Item 8 - Lagið "Þjóðveldisdagur Íslands" eftir Eyþór Stefánsson og Friðrik Hansen

Identity area

Reference code

IS HSk N00277-D-8

Title

Lagið "Þjóðveldisdagur Íslands" eftir Eyþór Stefánsson og Friðrik Hansen

Date(s)

  • 1944 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

1 örk. Nótablað, fjölritað, samanbrotið. Á nótablaðið stendur "Til Kidda og Maju með kveðju frá pabba F.H."

Context area

Name of creator

(17. jan. 1891 - 27. mars 1952)

Biographical history

Friðrik Hansen var fæddur að Sauðá í Skagafirði 17.jan. 1891. Foreldrar hans voru Christian Hansen (danskur) og Björg Jóhannesdóttir frá Garði í Hegranesi. Friðrik ólst upp með foreldrum sínum á Sauðá. Haustið 1911 hélt hann austur í Fljótsdalshérað þar sem hann gerðist heimiliskennari á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð og fleiri bæjum þar eystra. Friðrik lauk kennaraprófi 1915. Haustið 1916 gerðist hann kennari í Torfalækjarhreppi og starfaði þar í eitt ár, var kennari í Staðarhreppi 1917-1920 og síðan á Sauðárkróki til dauðadags. Bóndi í Garði í Hegranesi 1920-1921. Ungur hóf Friðrik störf við vegagerð, árið 1928 varð hann vegaverkstjóri í Vestur-Húnavatnssýslum og gegndi því starfi til æviloka, hann var mjög vinsæll verkstjóri. Friðrik tók virkan þátt í félagsmálum á Sauðárkróki, sat lengi í stjórn UMFT, tók virkan þátt í starfsemi verkamannafélagsins Fram og var oddviti hreppsnefndar Sauðárkróks um 12 ára skeið. Þó að störf Friðriks Hansens við kennslu, verkstjórn og bæjarstjórnarmál væru umfangsmikil varð hann þó hvað þekktastur fyrir ljóðagerð sína. Tvisvar hafa ljóð hans verið gefin út, Ljómar heimur árið 1957 og Ætti ég hörpu árið 1982.
Friðrik Hansen var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Jósefína Erlendsdóttir, þau eignuðust átta börn saman, fyrir hefði Jósefína eignast dóttur með fyrri manni sínum. Jósefína lést árið 1937. Seinni kona Friðriks var Sigríður Eiríksdóttir frá Djúpadal, þau eignuðust fjögur börn. Friðrik eignaðist einnig dóttur með Sigurlaugu Björnsdóttur frá Veðramóti.

Name of creator

(23. jan. 1901 - 3. nóv. 1999)

Biographical history

Eyþór Stefánsson fæddist á Sauðárkróki 23. janúar 1901. Foreldrar hans voru Stefán Sigurðsson, sjómaður og k.h. Guðrún Jónasdóttir. Hann gekk í barna- og unglingaskólann á Sauðárkróki, en 1928 fór hann suður í tónlistarnám hjá Emil Thoroddsen og Páli Ísólfssyni og leiklistarnám hjá Indriða Waage. Hann var síðan við framhaldsnám í þessum greinum í Hamborg 1934. Hann var aðeins 11 ára gamall er hann byrjaði að syngja með kirkjukór Sauðárkróks en kórinn var ekki formlega stofnaður fyrr en 1942 að hans tilstuðlan og var hann fyrsti stjórnandi hans. Hafði hann þá verið organisti og söngstjóri við Sauðárkrókskirkju frá árinu 1929 og gegndi hann þeim störfum allt til ársins 1972. 19 ára gamall byrjaði Eyþór að vinna að söng- og leiklistarstörfum fyrir Ungmennafélagið Tindastól, eins var hann einn af þeim sem endurreistu Leikfélag Sauðárkróks 1941 og starfaði þar sem leikstjóri og leikari allt til ársins 1976 er hann steig síðast á svið, var það hans 118. hlutverk. Hann vann við verslunar- og skrifstofustörf á Sauðárkróki 1923-1948, og var söngkennari við Barna- og gagnfræðaskóla Sauðárkróks 1948-1972. Skólastjóri Tónlistarskóla Sauðárkróks 1964-1974. Formaður framkvæmdanefndar um byggingu minnisvarða Stephans G. Stephanssonar á Arnarstapa 1953. Hann var á tímabili formaður Kirkjukórasambands Skagafjarðarprófastsdæmis, sat í stjórn Kirkjukórasambands Íslands og var sendikennari þess til kirkjukóra á Norður-, Austur- og Vesturlandi 1952-1961. Hann var einn af stofnendum Rotaryklúbbs Sauðárkróks 1948 og fræðslustúkunnar Mælifells, innan frímúrarareglunnar á Íslandi 1970. Hann var heiðursfélagi í mörgum félögum, þar á meðal: Kirkjukór Sauðárkróks, Leikfélagi Sauðárkróks, Ungmennafélaginu Tindastól, Rotaryklúbbi Sauðárkróks, Tónskáldafélaginu, var sæmdur heiðursmerki úr silfri frá Karlakórasambandinu Heklu á Akureyri, gullmerki frá Félagi íslenskra leikara og var heiðursborgari Sauðárkróks frá árinu 1971. Eins var hann sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að menningarmálum á Sauðárkróki. Eyþór kvæntist 13. desember 1936 Sigríði Önnu Stefánsdóttur frá Skógum í Þelamörk, f. 29. september 1905, d. 20. júní 1992. Sigríður tók virkan þátt í störfum Eyþórs bæði í leiklist og tónlist. Þau eignuðust eina dóttur.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Lagið "Þjóðveldisdagur Íslands 17. júní 1944 eftir Eyþór Stefánsson, ljóð eftir Friðrik Hansen.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Dates of creation revision deletion

Language(s)

Script(s)

Sources

Accession area

Related people and organizations

Related genres

Related places