Sýnir 1 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Eva Mjallhvít Snæbjörnsdóttir (1930-2010) Skólastarf
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Frétt um skólamál 1965

Grein send til Einherja í október 1965 þar sem Guðjón segir frá skólastarfi á Sauðárkróki þetta haustið. Í Barnaskóla Sauðárkróks eru 182 nemendur þetta árið og er skólastjóri Björn Daníelsson. Í Gagnfræðiskólanum eru 90 nemendur og skólastjóri er Friðrik Margeirsson. Jafnframt er fjallað um fyrirhugaða byggingu nýs gagnfræðiskólahúss. Í Tónlistarskólanum eru 40 nemendur og er þar skólastjóri Eyþór Stefánsson tónskáld og aðalkennari Eva Snæbjörnsdóttir. Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum er söngstjóri við skólann. Í Iðnskóla Sauðárkróks eru 30-40 nemendur og er skólastjóri þar Jóhann Guðjónsson múrarameistari.