Innbundin bók sem heldur skrá yfir skip og báta í Skagafirði árin 1904-1943. Í skránni kemur m.a. fram skrásetningardagur, skipsheiti, stærð, eigendur, byggingarstaður, byggingarefni og fleira.
Fundargerðabók prófasta í firðinum. Fjallað um störf presta. Fagraneskirkju og Sjávarborgarkirkju var verið að leggja niður á þessum tíma. Bygging Sauðárkrókskirkju í bígerð. Prestar að koma bólusetningu yfir í læknastarfið. Margar góðar heimildir.
Skjalasafn Jóns Sigurðssonar frá Reynistað. Safnið innheldur bæði hans eigin einkaskjöl og einnig nokkur opinber skjöl frá tíð hans sem hreppstjóri í Staðarhreppi í Skagafjarðarsýslu.
Gögn er varða líflambakaup Skagfirðinga árið 1993 sem Búnaðarsamband Skagfirðinga hefur haft milligöngu um. Líklega hefur verkefnið verið á könnu Egils Bjarnasonar, starfsmanns sambandsins.