Þrennar skissur, myndefnið á þeirri til vinstri virðist vera iðnaðarhverfi - myndefnið á þeirri til hægri að ofan er óljóst en greina má hús og mögulega skip en ekki er hægt að greina myndefnið á þeirri neðri til hægri. Við myndirnar til hægri er búið að skrifa ýmsar athugasemdir. Myndirnar gætu verið frá 1945-1955.
Sex skissur eru á blaðinu þar sem myndefni þeirra allra eru skip við höfn. Myndin gæti verið frá 1945-1955 en mikið sót er á myndinni er líklega frá því fyrir brunann sem var á vinnustofu Jóh.Geirs - Laugarvegi 11 árið 1963.
Auglýsingaspjald fyrir ísbúðina Ísborg - þar sem mynd er af dreng drekka sjeik. Á myndinni stendur: „Ísborg Reykjavík“ - „Milk Shake“ og „margvísleg bragðefni!“. Auglýsinguna hefur hann líklega gert þegar hann starfaði á auglýsingastofu Stefáns Jónssonar - bróður Jóh.Geirs - á tímabilinu 1945-1955.
Málverk af trjám í húsagarði - þar sem húsið sést til hægri. Neðst til vinstri á myndinni má sjá bláklædda manneskju. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1960-1970.
Málverk af Skarðsá við Sauðárkróksbæ. Í bakgrunni má sjá fjöllin handan við Skagafjörð. Þar sem smá sót er á myndinni er líklega frá því fyrir brunann sem var á vinnustofu Jóh.Geirs - Laugarvegi 11 árið 1963 - myndin gæti verið frá tímabilinu 1953-1963.
Málverk líklega af iðnaðarhverfi - óvíst hvar. Neðri hluti myndarinnar er dökkleit en himininn ljós (gulur). Myndin virðist vera máluð með spaða. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1955-1965.
Óklárað málverk af vegi sem liggur í gegnum landslag. Þar sem smá sót er á myndinni er líklega frá því fyrir brunann sem var á vinnustofu Jóh.Geirs - Laugarvegi 11 árið 1963 - myndin gæti verið frá tímabilinu 1953-1963.
Óklárað málverk af tveimur mönnum hjá þrennum bátum sem standa á landi - óvíst hvar - mögulega í Hafnafjarðahöfn. Í bakgrunni má sjá fjölda bygginga og fjöll (Esjuna?). Myndin gæti verið frá tímabilinu 1993-2003.
Ókláruð landslagsmynd - óvíst hvar. Vegur liggur yfir landslag - þar sem fyrir miðju má sjá skóglendi en í bakgrunni fjöll. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1980-1990.
Óklárað málverk af tveimur hestum í landslagi. Hestarnir eru í forgrunni - framhjá þeim liggur vegur og yfir þeim má sjá gráleitt og sérkennilegt skýjafar. Myndin gæti verið máluð með spaða. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1955-1965.
Óklárað málverk af tveimur mönnum við störf í fjöru - óvíst hvar. Á fjörunni eru bátar og handan við fjörðin eru fjöll. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1990-2000.
Óklárað málverk af manni - ásamt tveimur hestum - á ferð um landslag - óvíst hvar. Í bakgrunni má mögulega sjá jökul. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1960-1970.
Óklárað málverk af tveimur manneskjum krjúpa. Jörðin er snæviþakin - fyrir miðri mynd rennur á og í bakgrunni gætu verið byggingar. Staðsetning ókunn en mögulega á höfuðborgarsvæðinu. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1980-1990.
Óklárað málverk af manni standa við lítið bál - óvíst hvar. Í bakgrunni er einhverskonar veggur - líklega stífla. Myndin gæti verið frá tímabilinu 1970-1980.
Óklárað málverk af háu litlu húsi - óvíst hvar - líklega í einhversstaðar í Evrópu. Í bakgrunni má sjá ræktað land. Þar sem smá sót er á myndinni er líklega frá því fyrir brunann sem var á vinnustofu Jóh.Geirs - Laugarvegi 11 árið 1963 - myndin gæti verið frá tímabilinu 1953-1963.
Kyrralífsmynd af tveimur perum á borði. Þar sem smá sót er á myndinni er líklega frá því fyrir brunann sem var á vinnustofu Jóh.Geirs - Laugarvegi 11 árið 1963 - myndin er því allvega fyrir þann tíma - þó líklega 1945-1955.
Flugumýrarbrenna. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir. "Flugumýrarbrenna 1253. Gissur Þorvaldsson höfðingi af ætt Haukdæla var í bandalagi við Ásbirninga og hafi flust til Skagafjarðar og keypt Flugumýri. Þar var nýafstaðin veisla þar sem Ingibjörg Sturludóttir (Þórðarsonar sagnaritara) 13 ára var gift Halli, 16 ára syni Gissurar. Lögðu óvinir Gissurar eld að bænum er heimamenn áttu síst von á og brunnu margir þar inni. Hallur var dreginn helsærður til kirkju og Árni beiskur fóstri Halls var veginn" (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 36).
Víðinesbardagi. Hluti af myndaseríu: Sturlungaöld. 11 myndir. "Víðinesbardagi í Hjaltadal 1208. Biskup sat á hesti og með honum ábótar og nokkrir prestar og kallaði að eigi skyldi berjast. Að því gáfu engir gaum. Sannaðist í þessum atburði að ekki verður ófeigum í hel komið eða feigum forðað. Í bardaganum fékk Kolbeinn stein í höfuðið og féll í öngvit og missti mál og mátt." (Á Sturlungaslóð í Skagafirði, Sauðárkróki, 2003. Bls. 16).
Skissa af Sigríði Sigurðardóttur frá Stóru-Ökrum. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.
Skissa af Sveini Jóhannssyni frá Varmalæk. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.
Sjálfsmynd af Jóhannesi Geir í hlutverki Jóhannesar Klein. Myndin var skissuð í leiðangri árið 1982 til að gera kvikmynd um Daniel Bruun. Myndin er því líklega frá því um 1982.
Teikning af krumma svífa yfir grýttri strönd með fjöll í bakgrunni. Á myndinni stendur: „Óður til Íslands“. Samskonar mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 287) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.
Skissa af manni sem er þungt hugsi og í bakgrunni má sjá menn standa við krossfestann mann. Svipuð mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 5) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.
Á myndinni er verið að reka kýr í átt að Sauðárkróki og á myndinni stendur: „Innlönd 1970“. Innlönd var kvæðabók eftir Hannes Pétursson en óljóst er hvort myndin var birt í þeirri bók en Innlönd var líka birt í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977 en myndin var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.
Hópur fólks gengur eftir vegi sem liggur frá Sauðárkróki og á myndinni stendur: „Í sumardölum 1958“. Í sumardölum var kvæðabók eftir Hannes Pétursson sem kom fyrst út árið 1959 en óljóst er hvort myndin var birt í þeirri bók. Í sumardölum var líka birt í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977 en myndin var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.
Á blaðinu eru þrennar skissur: sú neðsta er af fuglahópi á flugi - fyrir miðju er af tveimur svönum og sú efsta er af vængjuðum hesti á flugi. Myndirnar voru líklega skissaðar í samhengi við kvæði Hannesar Péturssonar. Kvæðasafn Hannesar Péturssonar - myndskreytt af Jóh.Geir - kom út árið 1977 en skissurnar voru ekki birtar í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.
Teikning af manni og stúlku á hesti með sérkennilegt skýjafar í bakgrunni. Á blaðinu stendur: „Kvæðabók“. Á hann þá væntanlega við Kvæðabók Hannesar Péturssonar og kom út árið 1955 en óljóst er hvort myndin var birt í þeirri bók en Stund og staðir var líka birt í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977 en myndin var ekki birt í þeirri bók. Myndin er líklega frá því um eða fyrir 1977.
Teikning af manni síga niður kletta - tveir menn gæta spottans á klettabrúninni. Samskonar mynd í kafla sem kallaðist: „Stund og staðir“ var birt í Kvæðasafni (bls. 109) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.
Teikning af skeggjuðum manni sem heldur á upprúlluðu skjali með byggingar í baksýn. Myndirnar eru í svipuðum stíl og þær myndir sem birtust í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.
Nokkrar teikningar innan stundaglass - m.a. af Sauðárkróki - manni á hestbaki - dómkirkjunni í Köln - landslag o.fl. Fyrir neðan myndina stendur: „Stund og staðir 1972“. Kafli með sama nafni var birt í Kvæðasafni (bls. 109) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.
Tvennar teikningar af krumma á flugi með landslag í bakgrunni. Samskonar mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 287) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.
Fimm skissur í svipuðum stíl og þær myndir sem birtust í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977. Skissurnar eru eftirfarandi - upptalið frá efra vinstra horni: stúlka situr í fjöru með sjóinn í bakgrunni - maður á hestbaki með tunglið og sérkennilegt skýjafar í bakgrunni - krummi á flugi - krummi stendur á þúfu og maður og stúlka á hestbaki í landslagi.
Fjórar skissur í svipuðum stíl og þær myndir sem birtust í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977. Skissurnar eru eftirfarandi - upptalið frá efra vinstra horni: maður og stúlka á hestbaki í landslagi og hinar þrjár eru af kentárum á Sauðárkróki.
Teikning af manni sem er þungt hugsi og í bakgrunni má sjá menn standa við krossfestann mann. Svipuð mynd var birt í Kvæðasafni (bls. 5) Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.
Skissa af stúlku sitja í fjöru með hafið í baksýn. Myndefnið er það sama og birtist í kafla sem kallast Í sumardölum (bls. 57) í Kvæðasafni Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.
Nokkrar grófar skissur - m.a. af vængjuðum hesti - þar sem á einni þeirra stendur: „Kvæðasafn Hannes Péturs“ og stúlku við sjóinn eða á bryggju. Skissurnar er líklega gerðar í tengslum við Kvæðasafn Hannesar Péturssonar sem kom út árið 1977. Myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1977.
Skissa af manni liggjandi í rúmi - yfir honum stendur prestur ásamt öðru fólki. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 186. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.
Skissa af manni berandi stóran grjóthnullung að öðrum manni sem stendur með krosslagðar hendur. Á myndinni stendur: „á Húsafelli“. Svipuð mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 122. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.
Skissa af einhverskonar púkum - þar sem annar þeirra ræðst á hest. Teikningar í svipuðum stíl voru hluti af mynd sem birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 137. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.
Skissa af fimm einhverskonar púkum. Á myndinni stendur:„snú“. Teikningar í svipuðum stíl voru hluti af mynd sem birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 137. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.
Skissa af baksvip manns sem heldur á tveimur fiskum - í bakgrunni má á sjá tvær manneskjur. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 164. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.
Skissa af konu sem situr á rúmstokki og virðist vera með þungar áhyggjur - umhverfis hana eru tvö börn og hundur. Samskonar teikning var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 107. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.
Skissa af mönnum sitjandi inn í helli. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 167. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.
Skissa af nokkrum mönnum á ferð um landslag með hesta. Samskonar mynd var birt í bókinni um Grafar-Jón og Skúla fógeta eftir Björn Jónsson - bróður Jóh.Geirs - á bls. 91. Bókin kom út árið 1996 en Björn Jónsson lést árið 1995 - myndin er því líklega frá því um eða fyrir 1995.