Showing 23 results

Archival descriptions
Winnipeg Mannamyndir*
Print preview Hierarchy View:

23 results with digital objects Show results with digital objects

Mynd 59

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Kári og Kobbi fyrir aftan húsið hans þegar við hjálpuðum honum að steypa stéttina."

Mynd 60

Myndin er tekin í Winnipeg 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Mynd af mér fyrir aftan húsið hjá Kobba, þegar við vorum að steypa stéttina. Hvíld."

Mynd 62

Myndin er tekin í Winnipeg 29. agúst 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Ég stend þarna fyrir framan eina stærstu járnvöruverslun borgarinnar, heldur súr á svipinn. Á rúðunum má sjá rendur, um 10 cm frá kantinum, hringinn í kring. Þetta er til varnar þjófum, Þessi rönd er eins og úr brönsi og er rafstraumur á henni, og ef kemur sprunga í hana hringir þjófabjalla. þetta er mjög nýtt og er á mörgum byggingum í Wpeg. Ekki vorum við nú að hugsa nánar um það."

Mynd 64

Myndin er tekin í Winnipeg 29. agúst 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Við skruppum til Wpeg um þessa helgi og hittum Stebba þar, þá tók Kári þessa mynd af okkur."

Mynd 68

Myndin er tekin í Winnipeg í júní 1955
Aftan á hana er skrifað: "Bragi Melax og ég fyrir framan styttuna af Jón Sig. í þinghúsgarðinum, hún er eins og sú á Austurvelli.

Mynd 75

Myndin er tekin 1954.
Aftan á hana er skrifað: "Þetta er Jón Magnússon, móðurbróðir Kára, hann tók myndina af honum þegar hann fór í heimsókn til hans norður í Selkirk 4/12 54."

Mynd 128

Árni Kristinsson, 12 ára gamall. (F. 30.04.1883).
Líklega fyrsta mynd sem til er af honum.
Tekin í Winnipeg, Manitoba, Kanada árið 1895.

Mynd 129

Kristín Jónsdóttir (1847-1933). Móðir Árna á mynd nr 1. Myndin er tekin í Mountain, Norður-Dakota.

Mynd 130

Sigríður (Johnson) Kirstinsson, kölluð Sadie. Kona Árna á mynd nr 1. Ef til vill brúðarmynd og ef svo er væri hún tekin árið 1012. Tekin í Winnipeg í Kanada.

Mynd 131

Guðrún Ólöf (Kristinsson) Thompson, kölluð Olive, með bróður sínum, Jóhn Alan Kristinsson. Börn Árna á mynd nr 1. Myndin er tekin í Saskatoon, Saskatchewan í Kanada í september 1993.

Mynd 132

Guðrún Ólöf (Olive) með börn sín, talið frá vinstri: Bob Thompson, Carol (Thompson) Hellman, Olive (Kristinsson) Thompson, Patti (Thompson) Miller, gefandinn og Steve Thompson. Myndin er tekin í Saskaton í september 1993.

Mynd 133

Árni Kristinsson les jólasögu fyrir tvö af barnabörnum sínum, Patti og Steve Thompson. Myndin er tekin 24. desember 1959 í Saskaton.