Eining 4 - Styrkbeiðni vegna unglingaskóla í Vík

Auðkenni

Tilvísunarkóði

IS HSk N00313-B-C-R-4

Titill

Styrkbeiðni vegna unglingaskóla í Vík

Dagsetning(ar)

  • 05.03.1910 (Creation)

Þrep lýsingar

Eining

Umfang og efnisform

Pappírsskjöl.

Samhengi

Nafn skjalamyndara

(13.03.1888-05.08.1972)

Lífshlaup og æviatriði

Jón Sigurðsson var fæddur á Reynistað í Staðarhreppi, Skagafirði þann 13. mars 1888.
Hann var óðalsbóndi, hreppstjóri, oddviti, sýslunefndarmaður, búnaðarþingsfulltrúi, alþingismaður og fræðimaður á Reynistað í Skagafirði. Búfræðingur frá Hólaskóla 1905. Nam við lýðháskólann í Askov í Noregi 1906-1907. Hvatamaður að stofnun Sögufélags Skagfirðinga, stofnunar Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og Byggðasafnsins í Glaumbæ. Átti frumkvæðið að ritun Skagfirskra æviskráa. Sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1951.
Kona hans var Sigrún Pálmadóttir (1895-1979).

Nafn skjalamyndara

(23.05.1883-22.06.1969)

Lífshlaup og æviatriði

Árni Jónsson Hafstað bóndi í Vík í Skagafirði f. 23. maí 1883 á Hafsteinsstöðum d. 22.júní 1969. Foreldrar hans voru Jón Jónsson (1850-1939) bóndi og hreppsstjóri á Hafsteinsstöðum og kona hans Steinunn Árnadóttir (1851-1933). Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Hafsteinsstöðum til 18 ára aldurs en þá fór hann til náms einn vetur til sr. Árna Björnssonar á Sauðárkróki. Næstu tvo vetur var hann á Bændaskólanum á Hólum en fór að því búnu til Akureyrar og lærði garðyrkju og meðferð garðyrkjutækja í Gróðrarstöðinni. Vorið 1906 hélt hann til Danmerkur og Noregs til frekara náms í búfræði. Þar dvaldist hann á annað ár. Vorið 1908 hóf hann búskap í Vík í Staðarhreppi ásamt Sigríði systur sinni. Þar reistu þau stórt hús úr steinsteypu, eitt hið fyrsta þeirrar gerðar í Skagafirði. Í utanför sinni kynntist Árni lýðháskólahreyfingunni á Norðurlöndum og fékk þar mikinn áhuga á alþýðufræðslu. Það varð til þess að hann hann stofnaði unglingaskóla í samvinnu við sveitunga sinn Jón Sigurðsson frá Reynistað. Skólinn tók til starfa í ársbyrjun 1909 í hinu nýreista steinhúsi í Vík. Hann starfaði þó ekki nema í tvö ár en þá var kominn unglingaskóli á Sauðárkróki sem tók starfssemina yfir.

Árni var hugsjóna- og félagsmálamaður. Hann átti þátt í stofnun Ungmennafélagsins Æskunnar í Skagafirði og Ungmennafélagsins Tindastóls [1] á Sauðárkróki. Hann var einn af stofnendum Ungmennafélagasambands Skagafjarðar og fyrsti ritari þess. Hann var samvinnumaður og deildarstjóri í Staðardeild Kaupfélags Skagfirðinga, í stjórn Kaupfélagsins sat hann 1938-1947 og var kjörinn heiðursfélagi þess er hann varð 75 ára. Árni var einn af aðalhvatamönnum þess að koma á stofn héraðsskóla í Varmahlíð sem var fyrsti vísir að þorpinu sem þar er nú.

Árni Hafstað kvæntist 13. mars 1914. Kona hans var Ingibjörg Sigurðardóttir f. 16. júlí 1893 í Valadal, þau áttu saman 11 börn.

Varðveislusaga

Um aðföng eða flutning á safn

Innihald og uppbygging

Umfang og innihald

Bréfið er ritað á pappírsörk í folio broti, alls ein skrifuð síða. Í bréfinu fara stofnendur skólans fram á styrk vegna yfirstandandi skólaárs.

Grisjun, eyðing og áætlun

Viðbætur

Skipulag röðunar

Skilyrði um aðgengi og not

Skilyrði er ráða aðgengi

Skilyrði er ráða endurgerð

Tungumál efnis

  • íslenska

Leturgerð efnis

Athugasemdir um tungumál og letur

Umfang og tæknilegar þarfir

Leiðarvísir

Tengd gögn

Staðsetning frumrita

Staðsetning afrita

Tengdar einingar

Related descriptions

Athugasemdir

Annað auðkenni

Aðgangsleiðir

Efnisorð

Nöfn

Genre access points

Um lýsinguna

Lýsinganúmer

KSE

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 01.10.2020 KSE.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Heimildir

Aðföng

Related subjects

Tengdir einstaklingar og stofnanir

Related genres

Tengdir staðir