Sýnir 40 niðurstöður

Lýsing á skjalasafni
Kristni
Prenta - forskoðun Hierarchy View:

Ljóðakver

Óljós aldur.
Kverið inniheldur: Veronikukvæði, Kvæði um kristi krafta. Sálmur til Jesú Krist og Sálmur um sælu himna.
Ekki er ljóst hver skrifar kvæðin upp.

Aftast í heftinu má sjá skrifað með annarri skrift nöfnin Björn Björnsson, Sigríður til Ingibjörg Pjetursdóttir ásamt orðsendingu sem hefst á "Góða vina mín...Nú sendi ég þér það sem ég bað þig fyrir um daginn og ætla ég að biðja þig ..".
Það er nokkuð óljós hvað er skrifað.

Straumar

Hefti í stærðinni 22,2 x 14,4 cm.
Straumar. Mánaðarrit um kristindóm og trúmál.

  1. árg. 5. tbl. Reykjavík 1929. Prentsmiðjan Acta.

Nafnalisti

Pappírsörk í A5 broti.
Minnislisti með nöfnum fólks sem boðaðir eru á fund.
Ástand skjalsins er gott.

KFUM á Sauðárkróki

Biblíumyndir

Þrjár Biblíumyndir í stærðinni 7,4 x 10,2 cm.
Aftan á þær eru prenaðir ritningartextar.
Ástand þeirra er gott.

KFUM á Sauðárkróki

Bréf Friðriks Friðrikssonar til KFUM á Sauðárkróki

Bréfið er handskrifað á tvær pappírsarkir í A4 stærð. Bréfritari er sr Friðrikk Friðriksson.
Það varðar fyrirhugaða stofnun KFUM á Sauðákróki.
Með liggur umslag merkt Hálfdáni Guðjónssyni, en bréfið er stílað á hann.
Ástand skjalsins er gott.

Friðrik Friðriksson (1910-2008)

Símskeyti

Símskeytin eru handskrifuð á þar til gerð eyðublöð.
Tvö skeyti, annað ein síða en hitt fimm síður.
Ástand skjalanna er gott.

Steingrímur Benediktsson (1901-1971)

KFUM á Sauðárkróki: Skjalasafn

  • IS HSk N00425
  • Safn
  • 1923-1930

Skjalasafn KFUM (Kristilegs félags ungra manna) á Sauðárkróki.

KFUM á Sauðárkróki

Sálma- og Bæna-Kver

Sálma- og Bæna-Kver. Haldandi tvennar viku bænir og Eina viku sálma ásamt Hátída misserisskipta sakramentis og Ferða bænum og bæn um gódan afgáng.

Viðeyjar Klaustri. O.M Stephensen. 1841.

Passíu sálmar

Fimmtíu Passíu Sálmar / kvednir af Hallgrími Péturssyni, Sóknarpresti til Saurbæar á Hvalfjardarstrønd, frá 1651 til 1674.
Hallgrímur Pétursson 1614-1674 höfundur.
Reykjavík : Prentsmiðja Islands : Einar Þórdarson, 1855
214, [1] bls. ; 15 sm.
Kápan er laus frá bókinni en annars er hún í góðu ásigkomulagi.

  1. útgáfa [rétt: 31. prentun]

Píslar-hugvekjur

Fimtíu Píslar-Hugvekjur útaf Pínu og Dauda Drottins vors Jesú Krists / samdar af Síra Vigfúsi sál. Jónssyni Presti ad Stød í Stødvarfirdi
Vigfús Jónsson 1711-1761 (Stöð, Stöðvarfirði) höfundur. Kaupmannahøfn, 1851.
352 bls. ; 19 sm. [2. útg.].
Kæapan er laus frá bókinni, að öðru leyti er hún í góðu ásigkomulagi.

Vigfús Jónsson (1711-1761)

Himnabréfið

Skjalið er eftirrit af Himnabréfinu. Skrifað upp á þrjár pappírsarkir og bundið saman um miðju.

Valdimar Helgi Guðmundsson (1878-1966)

Umbúðir

Annars vegar ýmsir bréfpokar og hins vegar umbúðir af smjörlíki, flest merkt verslunum eða fyrirtækum. Ýmsar stærðir.