Sýnir 1047 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Börn With digital objects
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Mynd 115

Fjögur óþekkt börn.
Aftan á myndina er skrifað:
"Kalli bróðir minn."
Gefandi er Magnús Gíslason frá Frostastöðum, 20.05.1997.

Mynd 123

Óþekkt hjón með þrjú börn.
Myndin er tekin um 1904 af Benedikt Ólafssyni sem var ljósmyndari í Winnipeg.

Mynd 125

Þrjár óþekktar stúlkur, líklega dætur Hólmfríðar Jóhannsdóttur, Litladalskoti.
Aftan á myndina er skrifað: "Sigmundur Vindheimum."

Mynd 126

Þorbjörg Þorvaldsdóttir og fjölskylda hennar.
Þorbjörg var dóttir Þorvaldar Einarssonar og Láru Sigfúsdóttur á Sauðárkróki.
Aftan á myndina er ritað:
"Pjettur bróðir. Jeg sendi þjer mind af okkur en vonast til að fá mind af ykkur ef þið gjettið. Þín systir Þorbjörg."

Mynd 128

Árni Kristinsson, 12 ára gamall. (F. 30.04.1883).
Líklega fyrsta mynd sem til er af honum.
Tekin í Winnipeg, Manitoba, Kanada árið 1895.

Mynd 122

Gunnlagur Sölvason og Guðríður kona hans. Börnin eru Björn, Stefán og Lilja.
Myndin er tekin um 1901 eða 1902.
Myndin er gefin 09.07.2003 úr dánarbúi Kristínar Sölvadóttur á Sauðárkróki.

Mynd 35

Tilgáta: Jónas Blöndal sonur Magnús Blöndal sem var fósturbarn Sigríðar Benediktsdóttur og Arngríms Sigurðssonar á Litlu-Gröf. Eða Magnús Blöndal

Mynd 57

Aftan á mynd er skrifað: Magnús er voða kall mikill prakkari og óþægur með köflum. En Halla er miklu stilltari. Bæði ljóshærð hann með alveg hvítt hár.

Mynd 106

Aftan á mynd er ritað: Gleðileg jól og nýjár. Arnþór og Jónas.
Þeir eru synir Magnúsar Blöndal sem var fóstusonur Arngríms Sigurðssonar og Sigríðar Benediktsdóttur.

Mynd 2

Óþekktur maður með hest. Til hliðar stendur óþekktur drengur.
Aftan á myndina er ritað "Pétur málari ("maler") H.H. (Vestur-Íslendingur).

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

Mynd 6

Óþekkt kona með barn.
Myndin er tekin á Sauðárkróki, sér í Nafirnar í baksýn.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

Mynd 9

Dætur Eiríks Björnssonar og Sigríðar Margrétar Reginbaldsdóttur á Gili, Hildur Þorbjörg (1920-2007) og Erla Sigurbjörg (1926-).
Maðurinn sem sést á gangi í baksýn er óþekktur.

Eyþór Stefánsson (1901-1999)

Mynd 164

Þórarinn Andrésson og Hólmfríður Andrésdóttir. (Börn Andrésar Andréssonar klæðskerameistara og Halldóru Þórarinsdóttur).
Aftan á mynd er skrifað: Þórarinn og Fríða Andrés

Ólafur Oddson (1880-1936) Ljósmyndari

Niðurstöður 426 to 510 of 1047