Um er að ræða vitnisburð um landamerki Reykja í Tungusveit sem gefin var af Arngrími Jónssyni árið 1651 og vottaður af Magnúsi Jónssyni og Þórólfi Jónssyni 1657. Um þetta bréf hefur dr. Einar G. Pétursson ritað grein í ritinu Brageyra léð Kristjáni Eiríkssyni sextugum sem kom út árið 2005. Greinin heitir "Skagfirskt bréf frá 17. öld".
Fundargerðabók prófasta í firðinum. Fjallað um störf presta. Fagraneskirkju og Sjávarborgarkirkju var verið að leggja niður á þessum tíma. Bygging Sauðárkrókskirkju í bígerð. Prestar að koma bólusetningu yfir í læknastarfið. Margar góðar heimildir.
Kaupsamningur Upprekstrarfélags Staðarfjalla á Reynistaðarafrétt árið 1898. Bréfið er líklega eftirrit af upprunalega kaupsamningnum en samningurinn er dagsettur 28.03.1898 á Hafsteinsstöðum. Í samningnum segir "Afréttarfélagið er: allur Staðarhreppur, allir Rípurhreppur að undanteknu Eyhildarholti, af Seyluhreppi Langholtið fram að Litlu-Seylu að henni meðtaldri, Geldingarholt, holtskot, Fjall, Vatnskarð og Elvogar innan sama hrepps, af Sauðárhreppi allir bæir í Borgarsveit." Einnig fylgir frumvarp til reglugjörðar fyrir notkun Staðarafréttar, skyldum og réttindum sem eign þeirri fylgir.
Gögn tengjast veru Haraldar Sigurðssonar í Möðruvallaskóla í kringum 1896, svo sem einkunnir, glósur og kennsluefni. 1 lítið glósuhefti inniheldur vísur og er með annarri rithönd, mögulega yngra efni.
Myndskreytt pappírsskjal. Upphafsstafir með skrauti og blómum. Minnir um margt á verk Sölva Helgasonar (1820-1895) og er það sett hér fram sem tilgáta að hann sé höfundur verksins.
Innbundin bók sem heldur skrá yfir skip og báta í Skagafirði árin 1904-1943. Í skránni kemur m.a. fram skrásetningardagur, skipsheiti, stærð, eigendur, byggingarstaður, byggingarefni og fleira.
Ein lítil stílabók sem á stendur: "Kærleikurin Sigrar um síðir. Séra Árni Björsson þýddi 1910" Inn í bókinni voru tvö handskrifuð blöð með sveitargjöldum Jóhanns Jónassonar frá Litladal 1909.
Uppdráttur teiknaður af Pétri Sighvatssyni af vatnsveitukerfi fyrir Sauðárkrók 1912. Á kortinu má sjá hvernig vatnsveitan var í upphafi lögð í norðurenda bæjarins. Pétur Sighvatsson var skipaður í nefnd um framkvæmd vatnvsveitu á Sauðárkróki og hefur hann því líklega gert uppdráttinn í tengslum við þá vinnu.
Viðskiptamannabækur Kolkuós verslunar frá árinu 1913. Halldór Gunnlaugsson skrifar bækurnar en hann vann hjá Hartmanni Ásgrímssyni við ýmis verslunarstörf í Kolkuós frá árinu 1901 til 1916.
Viðskiptamannabækur Kolkuós verslunar frá árinu 1913. Halldór Gunnlaugsson skrifar bækurnar en hann vann hjá Hartmanni Ásgrímssyni við ýmis verslunarstörf í Kolkuós frá árinu 1901 til 1916. Bækurnar eru 11 talsins og eru númeraðar, þó ekki í samfeldri röð svo líklega vantar einhverjar bækur inn í.
Fremsta röð talið frá vinstri: Lárus Blöndal, Haraldur Sigurðsson, Jóhannes Hallgrímsson. Miðröð, talið frá vinstri: Haraldur Júlíusson, Guðmundur Björnsson, Hermann Jónsson. Aftasta röð: Gunnar Sigurðsson, Árni Magnússon, Gísli Guðmundsson.
Gögn, opinber og einkagögn, úr fórum Jóns Jónssonar (1850-1939) á Hafsteinsstöðum og föður hans Jóns Jónssonar (1820-1904) á Hóli í Sæmundarhlíð. Um er að ræða bréf, reikninga, leiðbeiningar, skjöl, erindi og tilkynningar.
4 árgangar af blaði sem var gefið út í Akrahreppi, er nefndist: Gaman og alvara. Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum gaf safninu árið 1983. Í fyrri skráningu / handritaskráningu segir um þessi gögn: Gaman og alvara, handskrifað blað. "Gefið út að tilhlutan nokkurra ungra manna" í Akrahreppi. 4 árgangar, 1916-1919. Helstu nafngreindir höfundar: Agnar Baldvinsson, Bjarni Halldórsson, Gísli R. Magnússon, Hannes J. Magnússon, Jón Eiríksson, Jón E. Jónasson, Stefán Eiríksson, Stefán Vagnsson.
Sveitarblaðið Fjallfari, sveitarblað í Sauðárhreppi (Skörðum og Reykjaströnd) 1901-1907. Að mestu leyti með hendi Jóns Þ. Björnssonar, síðar skólastjóra á Sauðárkróki.
Sveitarblað sem hefur gengið á milli bæja í Blönduhlíð. Erfitt að átta sig á hver hefur forgöngu um stofnun blaðsins en svo virðist sem það hafi verið til áður og sé endurrisið kringum 1919. Fyrri skráning (handritasafn HSk) segir: Stígandi, sveitar- eða lestrarfélagsblað í Út-Blönduhlíð, að því er virðist. Ritað 1919 til 1925.
Þorvaldur Ari Arason (1848-1926) var kenndur við Flugumýri og Víðimýri. Í skjalasafni hans er að finna ýmis skjöl er viðkoma búrekstri og félagsstarfi Þorvaldar en einnig eldri gögn úr fórum föður hans Ara Arasonar (1813-1881) lækni og stórbónda á Flugumýri og afa, Ara Arasonar (1763-1840) héraðslæknis og stórbónda á Flugumýri.
Uppdráttur, teikning af byrgi Jóns Ósmanns sem stóð við klett á Furðuströnd. Grunnur, vesturgafl og suðurhlið. Einnig er sýnt bjargið sem dragferjan var bundin við.
Um er að ræða reglugerð, eða drög að reglugerð fyrir Málfundarfélagið í Haganesvík. Fyrsta grein hljóðar svo "Fjélagið heitir "Málfundafjelag Unglingaskólans í Haganesvík" en engar aðrar heimildir hafa fundist um þetta félag.
Málfundarfélag unglingaskólans í Haganesvík (1932-1933)
Gögn sem varða ráðningu Karlottu Jóhannsdóttur sem kennara við Húsmæðraskólann á Blönduósi. Um er að ræða bréf varðandi námsárangur hennar og frammistöðu við tvo handavinnuskóla í Damörku og einni vinnustofu. Einnig fylgir umsögn Kristínar Símonardóttur á Kolkuósi um störf Karlottu og hæfileika sem sent var til Þórarins Jónssonar á Hjaltabakka í Húnavatnssýslu en hann var skólaráðsformaður við Húsmæðraskólann á Blönduósi og tók við umsóknum varðandi ráðningu í kennslustöður við skólann.
Ein lítil ljóðabók sem telur 8 bls. í litlu broti. Heftuð saman, en hefti hafa verið fjarlægð. Höfundur ljóðanna er Pétur Jónsson og heitir bókin "Til Skagafjarðar"
Skólablaðið 3. árgangur 1. tölublað. 2 eintök. 1 blað er ein örk. Myndskreytingu blaðsins sá Jóhannes Geir Jónsson um þá 11 ára. Þeir sem skrifa í blaðið eru: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Gunnhildur Magnúsdóttir, Sigurjón Friðbjörn Björnsson, Þóra Jónsdóttir, Hulda Ívarsdóttir, Áslaug Sigfúsdóttir.
Hreppsgögn tengd Sauðárhreppi hinum forna og Sauðárkrókshrepp. Líklega eru gögnin komin úr fórum Jóns Þ. Björnssonar þó sum þeirra séu mynduð áður en hann tekur við starfi oddvita hreppsins.
Skjalasafn Klemenensar Guðmundssonar. Fyrst og fremst uppskrifaðar, handskrifaðar stílabækur frá námstíma Klemensar í Víkurskóla, Skagafirði, veturinn 1909-1910. Einnig þrjár ljósmyndir.