr um líf eftir dauðann og skoðanir læknavísinda á því.