Showing 501 results

Archival descriptions
Sölvi Helgason: Skjalasafn
Print preview Hierarchy View:

423 results with digital objects Show results with digital objects

Hættuleg ferð yfir Héraðsvötn

Í þessu handriti fjallar Sölvi um ferð sína um Skagafjörð sumarið 1847. Hann nefnir sérstaklega tvo menn sem hann segir vera bændur á Víðivöllum. Samkvæmt Íslendingabók var Jón Ólafsson (1820-1886)¬ bóndi þar um þetta leyti en Ingjaldur nokkur Þorsteinsson (1808-1867) var bóndi á nokkrum bæjum um ævina, t.d. á Ríp (1845) og Eyhildarholti (1850) í Rípursókn. Það er því nokkuð líklegt að Sölvi eigi við þann mann þó ekki virðist hann hafa búið á Víðivöllum.
Sölvi sakar þessa menn um að stofna sér í lífshættu, því þeir vildu ekki lána honum hest til að ferja sig yfir Héraðsvötn. Vegna þess að hann hafði meðferðis mörg hundruð málverk og ritverk átti hann í erfiðleikum með að synda yfir Vötnin en það kveðst Sölvi alla jafna ekki vera í vandræðum með. Hann brá því á það ráð að vaða yfir og verja listaverk sín með því að halda þeim yfir höfði sér. Vötnin virðast hafa verið óvenju vatnsmikil og straumþung því Sölvi segir sig hafa verið hætt kominn og lá við fótbroti vegna grjóts sem áin bar með sér. Sölvi þakkar Guði fyrir að hafa komist lifandi yfir en vandar þeim bændum á Víðivöllum ekki kveðjurnar.

Síða 1

Í þessu handriti fjallar Sölvi um ferð sína um Skagafjörð sumarið 1847. Hann nefnir sérstaklega tvo menn sem hann segir hafa verið bændur á Víðivöllum. Samkvæmt Íslendingabók var Jón Ólafsson (1820-1886)¬ bóndi þar um þetta leyti en Ingjaldur nokkur Þorsteinsson (1808-1867) var bóndi á nokkrum bæjum um ævina, t.d. á Ríp (1845) og Eyhildarholti (1850) í Ríbursókn. Það er því nokkuð líklegt að Sölvi eigi við þann mann þó ekki virðist hann hafa búið á Víðivöllum.
Sölvi sakar þessa menn um að stofna sér í lífshættu, því þeir vildu ekki lána honum hest til að ferja sig yfir Héraðsvötn. Vegna þess að hann hafði meðferðis mörg hundruð málverk og ritverk átti hann í erfiðleikum með að synda yfir Vötnin en það kveðst Sölvi alla jafna ekki vera í vandræðum með. Hann brá því á það ráð að vaða yfir og verja listaverk sín með því að halda þeim yfir höfði sér. Vötnin virðast hafa verið óvenju vatnsmikil og straumþung því Sölvi segir sig hafa verið hætt kominn og lá við fótbroti vegna grjóts sem áinn bar með sér. Sölvi þakkar Guði fyrir að hafa komist lifandi yfir en vandar þeim bændum á Víðivöllum ekki kveðjurnar.

Skjal 1, framhlið

Fyrri hluti síðunnar virðist vera endir á frásögn sem vantar framan á en umfjöllunarefnið er kunnuglegt. Þar er fjallað um illmennin sem nýðast á Sölva. Enginn er nefndur á nafn en þeim blótað hressilega.
Á seinni hluta síðunnar vendir sögumaður kvæði sínu í kross og textinn sem á eftir fer virðist vera bæn hans til Guðs en hann ávarpar hann beint. Bæn þessi heldur áfram á bakhlið síðunnar.

"Góðurinn minn! Hlýddu því ..."

"Góðurinn minn! Hlýddu því: Hafðu ekki hálf…? á neinu sem þú gjörir: ef það er rétt, gjörðu það með alúð, sé það rangt láttu það ógjört.“
Þannig hefst síðan með ávarpi beint að lesandanum og á eftir fylgir nánari umfjöllun um kosti hinnar réttu breytni sem þarna er boðuð. Þar kemur Guð almáttugur að sjálfsögðu við sögu og spekingurinn sjálfur.

Skjal 1, framhlið

„Góðurinn minn! Hlýddu því: Hafðu ekki hálf…? á neinu sem þú gjörir: ef það er rétt, gjörðu það með alúð, sé það rangt láttu það ógjört.“
Þannig hefst síðan með ávarpi beint að lesandanum og á eftir fylgir nánari umfjöllun um kosti hinnar réttu breytni sem þarna er boðuð. Þar kemur Guð almáttugur að sjálfsögðu við sögu og spekingurinn sjálfur.

Skjal 1, framhlið

Framan af ávarpar sögumaður lesandann og leggur honum lífsreglurnar en undir lokin beinir hann athyglinni að spekingnum Sölva og hans miklu afrekum. En hann fullyrðir að lykill allrar þekkingar sé fundinn af sjálfum Sólon spekingi.

Skjal 1, opna

Framan af ávarpar sögumaður lesandann og leggur honum lífsreglurnar en undir lokin beinir hann athyglinni að spekingnum Sölva og hans miklu afrekum. En hann fullyrðir að lykill allrar þekkingar sé fundinn af sjálfum Sólon spekingi.
Áfram er fjallað um speki Sólons og dýrð drottins dásömuð. Á seinni síðu opnunnar er ljóð undir fornum háttum í ellefu erindinum. Umfjöllunarefnið er það sama eða speki guðs sem Sölvi boðar. Í formála að ljóðunum segir sögumaður að það sé eftir Sölva og tekur fram að hann sé flámæltur sem hlýtur að koma með einhverju móti fram í ljóðinu.

Skjal 1, bakhlið

Hér heldur áfram umfjöllun um Sölva sem fylgir dyggðinni á drottins vegum og vikið að höfðingjunum sem lifa í syndinni.

Um flutning Sölva sem fanga

Í þessu handriti lýsir Sölvi illri meðferð á sér þegar hann er fluttur í varðhald á milli bæja i Svalbarðshreppi á Langanesi. Hann nafngreinir Sigfús Jónsson og Jón Jónsson sem fylgdarmenn sína. Upphaf frásagnarinnar bendir til þess að ferðalagið hafi verið lengra en hún hefst svo: „Nú fóru níðingarnir á stað með Sólon speking, út á sljettuna …“ Af fráögn Sölva má ráða að Jón þessi hafi verið vinnumaður hjá Ólafi bónda á Ytra – Álandi og Sigfús þessi lausamaður bróðir konu Guðmundar í Flögu. Fyrsti viðkomustaður þeirra var Svalbarð en Sölva líkaði illa móttökur séra Vigfúsar Sigurðssonar og heimilisfólks hans. Þar virðast þeir hafa stoppað stutt við en haldið áfram yfir Svalbarðsá með viðkomu í Garðstungu og síðan yfir Tunguá og síðan eftir fjallgarðinum og í Sjóarland (Sævarland). Þar endar ferðalýsing Sölva líkast til hefur dagleiðin endað þar. Sölvi nefnir heimilisfólk allt á Sjóarlandi en þar bjuggu Gísli Sigfússon og kona hans Margrét Ólafsdóttir ásamt börnum sínum Gunnari og Sigríði.
Fólki þessu lýsir Sölvi sem heimsku en nefnir ekki að þau hafi komið sérstaklega illa fram við hann en fer nokkuð ítarlega yfir framkomu og slæma meðferð af hendi fylgdarmanna sinna, þeirra Sigfúsar og Jóns. Sérstaklega tekur hann fram að meðferð sú hafi verið fyrirskipuð af hreppstjóranum í Flögu Guðmundi Jónssyni. Þessi illa meðferð fólst m.a. í að neita Sölva um mat og drykk en hann segir þá hafa bent þegjandi á árnar þegar hann bað þá um eitthvað að drekka. Sömuleiðis segir Sölvi þá hafa látið hann bera þá yfir vatnsföllin á leiðinni. Stefán nokkurn Jónsson nefnir hann líka sem illmenni sem kemur illa fram við hann.

Um fólkið í Ærlækjarseli

Á þessum síðum fjallar Sölvi um vist sína í Ærlækjarsel en þar var hann vistaður í tengslum við réttarhöldin árið 1854 sem enduðu með því að Sölvi var dæmdur til fangelsisvistar í Kaupmannahöfn.

Síða 1, framhlið

Í þessu skjali virðist Sölvi vera að leggja sér lífsreglur. Hann vill temja sér að gleðjast yfir velgengni annara, jafnvel óvina sinna. Hann vill líka geta þolað annara manna mótgjörðir betur en hann gerir en hann viðurkennir þann misbrest sinn að stundum reiðist hann full mikið.
Neðst á síðunni er skýring innan sviga þar sem Sölvi segir að endirinn komi næst á eftir lýsingu af djöflanáttúrunni í Ærlækjarseli sem má finna á bakhlið þessarar síðu.

Síða 1, bakhlið

Sölvi lýsir fólkinu í Ærlækjarseli og þeim skelfingum sem hann má þola af þeirra hendi. Hann lýsir miklum raunum sem hann myndi sennilega ekki lifa af ekki væri fyrir samfylgd drottins.

Síða 3, framhlið

Á þessari síðu má sjá ljóð í ellefu tölusettum erindum sem virðist vera að mestu níð um „þrælmennið“ Kristján Árnason í Ærlækjarseli eins og Sölvi kallar hann í neðanmálsgrein í handritinu.

Síða 3, bakhlið

Handritið hefst á níðvísu sem Sölvi kallar „Grafskrift“ Jóa Sölvasonar í Ærlækjarseli sem fær fær ekki falleg eftirmæli frá Sölva. Á eftir fylgir frásögn Sölva sem fjallar greinilega um þau þáttaskil þegar Sölvi var fluttur frá Ærlækjarseli til Húsavíkur árið 1854 þar sem var réttað yfir honum og hann loks dæmdur betrunarvistar í Kaupmannahöfn. Handritið virðist vera ritað bæði í Ærlækjarseli og á Húsavíkurbakka hjá sýslumanninum. Fyrst virðist hann vera í Ærlækjarseli þaðan sem hann býst við að verða fluttur á Bakka (Húsavíkurbakka) til Skúlasonar. (Hér er væntanlega átt við Sigfús Skúlason sýslumann sem kallaði sig Sigfús Schulesen. Sölvi virðist rita nafn hans á ýmsa vegur en notast yfirleitt ekki við skírnarnafnið). Sölvi segir upp og ofan af því sem fram fer og augljóst er að Sölvi býst ekki við öðru en að fá dóm fyrir sakir sem hann sver af sér. Þar sem frásögninni sleppir virðast hafa liðið þrír dagar frá því hann kom til Schulesen sýslumanns.

Síða 4, framhlið

Sölvi fer ófögrum orðum um vistina í Ærlækjarseli og segir þann stað næst verstan á Íslandi en aðeins Skálá í fæðingarsveitinni er verri, hjá þeim Birni (hreppstjóra, áður á Ystafelli) og Önnu konu hans sem Sölvi segir hafa „járnsál“

Síða 4, bakhlið

Þessi síða hefst á níðvísu um Jóa Sölvason, þeirri sömu og birtist sem grafskrift á bakhlið síðu þrjú, en hér hefur öðru erindi verið bætt við. Í framhaldinu fer frásögn sem undirstrikar skoðun Sölva á manninum.

Síða 1, framhlið

Á þessari síðu er Sölvi augljóslega að bregðast við ákærum Sigfúsar Skúlasonar sýslumanns í Eyjafirði um bókaþjófnað. Sölvi lýsir því hvernig hann ýmist kaupir, selur eða gefur bækur á ferðalögum sínum. Hann nafngreinir menn sem hann hefur keypt af bækur, t.d. segist hann hafa keypt bækur af Jóni Bónda á Haukagili í Vatnsdal. Nokkuð af þeim bókum segir Sölvi að hafi verið óseldar þegar haldið var austur og þar hafi hann ýmist selt þær eða gefið. Hann rifjar jafnframt upp ákærur Daníels Jónssonar á hendur sér fyrir bókaþjófnað og minnist á Eggert Briem sem dæmdi í því máli. Hann furðar sig á að Sigfús hafi getað án nokkra sannana gert upptækar þær bækur sem hann þóttist eiga. Sölvi gerir sjálfur grein fyrir að minnsta kosti hluta þessara bóka og nefnir m.a. að hann hafi fengið Mynstershugleiðingar hjá Ólafi bókbindara á Ystu-Grund í Skagafirði (Ólafur Guðmundsson 1808-1853).

Síða 4, opna

„Enginn maður á landinu getur né staðið, legið, hvílt sig né gert neitt verk, annað en undir þeirra valdi … eftir þeirra tilskipunum, ógnunum og lygavitleysum.“
Þessi tilvitnun af síðunni kjarnar umfjöllunarefnið ágætlega en þar fjallar sögumaður um ægivald íslenska höfðingjaveldisins. Hvernig þeir hafa tangarhald á öllu og öllum í samfélaginu, jafnvel kirkjunni sem virðist að dómi sögumanns boða eitthvað annað en hið sanna guðsorð.

Síða 4, bakhlið

„Þannig úir og grúir vesalings Ísland allt, af blóðsugum, níðingum og afglöpum, sem gera hvert ódæðaverkið hinu verra“
Þessi tilvitnun er efst á síðunni og er lýsandi fyrir það sem á eftir fer en sögumaður segir að þessar blóðsugur, sem sagt höfðingjarnir landsins hafi sett sig í Guðs stað. Hann gerir greinarmun á höfðingjunum og þrælum þeirra sem fylgja þeim í blindni en til er þriðju flokkur manna að mati sögumanns sem reyndar er býsna fámennur eða 50 manns en þeir eru öllu skárri en aðrir Íslendingar. Þeir taka sér kenningar Sölva til fyrirmyndar og reyna að hafa þær að leiðarljósi í lífi sínu. En það fer hratt fækkandi í þessum hóp en þegar mest var taldi hann nokkur hundruð manns.
Þegar sögumaður hefur dregið upp þessa mynd af ægivaldi höfðingjanna tilgreinir hann þann hóp manna sem eru hvað verstir og að sama skapi ýmsa staði, sýslur og bæi þar sem ástandið er hvað verst að hans mati. En þar má greina helstu fjandmenn Sölva og staði tengda honum með einum eða öðrum hætti.
Húnavatns, Skagafjarðar og Þingeyjarsýslur fá ekki góða einkunn. Það fær heldur ekki fólkið á Akureyri, Húsavíkurbakka, Laxamýri, Breiðumýri, Ljósavatni, Skálá og Ystafelli.
Helstu fjandmenn og örlagavaldar í lífi Sölva er nefndir sérstaklega, þeir sýslumenn Eggert Briem og Sigfús Skúlason. Aðrir sem sögumanni finnst vert að nefna í þessu sambandi eru Jakob Þórarinsson johnsen (Gæti verið verslunarstj. á Húsavík) og Jakob Pétursson hreppstjóri á Breiðumýri. Ari Sæmundsen. Hafstein (Pétur Havsteen) og Björn á Skálá og Önnu hans.

Síða 5, opna

Á þessari opnu er lýst þeirri meðferð sem Sölvi má þola í varðhaldi í aðdraganda réttarhaldanna vorið og sumarið 1854. Vissulega er stuðst við staði og persónur sem komu raunverulega við sögu þess tímabils í ævi Sölva. Varast ber þó að meðhöndla þessa frásögn sem heimild um það sem gerðist og ósennilegt að það hafi verið ætlun höfundar. Fremur má álykta að um skáldverk sé að ræða en mörg einkenni þess konar verka prýða fráögnina. Til marks um það má nefna að sögumaður með góða yfirsýn yfir sögusviðið segir sögu Sölva og samtöl birtast á milli sumra þeirra persóna sem eru í sviðsljósi atburðana.
Á fyrri síðu opnunnar eru atburðirnir settir niður á tiltekinn dag þann 6 mars frekar en maí árið 1854. Sölvi er enn í haldi og er rekið hvernig eigur hans eru gerðar upptækar, fjármunir sem lausamunir ýmsir, t.d. verkfæri og því sem eftir var af Sjö miljóna arka bókinni (verk sem kemur ítrekað við sögu í þessum handritum). Sölvi virðist þarna vera vistaður á Laxamýri og og nýttur til vinnu við að gera garð umhverfis túnið. Sérstaklega eru nefndir þeir Jakob Þórarinsson og Stefán Jónsson sem gætu verið gæslumenn hans. Því næst er lýst atburði þar sem Sölvi er barinn þannig að stór sér á honum og síðan komið fyrir í gapastokk. Atburður þessi er sviðsettur af sögumanni og samtöl milli Sölva og gæslumanna hans gæða hana lífi en það hefst á þessum orðum Sölva:
„Ég er Sölvi spekingur – ef þið viljið gera níðingsverk á mér – þá er það ykkar synd, mitt er sakleysið.“ Á eftir fer að því er virðist undarleg lofræða um Sölva um atgervi hans og gáfur sem svo endar með því að þeir skipa honum að leggjast niður svo þeir geti barið hann. Þegar þeir hafa lokið við sér af er hann bundinn aftur og settur í gapastokk yfir nóttina á meðan velta þeir því fyrir sér hvort þeir ættu frekar að drepa hann.
Á seinni síðu opnunnar heldur sögumaður áfram að lýsa raunum Sölva í varðhaldi og flutningum á milli bæja. Hann víkur sérstaklega að ásökunum Sigfúsar sýslumanns um bókaþjófnaðinn sem samkvæmt þessari frásögn er helber lygi. Í Lokin snýr hann sér að innihaldi Sjö milljóna arka bók Sölva og segir að hún hafi aðeins verið stutt ágrip af framferði þeirra höfðingjana.

Síða 5, bakhlið

Áfram er farið yfir níðingsverkin sem unninn eru á Sölva sem heldur áfram að skrifa þrátt fyrir að skrif hans hafi verið gerð upptæk og brennd. Hann verður hins vegar að gæta þess vel að finna góða felulstaði svo það endurtaki sig ekki. Sölvi er píndur til að vinna 10000 dagstörf hvern dag. Þetta orðalag um störf kemur oft fyrir í textanum og stundum er talað um lögstörf. Farið yfir alla þá vinnu sem hann hefur innt af hendi, í varðhaldinu, án þess að hafa fengið greitt fyrir. Vegna þessara miklu afkasta er hann talinn göldróttur eða að hann sé jafnvel djöfullinn sjálfur því enginn venjulegur maður geti afkastað eins og Sölvi gerir.

Síða 1, opna

Sölvi fjallar um málaferlin árið 1854 en hann var ákærður fyrir bæði þjófnað og flakk. Réttarhöld þessi voru afdrifarík fyrir Sölva því dómurinn var þungur. Hann var dæmdur til þriggja ára betrunarvistar í Kaupmannahöfn. Í þessu handriti fer hann m.a. yfir sakargiftir sýslumannsins, kvartar undan óréttlætinu sem hann telur sig beittann og ítrekar sakleysi sitt.
Við sögu koma auk Schulesen m.a. Eggert Briem, Jóhann Pálsson í Keldarnesi og Stefán Jónsson.

Síða 1, bakhlið

Áfram fjallar Sölvi um dómsmálið. Hann beinir spjótum sínum sérstaklega að því hvernig níðst er á honum saklausum. Í lokin verður frásögn Sölva að baráttu milli góðs og ills sem er mjög áberandi í textum hans yfirleitt. Þá er hann á vegum þess góða, drottins, dyggðarinnar og sannleikans. En höfðingjarnir og þrælar þeirra eru á vegum djöfulsins og syndarinnar.

Síða 2, framhlið

Sölvi heldur áfram að fjalla um þá sem hafa níðst á honum og beitt órétti. Á þessari síðu eru allnokkur hópur manna nafngreindur en það eru m.a.: Björn og Anna á Skálá, Hafsteinn á Möðruvöllum (Pétur Havsteen amtmaður) ,Stefán Jónsson, Árni Þorsteinsson, Eggert Briem, Sigfús Skúlason, Jónas Jóhannesson, Ari Arason Flugumýri, Eyjólfur Jóhannesson, Gísli Konráðsson, Jónas Jóhannesson, Jóhann Sölvason í Ærlækjarseli, Kobbi (væntanleg Jakob Pétursson í Breiðumýri), Pétur Pálmason, Jón Bjarnaon,
Sérstaklega tekur hann fram að sýslumaðurinn Eggert Briem og amtmaðurinn Pjetur Havsteen geri sér far um að skipa og hvetja menn í Þingeyjarsýslu, bæði munnlega og skriflega, til að pína, kvelja og þræla Sölva

Síða 2, opna

Sölvi heldur áfram að úthúða mönnum vegna óréttlátrar meðferðar á sér. Leggur mikla áherslu á sakleysi sitt og segir menn ljúga upp á hann þeim sökum sem á hann eru bornar. Tekur sérstaklega fram að Sigfús Skúlason sýslumaður hafi logið upp á sig bókarþjófnaði. Sölvi fullyrðir að hann hafi átt margar þessar bækur árum saman. Á seinni síðu opnunar ræðir hann mest um drottinn, hans helstu stoð gegn ilsku djöfulsins og hans fylgjenda.

Síða 3, framhlið

Eftir að Sölvi fjallar um samband sitt við Guð snýr hann sér að höfðingjunum og þeirra sambandi við þann í neðra. Hann segir alla þjóðina fylgja höfðingjunum í djöfulskap þeirra en aðgreinir 50 kristilega menn og sjálfan sig. Þetta gerir hann víða í textum sínum. Það er engu líkara en þetta séu þeir einu í öllu landinu sem ganga á vegum drottins, hinir eru ofurseldir djöflinum. Sértaklega nefnir hann Sigfús Skúlason og Stefán Jónsson og níðingsskap þeirra í sinn garð í tengslum við dómsmálið 1854. Þeir virðast segja Sölva hafa játað glæpi sína en það segir Sölvi vera lygi.

Síða 3, bakhlið

Sölvi ræðir visku og mátt drottins sem veitir honum styrk í þeim raunum sem hann má þola í kringum réttarhöldin.

Síða 4, framhlið

Hér vantar greinilega framan á frásögnina þar sem vantar framan á fyrstu málsgrein síðunnar. En á síðunni fjallar sögumaður um lygina sem beint er gegn Sölva. Henni skiptir hann í þrjá flokka. Í fyrsta lagi sökunum sem logið er upp á hann. Í öðru lagi bera þeir víst út óhróður um bók hans og segja hana ekki vera anna en last og níð um höfðingja landsins og í þriðja lagi ljúga þeir því að Sölvi hafi gengist við glæpum sínum.
Þegar hér er komið sögu er greinilega búið að dæma í máli Sölva því fjallað er um yfirvofandi flutning til Kaupmannahafnar. Þó ekki sé farið um það mörgum orðum er greinilegt að sögumanni er niðri fyrir og fjallar um hvernig lygin hefur gert Sölva að táknmynd djöfulsins í landinu.

Um málaferli 1853-1854

Á þessum síðum ávarpar sögumaður Sölva og fjallar um bága stöðu hans í varhaldinu og ráðleggur honum um hvaða stefnu hann skuli taka

Síða 1, framhlið

Sögumaður ávarpar Sölva sjálfan og fer yfir raunir hans. Hvernig íslenskir höfðingjar hafa leikið hann, spillingu þeirra og hvernig þjóðin öll fylgir þeim í blindni. Í lokin kemur sögumaður inn á yfirnáttúruleg afköst Sölva og illa meðferð á honum í þrælavinnu.

Síða 1, bakhlið

En ávarpar sögumaður Sölva sem virðist standa á einhverjum tímamótum, hann virðist vera á leiðinni eitthvað ef marka má ávarp sögumanns. Ef til vill er dómur gegninn og Sölvi á leiðinni til Kaupmannahafnar. Sögumaður biður hann um að íhuga hvaða stefnu hann muni taka þegar heim er komið og spyr hvort hann ætli að hafa visku drottins áfram að leiðarljósi í lífinu.

Um yfirnáttúruleg afköst og dvöl á Breiðumýri

„Þó verst við höfund þessarar bókar …“ þessi tilvitnun gefur til kynna að um sé að ræða brot úr einhverri bók eftir Sölva. Mögulega þeirri sem svo oft er nefnd sjö miljóna arka bókin.
„Það er þó merkilegt, það þori að skamma Sölva ... fyrst það heldur að hann sé sjálfur djöfullinn.“
Hann talar almennt um stöðu sína gagnvart höfðingjunum og víkur að vist sinni á Breiðamýri. Fer með kunnulega rullu um yfirnáttúruleg afköst sem eru af almenningi eignuð djöflinum sjálfum.

Síða 01, framhlið

Á þessari síðu ávarpar sögumaður Sölva og hughreystir hann með því að réttlætinu verði fullnægt hinum megin grafar. Þar verði þeim refsað sem hafi gert á hlut hans en hann njóti ávaxtana af dyggðugu lífi sínu á jörðinni.

„Segir þannig frá …“

„Segir þannig frá: að þá kom hann í Fnjóskadal,“
Hallgrímur Bjarnason og Hallgrímur Gíslason eru nefndir í þessum texta sem er einn samfeldur reiðilestur sem virðist beint að þeim tveimur.

Síða 01, framhlið

„Segir þannig frá: að þá kom hann í Fnjóskadal,“
Hallgrímur Bjarnason og Hallgrímur Gíslason eru nefndir í þessum texta sem er einn samfeldur reiðilestur sem virðist beint að þeim tveimur.

Síða 01, bakhlið

„Segir þannig frá: að þá kom hann í Fnjóskadal,“
Hallgrímur Bjarnason og Hallgrímur Gíslason eru nefndir í þessum texta sem er einn samfeldur reiðilestur sem virðist beint að þeim tveimur.

Um Jón Bergþórsson frá Öxará

Þessi texti fjallar um bón Jóns Bergþórssonar en hann vildi fá upphafsstafi sína skrautritaða. Nokkuð sem Sölvi gerði stundum fyrir samferðamenn sína og velgjörðarmenn. Líklega var Jón þessi fæddur 1797 og dó 1877.

Síða 01, framhlið

Fyrirsögnin er mynduð úr nokkrum útgáfum af skrautskrifuðum upphafstöfum Jóns Bergþórssonar.
Frásögnin hefst á því að Sölvi greinir frá bón Jóns Bergþórssonar um að hann riti upphafsstafi hans í skrautskrift. Sölvi hefur væntanlega hafnað þeirri bón ef marka má einkunnina sem Jón fær. Hann úthúðar fleiri mönnum þarna í sveit án þess að nafngreina nein sérstakan en blaðsíðan endar á trúarlegri lofgjörð um mikilvægi þess að fylgja Guði.

Síða 01, bakhlið

Sögumaður kynnir það sem á eftir fer sem grein. Hann ávarpar lesandann og fræðir hann um undur alheimsins. Fjallar um alföðurinn og eilífðina og virðist því vera hluti af speki og trúarkerfi Sölva. Efnið er ekki í neinu samhengi við það sem er á framhliðinni en greininni virðist ekki lokið neðst á síðunni og vantar því botninn.

Síða 1, opna

Hefst á síðasta erindi ljóðsins en síðan tekur við frásögn Sölva sem er í samræmi við innihald ljóðsins en þar er fjallað um fólk sem stendur í vegi fyrir dyggðinni og spekinni með lygi sinni. Fólk þetta er handbendi andskotans á meðan Sölvi er á Guðs vegum og boðberi sannleikans.

Síða 1, bakhlið

Áfram boðar Sölvi kosti þess að ganga á vegi drottins og dyggðarinnar og teflir móti ókostum þess að ganga gegn hans vilja.

Handtaka Sölva á Langanesi

Upphafslína: „Sölvi minn! – nú ertu í miklum hörmum – veslings maðurinn!
Þessi texti virðist staðfesta handtöku hans þann 30 september 1853 á Hóli á Langanesi en þar var Halldór Björnsson prestur að sögn Sölva.
Aðrir sem við sögu koma eru:
Eiríkur Eiríksson hreppstjóri Eldjárnsstöðum, Zóphonías Benjamínsson , Jónas, Jón Þorsteinsson á Eldjárnsstöðum, Bóndinn á Grund, Pétur Einarsson Hvannakoti

Sölvi virðist vera tekinn fastur af þessum mönnum og þeir ætlar að flytja hann vestur eftir. Sölvi fer nokkrum orðum um atburðinn en á eftir fylgir ljóð um þennan atburð.

Um slæma vist i Keldunes

Hér lýsir Sölvi vistinni hjá Jóhanni Pálssyni (1821-1862) og Margréti konu hans í Keldunesi. Honum líkar vistinn greinilega ekki vel og þykir nóg um róginn, lygina og fyrirlytninguna. Hann líkir frúnni m.a. við Gróu á Leiti.

Bréf til ýmissa fanta

Á þessum síðum má finna alls fjögur sendibréf sem eru stíluð á þá Bjarna Sveinsson (1813-1889) prest í Múla í Skriðdal (prestur þar 1851-1862) og Björn Þorvaldsson í Lóni (mögulega Björn sá er fæddur er 1805 og dó 1874 en hann var prestur 1837-1862 á Stafafelli í Lóni). Í bréfunum er þeim sagt til syndana ásamt Páli á Stafafelli í Lóni.

Skjal 1, framhlið

Titil bréfsins: „Sendibréf frá „spekingi allra þjóða“ æðsta (=mesta) kallmenni frægðarinnar, alls mannkynsins!
Fysta bréfið er til „ Bjarna gestaníðingsins“ og reiði Sölva beinist gegn þremur mönnum fyrir að níðast og ljúga á saklausaum manni: „frelsishetjunni helgu“. Það eru þeir Bjarni í Múla, Björn í Lóni og Páll á Stafafelli. Engar sérstakar misgjörðir þeirra gegn Sölva eru tilgreindar en klifað er á því að Bjarni hafi gert sér ferð í aðra sveit til að níða og ljúga upp á Sölva. Þannig að ætla má að eitthvað misjafnt hafi átt sér stað í Lóni.

Skjal 1, opna 1

Bréfið vinstra megin á opnunni er einnig stílað á Bjarna Sveinsson prest í Múla í Skriðdal og er stefna á hendur honum fyrir illa meðferð á spekingnum Sölva. Bréfið byrjar á aðvörun, bréfritarinn segir viðtakandanum að vara sig á bræðrum hans og frændum einkum bróður hans Jóni faktor. Í lok bréfsins er Bjarna ráðlagt af bréfritara að skamma ekki ferðafólk sem ekkert hefur gert honum og allra síst níðast á þeim manni sem er vitrari og betri en aðrir, bréfið er undirritað af Sölva og „Grafskrift“ Bjarna fylgir með þar fyrir neðan.
Bréfið hægra megin hefst á því að Sölvi segist vera staddur á Ketilsstöðum (væntanlega á Völlum) og áformaði að halda ferð sinni áfram að Stafafelli í Lóni og hafi til þess leyfisbréf. Hins vegar kemur fram að Sölvi verður að snúa við.
Það er ljóst að þessi bréf snúast um áform Sölva um að ferðast að Stafafelli til þess að sækja þar hluti í hans eigu. Það er þekkt og kemur m.a. fram í umfjöllun Jóns Óskars (Sölvi Helgason: Listamaður á hrakningi, bls. 93.) að Sölvi fékk reisupassa til að sækja að Stafafelli ýmsar eigur sínar. Jafnframt er ljóst að þangað fór hann aldrei, heldur þvældist hann um Norðausturland þar sem hann var handsamaður síðla árs 1853 fyrir flakk. Ekki er annað að sjá á þessum bréfaskrifum Sölva en að hann hafi ætlað að fylgja áformum sínum eftir en af einhverjum ástæðum hafa þeir Bjarni og Björn komið í veg fyrir það.

Skjal 1, opna 2

Þar sem bréfinu sleppir tekur við texti sem ekki er sendibréf en gæti verið heldur hefðbundin frásögn þar sem sögumaður ávarpar Sölva. Sama mál virðist þó vera til umfjöllunar en níðingur nokkur á Ketilsstöðum er þungamiðja frásagnarinnar. til umfjöllunar. Þessi maður er aldrei nefndur fullu nafni en ýmist kallaður Baulu – Steini eða Ketilgerðis – Steini. Frásögnin segir að hann hafi hrökklast austur vegna skuldar í Reykjavík.
Sögumaður frásagnarinnar segir hann hafa skrifað lygi í vegabréf Sölva. Þetta tengist greinilega þeim atburðum sem urðu til þess að Sölvi hélt ferð sinni ekki áfram suður að Stafafelli í Lóni.

Skjal 1, bakhlið

Ekkert virðist vera í textanum sem bendir til að Baulu – Steini sé raunveruleg persónu og gróteskar lýsingar á henni og samskiptum þeirra Sölva benda fremur til þess að um skáldskap sé að ræð en lýsingar á raunverulegum atburðum. Hér undi lok frásagnarinnar hefur Baulu – Steini afhjúpað sig sem djöfulinn.

Frásögn Sölva af slagsmálum sínum við fanta þrjá

Hér fer frásögn Sölva af slagsmálum við þrjá menn. Þorbergur Eiríksson (1831-1896 bóndi í Syðri-Tungu, Tjörneshreppi í S.-Þingeyjarsýslu) réðst á Sölva upp úr þurru. Slær hann svo þungu höggi að hann er næstum rotaður. Því næst ræðst hann á hann ásamt tveimur mönnum öðrum og Sölvi segir þá ætlar að drepa sig. Sölvi var ekki í vandræðum með þessa menn og dróg þá fyrir sýslumanninn Sigfús Skúlason sem gerði mönnum þessum enga refsingu, en sigaði þeim á Sölva, gaf þeim leyfi til að gera hvað sem þeir vildu við hann.

"Aðsendur draumur sannleiksins ..."

Hluti af umfjöllun um Norðra sem sögumaður virðist bendla höfðingjana við. Annars er fjallað almennt fjallað um villu Íslendinga á vegum syndarinnar og fjallað um dýr drottins.

Skjal 1, framhlið

Á þessari síðu er ýmsum einkennum Íslendinga lýst. Byrjað á Austfirðingum en síðan almennt um Íslendinga. Sérstaklega er fundið að hversu mjög þeir eru hændir að rímunum og fullyrt að þeir byrji að kveða um leið og tveir eða fleiri eru saman komnir.

Skjal 1, bakhlið

Grafskrift yfir þremur mönnum Stefáni Þorfinnssyni á Skinnastöðum (1826-?), Jóhanni Sölvasyni (1829-1864?) í Ærlækjarseli og Jónasi Helgasyni í Axarfirði (1827-1873).

Reiðilestur og ráðleggingar

Fyrri hlið síðunnar er reiðilestur yfir einhverjum ónafngreindum þó kemur nafnið kristján við sögu í lokin.
Bakhliðin virðist vera óskyld framhliðinni en þar er Sölvi ávarpaður og honum lagðar lífsreglurnar. Hvernig hann ætti helst að haga sínu lífi.

Results 1 to 85 of 501