Sýnir 35618 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
With digital objects
Advanced search options
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Skjal 1, framhlið

Á þessari síðu er ýmsum einkennum Íslendinga lýst. Byrjað á Austfirðingum en síðan almennt um Íslendinga. Sérstaklega er fundið að hversu mjög þeir eru hændir að rímunum og fullyrt að þeir byrji að kveða um leið og tveir eða fleiri eru saman komnir.

Skjal 3, framhlið

„það þreytist að berja Sölva í járnunum“
Sölvi lýsir því að fólk þetta berji hann í járnum. Líkast til er þetta í varðhaldi í kringum réttarhöldin 1853-4 að minnsta kosti nefnir hann nokkra sem voru eða gætu hafa verið þar á þeim tíma, t.d. var Hósías prestur á svæðinu á þessum árum.
Barsmíðarnar bíta ekki á Sölva sem lætur á engu bera enda er hann „meiri andi en maður“ og getur leitt hjá sér sárskaukann.

Skjal 7, framhlið

Hér er Sölvi kynntur sem frelsari mannkyns. Lesandinn er ávarpaður og talinn ekki trúa því að Sölvi sé þess umkominn að vera þessi mikli maður en þá er honum bent á að hann þekki ekki manninn né verk hans. Síðan eru helstu kostir og verk tíunduð sem eru töluverð þrátt fyrir allar þær raunir sem hann þarf að ganga í gegnum.
Ljóst er að hvorug hlið arkarinnar er upphaf og vantar því augljóslega framan á þessa umfjöllun.

Skjal 8, bakhlið

Byrjar á ferskeytlu sem er greinilega um Sölva og gáfur hans en hún er ógreinileg vegna rakaskemmda.
Svo virðist sem einhver maður í Axarfirði hafi ort vísuna um Sölva. Hann er ekki nafngreindur en er viðloðandi frásögnina
Á síðunni eru eins konar heilræði um hvernig best sé að haga sínu lífi. Ganga veg sannleikans og dygðarinnar

Skjal 1, framhlið

Lítill snepill þar sem fjallað er um fjandmenn Sölva, meðal annars: amtmanninn Pétur Havsteen (1812-1875), Eggert Briem (1811-1894), Sigfús Skúlason (1801-1862), Sölvi telur upp nokkra af fjandmönnum sínum, m.a. Skúlasen sýslumann og blótar þeim.

22.05.1850

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi þann 22.05.1850 á búi Stephans Kristjánssonar á Miðmói.

Teikning 1

Blýantsteikning í stærðinni 16,5x20,3 sm. Teikningin er límd á pappaspjald. Brjóstmynd af Lárusi Thorarensen sýslumanni Skagfirðinga.

Sigurður Guðmundsson (1833-1874)

Skjal 1, bakhlið

Grafskrift yfir þremur mönnum Stefáni Þorfinnssyni á Skinnastöðum (1826-?), Jóhanni Sölvasyni (1829-1864?) í Ærlækjarseli og Jónasi Helgasyni í Axarfirði (1827-1873).

Skjal 2, framhlið

Hér les Sölvi amtmanni Havsteen, Eggerti Briem og fleiri nafngreindum mönnum pistilinn. Fyrst lýsir Sölvi umfjöllunarefninu sem hann segir vera þá félaga áður nefnda. Þar á eftir kemur níðvísa um Pétur Havsteen og síðan romsa þar sem ýmsir menn eru nefndir og ókostir þeirra tíundaðir. Landsréttur er Sölva hugleikinn í pistlinum og talar um „landsréttar leysi“. Nokkuð sem gæti tengst dómsmálinu 1854 því það mál fór aldrei fyrir landsrétt af ókunnum ástæðum.

Síða 2, bakhlið

Framhald sama pistils um áðurnefnda höfðingja án þess að nokkurt sérstakt sakarefni sé tiltekið. Sölvi býsnast yfir yfirvaldinu og því óréttlæti og þeim hörmungum sem hann hefur mátt þola af hendi þess.

„þó ekki hafi ég alstaðar, og ekki nema á stöku stað, háðmerkin við nöfnin þeirra, meina ég það þó.“

Skjal 3, bakhlið

Upphafslína:
„Það er haft fyrir satt að ófriðurinn falli yður lang verst af öllum skelfingum og kvölum á sál og líkama iðar Sólon minn!“
Allir voru þar (óljóst hvar) voru við hann bölvaðir en allra verstur var þó Jakob Pétursson. Sölvi segir Jakob þennan hafa framið glæp en komist hjá refsingu með hjálp föðurs síns. Ásakanir sem koma fyrir á fleiri stöðum í þessum handritum, m.a. segir Sölvi hann hafa hrökklast úr Reykjavík.

Skjal 6, framhlið

Kunnuglegar ávirðingar um lygar. Þeir ljúga upp á Sölva og margfalda svo lygarnar og ljúga loks að hann hafi viðurkennt að þær séu sannar.

Skjal 6, bakhlið

Sölvi býsnast yfir lygum á sig saklausan almennt án þess að nefna nein nöfn en minnist þó sérstaklega á prent og skriflegar lygar.

15.04.1851

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi þann 15.04.1851 á búi Gottskálks Erlendssonar á Hálsi í Flókadal.

16.04.1852

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi þann 16.04.1852 á eigum Jónasar Jónssonar á ??.

13.03.1852

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi þann 13.03.1852 á eignum Sólveigar Þorvaldsdóttur í Sigríðastaðakoti í Flókadal.

Skjal 4, framhlið

Sölvi fjallar um yfirvofandi dóm á Húsavík en búið er að flytja hann frá Ærlækjarseli og hann virðist vera meðvitaður um að hann verði dæmdur í fangelsi og jafnvel í öðru landi:
„því allt vilja þeir til vinna að koma Sölva í ævilangt fangelsi.“
„Þeir ætla nú að dæma hann fyrir þetta sama út úr landinu, til að þola þar allar skelfingar og grimmd,“

Síða 1, framhlið

Á þessari síðu er Sölvi augljóslega að bregðast við ákærum Sigfúsar Skúlasonar sýslumanns í Eyjafirði um bókaþjófnað. Sölvi lýsir því hvernig hann ýmist kaupir, selur eða gefur bækur á ferðalögum sínum. Hann nafngreinir menn sem hann hefur keypt af bækur, t.d. segist hann hafa keypt bækur af Jóni Bónda á Haukagili í Vatnsdal. Nokkuð af þeim bókum segir Sölvi að hafi verið óseldar þegar haldið var austur og þar hafi hann ýmist selt þær eða gefið. Hann rifjar jafnframt upp ákærur Daníels Jónssonar á hendur sér fyrir bókaþjófnað og minnist á Eggert Briem sem dæmdi í því máli. Hann furðar sig á að Sigfús hafi getað án nokkra sannana gert upptækar þær bækur sem hann þóttist eiga. Sölvi gerir sjálfur grein fyrir að minnsta kosti hluta þessara bóka og nefnir m.a. að hann hafi fengið Mynstershugleiðingar hjá Ólafi bókbindara á Ystu-Grund í Skagafirði (Ólafur Guðmundsson 1808-1853).

Síða 4, framhlið

Hér vantar greinilega framan á frásögnina þar sem vantar framan á fyrstu málsgrein síðunnar. En á síðunni fjallar sögumaður um lygina sem beint er gegn Sölva. Henni skiptir hann í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sökunum sem logið er upp á hann. Í öðru lagi bera þeir víst út óhróður um bók hans og segja hana ekki vera anna en last og níð um höfðingja landsins og í þriðja lagi ljúga þeir því að Sölvi hafi gengist við glæpum sínum.
Þegar hér er komið sögu er greinilega búið að dæma í máli Sölva því fjallað er um yfirvofandi flutning til Kaupmannahafnar. Þó ekki sé farið um það mörgum orðum er greinilegt að sögumanni er niðri fyrir og fjallar um hvernig lygin hefur gert Sölva að táknmynd djöfulsins í landinu.

Skjal 1, opna 1

Bréfið vinstra megin á opnunni er einnig stílað á Bjarna Sveinsson prest í Múla í Skriðdal og er stefna á hendur honum fyrir illa meðferð á spekingnum Sölva. Bréfið byrjar á aðvörun, bréfritarinn segir viðtakandanum að vara sig á bræðrum hans og frændum einkum bróður hans Jóni faktor. Í lok bréfsins er Bjarna ráðlagt af bréfritara að skamma ekki ferðafólk sem ekkert hefur gert honum og allra síst níðast á þeim manni sem er vitrari og betri en aðrir, bréfið er undirritað af Sölva og „Grafskrift“ Bjarna fylgir með þar fyrir neðan.
Bréfið hægra megin hefst á því að Sölvi segist vera staddur á Ketilsstöðum (væntanlega á Völlum) og áformaði að halda ferð sinni áfram að Stafafelli í Lóni og hafi til þess leyfisbréf. Hins vegar kemur fram að Sölvi verður að snúa við.
Það er ljóst að þessi bréf snúast um áform Sölva um að ferðast að Stafafelli til þess að sækja þar hluti í hans eigu. Það er þekkt og kemur m.a. fram í umfjöllun Jóns Óskars (Sölvi Helgason: Listamaður á hrakningi, bls. 93.) að Sölvi fékk reisupassa til að sækja að Stafafelli ýmsar eigur sínar. Jafnframt er ljóst að þangað fór hann aldrei, heldur þvældist hann um Norðausturland þar sem hann var handsamaður síðla árs 1853 fyrir flakk. Ekki er annað að sjá á þessum bréfaskrifum Sölva en að hann hafi ætlað að fylgja áformum sínum eftir en af einhverjum ástæðum hafa þeir Bjarni og Björn komið í veg fyrir það.

Síða 3, framhlið

Eftir að Sölvi fjallar um samband sitt við Guð snýr hann sér að höfðingjunum og þeirra sambandi við þann í neðra. Hann segir alla þjóðina fylgja höfðingjunum í djöfulskap þeirra en aðgreinir 50 kristilega menn og sjálfan sig. Þetta gerir hann víða í textum sínum. Það er engu líkara en þetta séu þeir einu í öllu landinu sem ganga á vegum drottins, hinir eru ofurseldir djöflinum. Sértaklega nefnir hann Sigfús Skúlason og Stefán Jónsson og níðingsskap þeirra í sinn garð í tengslum við dómsmálið 1854. Þeir virðast segja Sölva hafa játað glæpi sína en það segir Sölvi vera lygi.

Síða 5, opna

Á þessari opnu er lýst þeirri meðferð sem Sölvi má þola í varðhaldi í aðdraganda réttarhaldanna vorið og sumarið 1854. Vissulega er stuðst við staði og persónur sem komu raunverulega við sögu þess tímabils í ævi Sölva. Varast ber þó að meðhöndla þessa frásögn sem heimild um það sem gerðist og ósennilegt að það hafi verið ætlun höfundar. Fremur má álykta að um skáldverk sé að ræða en mörg einkenni þess konar verka prýða fráögnina. Til marks um það má nefna að sögumaður með góða yfirsýn yfir sögusviðið segir sögu Sölva og samtöl birtast á milli sumra þeirra persóna sem eru í sviðsljósi atburðana.
Á fyrri síðu opnunnar eru atburðirnir settir niður á tiltekinn dag þann 6 mars frekar en maí árið 1854. Sölvi er enn í haldi og er rekið hvernig eigur hans eru gerðar upptækar, fjármunir sem lausamunir ýmsir, t.d. verkfæri og því sem eftir var af Sjö miljóna arka bókinni (verk sem kemur ítrekað við sögu í þessum handritum). Sölvi virðist þarna vera vistaður á Laxamýri og og nýttur til vinnu við að gera garð umhverfis túnið. Sérstaklega eru nefndir þeir Jakob Þórarinsson og Stefán Jónsson sem gætu verið gæslumenn hans. Því næst er lýst atburði þar sem Sölvi er barinn þannig að stór sér á honum og síðan komið fyrir í gapastokk. Atburður þessi er sviðsettur af sögumanni og samtöl milli Sölva og gæslumanna hans gæða hana lífi en það hefst á þessum orðum Sölva:
„Ég er Sölvi spekingur – ef þið viljið gera níðingsverk á mér – þá er það ykkar synd, mitt er sakleysið.“ Á eftir fer að því er virðist undarleg lofræða um Sölva um atgervi hans og gáfur sem svo endar með því að þeir skipa honum að leggjast niður svo þeir geti barið hann. Þegar þeir hafa lokið við sér af er hann bundinn aftur og settur í gapastokk yfir nóttina á meðan velta þeir því fyrir sér hvort þeir ættu frekar að drepa hann.
Á seinni síðu opnunnar heldur sögumaður áfram að lýsa raunum Sölva í varðhaldi og flutningum á milli bæja. Hann víkur sérstaklega að ásökunum Sigfúsar sýslumanns um bókaþjófnaðinn sem samkvæmt þessari frásögn er helber lygi. Í Lokin snýr hann sér að innihaldi Sjö milljóna arka bók Sölva og segir að hún hafi aðeins verið stutt ágrip af framferði þeirra höfðingjana.

Síða 1, bakhlið

En ávarpar sögumaður Sölva sem virðist standa á einhverjum tímamótum, hann virðist vera á leiðinni eitthvað ef marka má ávarp sögumanns. Ef til vill er dómur gegninn og Sölvi á leiðinni til Kaupmannahafnar. Sögumaður biður hann um að íhuga hvaða stefnu hann muni taka þegar heim er komið og spyr hvort hann ætli að hafa visku drottins áfram að leiðarljósi í lífinu.

Skjal 5, bakhlið

Sölvi heldur áfram að fjalla um óheiðarleika Norðra og ber blaðið saman við Þjóðólf og Ingólf sem segja satt ólíkt því fyrst nefnda.

Síða 1, bakhlið

Áfram fjallar Sölvi um dómsmálið. Hann beinir spjótum sínum sérstaklega að því hvernig níðst er á honum saklausum. Í lokin verður frásögn Sölva að baráttu milli góðs og ills sem er mjög áberandi í textum hans yfirleitt. Þá er hann á vegum þess góða, drottins, dyggðarinnar og sannleikans. En höfðingjarnir og þrælar þeirra eru á vegum djöfulsins og syndarinnar.

Síða 2, opna

Sölvi heldur áfram að úthúða mönnum vegna óréttlátrar meðferðar á sér. Leggur mikla áherslu á sakleysi sitt og segir menn ljúga upp á hann þeim sökum sem á hann eru bornar. Tekur sérstaklega fram að Sigfús Skúlason sýslumaður hafi logið upp á sig bókarþjófnaði. Sölvi fullyrðir að hann hafi átt margar þessar bækur árum saman. Á seinni síðu opnunar ræðir hann mest um drottinn, hans helstu stoð gegn ilsku djöfulsins og hans fylgjenda.

Síða 4, opna

„Enginn maður á landinu getur né staðið, legið, hvílt sig né gert neitt verk, annað en undir þeirra valdi … eftir þeirra tilskipunum, ógnunum og lygavitleysum.“
Þessi tilvitnun af síðunni kjarnar umfjöllunarefnið ágætlega en þar fjallar sögumaður um ægivald íslenska höfðingjaveldisins. Hvernig þeir hafa tangarhald á öllu og öllum í samfélaginu, jafnvel kirkjunni sem virðist að dómi sögumanns boða eitthvað annað en hið sanna guðsorð.

Síða 4, bakhlið

„Þannig úir og grúir vesalings Ísland allt, af blóðsugum, níðingum og afglöpum, sem gera hvert ódæðaverkið hinu verra“
Þessi tilvitnun er efst á síðunni og er lýsandi fyrir það sem á eftir fer en sögumaður segir að þessar blóðsugur, sem sagt höfðingjarnir landsins hafi sett sig í Guðs stað. Hann gerir greinarmun á höfðingjunum og þrælum þeirra sem fylgja þeim í blindni en til er þriðju flokkur manna að mati sögumanns sem reyndar er býsna fámennur eða 50 manns en þeir eru öllu skárri en aðrir Íslendingar. Þeir taka sér kenningar Sölva til fyrirmyndar og reyna að hafa þær að leiðarljósi í lífi sínu. En það fer hratt fækkandi í þessum hóp en þegar mest var taldi hann nokkur hundruð manns.
Þegar sögumaður hefur dregið upp þessa mynd af ægivaldi höfðingjanna tilgreinir hann þann hóp manna sem eru hvað verstir og að sama skapi ýmsa staði, sýslur og bæi þar sem ástandið er hvað verst að hans mati. En þar má greina helstu fjandmenn Sölva og staði tengda honum með einum eða öðrum hætti.
Húnavatns, Skagafjarðar og Þingeyjarsýslur fá ekki góða einkunn. Það fær heldur ekki fólkið á Akureyri, Húsavíkurbakka, Laxamýri, Breiðumýri, Ljósavatni, Skálá og Ystafelli.
Helstu fjandmenn og örlagavaldar í lífi Sölva er nefndir sérstaklega, þeir sýslumenn Eggert Briem og Sigfús Skúlason. Aðrir sem sögumanni finnst vert að nefna í þessu sambandi eru Jakob Þórarinsson johnsen (Gæti verið verslunarstj. á Húsavík) og Jakob Pétursson hreppstjóri á Breiðumýri. Ari Sæmundsen. Hafstein (Pétur Havsteen) og Björn á Skálá og Önnu hans.

Skjal 1, bakhlið

Ekkert virðist vera í textanum sem bendir til að Baulu – Steini sé raunveruleg persónu og gróteskar lýsingar á henni og samskiptum þeirra Sölva benda fremur til þess að um skáldskap sé að ræð en lýsingar á raunverulegum atburðum. Hér undi lok frásagnarinnar hefur Baulu – Steini afhjúpað sig sem djöfulinn.

Síða 2, framhlið

Sölvi heldur áfram að fjalla um þá sem hafa níðst á honum og beitt órétti. Á þessari síðu eru allnokkur hópur manna nafngreindur en það eru m.a.: Björn og Anna á Skálá, Hafsteinn á Möðruvöllum (Pétur Havsteen amtmaður) ,Stefán Jónsson, Árni Þorsteinsson, Eggert Briem, Sigfús Skúlason, Jónas Jóhannesson, Ari Arason Flugumýri, Eyjólfur Jóhannesson, Gísli Konráðsson, Jónas Jóhannesson, Jóhann Sölvason í Ærlækjarseli, Kobbi (væntanleg Jakob Pétursson í Breiðumýri), Pétur Pálmason, Jón Bjarnaon,
Sérstaklega tekur hann fram að sýslumaðurinn Eggert Briem og amtmaðurinn Pjetur Havsteen geri sér far um að skipa og hvetja menn í Þingeyjarsýslu, bæði munnlega og skriflega, til að pína, kvelja og þræla Sölva

Síða 3, bakhlið

Sölvi ræðir visku og mátt drottins sem veitir honum styrk í þeim raunum sem hann má þola í kringum réttarhöldin.

Síða 5, bakhlið

Áfram er farið yfir níðingsverkin sem unninn eru á Sölva sem heldur áfram að skrifa þrátt fyrir að skrif hans hafi verið gerð upptæk og brennd. Hann verður hins vegar að gæta þess vel að finna góða felulstaði svo það endurtaki sig ekki. Sölvi er píndur til að vinna 10000 dagstörf hvern dag. Þetta orðalag um störf kemur oft fyrir í textanum og stundum er talað um lögstörf. Farið yfir alla þá vinnu sem hann hefur innt af hendi, í varðhaldinu, án þess að hafa fengið greitt fyrir. Vegna þessara miklu afkasta er hann talinn göldróttur eða að hann sé jafnvel djöfullinn sjálfur því enginn venjulegur maður geti afkastað eins og Sölvi gerir.

Síða 1, framhlið

Sögumaður ávarpar Sölva sjálfan og fer yfir raunir hans. Hvernig íslenskir höfðingjar hafa leikið hann, spillingu þeirra og hvernig þjóðin öll fylgir þeim í blindni. Í lokin kemur sögumaður inn á yfirnáttúruleg afköst Sölva og illa meðferð á honum í þrælavinnu.

Skjal 1, opna 2

Þar sem bréfinu sleppir tekur við texti sem ekki er sendibréf en gæti verið heldur hefðbundin frásögn þar sem sögumaður ávarpar Sölva. Sama mál virðist þó vera til umfjöllunar en níðingur nokkur á Ketilsstöðum er þungamiðja frásagnarinnar. til umfjöllunar. Þessi maður er aldrei nefndur fullu nafni en ýmist kallaður Baulu – Steini eða Ketilgerðis – Steini. Frásögnin segir að hann hafi hrökklast austur vegna skuldar í Reykjavík.
Sögumaður frásagnarinnar segir hann hafa skrifað lygi í vegabréf Sölva. Þetta tengist greinilega þeim atburðum sem urðu til þess að Sölvi hélt ferð sinni ekki áfram suður að Stafafelli í Lóni.

Skjal 5, framhlið

Á þessari örk bregst Sölvi við frétt sem birtist í Norðra þann 1. Október 1853. Sölvi vitnar orðrétt í greinina en þar var tilkynnt að Sölvi hafi verið handtekinn og væri vistaður hjá Schulesen sýslumanni. Þar eru tilgreindir tveir glæpir sem Sölvi er ásakaður um. Annars vegar þjófnaðarmál í Skagafirði og hins vegar utanskot á fé til tíundar í Skefilstaðahreppi.
Sölvi er ósáttur við þessa umfjöllun og „höfunda Norðra“. Hann telur sig verðskulda að minnst sé á góðverk hans, t.d. peningagjöf sem hann minnist á. Mögulega er textanum ætlað að vera aðsend grein í Norðra.

1854

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi árið 1854 á eignum Sólveigar Tómasdóttur. (Tilg. Húsfreyja á Neðra-Haganesi).

11.04.1854

Uppskrift og virðing hreppstjórans í Holtshreppi þann 11.04.1854 á eignum Guðmundar Tómassonar og Þorbjargar Jónsdóttur (tilg. á Laugalandi í Fljótum).

20.05.1854

Uppskrift og virðingar hreppstjórans á Holtshreppi á eignum Lárusar Þorsteinssonar á Lambanesreykjum.

28.05.1854

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eignum Jóhanns Símonarsonar (tilg.).

11.03.1854

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eignum Ólafar Jónsdóttur húsfreyju á Deplum.

02.05.1855

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eignum Jóns Guðmundssonar á Deplum.

19.07.1856

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á dánarbúi Engilráðar Jónsdóttur (tilg. Melbreið út frá texta - samkv. íslendingabók er hún vinnukona á Fyrir-Barði)

14.04-15.04 1856

Uppskriftir og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eignum Guðmundar Jónssonar á Melbreið og seinni virðingin á eignum Sólveigar Sveinsdóttur á Móskógum.

26.04.1856

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eigum Guðmundar Tómassonar á Laugalandi.

23.06.1856

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á dánarbúi Þorfinns Finnssonar á Efra-Haganesi.

16.04.1856

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eigum Sigríðar Björnsdóttur á Reykjarhóli á Bökkum í Fljótum.

21.07.1857

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eignum Sveins Sveinssonar á Bjarnargili.

29.11.1858

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eignum ?? (ólæsilegt).

13.05.1859

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eigum Björns Jónssonar (tilg. á Barði).

10.05.1860

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eigum Jóns Þorfinnsson á Berghyl.

11.03.1860

Uppskrift og virðingar hreppstjórans í Holtshreppi á eigum Halldórs Þorvaldssyni á Minni-Grindli.

Niðurstöður 511 to 595 of 35618