Item 2 - Fiskveiðasamþykkt

Identity area

Reference code

IS HSk N00313-B-U-C-2

Title

Fiskveiðasamþykkt

Date(s)

  • 08.03.1929 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjöl.

Context area

Name of creator

(08.10.1874-1988)

Biographical history

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Name of creator

(07.07.1864-16.07.1936)

Biographical history

Sveinn Árnason, f. 07.07.1864 á Ysta-Mói í Flókadal í Fljótum, d. 16.07.1936 í Felli. Foreldrar: Árni Pálsson á Ysta-Mói og kona hans. Sveinn ólst upp hjá foreldrum sínum á Ysta-Mói og naut þar góðrar fræslu. Hann sótti námskeið í stýrimannafræðum og var vel að sér í þeirri grein. Einnig lærði hann smíðar. Árið 1890-1891 bjó hann á Minna-Grindli og var þar heimamaður tengdamóður sinnar en í manntali það ár er hann talinn skipstjóri. Vorið 1891 reisti hann bú í Felli og keypti jörðina skömmu síðar og bjó þar til æviloka. Bærinn brann til kaldra kola nálægt aldamótum en var endurreistur. Janframt landbúnaðinum stundaði hann sjósókn. Hann vann ýmis trúnaðarstörf og var m.a. skipaður hrepppstjóri 1899 en baðst lausnar árið 1935.
Maki 1: Jórunn Steinunn Sæmundsdóttir (12.07.1865-10.12.1903). Þau eignuðust sex börn en aðeins þrjú þeirra komust upp.
Maki 2: Hólmfríður Sigtryggsdóttir (15.04.1881-29.09.1971). Þau eignuðust fjögur börn.

Name of creator

(10.08.1880-10.07.1945)

Biographical history

Jón Sveinsson, f. að Mið-Mói í Fljótum 10.08.1880, d. 10.07.1945 á Ólafsfirði. Foreldrar: Sveinn Sigvaldason bóndi að Höfða og kona hans Þuríður Guðmundsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum fram til tvítugs og var á ýmsum stöðum eftir það, m.a. í Eyhildarholti. Þaðan kemur hann að Höfða árið 1909 og flytur síðan búferlum að Lónkoti vorið 1913. Brá búi þar vorið 1933 og flutti til Siglufjarðar. Þar bjó hann í eitt ár og fór síðan til Ólafsfjarðar og settist að hjá dætrum sínum þar.
Maki: Ólöf Sölvadóttir (06.09.1885-05.01.1966) frá Lónkoti. Þau eignuðust þrjár dætur.

Name of creator

(24.08.1873-11.11.1958)

Biographical history

Franz Jónatansson, f. á Siglunesi 24.08.1873, d. 11.11.1958 á Siglufirði. Foreldrar: Jónatan Ögmundsson og Guðný Björnsdóttir. Ársgamall fluttist Franz með foreldrum sínum frá Siglunesi að Bæ á Höfðaströnd. Þar bjuggu þau til 1889 en flutti þá að Mannskaðahóli í sömu sveit. Franz ólst upp með foreldrum sínum til 1895. Hann naut heimiliskennslu og lærði að spila á orgel og gerðist síðar forsöngvari í Hofs- og síðar Fellssókn. Franz var barnakennari nær óslitið 1897-1941 í Hofs- og Fellshreppum og í heimahúsum. Sat í nokkur ár í sóknarnefnd Hofshrepps og var oddviti sóknarnefndar og hreppsnefndar Fellshrepps. Árið 1897 kom hann upp nýbýlinu Garðhúsum við Höfðavatni og stundaði sjósókn í nokkur ár frá Bæjarklettum. Árið 1905 stofnaði hann, ásamt fleirum, Mótorfélagið sem gerði út vélbáta frá Bæjarklettum. Var hann vélamaður á öðrum vélbátanna tveggja sem félagið gerði út.
Árið 1910 tók Franz Málmey á leigu. Þar konu og börnum til 1914, er þau hjónin misstu son sinn af slysförum. Þá kaupa þau Skálá í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1919, er þau fóru aftur í Málmey. Þau keyptu eyjuna og bjuggu þar óslitið til 1941. Þá flutti Franz til Siglufjarðar og vann þar ýmis afgreiðslustörf til æviloka.
Maki: Jóhanna Gunnarsdóttir (28.05.1878-16.10.1964) frá Krossi í Mjóafirði eystra, síðar búsett á Vatni á Höfðaströnd. Þau eignuðust þrjú börn: Guðlaugu Veroníku, Jónu Guðnýju og Hjálmar.

Name of creator

(20. nóv. 1903 - 6. mars 1994)

Biographical history

Tryggvi Guðlaugsson fæddist 20. nóvember 1903, sonur Guðlaugs Bergssonar b. á Skálá, Keldum og víðar í Sléttuhlíð og Jakobína Halldórsdóttir frá Bárðartjörn í Höfðahverfi (þau voru ekki í hjónabandi). Stjúpmóðir Tryggva var Helga Sigríður Pálsdóttir. Tryggvi var bóndi að Ysta-Hóli og síðar í Lónkoti í Sléttuhlíð. Meðfram bústörfum kom hann að ýmsum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum fyrir sveitunga sína og var lengi í Sýslunefnd Skagafjarðar. Kona hans var Ólöf Oddsdóttir (1896-1976). Þau eignuðust 3 börn. 2 þeirra dóu við fæðingu og sonur þeirra, Oddur Steingrímur Tryggvason lést þegar hann var 24 ára. Tryggvi brá búi árið 1978 og fluttist þá á Sauðárkrók.

Name of creator

(25. ágúst 1876 - 12. maí 1970)

Biographical history

Foreldrar: Jónas Ásgrímsson og kona hans Jórunn Guðmundsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut almennrar barnafræðslu í æsku. Hann þótti m.a. góður skrifari. Sem unglingur stundaði hann sjó ásamt almennri sveitavinnu. Friðbjörn tók við búi af föður sínum að Skálá í Sléttuhlíð og bjó þar ókvæntur með móður sinni og ráðskonu 1902-1905. Flutti að Keldum í sömu sveit og bjó þar 1905-1913, Ysta-Hóli 1913-1922, Syðsta-hóli 1922-1925, Mið-Hóli 1925-1940 og Þrastarstöðum 1940-1949, er hann brá búi. Meðfram búskapnum stundaði hann sjó ásamt almennri sveitavinnu og lagði einnig stund á smíðar, smíðaði hús, báta, líkkistur og fleira. Friðbjörn gegndi mörgum trúnaðarstörfum í sveit sinni. Var oddviti Fellshrepps 1906-1914 og sat auk þess lengi síðan í hreppsnefnd. Sat í skattanefnd, var úttektarmaður og formaður sóknar- og skólanefnda. Var einn af forystumönnum um byggingu nýs skólahúss í Fellshreppi og vann að stofnun bókasafns hreppsins. Friðbjörn mun hafa lært fjárkláðalækningar hjá norskum manni og kom síðan að slíkum störfum í Fellshreppi og víðar. Friðbjörn komst af úr sjávarháska þegar bátur Þórðar Baldvinssonar hvolfdi vestur af Málmey. Björguðust þrír menn en fimm drukknuðu.
Maki: Sigríður Halldórsdóttir. Foreldrar hennar bjuggu á Húnstöðum í Stíflu í Fljótum. Friðbjörn og Sigríður eignuðust þrjú börn. Auk þess fóstruðu þau hjón meira og minna upp fjórar stúlkur.

Name of creator

(11.12.1888-24.05.1959)

Biographical history

Jón Guðnason, f. 11.12.1888 á Þrastarstöðum á Höfðaströnd, d. 24.05.1959 í flugslysi á leið til Reykjavíkur. Foreldrar: Guðni Hallgrímur Jónsson bóndi á Heiði og seinni kona hans, Stefanía Guðrún Sigmundsdóttir.
Jón ólst upp með foreldrum sínum, fyrst á Þrastarstöðum en fluttist með þeim að Heiði ellefu ára gamall og átti þar heima ellefu ára gamall. Hann hóf búskap á Heiði 1914 og foreldrar hans dvöldu hjá honum 10-20 ár eftir að faðir hans missti aleiguna er hann hafði gengið í ábyrgð fyrir mann og eigur hans voru boðnar upp 1912.
Jón gegndi fjölda trúnaðarstarfa í sveitinni. Hann var um 40 ár í hreppsnefnd, í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi í rúm 30 ár, í sóknarnefnd, stjórn búnaðarfélagsins, skólanefnd og fleira.
Þegar Jón var um sjötugt og kona hans 69 ára var fengin sjúkraflugvél til að flytja hana suður. Vélin rakst á fjall á Snæfellsnesfjallgarði á leið suður og þau hjón fórust bæði, sem og flugmaðurinn.
Maki: Björg Sveinsdóttir (06.02.1890-24.05.1959). Þau hjón eignuðust sjö börn en fyrir átt Jón soninn Martein með Vigdísi Marsibil Pétursdóttur sem þá var vinnukona á Heiði.

Name of creator

(10.06.1906-03.11.1970)

Biographical history

Gestur Guðbrandsson, f. 10.06.1906 (05.06. skv. kirkjubók) á Vatnsenda í Ólafsfirði, d. 03.11.1970 á Sauðárkróki. Foreldrar: Guðbrandur Eiríksson bóndi á Bræðraá í Sléttuhlíð og fyrri kona hans, Margrét Anna Þorsgrímsdóttir. Tveggja ára missti Gestur móður sína. Hann ólst upp hjá föður sínum og stjúpu, Þórunni Friðriksdóttur. fyrst að Vatnsenda en árið 1913 fluttist fjölskyldan að Höfða á Höfðaströnd og þaðan að Bræðrá árið 1922. Þar var Gestur til heimilis til 1930 er hann fór að Arnarstöðum. Þegar Guðbrandur faðir hans fluttist til Siglufjarðar 1928 hóf Gestur búskap á hluta Bræðrár á móti Þorgrími bróður sínum. Árið 1930 fór Gestur sem ráðsmaður að Arnarstöðum þar sem systurnar Guðbjörg og Jóhanna bjuggu eftir föður sinn. Gestur gerðist sambýlismaður Jóhönnu og var búskapurinn alfarið á þeirra höndum eftir það en Guðbjörg var áfram á heimilinu.
Maki: Jóhanna Stefánsdóttir (27.06.1897-12.01.1975). Þau eignuðust tvö börn. Einnig eignaðist Gestur dótturina Ernu Jakobínu, f. 1936, með Guðbjörgu Svövu Sigurðardóttir sem þá var vinnukona á Arnarstöðum.

Name of creator

(28.08.1895-02.05.1972)

Biographical history

Stefán Guðlaugur Sveinsson, f. 28.08.1895, d. 02.05.1972.
Foreldrar: Anna Soffía Magnúsdóttir (1856-1934) og Sveinn Stefánsson bóndi á Fjalli í Sléttuhlíð, en hann var seinni maður Önnu.
Stefán bjó á Róðhóli í Sléttuhlíð 1921-1932 ásamt konu sinni, Ólöfu Soffíu Sigfúsdóttur (1907-1973). Fóru þaðan að Bræðrá og voru eitt ár en brugðu þá búi og fóru í Hofsós.
Sonur þeirra er Sigfús Valgarður Stefánsson, f. 1929.

Name of creator

(13.10.1898-26.06.1974)

Biographical history

Friðrík Valgeir Guðmundsson, f. að Bræðrá á Sléttuhlíð 13.10.1898, d. 26.06.1974.
Foreldrar: Þórleif Valgerður Friðriksdóttir og Guðmundur Anton Guðmundsson. Hann var yngstur af þremur systkinum. Á unglingsárum fór hann tvo vetur í gagnfræðaskóla á Siglufirði. Árið 1922 fluttist hann að Höfða á Höfðaströnd ásamt foreldrum sínum og tók þar við búsforráðum. Er Þóra kona hans lést af barnförum brá Friðrik búi og flutti til Reykjavíkur. Þar gerðist hann tollvörður þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Maki 1: Þóra Jónsdóttir frá Stóragerði í Óslandshlíð (18.09.1908-13.04.1937). Þau eignuðust einn son.
Maki 2: Guðríður Hjaltesteð (08.09.1914-). Þau eignuðust tvo syni.

Name of creator

(27.11.1886-21.12.1960)

Biographical history

Ásgrímur Halldórsson, f. 27.11.1886 í Tungu í Stíflu í Fljótum, d. 21.12.1960 á Sauðárkróki. Foreldrar: Halldór Jónsson bóndi á Bjarnargili í Fljótum og kona hans Þóranna Guðrún Gunnlaugsdóttir. Ásgrímur fluttist þriggja´ára gamall með foreldrum sínum að Bjarnargili og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Þá fór hann með Ásgrími móðurbróður sínum að Hvammi í Hjaltadal og var þar fram yfir fermingu. Fór hann þá aftur út í Fljót til foreldrar sinna. Stundaði hann þar vinnu til lands og sjávar, m.a. á hákarlaskipum. Árið 1913 keypti hann jörðina Keldur í Sléttuhlíð og hóf þar búskap og hóf þar búskap sama ár, fyrst með foreldrum sínum en árið eftir kvæntist hann Ólöfu konu sinni. Þau bjuggu á Mýrum 1915-1918, Ysta-Hóli 1918-1925, Móskógum í Fljótum 1925-1929 og Tjörnum 1929-1955.
Fljótlega eftir að Ásgrímur kom að Tjörnum gerðist hann verkstjóri hjá Vegagerð Ríkisins og vann við það í rúman áratug.
Maki: Ólöf Konráðsdóttir (16.03.1890-16.03.1956). Þau eignuðust sjö börn og dú tvö þeirra í bernsku. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn, Guðna Kristján Hans Friðriksson og Sigríði Sölvínu Sölvadóttur.

Name of creator

(19.08.1886-02.12.1933)

Biographical history

Jóhann Ísak Jónsson, f. að Brúnastöðum í Fljótum 19.08.1886, drukknað af trillubáti úti á Skagafirði 02.12.1933. Foreldrar: Jón Jóhannsson vinnumaður á Brúnastöðum og kona hans Anna Soffía Magnúsdóttir. Þegar Jóhann fæddist voru foreldrar hans vinnuhjú hjá Friðriki Jónssyni bónda á Brúnastöðum og ólst hann upp á því heimili. Þegar faðir hans drukknaði 06.01.1899 ílengdist hann hjá þeirri fjölskyldu og fluttist síðar með henni inn í Sléttuhlíð, að Bræðraá, þegar Friðrik og kona hans fóru til Þórleifar dóttur sinnar og Guðmundar A. Guðmundssonar tengdasonar síns. Hann nau kennslu á heimilinu og einnig þegar hann dvaldi á Siglufirði um vetrartíma hjá móður sinni sem þá var gift kona þar. Hann fór ungur á seglskip, bæði hákarlaskip og fiskiskip. Eftir að Jóhann og Margrét giftust áramótin 1910 voru þau næsta á í Lónkoti. Árið eftir, 1912, fóru þau í Glæsibæ og voru þar til æviloka. Jóhann var um skeið í stjórn Kaupfélags Fellshrepps, eftir ða það var stofnað 1919. Hann stundaði alltaf sjó meðfram búskapnum, ýmis á vélbátum frá Bæjarklettum eða á Siglufirði en einnig heima við á eigin báti. Þann 2. desember drukknaði hann af mótorbátnum Skrúð sem gerði út frá Bæjarklettum.
Maki: Margrét Pétursdóttir (21.06.1888-08.05.1970). Þau eignuðust þrjú börn.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio broti.
Það er merkt eftirrit. Undir það rita nokkrir bændur í Fells- og Hofshreppum.
Það varðar fiskveiðisamþykkt á Málmeyjarsundi.
Ástand skjalsins er gott.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

KSE

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 26.05.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area