Ljósrit af bréfi frá Rúnari Kristjánssyni til Harðar Ingimarssonar, inniheldur mynd Stefáni Kemp í forgrunni þar sem horft er í norðaustur til Illugastaða. Orð út frá meðfylgjandi mynd eru svo aftan við þar sem ort hefur verið vísur um myndina.
Ólafur Björnsson, hrd hjá Lögmenn Suðurlandi ehf, vann að þjóðlendumálum fyrir hönd Skagfirðinga. Þetta eru málsgöng varðandi þrjú svæði: Una- og Deildartunguafrétt, Eyvindastaðaheiði og Hof í Vesturdal. Sumt var rekið fyrir hönd sveitarfélags, annað fyrir einkaaðila.
Lýsing á "Hestinum í Mælifellshnjúknum" Ljósmynd, texti og mynd til útskýringar fylgir þar sem lýst er viðmiðum gamalla manna í Skagafirði um hvenær væri óhætt að leggja af stað yfir öræfin á sumrin. En það fundu þeir út, út frá snjóalögum í Mælifellshnjúk.
Gögn er varða líflambakaup Skagfirðinga árið 1993 sem Búnaðarsamband Skagfirðinga hefur haft milligöngu um. Líklega hefur verkefnið verið á könnu Egils Bjarnasonar, starfsmanns sambandsins.
33 eintök af prófskírteinum sem gefin voru út af Bifreiðaeftirliti ríkisins á árunum 1982-1986. Allir prófhafar voru búsettir í Skagafirði. Eitt prófskírteinið er frumrit en önnur einungis afrit.
Gjafabréf Eyþórs Stefánssonar til Tónlistarskóla Sauðárkróks. Eyþór gefur 1.000.000 króna til sjóðsstofnunar sem átti að "þjóna því markmiði að styrkja þá nemendur skólans, er hyggja á framhaldsnám í hljóðfæraleik eða söng, eftir að hafa lokið tilskyldum prófum við skólann."
Skjalasafnið inniheldur óútfyllt heiðursskjöl, bækur, fána, fjölrit, ljósmyndir, bankabækur, ávísanahefti og ýmis bókhaldsgögn úr fórum Sambands skagfirskra kvenna frá árunum 1980-2013.
Orlofsfréttir vegna árlegra ferða á vegum Sambands Skagfirskra kvenna. Einnig frásögn úr ferð á Snæfellsnes árið 1993 og 40 ára afmælisrit Sambands Skagfirskra kvenna.
Skjalasafnið inniheldur: Ljósmyndir, bréf, greinargerð, fréttabréf, ferðaþjónustu bækling og umslög. Myndirnar eru teknar í tíð Friðriks sem Félagsmálastjóri Sauðárkróksbæjar á árunum 1979-1982.
9 eintök af fréttabréfum sem voru gefin út á Sauðárkróki á árunum 1970-1984. Blöðin eru Krókstíðindi, Krókur á móti bragði og Bæjarfréttir. Blöðin eiga öll sameiginlegt að fjalla um málefni líðandi stundar í bæjarfélaginu.
Aðallega gögn Útgerðarfélagsins Nafar h.f., en einnig skjöl varðandi Sparisjóð Hofshrepps, Hraðfrystihússins Hofsósi og Útgerðarfélag Skagfirðinga h.f.
Raddir heiðursfélaga Kvenfélags Sauðárkróks, upptaka gerð 2. febrúar að Ásvallagötu 9, Rvk. af Hannesi Péturssyni. Heiðursfélagar kvenfélagsins eru: Elínborg Jónsdóttir, Jórunn Hannesdóttir og Sigríður Sigtryggsdóttir
Bréf Péturs Jónssonar til Hermanns Jónssonar á Ysta-Mói (tilgáta). Í bréfinu segir frá viðskiptum Péturs við Samvinnufélag Fljótamanna og segir jafnframt frá lífinu í Fljótum. Sérstaklega er gert grein fyrir haustferð um Siglufjarðarskarð sem átti sér stað einhvertíman á árunum 1924-1932.