Sýnir 2014 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Sauðárkrókur With digital objects
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Fey 2014

Björn Sverrisson (1937-) undir stýri á Willis 1946 sem hann gerði upp, í Aðalgötunni á Króknum. Tilgáta að þessi mynd sé tekin á afmælisári Sauðárkróks 1997.

Fey 2015

Félagar úr Skagfirðingasveit á Alexandersflugvelli við komuna frá Ísafirði en þeir fóru vestur til að aðstoða Súðvíkinga eftir snjóflóðin í janúar 1995. Fremst til hægri er Haraldur Ingólfsson (1967-) með leitarhund.

Fey 2035

Sveinn Árni Korshamn að stjórna Samkórnum Björk í A-Hún. á flutningi Gloríu eftir Antonio Vivaldi á Húnavöku vorið 1984.

Fey 2038

Stórsveit úr Tónlistarskólanum á Sauðárkróki að spila í Aðalgötunni á Króknum miðvikudaginn í dimbilviku 1992. Engu var líkara en vorið væri komið á Krókinn. Götusóparar voru í óða önn í bænum og lúðrahljómar ómuðu í gamla bænum síðdegis. Þar var á ferðinni stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkrórks sem stofnuð var með 20 hljóðfæraleikurum þann vetur. Tónlistarfólkið hélt til vinabæjar Sauðárkróks, Köge á tónleikamót skömmu eftir að myndin var tekin. Með leik sínum í Aðalgötunni var sveitin að sýna þakklætisvott þeim fyrirtækjum sem studdu hana til fararinnar.

Fey 2058

Einn af fyrstu liðum Sæluvikunnar vorið 1999 var söngur Kórs eldri borgarar á Sauðárkróki.

Fey 2066

Á þrettándaskemmtun Karlakórsins Heimis í Miðgarði 1998 færði Páll Dagbjartsson (t.v.) heiðursgestum skemmtunarinnar, þeim Davíð Gíslasyni og Gladys Gíslason, þakklætisvott fyrir góða aðstoð í ferð kórsins til Kanada sumarið áður.

Fey 72

Börn á leikskólanum Furukoti í desember árið 1986 við jólaundirbúning.

Feykir (1981-)

Fey 76

Skrifstofa Sjóvá sem opnaði nýja skrifstofu að Skagfirðingabraut 9 Skr. síðla vetrar 1988. Umboðsmaður Sjóvá er Anna Pála Guðmundsdóttir við borðið t.h. og starfsmaður er Ásdís Sigríður Hermannsdóttir (1949-). við borðið t.v. Viðskiptavinur er óþekktur.

Feykir (1981-)

Fey 103

Íþróttahús á Sauðárkróki í byggingu.

Feykir (1981-)

Fey 104

Unnið að stækkun íþróttahússins á Sauðárkróki 1997.

Feykir (1981-)

Fey 145

Stjórnborð í Steinullarverksmiðjunni.

Feykir (1981-)

Fey 158

Íþróttavöllurinn á Sauðárkróki.

Feykir (1981-)

Fey 163

Í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki

Feykir (1981-)

Fey 228

Lionsklúbbarnir á Sauðárkróki stóðu fyrir samkeppni meðal grunnskólanema um gerð friðarveggspjalds vorið 1990. F.v. Páll Pálsson (1946-), formaður Lionsklúbbs Sauðárkróks ásamt verðlaunahöfum þeim, Björgvin Benediktssyni (1977-), Ingibjörgu Stefánsdóttur (1976-) og Helenu Magnúsdóttur (1976-).

Feykir (1981-)

Fey 229

Stefán Jónsson (1974-) í borðtennis í Grettisbæli en það hét félagsaðstaða Gagnfræðaskóla Sauðárkróks.

Feykir (1981-)

Fey 241

Tilgáta. Foreldrafundur á Furukoti, önnur frá vinstri Unnur Guðný Björnsdóttir (1951-) og t.h. við súluna María Gréta Ólafsdóttir (1956-).

Feykir (1981-)

Fey 304

Styrktar- og líknarsjóður lögreglumanna styrkir Ólöfu Þórhallsdóttur á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi í desember 1995, en Ólöf hafði misst eiginmann sinn og son í bílslysi fyrr á árinu. Afhendingin fór fram í lögreglustöðinni á Sauðárkróki. F.v. Geir Jón Þórisson, Ólöf Þórhallsdóttir (1952-) og Gissur Guðmundsson.

Feykir (1981-)

Fey 306

Skrifað undir samning um byggingu endurhæfingarstöðvar við Sjúkrahúsið á Sauðárkróki í maí 1998. Sitjandi f.v. Geir H. Haarde fjármálaráðherrra, Ingibjörg Pálmadóttir (1949-) heilbrigðisráðherra og Magnús Sigurjónsson (1929-) framkvæmdastjóri Héraðsnefndar. Standandi Björn Sigurbjörnsson t.v. og Birgir Gunnarsson.

Feykir (1981-)

Fey 1151

Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. Útilistaverk Sverris Ólafssonar "Á fáki fráum" t.v. sem reist var 1991.

Feykir (1981-)

Fey 1154

Séð yfir Sauðárkrók (norður bæinn) og Skagafjörð, Kikjutorg fyrir miðri mynd.

Feykir (1981-)

Fey 1167

  1. júní fjallkona 1996, Kristín Elva Magnúsdóttir (1976-).

Feykir (1981-)

Fey 1175

Unnið að því að setja saman rör sem undirgöng undir Sæmundarhlíð frá Bóknámshúsi að heimavist Fjölbrautaskólans árið 1996, en björgunarsveitin Skagfirðingasveit sá um samsetningu röranna.

.

Feykir (1981-)

Fey 1184

Herdís Á. Sæmundardóttir (1954-) formaður skólanefndar tekur fyrstu skólfustungu að byggingu B-álmu og Kubbsins við Árskóla í ágúst 1999. Aðstoðarmaður á gröfu óþekktur.

Feykir (1981-)

Fey 1186

Herdís Á sæmundardóttir formaður skólanefndar tekur fyrstu skóflustungu að byggingu B-álmu Árskóla í ágúst 1999. Aðstoðarmaður á gröfu óþekktur.

Feykir (1981-)

Fey 1188

Fyrsta skóflustunga tekin að byggingu B-álmu Árskóla í ágúst 1999. F.v. Herdís Á Sæmundardóttir formaður skólanefndar, Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri, Helgi Sigurðsson, Þórarinn Sólmundarson (á bak við), Stefán Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Steinunn Hjartardóttir, Óskar G. Björnsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir (framan við), Selma Barðdal og Hallfríður Sverrisdóttir (sést að hluta). Trésmiðjan Borg sér um verkið.

Feykir (1981-)

Fey 1189

Verið að taka fyrstu skóflustungu að byggingu B-álmu Árskóla í ágúst 1999.

Feykir (1981-)

Fey 4321

Sauðárgilið að vetri til (Litli Skógur).

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4351

Sumarsæluvika á Sauðárkróki árið 1985. Ingibjörg Jóna Hjaltadóttir (1965-). Karnival sem Eyþór Árnason (1954-) sá um.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4355

Til vinstri Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir (1981-) og Guðbrandur Jón Frímannsson (1922-2000). Revían Glaðar tíðir eftir Jón Ormar Ormsson, sett upp af Umf. Tindastóli vorið 1997 í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Leikstjóri Edda V. Guðmundsdóttir.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4357

Til vinstri Steindór Hafsteinn Hannesson (1936-) og Ólafur Helgi Antonsson (1947-) úr leiksýningunni Húrra krakki sem sett var upp árið 1985 af Leikfélagi Sauðárkróks.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4358

Frá vinstri Ólafur Helgi Antonsson (1947-) og Björgvin J. Sveinsson (1962-) úr leiksýningunni Húrra krakki eftir Arnold og Bach sem sett var upp árið 1985 af Leikfélagi Sauðárkróks.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4381

Leikritið Dýrin í Hálsaskógi sett upp á Sauðárkróki af Leikfélagi Sauðárkróks, árið 1994.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4385

Hassið hennar mömmu. Leikstjóri var Jón Júlíusson, sett upp af Leikfélagi Sauðárkróks árið 1993. Frá vinstri Ásgrímur Ingi Ásgrímsson, Steinn Friðriksson og Svanhildur Elsa Jónsdóttir (1942-).

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4386

Bangsamamma (Halldóra Helgadóttir (1945-)) og Lilli Klifurmús (Páll Friðriksson). Dýrin í Hálsaskógi sem sett var upp af Leikfélagi Sauðárkróks árið 1994.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4394

Leikhópur F.á S. (Fjölbrautaskólans) setti upp leikritið Sjö stelpur eftir Erik Thorstenson árið 1986. Leikstjóri Geirlaugur Magnússon t.h. á myndinni (1944-2005). T.v. Guðjón Andri Kárason.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4400

Árgangur 1973 í Gagnfræðaskóla Sauðárkróks (Árskóli) með árshátíð. Frá vinstri: Dagmar Hlín Valgeirsdóttir, Ingibjörg Ingadóttir (1973-), Friðrik Örn Haraldsson (Halla Malla) (1973-), aðrir óþekktir.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4402

Leikritið Spanskflugan eftir Arnold og Bach sett upp af Leikfélagi Sauðárkróks árið 1986. Leikstjóri Jón Ormar Ormsson. Til vinstri: Ólafur Helgi Antonsson (1947-) og Sigríður Guðrún Sigmundsdóttir (1959-).

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4403

Leikritið Spanskflugan eftir Arnold og Bach sett upp af Leikfélagi Sauðárkróks árið 1986 í leikstjórn Jóns Ormars Ormssonar. F.v. Ingimundur Sverrisson, (Bára Jónsdóttir), Friðrikka Hermannsdóttir og Ólafur Pálsson.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4406

Leikritið Pétur Gautur eftir Ibsen sem Leikfélag Sauðárkróks setti upp árið 1997 í leikstjórn Gunnars Eyjólfssonar. Til vinstri Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir (1981-) og Styrmir Gíslason (1978-).

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4408

Leikritið Trítill eftir Hilmi Jóhannesson og Huldu Jónsdóttur sem Leikfélag Sauðárkróks setti upp árið 1997 í leikstjórn Ingunnar Ásdísardóttur. Á myndinni má þekkja Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur (1981-) (fyrir miðju) er í hlutverki Trítils og Björn Magnússon lengst til hægri í hlutverki Alfinns álfakonungs.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4410

Viðar Sverrisson (1952-) í hlutverki sínu í leikritinu Allra meina bót, sem Leikfélag Sauðárkróks setti upp árið 1989. Leikstjóri Sigurgeir Scheving.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4411

Helena Sigfúsdóttir (1964-) og Viðar Sverrisson (1952-) í hlutverkum sínum í leikritinu Allra meina bót, sem Leikfélag Sauðárkróks setti upp árið 1989. Leikstjóri Sigurgeir Scheving.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4412

Hafsteinn Hannesson (1936-) í hlutverki sínu í leikritinu Allra meina bót, sem Leikfélag Sauðárkróks setti upp árið 1989. Leikstjóri Sigurgeir Scheving.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4416

Leikhópur frá Vesturheimi sýndi í Bifröst í desember 1999 leikritið Í kjölfar stormsins, eftir Vestur-Íslendinginn Laugu Geir.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4428

Revían Glaðar tíðir eftir Jón Ormar Ormsson í leikstjórn Eddu Guðmundsdóttur. Frá vinstri, Steindór Hafsteinn Hannesson (1936-), Halldóra Helgadóttir (1945-) og Auðunn Blöndal (1980-). Revían var sett upp árið 1997 af Umf. Tindastóli í tilefni af 90 ára afmæli félagsins.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4438

Leikritið "Illur fengur" eftir Joe Orton sem Leikfélag Sauðárkróks setti upp árið 1985. Jón Ormar Ormsson leikstýrði. Á myndinni eru Björgvin J. Sveinsson (1962-) t.v. og Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson (1963-).

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4443

FNV leikhópur (Fjölbrautaskólans) setti upp leikritið Menn, menn, menn árið 1992.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4488

Leikfélag Sauðárkróks. Sæluvikuleikrit 1988."Okkar maður" eftir Jónas Árnason. Í fremstu röð má þekkja frá vinstri: Júlíus Hraunberg Kristjánsson (1954-), Erlingur Viðar Sverrisson (1952-), Helga Hannesdóttir (1934-2006), María Gréta Ólafsdóttir (1956-), óþekkt, Bragi Skagfjörð Haraldsson (1942-), (Freyja Oddsteinsdóttir), Regína Gunnarsdóttir, óþekkt og Sigurlaug Jónsdóttir (1970-).

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4507

Danskur eldsmiður Thomas Nörgaard í eldsmiðju Ingimundar Bjarnasonar sem er í Árbakka, (Suðurgötu 5)
Sauðárkróki sumarið 1999.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4508

Danskur eldsmiður Thomas Nörgaard í edsmiðju Ingimundar Bjarnasonar sem er í Suðurgötu 5 (Árbakka),
Sauðárkróki sumarið 1999.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4518

Dansmaraþon 10. bekkjar Árskóla, (árgangur 1984) sennilega í október 1999. Klara Stefánsdóttir dansar við ónefndan pilt.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 2079

Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syngur á íþróttavellinum á 17. júní, (1993) Fremri röð frá vinstri: Sigríður Ögmundsdóttir (1921-2007), Kristín Bjarney Sveinsdóttir (1948-), Anna S. Pétursdóttir (1942-), Sólborg Björnsdóttir (1932-), Jóhanna Karlsdóttir (1943-), Lára Angantýsdóttir (1938-) og Guðbrandur J. Guðbrandsson á trompet (1964-). Í aftari röð f.v. Sigurdríf Jónatansdóttir (1960-), óþekkt, Björgvin Jónsson (á bak við Kristínu) Guðmundur Ragnarsson, Kári Steinsson (bak við Sólborgu) og Stefanía Stefánsdóttirl (bak við Jóhönnu).

Fey 2086

Jasskvöld á Sumarsæluviku í Bifröst sumarið 1983 sem Jazzklúbbur Skagafjarðar og Jazzklúbbur Akureyrar stóðu fyrir. Ingimar Eydal (1936-1993) er við hljómborðið og Haukur Þorsteinsson lengst til hægri. Þá er Jóhann Friðriksson fjærst fyrir miðju.

Fey 2087

Á miðvikudaginn í dymbilviku vorið 1992 var engu líkara en vorið væri komið á Krókinn. Götusóparar voru í óða önn í bænum og lúðrahljómar ómuðu í gamla bænum síðdegis. Þar var á ferðinni Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkrórks, sem stofnuð var með 20 hljóðfæraleikurum um veturinn. Tónlistarfólkið hélt til vinabæjar-tónlistarmóts í Köge í Danmörku skömmu eftir að myndin var tekin. Með leik sínum á Aðalgötunni var sveitin að sýna þakklætisvott þeim fyrirtækjum sem studdu hana til fararinnar.

Fey 4609

Íslandsmót í boccia í íþróttahúsinu á Sauðárkróki haustið 1999. Óþekktir verðlaunahafar.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4641

Guðrún Eríka Eiríksdóttir frá Villinganesi. Feykir 30. september 1998, 33. töl. 18. árg. Mynd tekin á deild II á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4662

Álfadans sem ungmennafélaugin Smári og Tindastóllá stóðu fyrir á dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki í janúar 2000. Álfakóngur og drottning voru Valgeir Bjarnason og Hjördís Tobíasdóttir. Harmónikkuleikari var Kristján Stefánsson.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4664

Ungmennafélaugin Smári og Tindastóll stóðu fyrir álfadansi á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki í janúar 2000. Álfakóngur var Valgeir Bjarnason og drottning Hjördís Tóbíasdóttir.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4665

Ungmennafélaugin Smári og Tindastóll stóðu fyrir álfadansi á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki í janúar 2000. Álfadrottning og kóngur voru Hjördís Tóbíasdóttir og Valgeir Bjarnason.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4682

  1. bekkingar Árskóla settu upp söngleikinn Grease árið 1999. Fremstar f.v. eru Sesselja Barðdal, Dagný Huld Gunnarsdóttir og Herdís Baldvinsdóttir.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4683

  1. bekkingar (árgangur 1983) Árskóla settu upp söngleikinn Grease árið 1999.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4686

Leikhópur frá Vesturheimi sýndi í Bifröst haustið 1999 leikritið Í kjölfar stormsins, eftir Vesturíslendinginn Laugu Geir.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4727

Ártún, Suðurgata 14 og farartæki Björns Ásgrímssonar.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4767

Hrafnhildur Viðarsdóttir (1980-) í göngu með börn af leikskólanum Glaðheimum.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4786

Við útskrift FNV (1996) Ragnar Arnalds (1938-) ráðherra og Jón Friðberg Hjartarsson (1947-) skólameistari.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4835

Koddaslagur á sjómannadegi á Sauðárkróki.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4853

Gatnagerð við FNV. Undirgöng gerð undir Sæmundarhlíð haustið 1996.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4854

Gatnagerð við FNV. Undirgöng gerð undir Sæmundarhlíð haustið 1996.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4857

Við setningu Sæluviku í Safnahúsinu vorið 1998 var opnuð sýning á trélist. Þekkja má Guðmund Márusson lengst t.v. og í sætaröðinni fyrir framan f.v. Snorri Björn Sigurðsson, Hjalti Pálsson, Gísli Frostason og Marteinn Steinsson. Fremst eru Ingveldur Rögnvaldsdóttir og Guttormur Óskarsson.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4889

Freyjugata 18 (hús Friðriks Júlíussonar) rifið árið 1998.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4890

Freyjugata 18 rifin árið 1998.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4892

Afhjúpun á klukku og veðurstöð á Flæðunum á Króknum sem Rotary klúbburinn lét setja upp á fimmtíu ára afmæli klúbbsins haustið 1999.

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4898

Krókshlaup árið 1999. Frá vinstri María Runólfsdóttir (1958-), Hallfríður J Sigurðardóttir (1957-) og Guðrún Kristín Sæmundsdóttir (1960-).

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

Fey 4905

Unnið að uppsetningu Rotary klukkunar á Flæðunum, Páll Ólafsson (1963-) rafvirki

Þórhallur J. Ásmundsson (1953-)

KCM566

Fundur á Sauðárkróki. Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra í ræðustóli. Tryggvi var forsætisráðherra frá 1927 til 1932.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM572

Votvirðri á Sauðárkróki. Börnin (ónafngreind) á myndinni er á róluvellinum við Skógargötu.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Pétur Sighvatsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00326
  • Safn
  • 20.01.1912

Uppdráttur teiknaður af Pétri Sighvatssyni af vatnsveitukerfi fyrir Sauðárkrók 1912. Á kortinu má sjá hvernig vatnsveitan var í upphafi lögð í norðurenda bæjarins. Pétur Sighvatsson var skipaður í nefnd um framkvæmd vatnvsveitu á Sauðárkróki og hefur hann því líklega gert uppdráttinn í tengslum við þá vinnu.

Pétur Sighvatsson (1875-1938)

Niðurstöður 171 to 255 of 2014