Sýnir 2339 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga (1947-)** Sauðárkrókur Enska
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

1837 niðurstöður með stafrænum einingum Sýna niðurstöður með stafrænum einingum

Félagsheimili og leikhús á Sauðárkróki

Teikningar af félagsheimili/leikhúsi og hóteli við Faxatorg, teiknað af Jóni Haraldssyni, arkitekt, 1979. Varð aldrei að veruleika. Afstöðumynd sem sýnir einnig hótel sunnan við félagsheimilið. Merkt "Reynir" en erfitt að lesa í restina.

Jón Haraldsson (1930-1989)

Sauðárkrókur - skipulagsuppdrættir

Skipulagsuppdráttur fyrir Sauðárkrókur eftir Guðmund Hannesson frá 1938 og uppdráttur af skipulagi Sauðárkróks eftir Sigurð Sigurðsson (síðar búnaðarmálastjóra) frá 1917. Ljósrit af uppdráttunum sem notaðar voru á sýningarspjöldum, mögulega vegna kynningar á aðalskipulagstillögu frá 1970.

Guðmundur Hannesson (1866-1946)

Mynd 02

Fermingardagur Árna Blöndal. Frá vinstri: Álfheiður Blöndal, Jóhanna Árnadóttir Blöndal (móður Árna), Auðunn Blöndal, Árni Blöndal og Valgard Blöndal faðir hans.

Sveitarblaðið Árgeisli

"Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki hóf útgáfu handskrifaðs blaðs er nefndist Árgeislinn árið 1907. Blaðið varð þegar í upphafi vettvangur deilna milli félagsmanna þar sem tókust á sjónarmið íhaldsstefnu og frjálslyndis á ýmsum sviðum. Einkum voru átökin um bindindisheit félagsmanna og um hvort félagið ætti að hafa kristileg gildi í hávegum. Helstu baráttumenn hvors hóps voru annars vegar Jón Þ. Björnsson og Brynleifur Tobíasson kennari, sem fulltrúar kristinna gilda og bindindis, og hins vegar Jón Pálmi Jónsson ljósmyndari og Árni Daníelsson kaupmaður."

Fundagerðabók 1982-1989

Innbundin og handskrifuð bók. Kjölur bókarinnar er aðeins farinn að rifna en annars er hún í góðu ásigkomulagi.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Lög og fundareglur U.M.F.T.

Handskrifaðar innbundnar og óinnbundnar bækur, vel læsilegar og í ágætu ásigkomulagi. Bækurnar innihalda fundareglur, einnig lög og reglur U.M.F.T. og lagabreytingar sem gerðar voru á fundum til ársins 1959.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundareglur U.M.F.T. 1925-1933

Óbundin, línustrikuð og handskrifuð bók og vel læsileg. Blöðin eru flest orðin laus, einnig hafa blöð verið klippt eða skorin úr bókinni en að öðru leyti hefur bókin varðveist ágætlega. Einn vélritaður miði er í bókinni um skyldur fundarritara.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársskýrsla U.M.F.T

Vélrituð skýrsla, heftuð saman. Ytri blöðin hafa aðeins rifnað en skýrslan hefur varðveist vel.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Formlegt erindi

Vélrituð pappírsgögn í A5 stærð. Pappírinn er bleikur á lit og á því er erindi frá U.M.F.T, undirritað af Birni Daníelssyni þáverandi stjórnanda félagsins til Sýslunefndar Skagafjarðarsýslu um styrk til útgáfu á blaðinu "Tindastóll" sem félagið gaf út. Bréfið er dagsett 10.6.1965. Einnig er blað með tillögu og greinargerð um sama erindi. Gögn þessi voru með bókhaldsbókum U.M.F.T. en ákveðið var að setja þau með öðru skriflegum gögnum.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðir knattspyrnudeildar UMFT

4 innbundnar og handskrifaðar bækur með fundargerðum knattspyrnudeildar Tindastóls frá árunum 1963-1990. Bækurnar hafa allar varðveist ágætlega og eru í góðu ásigkomulagi. Einnig eru handskrifuð pappírsgögn, rúðustrikuð A4 og A5 blöð með fundagerðum deildarinnar frá árunum 1990-1991 sem höfðu verið stungið inn í eina fundagerðabókina en ákveðið var að flokka blöðin eftir ártali og dagsetningum til að hægt sé að hafa betra aðgengi að þeim.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Félagatal knattspyrnudeildar U.M.F.T

Innbundin og handskrifuð bók með félagatali knattspyrnudeildar Tindastóls fyrir starfsárin 1963 og 1967. Einnig eru fundargerðir aðalfundar og stjórnar knattspyrnudeildarinar frá 5.1.1967 til 24.1.1970. Bókin er vel varðveitt og í góðu ásigkomulagi.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundagerðir körfuknattleiksdeildar UMFT

Innbundin og handskrifuð fundargerðabók fyrir stofnfund körfuknattleiksdeildar Umf. Tindastóls ásamt lista yfir stofnendurm deildarinnar dags. 14. des.1969. Bókin er vel varðveitt og í góðu ásigkomulagi og læsileg. Aðeins sex fundagerðir eru skráðar í bókina, sú síðasta var skráð 14.2.1971.

Ungmennafélag Tindastóls

Fundagerðabók stofnfundar körfuknattleiksdeildar U.M.F.T.

Innbundin og handskrifuð bók, vel læsileg og vel varðveitt. Í bókina er skráður stofnfundur körfuknattleikdseildar Umf.Tindastóls sem haldinn var 14. des.1969 og eru aðeins sex fundir skráðir í bókina, síðasti fundur er skráður 14.2.1971.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Ársskýrsla körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Innbundin tölvuútprentuð pappírsgögn sem inniheldur ársskýrslu körfuknattleiksdeildar Tindastóls, fyrir 1996-1997. Plast er yfir forsíðu skýrslunnar og bakið er úr þykkum pappír. Eintakið hefur varðveist mjög vel. Í skýrslunni er fjallað um fjárhag deildarinnar, skýrslu formanns ásamt skýrslum frá þjálfurum yngri flokka körfuboltadeildarinar.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

Fundargerðabók 1942-1949

Innbundin, handskrifuð og vel læsileg bók. Þessi gjörðabók kom í staðinn fyrir aðra sem byrjað var að skrá fundargerðir í (fyrir tímabilið 1939-1962). Bókin hefur varðveist ágætlega.

Ungmennafélagið Tindastóll (1907- )

KCM2645

Leiði Hildar Margrétar Pétursdóttur, Magnúsar Guðmundssonar og Magnúsar Guðmundssonar í Sauðárkrókskirkjugarði.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2712

Frá Sauðárkróki. Hafís við landið. Næst t.v. gamla bryggjan austan Aðalgötu (1960-1970).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2700

Kind á á túni sunnan við Bárustiginn á Króknum. Húsið er líklega Bárustígur 6. (ca. 1960-1965).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2638

Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður í ræðustól í Grænuklauf á 17. júní 1958. Fjær til vinstri f.v. Marteinn Friðriksson, Árni M. Jónsson og Kristján Linnet Jónsson (Kiddi Bif).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2652

Sigrún Marta Jónsdóttir (Lóa) með kindur á túni sínu sunnan við Bárustiginn (1955-1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2585

Sauðárkrókur, sennilega hús við Bárustiginn, þá syðstu húsin í bænum. Næst á myndinni er tún. (ca. 1955-1960).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2636

  1. júní 1958. Hátíðarhöld í Grænuklauf. Eyþór Stefánsson í ræðustól. T.v. Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður (dökkklæddur), þá Adolf Björnsson, Friðrik Friðriksson og (tilg.) Áslaug Sigfúsdóttir (í samlaginu).

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

KCM2054

Séð yfir Sauðárkrók af Nöfunum. Myndin tekin milli 1950 og 1960. Flæðarnar á miðri mynd og gripahúsin t.v.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Mynd 232

Guðmundur Andrésson dýralæknir á reiðhjóli. Lengst til vinstri er bifreiðin K 1692. Myndin er tekin á Sauðárkróki.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 229

Guðmundur Andrésson dýralæknir á reiðhjóli. Myndin er tekin á Sauðárkróki. Hægra megin sést flutningabíll frá Vörumiðlun.

Kári Jónsson (1933-1991)

Minning - Greinar 1951 - 1960

Minning um:
Friðrik Hansen Sauðárkróki. Ræða við úför. 8/4 1952. skrifuð 4/4.
Jón Jónsson Höskuldstöðum. Tíminn. 14/5 1952 .
Gísli Stefánsson Mikley. Tíminn. 13/11 1953 .
Albert Kristjánsson Páfastöðum Tíminn. 5/3 1954.
Ingimar Jónsson Flugumýri. Tíminn. 15/12 1955.
Pálmi Hannesson rektor Reykjavík. Tíminn 29/11 1956 . 25/11 1956. Tvö eintök.
Gunnhildur Hansen Sauðárkróki. Tíminn. 29/11 1957.
Jón Sigfússon, deildarstjóri Sauðárkróki. Tíminn. 22/9 1957. Tvö eintök, handskrifað og prentað.
Börn Jónasson Syðri - Brekkum. Tíminn . 10/5 1959.
Gísli Gottskálksson Sólheimagerði. Tíminn. 1/2 1960. Prentuð.
Valgerður Kristjánsdóttir Stekkjaflötum. Tíminn. 30/1 1960. Prentuð.

Gísli Magnússon (1893-1981)

Pappírsgögn 1940-1945

Handskrifuð, vélrituð og prentuð pappírsgögn. Safnið hefur varðveist misjafnlega vel. Umslög með frímerkjum, bókhaldsgögn, fundagerðir frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga, prentaðar auglýsingar. Erindi frá Búnaðarþingi, Alþýðusambandi Íslands, Búnaðarsambandi Suðurlands og Stéttarsamband Bænda. Safnið var hreinsað af bréfaklemmum og heftum.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

Pappírsgögn 1950-1962

Handskrifuð, prentuð og vélrituð pappírsgögn. Í safninu er nokkuð af handskrifuðum blöðum, flest án ártals og dagsetningar. Félagatal, Lög Búnaðarfélags Íslands. Handskrifaðar fundargerðir, einnig nafnalisti og uppröðun félaga í göngur og hirðingu í fjárréttum (án ártals og dagsetn.). Skriflegar og vélritaðar beiðnir um úrsagnir og inntöku nýrra félaga í Búnaðarfélag Sauðárkróks. Safnið er í misgóðu ásigkomulagi en vel læsilegt. Safnið var hreinsað af bréfaklemmum og heftum.

Búnaðarfélag Sauðárkróks

KCM2609

Sauðárkrókur. Næst vestan Flæðanna eru gripahús. T.v. sundlaugin í byggingu, en hún var tekin í notkun 1957. Mjólkursamlag KS fjær og Sjávarborg í fjarska.

Kristján C. Magnússon (1900-1973)

Mynd 17

Sauðárkrókur séð ofan af Nöfum. Sundlaugin lengst til hægri.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 58

Hús Búnaðarbankans við Faxatorg í forgrunni, kjörbúð KS (ný ráðhúsið á bak við. Vinstra megin suðurgatan og hægra megin Skagfirðingabraut. Sér í barnaskólann efst til vinstri á myndinni.

Kári Jónsson (1933-1991)

Mynd 281

Hátíðarhöld á íþróttavellinum á Sauðárkróki. Lengst til hægri sjást Sýsluhesthúsin.

Kári Jónsson (1933-1991)

Ljósmyndir

Myndir úr menningarlífi Sauðárkróks, 8 myndir úr leikritinu Gift og ógift sem Leikfélag Sauðárkróks setti upp árið 1946. Ein mynd af Kirkjukór Sauðárkróks

Erlendur Hansen (1924-2012)

Niðurstöður 511 to 595 of 2339