Prenta - forskoðun Loka

Sýnir 60049 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

35409 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Hjónavígslubréf

Hjónavígslubréf útgefið af Christian hinum 10, konungi Íslands og Danmerkur. Gefið út fyrir hjónin Sigvalda Jón Nikódemusson og Önnu Friðriksdóttur. Undirritað á Akureyri 27. september 1928 af sóknarpresti.

Póstsendingabók

Bókin er innbundin og er 98 bls. Hún er gegnumdregin og með innsigli póststjórnarinnar í Reykjavík. Í hana eru rituð ábyrgðarbréf, peningasendingar og bögglar sem skilað var til flutnings á Póstafgreiðsluna í Haganesvík.

Póstur og sími

Vitnisburður um landamerki Reykja í Tungusveit

Vitnisburður Arngríms Jónssonar um landamerki Reykja í Tungusveit sem ritað er 1651. Skjalið vottað 1657 af Magnúsi Jónssyni og Þórólfi Jónssyni.
Innihald bréfsins hljóðar svo (fært í samræmda nútímastafsetningu af Einari G. Péturssyni): "Meðkenni eg Arngrímur Jónsson og votta það í fullum sannleika, að öll þau ár sem eg fyrir innan og framan minn tvítugs aldur (sem reiknast vel sextán ár) var að fistum á Reykjum í Tungusveit, hjá Jóni heitnum Egilssyni, og hans syni Þorvaldi, Reykjagarðs eigendum, þá vissa eg hvorugan þessara nefndra feðga eigna sér lengra upp í Mælifellsdal, né lögfesta, en úr Körtugili og fram í Fremri Hnjúká sem er fram frá Reykjareit. Og þessum mínum vitnisburði til sannenda staðfestu má eg eið vinna, ef þörf gjörist, hvör útgefinn var að Mælifelli Tungusveit 17. dag martíi anno 1651. Þennan fyrir ofan skrifaðan vitnisburð heyrðum við undirskrifaðir Arngrím Jónsson meðkenna á Mælifelli þann 6. dag maí 1657
Magnús Jónsson með eigin hendi
Þórólfur Jónsson með eigin hendi"

Umslag um atkvæðaseðil

Á umslagið er prentað "Atvæðaseðill", ásamt númeri. Nafna og heimilisfang er skrifað á umslagið og það stílað til hreppstjórans í Holtshreppi.

Ingibjörg Guðmundsdóttir

Nemesis

Handskrifuð pappírsörk, inniheldur ljóð með yfirskriftinni Nemesis. Dagsett og undirrituð af HSB. Með fylgir vélrituð örk þar sem ljóðið er skrifað upp, ásamt skýringum á tilurð þess og höfundi.

Hildur Solveig Bjarnadóttir Thorarensen (1835-1915)

Útsvarsskrá fyrir Haganeshrepp 1964

Skjalið er í stærðinni í stærðinni 38 x 46 cm. Er það eyðublað sem búið er að handfæra inn á upplýstingar um útsvarsgreiðendur í Haganeshreppi árið 1964 og greiðslustöðu þeirra.

Haganeshreppur

Sauðfjáreign 1946

Handskrifað pappírsskjal, samanbrotin örk. Stimpluð og undirrituð af hreppstjóra Akrahrepps.

Jóhannes Steingrímsson (1883-1968)

Niðurstöður 256 to 340 of 60049