Spjald gefið út af Philips og er ábyrgðarskírteini fyrir útvarpi. Spjaldinu fylgir umslag, einnig merkt Philips.
Guðmundur Davíðsson (1866-1942)Bréfið er handskrifað á pappírsörk í A4 stærð.
Það varðar radíóstöð á Reykjarhóli við Varmahlíð.
Ástand skjalanna er gott.
Bréfið er vélritað á pappírsörk í AA stærð.
Það varðar skuld útvarpsnotenda í Skagafirði.
Með liggur afrit af bréfi frá Viðtækjaverslun ríkisins um sama mál.
Ryðskemmdir eftir bréfaklemmur eru á bréfunum.
Bréfið er vélritað á 2 pappírsarkir í AA stærð.
Það varðar skuld útvarpsnotenda í Skagafirði.
Ryðskemmdir eftir bréfaklemmur eru á skjalinu.
Minnisblöð vegna útvarpsþáttar. 1 vísa
Hlustir þú á Hafnarslóð.
heyra má í leyni
álfa syngja íslensk ljóð
inn í hvítum steini.
S.Ó.
Rás Fás, Sauðárkróki. Frá vinstri, Heiða Friðjónsdóttir (1967-), Ragnar Z. Guðjónsson (1970-), Kristinn Kristjánsson (1973-), Sigurður Örn Ágústsson (1970-). Inn í stjórnklefanum situr Ásgeir Hauksson (1971-).
Feykir (1981-)Nýr sendir Rásar 2 var settur upp í Hegranesinu vorið 1985. Þar með átti Rás 2 að nást í öllum Skagafirði nema Fljótum. Mynd af sendinum fyrir Rásina.
Feykir (1981-)Rás fás. Ingimar Sveinsson frá Stóru-Reykjum lengst til hægri, hinir óþekktir.
Feykir (1981-)7a.
Útvarpsþættir, Vikan, sem var.
Viðtal við Bjarna Einarsson bæjarstjóra á Akureyri. Heimsókn í Glaumbæjarsafn, viðtal við Sigurð Egilsson. Ingþór Sigurbjörnsson kveður og segir frá. Vilhjálmur Hjalmarsson, Matthías A. Matthisen, Matthías Bjarnason, Geir Hallgrímsson.
Slæm upptaka (7b), ýmislegt upptekið úr útvarpi (ruv).
Skagfirðingavaka
Skjöl er varða útvarpsþátt um Ísland sem Bruno Schweitzer lagði fram efni í.
Bréf, vélritað erindi um Ísland, 1955.
Stílabókin er í stærðinni 21,3 x 16,8 cm.
Bókin inniheldur aðallega uppskriftir úr útvarpsþáttum frá árinu 1947 en einnig fróðleik um ættir Péturs og vísitölu árið 1947.
Kápan er nokkuð óhrein en annars er ástand bókarinnar gott.
Stílabókin er í stærðinni 21 x 15,9 cm.
Bókin inniheldur spurningar og svör, líklega skrifað upp úr útvarpsþáttum.
Kápu vantar á bókina.
Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaður fróðleikur um bændur í Holtshreppi 1900 og áratugina á eftir.
Ýmis ljóð koma við sögu, einkum eftirmæli.
Sagnaþáttur um fund Íslands og Ameríku. Nokkur atriði úr íslandssögunni, einkum á Sturlungaöld.
Nokkrir fróðleiksmolar úr spurningaþættinum sýslurnar svara sem var sendur út í útvarpi.
Ástand bókarinnar er gott.
Stílabókin er í stærðinni 21 x 17 cm.
Bókin inniheldur uppskriftir á efni úr útvarpinu árið 1947.
Kápan er nokkuð óhrein en annars er ástand bókarinnar gott.
Stílabókin er í stærðinni 21,3 x 16,9 cm.
Bókin inniheldur ljóð eftir Bólu-Hjálmar, ásamt fáeinum öðrum ljóðum, uppskrift af leikriti og uppskrift úr útvarpsþætti frá 1949.
Ástand bókarinnar er gott.
Stílabókin er í stærðinni 24,7 x 19,4 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaðar rúmlega 300 spurningar og svör, líklega úr útvarpsþætti. ýmsir fróðleiksmolar, líklega uppskrifaðir úr bókum og blöðum. Ýmiss siglfirskur og skagfirskur fróðleikur, m.a. um Sturlungu og úr Fljótum. Nokkrar annálafærslur. Uppskriftir úr útvarpsþáttum 1958-1959. Ljóð, m.a. ljóð Gunnars S. Hafdal um Fljótin. Æviþættir o.fl.
Kápa bókarinnar er farin að losna í sundur.
Með liggja tvö minnisblöð.
Stílabókin er í stærðinni 32 x 13 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaður fróðleikur og ljóð úr útvarpsþáttum. Einnig ýmis önnur ljóð, æviágrip Pálma Sveinssonar á Reykjavöllum í Skagafirði, hugleiðing um kosningarétt kvenna, annála atriði, fróðleikur um símalagningu og Glaumbæ í Skagafirði, fjártala í Holtshreppi 1932,frásögn um leiksýningu 1953 (ekki ljóst hvar hún var sett upp) og sögn um álagablett í Minni-Brekku.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja tvö minnisblöð