Sýnir 31934 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** With digital objects
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Fey 931

Jón Arnar Magnússon tugþrautakappi kjörinn íþróttamaður Umf. Tindastóls og Sauðárkróks 1995. Þess má og geta að hann var jafnframt íþróttamaður ársins í kjöri íþróttafréttamanna. Á myndinni er Páll Ragnarsson formaður Tindastóls t.v. að heiðra Jón Arnar í hófi sem haldið var honum til heiðurs í janúar 1996.

Feykir (1981-)

Fey 935

Aflaraunamenn við óþekkt tilefni.

Feykir (1981-)

Fey 938

Tilg. Busavígsla í Fjölbrautaskólanum. Aftan við þann í peysunni með appelsínugulu röndunum, hægra megin, má þekkja Magnús Eðvaldsson á Hvammstanga.

Feykir (1981-)

Fey 939

Úr skólagörðum Sauðárkróks.

Feykir (1981-)

Fey 949

Körfuboltastúlkur úr Tindastóli. Kári Marísson þjálfari í aftari röð lengst t.h.
Fremri röð f.v.: Ásta Benediktsdóttir, Rúna Birna Finnsdóttir, óþekkt, óþekkt, Dagbjört Hermannsdóttir.
Efri röð f.v.: 3.f.v. Kristín Magnúsdóttir, hinar óþekktar.

Feykir (1981-)

Fey 951

Kór Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki. Stjórnandi og undirleikari Hilmar Sverrisson.
Lengst t.v. er Ólafur Atli Sindrason.

Feykir (1981-)

Fey 978

Vélsmiðja Húnvetninga smíðaði dósasöfnunarílát sem vakti mikla athygli á vörusýningu á Blönduósi sumarið 1996.
Á myndinni eru Tryggvi Gíslason, Eysteinn Jóhannsson og Vilhjálmur Stefánsson.

Feykir (1981-)

Fey 979

Halldóra Helgadóttir t.v. og Elsa Jónsdóttir í leikritinu Sumarið fyrir stríð sem sett var upp hjá Leikfélagi Sauðárkróks 1996.

Feykir (1981-)

Fey 985

Kaupfélag Húnvetninga 100 ára. Afmælisfagnaður í Félagsheimilinu á Blönduósi í desember 1995. Guðsteinn Einarsson kaupfélagsstjóri lengst t.v.

Feykir (1981-)

Fey 990

Fundur sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið stóð fyrir um atvinnumál á Sauðárkróki í ársbyrjun 1996.

Feykir (1981-)

Fey 991

Fundur sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið stóð fyrir um atvinnumál á Sauðárkróki í ársbyrjun 1996.
Við borðið næst hægra megin má þekkja f.v. Snorra Björn Sigurðsson bæjarstjóra, Sigurð Ágústsson rafveitustjóra, Rögnvald Guðmundsson frá RKS og Birgi Gunnarsson framkvæmdastjóra Sjúkrahússins.

Feykir (1981-)

Fey 1000

Fyrsta fundarsamkoma í sameiginlegu sveitarfélagi í Skagafirði - haldinn í Áshúsinu - 1998. Elsa Jónsdóttir (1942-) - Sigurður Friðriksson - Snorri Björn Sigurðsson (1950-) - Snorri Styrkárson (1958-) - Elínborg Hilmarsdóttir (1958-) - Árni Egilsson (1959-) - Páll Hermann Kolbeinsson (1964-) - Sigurður Stefán Guðmundsson (1932-2011) - Ingibjörg Hauksdóttir Hafstað (1951-) - Gísli Gunnarsson (1957-) - Herdís Sæmundsdóttir (1954-) - Sigrún Alda Sighvats (1961-) og Ásdís Guðmundsdóttir.

Feykir (1981-)

Fey 1008

Kvenfélag Sauðárkróks færir Sjúkrahúsi Skagfirðinga fæðingarmonitor (sírita) til notkunar á fæðingadeild, í desember 1995. Aftast eru María Ingiríður Reykdal Hauksdóttir, Starrastöðum (1958-) t.v. og Branddís Eyrún Benediktsdóttir (1946-). Í miðröð er Helena Magnúsdóttir í miðjunni, hinar óþekktar og fremst eru Sigríður Jónsdóttir frá Vallanesi t.v. og við gluggann er Lovísa Símonardóttir (1948-).

Feykir (1981-)

Fey 1032

Hans Birgir Friðriksson (1953-) að vinna að grjóthleðslu í Kirkjustíg sumarið 1993. Honum til aðstoðar eru Arndís Jónsdóttir (1977-) og Bára Tavsen Rúnarsdóttir (1977-).

Feykir (1981-)

Fey 1044

Félagar úr Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit. F.v. Páll Sighvatsson, Sigurður H. Ingvarsson, Haraldur Jóhann Ingólfsson (1967-) og Þorsteinn Valsson(1967-). Tilefnið óþekkt.

Feykir (1981-)

Fey 1050

1000 ára kristni í Húnaþingi minnst með hátið við Gullstein skammt frá Stóru-Giljá 19 júlí 1981. Við það tækifæri skírði Sigurbjörn Einarsson biskup stúlkubarn er hlaut nafnið Hulda Dóra. Þekkja má Erlend Eysteinsson Stóru-Giljá á miðri mynd en hann var afi stúlkunnar sem skírð var.

Feykir (1981-)

Fey 1053

Sameiginleg snjósleðaæfing björgunarsveita á svæði 10 í febrúar 1990.

Feykir (1981-)

Fey 1054

Sameiginleg snjósleðaæfing björgunarsveita á svæði 10 í febrúar 1990.

Feykir (1981-)

Fey 1059

Samkórinn Björk A-Hún syngur á Blönduósi vorið 1996.

Feykir (1981-)

Fey 1067

Dúndrandi sveifla á Hótel Íslandi á frumsýningu "Syngjandi sveiflu" Geirmundar Valtýssonar (1944-) í febrúar 1993. F.v. Geirmundur, Guðrún Gunnarsdóttir, óþekktur, Berglind Björk Jónasdóttir og Ari Jónsson.

Feykir (1981-)

Síða 1, bakhlið

Sölvi lýsir fólkinu í Ærlækjarseli og þeim skelfingum sem hann má þola af þeirra hendi. Hann lýsir miklum raunum sem hann myndi sennilega ekki lifa af ekki væri fyrir samfylgd drottins.

Síða 4, framhlið

Sölvi fer ófögrum orðum um vistina í Ærlækjarseli og segir þann stað næst verstan á Íslandi en aðeins Skálá í fæðingarsveitinni er verri, hjá þeim Birni (hreppstjóra, áður á Ystafelli) og Önnu konu hans sem Sölvi segir hafa „járnsál“

Síða 1, framhlið

Á þessari síðu er Sölvi augljóslega að bregðast við ákærum Sigfúsar Skúlasonar sýslumanns í Eyjafirði um bókaþjófnað. Sölvi lýsir því hvernig hann ýmist kaupir, selur eða gefur bækur á ferðalögum sínum. Hann nafngreinir menn sem hann hefur keypt af bækur, t.d. segist hann hafa keypt bækur af Jóni Bónda á Haukagili í Vatnsdal. Nokkuð af þeim bókum segir Sölvi að hafi verið óseldar þegar haldið var austur og þar hafi hann ýmist selt þær eða gefið. Hann rifjar jafnframt upp ákærur Daníels Jónssonar á hendur sér fyrir bókaþjófnað og minnist á Eggert Briem sem dæmdi í því máli. Hann furðar sig á að Sigfús hafi getað án nokkra sannana gert upptækar þær bækur sem hann þóttist eiga. Sölvi gerir sjálfur grein fyrir að minnsta kosti hluta þessara bóka og nefnir m.a. að hann hafi fengið Mynstershugleiðingar hjá Ólafi bókbindara á Ystu-Grund í Skagafirði (Ólafur Guðmundsson 1808-1853).

Síða 4, framhlið

Hér vantar greinilega framan á frásögnina þar sem vantar framan á fyrstu málsgrein síðunnar. En á síðunni fjallar sögumaður um lygina sem beint er gegn Sölva. Henni skiptir hann í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sökunum sem logið er upp á hann. Í öðru lagi bera þeir víst út óhróður um bók hans og segja hana ekki vera anna en last og níð um höfðingja landsins og í þriðja lagi ljúga þeir því að Sölvi hafi gengist við glæpum sínum.
Þegar hér er komið sögu er greinilega búið að dæma í máli Sölva því fjallað er um yfirvofandi flutning til Kaupmannahafnar. Þó ekki sé farið um það mörgum orðum er greinilegt að sögumanni er niðri fyrir og fjallar um hvernig lygin hefur gert Sölva að táknmynd djöfulsins í landinu.

Síða 01, framhlið

Á þessari síðu ávarpar sögumaður Sölva og hughreystir hann með því að réttlætinu verði fullnægt hinum megin grafar. Þar verði þeim refsað sem hafi gert á hlut hans en hann njóti ávaxtana af dyggðugu lífi sínu á jörðinni.

Síða 01, bakhlið

„Segir þannig frá: að þá kom hann í Fnjóskadal,“
Hallgrímur Bjarnason og Hallgrímur Gíslason eru nefndir í þessum texta sem er einn samfeldur reiðilestur sem virðist beint að þeim tveimur.

Skjal 1, opna 1

Bréfið vinstra megin á opnunni er einnig stílað á Bjarna Sveinsson prest í Múla í Skriðdal og er stefna á hendur honum fyrir illa meðferð á spekingnum Sölva. Bréfið byrjar á aðvörun, bréfritarinn segir viðtakandanum að vara sig á bræðrum hans og frændum einkum bróður hans Jóni faktor. Í lok bréfsins er Bjarna ráðlagt af bréfritara að skamma ekki ferðafólk sem ekkert hefur gert honum og allra síst níðast á þeim manni sem er vitrari og betri en aðrir, bréfið er undirritað af Sölva og „Grafskrift“ Bjarna fylgir með þar fyrir neðan.
Bréfið hægra megin hefst á því að Sölvi segist vera staddur á Ketilsstöðum (væntanlega á Völlum) og áformaði að halda ferð sinni áfram að Stafafelli í Lóni og hafi til þess leyfisbréf. Hins vegar kemur fram að Sölvi verður að snúa við.
Það er ljóst að þessi bréf snúast um áform Sölva um að ferðast að Stafafelli til þess að sækja þar hluti í hans eigu. Það er þekkt og kemur m.a. fram í umfjöllun Jóns Óskars (Sölvi Helgason: Listamaður á hrakningi, bls. 93.) að Sölvi fékk reisupassa til að sækja að Stafafelli ýmsar eigur sínar. Jafnframt er ljóst að þangað fór hann aldrei, heldur þvældist hann um Norðausturland þar sem hann var handsamaður síðla árs 1853 fyrir flakk. Ekki er annað að sjá á þessum bréfaskrifum Sölva en að hann hafi ætlað að fylgja áformum sínum eftir en af einhverjum ástæðum hafa þeir Bjarni og Björn komið í veg fyrir það.

Fey 4067

Busavígsla við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki haustið 1994.

Feykir (1981-)

Fey 4068

Busavígsla við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra haustið 1991.

Feykir (1981-)

Fey 4071

Dimission stútendsefna við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki vorið 1987.

Feykir (1981-)

Fey 4078

Frá Grettluþingi um Grettir Ásmundarson sem haldið var í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í ágúst 1997. Þekkja má Sverri Pál Erlendsson næst t.v. og Eirík Rögnvaldsson næst t.h.

Feykir (1981-)

Fey 4080

Samverustund í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri í október 1995.
Í sætaröðinni næst eru f.v. Hólmfríður Guðmundsdóttir, Friðrik Jónsson og Atli Hjartarson.

Feykir (1981-)

Fey 4092

Námskeið fyrir atvinnulausa haldið í Fjölbrautaskólanum í ársbyrjun 1995.
Það er Sigríður Sigurjónsdóttir sálfræðingur (legst t.v.) sem er með fyrirlestur.

Feykir (1981-)

Fey 4093

Mæðginin Rafn Rafnsson og Margrét Þórðardóttir frá Siglufirði voru saman í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki, veturinn 1996-97.

Feykir (1981-)

Fey 4095

Frá vinstri. Steindór Guðmundsson, Ástþór Bentsson, Jórunn Sigurðardóttir og Anna Rós Ívarsdóttir á Opnum dögum hjá Fás í mars 1997.

Feykir (1981-)

Fey 4100

Sveit og þjálfari Fjölbrautaskóla Norðulands vestra sem tóku þá í spurningakeppni framhaldsskólanna veturinn 1992. F.v. Geirlaugur Magnússon þjálfari, Páll Ingi Jóhannesson, Ragnar Lundberg og Fjölnir Ásbjörnsson.

Feykir (1981-)

Fey 4102

Lionsklúbbur Sauðárkróks gaf félagsmiðstöðinni Frið sjónvarp og leikjatölvu í desember 1999. Mennirnir til hægri eru f.h. Eiður Benediktsson, Birgir Gunnarsson og Eiríkur Loftsson. Unglingarnir óþekktir.

Feykir (1981-)

Fey 4109

Frá undirritun samnings um uppbyggingu Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og ríkisins, sem fram fór í verknámshúsi skólans í desember 1990. Þá var nafni skólans breytt í Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þekkja má við enda borðsins f.v. Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Þorbjörn Árnason formann skólanefndar, Jón F. Hjartarson skólameistara og Ragnar Arnalds þingmann (eða ráðherra).

Feykir (1981-)

Fey 4111

Ólafur B. Óskarsson bóndi í Víðidalstungu í ræðustóli, hugsanlega þegar Bóknámshús Fjölbrautaskólans var tekið í notkun haustið 1994 en hann talaði þar fyrir hönd sveitastjórna á Norðurlandi vestra.

Feykir (1981-)

Fey 4119

Sólveig Fjólmundsdóttir frá Hofsósi (önnur f.v.) sigraði í "Öskri" söngvarakeppni Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki í febrúar 1998.
Til vinstri við Sóveigu eru Ragnar Magnússon, Þóra Þórhallsdóttir og Eiríkur Hilmisson.

Feykir (1981-)

Fey 4125

Nýstúdentar frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Óvíst um ár.

Feykir (1981-)

Fey 4129

Nýstúdentar frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki vorið 1995. Jón F. Hjartarson skólameistari í fremstu röð fyrir miðju.

Feykir (1981-)

Fey 4135

Keppendur og aðstendur stærðfræðikeppni Fjölbrautaskólaskólans á Sauðárkróki sem fram fór vorið 1998. Jón F. Hjartarson skólameistari Fjölbrautaskólans er lengst t.v. og Kristján Halldórsson verkfræðingur og frumkvöðull keppninnar er lengst t.h.

Feykir (1981-)

Fey 4147

Leikhópur F.á.S. sem setti upp leikritið Fyrsta öngstræti til hægri árið 1986. Leikstjórinn Geirlaugur Magnússon situr fremst.

Feykir (1981-)

Fey 4150

Nýútskrifaðir iðnnemar frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki ásamt Jóni F. Hjartarsyni skólameistara, sem er fyrir miðju í fremri röð. Óvíst um ár.

Feykir (1981-)

Fey 4154

Húni II Skagaströnd. (Var gerður að skemmtiferðarbát árið1997).

Feykir (1981-)

Fey 4155

Hafnargerð í Selvík á Skaga, sennilega vorið 1994.

Feykir (1981-)

Fey 4163

Þrem af þeim sem synt hafa Drangeyjarsund var boðið til eyjarinnar sumarið 1994 af Jóni Eiríkssyni á Fagranesi.
Mennirnir eru f.v. Pétur Eiríksson, Axel Kvaran, Jón Eiríksson og Eyjólfur Jónsson. Pétur synti árið 1936, Axel árið 1939 og Eyjólfur árin 1957 og 1959. Á myndinni eru þeir á bryggjunni í Uppgönguvíkinni í Drangey.

Feykir (1981-)

Fey 4169

Skemmtisiglingaskipið Straumey sennilega við Drangey en það var keypt til Skagafjarðar árið 2000 af hlutafélaginu Eyjaskip.

Feykir (1981-)

Fey 4175

Fannar SK 107 á leið á grásleppumiðin síðla vetrar 1995.

Feykir (1981-)

Fey 4182

Gissur hvíti HU 35 legst fyrstur skipa að nýjum viðlegukanti í Blönduóshöfn í ágúst 1996.

Feykir (1981-)

Fey 4183

Röst SK 17 rækjuveiðiskip Dögunnar í Sauðárkrókshöfn. (1986)

Feykir (1981-)

Fey 4192

Rússneskur togari landar fiski á Sauðárkróki í desember 1992.

Feykir (1981-)

Fey 4201

Skagfirðingur SK 4 í Sauðárkrókshöfn, en skipið kom til Sauðárkróks í mars 1989, hét áður Bergvík.

Feykir (1981-)

Fey 4206

Landað úr Skagfirðingi SK 4 á Sauðárkróki.

Feykir (1981-)

Fey 4212

Drangey SK 1 við bryggju á Sauðárkróki.

Feykir (1981-)

Fey 4215

Drangey SK 1 kemur í fyrsta skipti til Sauðárkróks í mars 1989. Skipið kom frá Keflavík þar sem það hét Aðalvík KE 95.

Feykir (1981-)

Fey 4220

Uppskipun úr útlendu skipi í Sauðárkrókshöfn, sennilega frosin rækja.

Feykir (1981-)

Fey 4223

Tilg. Varðskipið Þór, sem síðar varð æfinga- og kennsluskip fyrir öryggismál sjómanna.

Feykir (1981-)

Fey 4224

Þýski togarinn Bremen landaði 160 tonnum af fiski hjá Fiskiðjunni í júní 1994.

Feykir (1981-)

Fey 4227

Þýski togarinn Europa landar hjá Fiskiðjunni vorið 1994.

Feykir (1981-)

Fey 4228

Togarinn Rex frá Skagaströnd (áður Arnar HU 1) var tekinn fyrir ólöglegar veiðar á Hatton Rockall svæðinu af skosku Strandgæslunni í mars 1994.

Feykir (1981-)

Fey 4229

Óþekktur maður á hafnarsvæðinu á Skagaströnd (ca. 1985)
.

Feykir (1981-)

Fey 4230

Hafnargerð við Lónkot í Sléttuhlíð (Lónkotsmöl) vorið 1988.

Feykir (1981-)

Fey 4243

Nýjum trefjaplastbáti Laxdal NS 110 var hleypt af stokkunum hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd í febrúar 1983. Á myndinni er Sigurbjörg Guðmundsdóttir að gefa bátnum nafn.

Feykir (1981-)

Fey 4245

Skipverjar á Örvari frá Skagaströnd innbyrða gott hal haustið 1990.

Feykir (1981-)

Fey 4250

Fiskifræðitilraunir í Núpsá í Miðfirði sumarið 1987.

Feykir (1981-)

Fey 4252

Fyrsta slátrun á laxi hjá laxaeldisstöð Miklalax í Fljótum vorið 1990. Laxinn fór með flugi frá Keflavík á markað í Frakklandi.

Feykir (1981-)

Fey 4254

Útskriftanemar Bændaskólans á Hólum vorið 1988. Myndin tekin framan við gamla bæinn.

Feykir (1981-)

Fey 4261

Frá útskrift við Bændaskólann á Hólum vorið 1999.
F.v. Arnór Már Fjölnisson, Guðrún Astrid Elvarsdóttir og Þórarinn Eymundsson.

Feykir (1981-)

Fey 4262

Frá útskrift kennara af Norðurlandi vestra í tveggja ára starfsleikninámi sem fram fór á Hólum árin 1990 og 1991, en alls útskrifuðust 21 kennari. Frá vinstri Elín Einarsdóttir, Inga Þórunn Halldórsdóttir og Sigfríður L. Angantýsdóttir. Þær Elín og Sigfríður sáu um undirbúning námsins. Myndin tekin í Hóladómkirkju.

Feykir (1981-)

Niðurstöður 2636 to 2720 of 31934