Print preview Close

Showing 12 results

Archival descriptions
Winnipeg Verkamenn
Print preview Hierarchy View:

12 results with digital objects Show results with digital objects

Mynd 14

Myndin er tekin í McCreary 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Þarna er tröllabarnið að bolta teinana fasta á bitana, en þarna urðu við að skipta um ég held 2 af hverjum 3 bitum vegna fóa og var þarna líklega erfiðasta vinnan, því svo var heldur enginn möl þar, og urðum við að stinga upp leirdrullu til að þjappa undir bitana. Við hækkuðum einnig 2 brýr þar og aðrar tvær í Oehra River. Til þorpsins sést lengst til vinstri."

Mynd 20

Myndin er tekin í Oehre River 3. september 1954
Aftan á myndinni stendur: "Tröllabarnið og Lýti eru fremstir, síðan Kári og bakvið sést á Ítalann og Þjóðverjann."

Mynd 13

Myndin er tekin í McCreary 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Þarna er verið að vinna mð véltékkinn sem liftir upp teinunum og bitunum. Talið frá vinstri: Asninn, á bak við hann sést á annan Rússana okkar. Lýti og Hvati, Höfðinginn á tékknum, Tröllabarnið og Tjaldur. Fjær sést halamálið þvert yfir teinana, sem miðað er við hvað hækka eigi línuna mikið."

Mynd 21

Myndin er tekin í Oehre River 3. september 1954
Aftan á myndinni stendur: "Ítalinn er þarna á milli okkar, að gera einhverjar kúnstir, en hann var hinn mesti sprellikarl."

Mynd 17

Myndin er tekin í Rumas 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Þarna sést nokkrir af vögnunum okkar. Vagninn lengst til hægri er sá sem við sofum í. Fyrir framan sést mótorvagninn með tvo dráttarvagna, við ferðuðumst á þeim á vinnustaðinn."

Mynd 22

Myndin er tekin í Brandon 19. september 1954
Aftan á myndinni stendur: "Járnbrautarstöð C.P.R. Myndin er tekin ofan af mjög stórri brú, sem sést betur á annarri mynd."

Mynd 15

Myndin er tekin í McCreary 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Þarna voru karlarnir farnir að týnast á vagnana úr matartímanum, Kári og Gunter sitja lengst til hægri. Lengst til vinstri sést til þorpsins, en við vorum um mílu frá því, með vangatrossuna."

Mynd 16

Myndin er tekin í McCreary 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Verið að vinna við að lifta teinunum. Þetta eru mennirnir sem þjappa mölinni undir bitana með vélum. Talið frá vinstri: Þroti, Sjón, Monti, Grænhöfði, Ítalinn, Svipur, Þefur og Hvatur."

Mynd 19

Myndin er tekin í Rumas 1954.
Aftan á myndinni stendur: "Þarna stöndum við Gunter þjóðverjinn fyrir framan einn vagn, sem stoppaði þarna til að taka hveitivagna."