Skjalasafn Klemenensar Guðmundssonar. Fyrst og fremst uppskrifaðar, handskrifaðar stílabækur frá námstíma Klemensar í Víkurskóla, Skagafirði, veturinn 1909-1910. Einnig þrjár ljósmyndir.
Viðskiptamannabækur Kolkuós verslunar frá árinu 1913. Halldór Gunnlaugsson skrifar bækurnar en hann vann hjá Hartmanni Ásgrímssyni við ýmis verslunarstörf í Kolkuós frá árinu 1901 til 1916.
Viðskiptamannabækur Kolkuós verslunar frá árinu 1913. Halldór Gunnlaugsson skrifar bækurnar en hann vann hjá Hartmanni Ásgrímssyni við ýmis verslunarstörf í Kolkuós frá árinu 1901 til 1916. Bækurnar eru 11 talsins og eru númeraðar, þó ekki í samfeldri röð svo líklega vantar einhverjar bækur inn í.
Orlofsfréttir vegna árlegra ferða á vegum Sambands Skagfirskra kvenna. Einnig frásögn úr ferð á Snæfellsnes árið 1993 og 40 ára afmælisrit Sambands Skagfirskra kvenna.
Einkaskjöl, m.a. tækifæriskort og skeyti, ljóð og lausavísur og ljósmyndir. Með liggja tveir stimplar frá Sauðárkróksbíó, en þau hjónin ráku bíóið um árabil.
Ýmislegt úr fórum hjónanna Kristjáns Friðrikssonar Hansen og Maríu Björnsdóttur, Sauðárkróki. Heimilisbókhald, minningarbækur, bréf, ljósmyndir, ýmis skjöl og skírteini, útgefnar bækur og fleira.
1 handskrifuð fundagerðabók og 1 handskrifuð reikningabók. Einnig lausir reikningar. Með er fundargerð 27. aðalfundar Sambands skagfirskra kvenna 1969.
Gögn Lestrarfélags Óslandshlíðar frá tímabilinu 1913-1957. Innihalda fundargerðabækur, reiknisbækur, skýrslur, félagaskrár og önnur gögn. Ástand bóka misgott, nokkur rifin og trosnuð blöð, en bækur eru handskrifaðar og önnur skjöl vélrituð og handskrifuð.
Ólafur Björnsson, hrd hjá Lögmenn Suðurlandi ehf, vann að þjóðlendumálum fyrir hönd Skagfirðinga. Þetta eru málsgöng varðandi þrjú svæði: Una- og Deildartunguafrétt, Eyvindastaðaheiði og Hof í Vesturdal. Sumt var rekið fyrir hönd sveitarfélags, annað fyrir einkaaðila.
Jólakort úr fórum Magnúsar Árnasonar. Magnús var vinnumaður, og síðar ráðsmaður í Utanverðunesi, frændi Magnúsar Gunnarssonar og Sigurbjargar Gunnarsdóttur.
Máni sveitablað sem gefið var út í Stíflu, Fljótum í byrjun 20. aldar. Til að byrja með er það Málfundarfélagið Von sem gefið blaðið út en árið 1928 verður málfundarfélagið að Ungmennafélaginu Von.
Um er að ræða reglugerð, eða drög að reglugerð fyrir Málfundarfélagið í Haganesvík. Fyrsta grein hljóðar svo "Fjélagið heitir "Málfundafjelag Unglingaskólans í Haganesvík" en engar aðrar heimildir hafa fundist um þetta félag.
Málfundarfélag unglingaskólans í Haganesvík (1932-1933)
Skólablaðið 3. árgangur 1. tölublað. 2 eintök. 1 blað er ein örk. Myndskreytingu blaðsins sá Jóhannes Geir Jónsson um þá 11 ára. Þeir sem skrifa í blaðið eru: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Magnúsdóttir, Sigurjón Friðbjörn Björnsson, Þóra Jónsdóttir, Hulda Ívarsdóttir, Áslaug Sigfúsdóttir.
Ýmis útgefin gögn, sem flest tengjast Skagafirði. Líklega er um þrjár mismunandi afhendingar að ræða, en þær voru allar í geymslum safnsins. Vitað er að ein þeirra er frá 1985. Lista yfir þá afhendingu er að finna í gögnunum.
Áhorfendur, hugsanlega í sundlauginni. Þekkja má Ingimar Bogason (með loðhúfu og gleraugu). T.v. við Ingimar er Árni Guðmundsson. Aftan við Árna er Friðrik Friðriksson og t.h. Hafsteinn Hannesson, Elsa Valdimarsdóttir og Jónanna Jónsdóttir. Aftan við Friðrik er Hermann Sigurjónsson frá Lóni.
Þrjú vélrituð blöð með Hellulandsbrag eftir Ólaf Áka Vigfússon. Ólafur lést árið 1961 en þetta skjal hefur mjög líklega verið vélritað og ljósritað nokkuð eftir lát hans.