Sýnir 4983 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Feykir: Ljósmyndasafn
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

4902 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Fey 1768

Fyrsta lambið í búsmala sauðkrækinga vorið 1993 fæddist líklega hjá Lárusi Sveinssyni rétt fyrir páska. Það kunni barnabarn hans , Sunna Björk Atladóttir, vel að meta og hampar hún hér lambinu og félagi hennar Eyþór Fannar Sveinsson fylgist með af aðdáun. Lárus Sveinsson (1913-1993) Sunna Björk Atladóttir (1989-) Eyþór Fannar Sveinsson (1987-).

Feykir (1981-)

Fey 1774

Kýrnar í sátt og samlyndi í nýja fjósinu á Bessastöðumá á Heggstaðanesi í janúar árið 2000 en þær fóru í nýtt fjós rétt fyrir jól.

Feykir (1981-)

Fey 1776

Hrútarnir hennar Erlu Lárusdóttur Skr. árið 1994. Hrafn Gunnlaugsson t.v. og Steinn Heimisson t.h.

Feykir (1981-)

Fey 1786

Gunnar Ellertsson er hér við vetrarrúning í febrúar 1986.

Feykir (1981-)

Fey 1788

Slátrað samkvæmt EB staðli í sláturhúsi Sölufélags Astur-Húnvetninga á Blönduósi haustið 1997. Á myndinni er Aldís Sveinsdóttir.

Feykir (1981-)

Fey 1792

Heyskapur í Vallhólma fyrir grasköglaverksmiðjuna sumarið 1983. Fyrirsögn Feykis er: "Stórtækar heyvinnuvélar í Vallhólmi."

Feykir (1981-)

Fey 1795

Korn þreskt á Páfastöðum haustið 1994. F.v. Óþekktur, Helgi Sigurðsson á Reynistað, Sigurður Baldursson á Páfastöðum og Baldur faðir hans.

Feykir (1981-)

Fey 1796

Heyskapur við Víðimýri Skagafirði.

Feykir (1981-)

Fey 1799

"Ungur nemur gamall temur," er orðtak sem starfsfólk leikskólans Furukots hafði í heiðri. Því var farið með börnin í kynnisferð í Sauðárkrókskirkju. Myndin var tekin meðan hópurinn beið eftir sóknarprestinum við kirkjudyrnar í desember 1988. F.v. Hafdís Guðlaug Skúladóttir (1967-) , Eiríkur Hilmisson (1963-) , Arna Kristjánsdóttir (1968-) , Lýdía Ósk Jónasardóttir (1967-) Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir (1960-). og 2 óþekktar.

Feykir (1981-)

Fey 1809

Innfjarðarrækja unnin hjá Rækjuvinnsluninni Meleyri á Hvammstanga í febrúar 1993. Fremst á myndinni eru Anna Mary Pálmadóttir (t.v.) og Guðrún Erlingsdóttir (t.h.).

Feykir (1981-)

Fey 1810

Fiskvinnsla hjá Fiskiðjunni á Sauðárkróki.

Feykir (1981-)

Fey 1812

Við færibandið í Fiskiðjunni Sauðárkróki. Frá vinstri. Björk Sigurðardóttir, óþekkt, Brynja Kristjánsdóttir. Frá hægri Steinunn Lárusdóttir (1976-).

Feykir (1981-)

Fey 1813

Línubeitning á Hofsósi í nóvember 1990. Frá vinstri Valgarð Valgarðsson, Sveinn Einarsson, Jón Jóhann Jónsson, Jón Helgi Pálsson og Jónas Jónasson í Árveri lengst t.h. Svo sér í kollinn á Braga Vilhjálmssyni neðst á miðri mynd.

Feykir (1981-)

Fey 1817

Skelfiskvinnsla Rækjuness á Hofsósi vorið 1998 en þar störfuðu þá um 20 manns.

Feykir (1981-)

Fey 1820

Tilg. Netagerð (splæsing) í Fjölbrautaskólanum. F.v.: Höskuldur Búi Jónsson frá Drangsnesi, Perla Hafsteinsdóttir, Snæbjörn Valbergsson (1973-) frá Sólgörðum í Fljótum og Atli Þór Þorgeirsson, Maðurinn lengst til hægri er óþekktur.

Feykir (1981-)

Fey 1821

Í febrúar 1996 voru 20 tonn af loðnu bílflutt frá Helguvík til Fiskiðjunnar á Sauðárkróki til frystingar.

Feykir (1981-)

Fey 1823

Steinullarverksmiðjan í nóvember 1994. Útlit fyrir taplaust ár og 15% söluaukningu milli ára. Frétt í Feyki í nov. 1994. Stefán Ragnar Ragnarsson t.v. Hinir óþekktir.

Feykir (1981-)

Fey 1830

Heimsókn í tamningastöðina í Garðhúsum í mars 1989. Frá vinstri: Jón Ágúst Jónsson, Egill þórarinsson, Susan Hanauer og Ingimar Ingimarsson á Ytra-Skörðugili.

Feykir (1981-)

Fey 1837

Á Vindheimamelum sumarið 1992. Frá vinstri, Elvar Eylert Einarsson (1972-), Skörðugili, Sólveig Einarsdóttir (1966-) og Páll Bjarki Pálsson (1959-), Flugumýri. Tilefnið óþekkt.

Fey 1838

Hestasýningin "Til móts við íslenska hestinn" sem var á Vindheimamelum sumarið 1992. F.h. Björn Sveinsson (1952-), Varmalæk, Páll Bjarki Pálsson (1959-), Flugumýri, óþekkt, Jóhann Magnússon og Elvar Eylert Einarsson (1972-), Skörðugili. Sama mynd og no 1832.

Fey 1841

Fiskvinnsla hjá Skildi á Sauðárkróki. Frá vinstri: Hallfríður Jóhanna Sigurðardóttir frá Holtsmúla, Eyrún Þorleifsdóttir og Íris Baldvinsdóttir. Sú sem snýr baki (á móti Írisi) er óþekkt.

Fey 1847

Oddur Eiríksson, skyndihjálparkennari og fyrrum starfsmaður SHS.

Fey 1851

Sumarið 1994 var nýr leikskóli tekin í notkun á Hvammstanga er hlaut nafnið Ásgarður. Myndin er af börnum við gamla leikskólann.

Fey 1856

Gyða Ölvisdóttir frá Blönduósi, líklega á málverkasýningu sem hún hélt á sjómannadaginn á Skagaströnd 1999.

Fey 1865

Mynd úr Skógargötunni á Sauðárkróki með frétt sem Ferðafélag Skagfiðinga sendir frá sér um ferðaáætlun ársins 1994.

Fey 1871

Mynd með frétt um ferð veiðieftirlitsmanns vorið 1993 á vatnasvæði Miðfjarðarár og sjávarströnd Miðfjarðar. Pétur Brynjólfsson,
Hólalaxi (situr) o.fl. að fanga klakfisk úr Vatnsdalsá.

Fey 1873

Hjónin á Búrfelli í Miðfirði, þau Sigurbjörg Geirsdóttir og Jón Eiríksson í fjósinu, en kúabú þeirra var afurðahæsta bú landsins pr. grip árið 1989 og næst hæst 1990. Óþekktur lengst t.h.

Fey 1877

Veiðifélag Miðfirðinga var með merka fiskifræðitilraun í Núpsá í Vestur-Húnavatnssýslu sumarið 1987, þar sem reynt var að komast að því hvað veldur sveiflum í laxagengd.

Fey 1880

Fyrstu framkvæmdir í Túnahverfi á Sauðárkróki , sumarið 1981.

Fey 1881

Dalatún 19 , fyrsta húsið sem varð fokhelt í Dalatúni haustið 1981. Sjúkrahús Skagfirðinga fjær.

Fey 1883

Tilg. Frá hestamannamóti á Vindheimamelum um verslunarmannahelgina 1987.
Frá vinstri: Olil Amble á Snjalli frá Gerðum, Sveinn Ragnarsson á Hring frá Húsey, Barbara Meyer, Sigurbjörn Bárðarson og Sævar Haraldsson.

Fey 1884

Ískappreiðar á Hópsvatni síðla vetrar 1988. F.v. Sigurður Pálmi Rögnvaldsson (1949) á Óðni, Sigurbjörn Þorleifsson á Glanna (1944-2011) og Símon Gestsson (1944-2018) á Steinku hampar bikarnum.

Fey 1885

"Þessi farartæki njóta orðið mikilla vinsælda hjá hestamönnum," segir í grein í Feyki. Myndin var tekin af fyrirfólki á ískappreiðum á svæði Léttfeta í mars 1990.

Fey 1889

F.v. Guðbrandur Gústafsson (Gaui Gústa), Siglufirði, Hermann Jónsson frá Lambanesi og Sturlaugur Kristjánsson (Stulli) Siglufirði. Myndin er tekin í félagsheimilinu Ketilási í Fljótum.

Fey 1896

F.v. Karl Sigurgeirsson, Hvammstanga, Bjarni Aðalsteinsson, Guðrún Kristjánsdóttir og óþekktur, svo og tilefnið.

Fey 1902

Sigurvegarar á Sæluvikuskákmóti á Sauðárkróki 1988. F.v.: Páll Ágúst Jónsson Siglufirði (3.-4. sæti ), Páll Leó Jónsson, Skagaströnd (3.-4. sæti), Róbert Harðarsson, Reykjavík (1. sæti) og Bragi Halldórsson, Reykjavík (2. sæti).

Fey 1904

Viðurkenningu fyrir snyrtilega lóð á Sauðárkróki árið 1987 hlaut Birkihlíð 11. Eigendur Bragi Skagfjörð Haraldsson (1942), Þuríður Eygló Jónsdóttir (1939) og börn þeirra Jón Egil Bragason (1968-) og Alda Bragadóttir (1971-). Einnig hlutu Ögmundur Svavarson og María Pétursdóttir viðurkenningu fyrir lóðina Öldustíg 13.

Fey 1905

Keppendur í Norðurlandsmóti í golfi á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók í ágúst 1984. Þekkja má Stefán Birgi Pedersen (1936-) lengst til vinstri, næsti óþekktur síðan kemur Steinar Skarphéðinsson (1941-). Aðrir óþekktir.

Fey 1908

Kvenfélag Sauðárkróks og samband Skagfirskra kvenna færðu Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki húsgögn í setustofu heimilisins að gjöf. Myndin er tekin á deild V á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki í janúar 1988 þegar formleg afhending fór fram, af stjórnum félaganna og starfsfólki deildarinnar. F.v. Viktoría Særún Gestsdóttir (1933-), Engilráð M. Sigurðardóttir (1941-), Ólafur Sveinsson (1927-), Solveig Arnórsdóttir (1928), Helga Haraldsdóttir (1954-), Margrét Selma Magnúsdóttir (1926-1998), Herdís Klausen (1954-), Ingibjörg Jóhannesdóttir, Lovísa Símonardóttir (1948-) og Björg Guðmunda Snæland Guðmundsdóttir (1947-).

Fey 1910

Ólafur Sveinsson yfirlæknir t.h. og starfsfólk deildar V, ásamt stjórn Kvenfélagasambands Skagafjarðar. Myndin er tekin á deild V á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. F.v. Björg Guðmunda Snæland Guðmundsdóttir (1947-), Birgitta Karlotta Pálsdóttir (1946-), Sólveig Arnórsdóttir, Herdís Klausen (1954-), Lovísa Símonardóttir (1948-) Ólafur Sveinsson og Ingibjörg Jóhannesdóttir. Tilg. Tilefnið er gjöf þ.e. húsgögn í setustofu, sem Kvenfélasambadið færði Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki í janúar 1988.

Fey 1913

Frá afhendingu átta verkamannabústaða við Grenihlíð á Sauðárkróki í október 1989. Hilmir Jóhannesson formaður stjórnar verkamannabústaða (lengst t.v.) ásamt nýjum íbúðareigendum sem allt var ungt fólk.

Fey 1919

Leikskólinn Glaðheimar við Víðigrund á Sauðárkróki. Eva Sigurðardóttir (í dökkri yfirhöfn) heldur í höndina á Tinnu Haraldsdóttur (með röndótta húfu).

Fey 1920

"Börnin á "Kisudeild" Leikskóla Sauðárkróks fóru "út í bæ". Kannski að þau hafi ætlað að líta á sumartískuna í búðargluggunum og fá sér stuttbuxur," segir í Feyki 4. júní 1982.
Sá með loðhúfuna er líklega Valtýr Kári Finnsson. Önnur frá hægri er Anna María.

Fey 1921

Leikskólinn við Víðigrund á Sauðárkróki. Ljóshærða stúlkan er Harpa Vigfúsdóttir, sú í húfunniTinna Haraldsdóttir og í sandkassanum er Ólafur Hreiðar Harðarson.

Fey 1922

Árshátíð Varmahlíðarskóla 1982. Frá vinstri: Guðrún Sigurjónsdóttir frá Holtskoti (með bllokkflautu), Una M. Guðjónsdóttir Varmahlíð, Anna Sigrún Ólafsdóttir frá Álftagerði, Ásta Nína Benediktsdóttir frá Vatnsskarði, Svanhildur Pálsdóttir, Gunnar Árnason frá Marbæli og Arnar Guðmundsson frá Fjalli. Lengst til vinstri í aftari röð er Selma Reynisdóttir

Fey 1924

Berglind Bjarnadóttir tekur við viðurkenningu úr hendi Sveinbjörns Njálssonar formanns UMSS á ársþingi sambandsins í Höfðaborg á Hofsósi í mars 1988. Breglind var kjörin íþróttamaður ársins árið 1982.

Fey 1925

Börn á leikvellinum við Víðigrund sumarið 1981. Strákurinn hægra megin er Sveinn Brynjar Pálmason.

Fey 1930

Tindastólsstrákarnir í 5. flokki A, urðu að láta sér lynda annað sætið í sínum flokki árið 1993 á Króksmóti í fótbolta. F.v. Björn Björnsson þjálfari, óþekktur, Þorsteinn Lárus Vigfússon (1981-), Þorsteinn Hjálmar Gestsson (1982-), Stefán Arnar Ómarsson (1982-), Helgi Freyr Margeirsson (1982-), Dúfa Dröfn Ásbjarnardóttir (1982-), Árni Vigfússon (1981-) og Haukur Skúlason (1981-).

Fey 1939

Björgunarsveitamenn úr Skagfirðingasveit setja saman rör fyrir göng undir Sæmundarhlíð, til móts við Bóknámshús Fjölbrautaskólans, haustið 1996.

Fey 1940

Ómar Kjartansson fékk nýjan sorpbíl haustið 1995. Nýji sorpbílinn til sýnis forráðamönnum sveitarfélagsins og stærri fyrirtækja á Króknum.

Fey 1941

Góður árangur varð af borun eftir heitu vatni í Reykjarhóli við Varmahlíð vorið 1997, þannig að orkugeta Hitaveitu Seyluhrepps þrefaldaðist. Sigurður Haraldsson oddviti Seyluhrepps t.h. á tali við bormennina við holuna góðu í Reykjarhólnum.

Fey 1943

Bílastæði við Sæmundargötuna á Sauðárkróki máluð af Lionsmönnum

Fey 1950

Stórviðarsög sem Bragi Þ.Sigurðsson vélsmiður á Sauárkróki smíðaði vorið 1991, sú fyrsta sinnar gerðar. Sögin er á hvolfi á myndinni.

Fey 1951

Eldur kom upp í húsi í byggingu í Hólatúni haustið 1992. Mennirnir við loftið eru Einar Guðmannsson t.v. og Björn Svavarsson. Aðrir óþekktir.

Fey 1957

Unnið á íþróttavellinum á Sauðárkróki vorið 1999, en völlurinn hafði komið illa undan vetri.

Fey 1962

Línubeitning á Hofsósi haustið 1990. Frá vinstri Hjalti Gíslason (1930-2011) Björn Sigurður Ívarsson (1942-1996), Jónas Jónasson og Bragi Vilhjálmsson lengst til hægri.

Fey 1963

Sauðárkrókshöfn. Verið að reka niður stálþil við Syðraplanið.

Fey 1964

Beitning á Hofsósi haustið 1990. Nóg að gera í beitningunni þegar fiskast á línuna. Jónas Þorberg Jónasson (1934-2001) í Árveri á Hofsósi fremstur og bak við hann er Hjalti Gíslason (1930-2011).

Fey 1965

Sjómannadagur á Sauðárkróki. Fremst til vinstri er Hanna Dóra Björnsdóttir og til hægri er Einar Andri Gíslason, Björgunarsveitarfólk.

Fey 1967

Steingrímur Garðarsson frá Siglufirði (t.v.) að taka niður til flutnings síldarverksmiðju SR á Skagaströnd haustið 1995.

Fey 1968

Ábær í byggingu vorið 1992. Unnið við lagningu snjóbræðslu í bílaplanið. Jón Geirmundsson t.v. og Magnús Pálsson.

Fey 1969

Skáli skátafélagsins Eilífsbúa sem byggður var af Byggingafélaginu Hlyn tilbúinn til flutnings að Brekku í Seyluhreppi í ágúst 1990. Björn Guðnason á gangi framan við skálann.

Fey 1971

Unnið að byggingu Bóknámshúss Fjölbrautaskólans haustið 1992. Trésmiðjan Borg sá um verkið.

Fey 1976

Framkvæmdir við byggingu Bóknnámshúss Fjölbrautaskólans eru þarna komnar vel í gang en í ágúst 1991 var tekið á móti fyrstu steypu í húsið. og voru það fimm rúmetrar sem fóru í undirstöður undir sökkla.

Fey 1982

Tilraunavinnsla á ígulkerjahrognum hjá hlutafélaginu ÍSEX á Sauðárkróki í janúar 1993. Grein í Feyki 27/1 1993.
Önnur frá vinstri er Anna Guðbrandsdóttir (með svarta hanska). Hægri megin er Svanur Fannberg (með gleraugu).

Fey 1990

Rækjuvinnsla að hefjast að nýju í Dögun Sauðárkróki í febrúar 1994 eftir stopp vegna lagfæringar á vinnslusal. Grein í Feyki 9/2 1994.
Fremst vinstra megin er Guðbjörg Elsa Helgadóttir og við hlið hennar Sigurlaug Viðarsdóttir. Á móti Guðbjörgu er Aðalheiður Aradóttir.

Fey 1991

Hluti starfsfólks Hótels Áningar á Sauðárkróki sumarið 1998. Frá vinstri: Óþekktur, Hrund Pétursdóttir (1981-), Þráinn Freyr Vigfússon (1981-), Gígja Hrund Stefánsdóttir (1980-), Elísabet Rán Andrésdóttir (1980-), Óþekktur, Stefanía Huld Gylfadóttir (1973-), Óþekktur, Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir (1976-), Vigfús Vigfússon (1959-) hótelstjóri og Áróra Rós Ingadóttir (1982-).

Fey 1992

Starfsfólk Landsbankans á Sauðárkróki og fulltrúar bankans við opnun útibúsins að Suðurgötu 1 í febrúar árið 1991. Í fremri röð Þórunn Jónasdóttir, Hrefna Þórarinsdóttir, og María Lóa Friðjónsdóttir, afgreiðslustúlkur útibúsins og Jóhann Ólafsson fulltrúi í Samvinnubankanum. Í aftari röð eru Gunnlaugur Sigmarsson, Landsbankanum á Skagaströnd, Pétur Erlendsson fyrrv. aðstoðarbanakastjóri Samvinnubankans, Sigmundur Guðmundsson útibússtjóri Landsbankans á Sauðárkrók, Geir Magnússon fyrrv. bankastjóri Samvinnubankans og Guðjón Guðjónsson fulltrúi Samvinnubankanum.

Fey 1995

Mjólkursamlag KS á Sauðárkróki fær viðurkenningu í janúar 1998 á innra eftirliti vegna aðildar Íslands að EES samningi. Jón Þór Jósefsson (1965-) gæðastjóri og Herdís Klausen (1954-) formaður heilbrigðisnefndar Skagafjarðar með viðurkenninguna. Snorri Evertsson (1944-) mjólkursamlagsstjóri er lengst til vinstri og Sigurjón Þóraðarson (1964-), heilbrigðisfulltrúi lengst til hægri. Með þeim á myndinni er starfsfólk samlagsins.

Fey 1996

10 bændur keyptu jafn margar sláttuvélarnar í einum pakka frá Búvélum hf. í júní 1997. Voru vélarnar tollafgreiddar og settar saman á Sauðárkróki. Frá vinstri, Egill Örlygsson, Óskar Broddason, Vagn Þormar Stefánsson (1965-), Sigurður Baldursson (1963-), Sveinn Allan Morthens (1951-), Theódór Júlíusson frá Búvélum, Þórður Pálmar Jóhannesson (1945-2012), Pálmi Ragnarsson, Halldór S. Steingrímsson (1955-), Ragnar Gunnlaugsson (1949-) og Sigmar Jóhannsson (1947-) sem gekkst fyrir kaupunum.

Fey 2001

Guðmundur Bjarnason umhverfis og landbúnaðarráðherra leit við í Sjávarleðri h.f í heimsókn á Sauðárkrók í febrúar 1997. Frá vinstri: Stefán Guðmundsson alþingismaður, Guðmundur Bjarnason ráðherra, Hrafn Hallgrímsson fylgdarmaður ráðherra og Friðrik Jónsson hjá Sjávarleðri.

Fey 2003

Þingflokkur Sjálfstæðismanna skoðar framleiðslu Loðskinns og Sjávarleðurs í heimsókn í Skagafjörð vorið 1997. Sigurður Karl Bjarnason (1945-) frá Loðskinni lengst til hægri, segir frá starfseminni.

Fey 2009

Fóðurverksmiðja KS í Vallhólma tekin formlega í notkun haustið 1997. F.v. Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson (1975-), Jóhannes Ólafsson (1966-) og Vignir Sigurðsson framkvæmdastjóri inni í verksmiðjunni og eins og sjá má eru vinnslukerfið engin smásmíði.

Fey 2011

Myndin er tekin haustið 1995 þegar steypu var rennt í mót viðbyggingar rækjuvinnslunnar Dögunar.

Fey 2036

Veirurnar, sönghópur ungs fólks í Skagfirsku söngsveitinni, tekur lagið á minningartónleikum um Jóhann Pétur Sveinsson í íþróttahúsinu í Varmahlíð í október 1995.

Niðurstöður 4761 to 4845 of 4983