Sýnir 9 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Staðarhreppur Skagafirði Safn
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Staðarhreppur: Skjalasafn

  • IS HSk N00183
  • Safn
  • 1836-1870

Ein hreppsbók frá árunum 1836-1870. Innbundin og nokkuð heilleg, en skítug af sót.

Staðarhreppur (1700-1998)

Upprekstrarfélag Staðarfjalla: Skjalasafn

  • IS HSk N00233
  • Safn
  • 1898

Kaupsamningur Upprekstrarfélags Staðarfjalla á Reynistaðarafrétt árið 1898. Bréfið er líklega eftirrit af upprunalega kaupsamningnum en samningurinn er dagsettur 28.03.1898 á Hafsteinsstöðum.
Í samningnum segir "Afréttarfélagið er: allur Staðarhreppur, allir Rípurhreppur að undanteknu Eyhildarholti, af Seyluhreppi Langholtið fram að Litlu-Seylu að henni meðtaldri, Geldingarholt, holtskot, Fjall, Vatnskarð og Elvogar innan sama hrepps, af Sauðárhreppi allir bæir í Borgarsveit."
Einnig fylgir frumvarp til reglugjörðar fyrir notkun Staðarafréttar, skyldum og réttindum sem eign þeirri fylgir.

Upprekstrarfélag Staðarfjalla

Skógræktarfélag Staðarhrepps

  • IS HSk E00055
  • Safn
  • 1950 - 1955

Harðspjalda handskrifuð bók um stofnfund félagsins. Bókin er í ágætu ástandi en einhvað blettóttar blaðsíður inn við kjöl en ekki ryð.

Skógræktarfélag Staðarhrepps

Jón Sigurðsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00320
  • Safn
  • 1938-1968

Skjalasafn Jóns Sigurðssonar frá Reynistað. Safnið innheldur bæði hans eigin einkaskjöl og einnig nokkur opinber skjöl frá tíð hans sem hreppstjóri í Staðarhreppi í Skagafjarðarsýslu.

Jón Sigurðsson (1888-1972)

Ungmennafélagið Æskan í Staðarhreppi (1905-)

  • IS HSk E00026
  • Safn
  • 1905 - 1991

Askjan inniheldur fjórar innbundnar og handskrifaðar fundargerðarbækur, sú elsta er frá 1905, innihald þeirra eru fundargerðir, reikningshald, lög og félagatal. Bækurnar hafa allar varðveist mjög vel og eru í góðu ástandi.

Ungmennafélagið Æskan (1905-)

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

  • IS HSk E00056
  • Safn
  • 1945 - 2001

Ein harðspjalda handskrifuð bók í lélegu ástandi, los á blaðsíðum og blaðasíður lausar. Aftari kápa er laus frá kili en bókin hangir saman að framan. Þetta er ekki stofnfundarbók og kemur ekki fram stofnun félagsins.

Upprekstrarfélag Staðarafréttar

Kvenfélag Staðarhrepps

  • IS HSk E00027
  • Safn
  • 1908 - 2008

Tvær fundargerðarbækur, innbundnar og handskrifaðar og hafa varðveist mjög vel, sú elsta er síðan 1908. Tölvuútprentað söguágrip í þremur heftum í A4 stærð, gert 2008.

Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)