Showing 1 results

Archival descriptions
IS HSk N00539 · Fonds · 1967-2008

Nokkrar afhendingar sem skráðar voru undir einu númeri. Um er að ræða, innbundnar bækur, skjöl og skýrslur frá Sambandi Skagfirskra kvenna (S.S.K.) starfstímabilið 1967-2008. Gögnin voru varðveitt í nokkrum öskjum, um er að ræða nokkrar afhendingar sem voru í öskjum nr.461, 515, 516, 517, 580 og 581. Ekki er vitað með vissu hverjir skjalamyndarar voru.
Í öskju 461 var 1 fundagerðarbók (1989-2003).
Samkvæmt lista sem fylgdi er líklega um sömu afhendinguna að ræða í öskjum 515, 516 og 517, sbr.lista yfir innihaldi afhendingarinnar sem fylgdi með. Gögnin voru afhent árið 2011, ekki er vitað hver skjalamyndari -/ar voru.
í öskju nr. 515, voru ársskýrslur SSK (1975-1996).
Í öskju nr. 516: ársskýrslur (1997-2007).
Í öskju nr. 517 fundagerðarbók (1982-2008), gestabók og orlofsfréttir.
Askja 580 fundagerðabók (1976-1984, fundagerðir aðalfunda 1982-1985 og 1987, listi yfir formenn kvenfélaga, ræða (ódags.) fundagerðir Sambands Norðlenskra kvenna (1984 og 1985).
Askja nr. 581 innihélt ársreikninga S.S.K. (1967-1979) og ársskýrslur K.Í 1991 - afhending frá Helgu Bjarnadóttur. Handskrifað blað þess efnis hvaða gögn hún afhenti fylgdi með.
Í öskju nr. 640 var ritið "Samtök Skagfirzkra kvenna 100 ára".

Samband Skagfirskra kvenna (1943 -)