Item 1 - Bréf Friðbjörns Traustasonar til sýslunefndar

Identity area

Reference code

IS HSk N00313-B-X-J-1

Title

Bréf Friðbjörns Traustasonar til sýslunefndar

Date(s)

  • 07.03.1932 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Pappírsskjöl.

Context area

Name of creator

(08.10.1874-1988)

Biographical history

"Hinn 4. maí 1872 var gefin út tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi. Þá komust amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir á laggirnar...Sýslunefnd skipuðu að öllum jafnaði 6-10 fulltrúar, kosnir af sveitarfélögum. Ef hreppar voru fleiri en tíu í sýslu, skipuðu nefndarmenn hinna fjölmennari föst sæti í sýslunefnd, en hinir fámennari hreppar skiptust á sýslunefndarmönnum..."
Á "þjóðhátíðinni á Reynistað" sem svo hefur verið nefnd og haldin í Espihólsstofu Eggerts Briem í júlí 1974 voru mörg þjóðþrifamál rædd og hófst í kjölfarið mikil vakningaralda sem hreif með sér unga sem aldna. Samgöngumál voru þar ofarlega á baugi og fór það svo að bættar samgöngur, einkum brúarsmíð, voru efst á málaskrá sýlsunefndar um áratugaskeið.
Eggert Briem kvaddi til fyrsta sýslunefndarfundar Skagfirðinga 8. október 1874 og voru þangað mættir fulltrúar 7 hreppa. Til ársins 1897 voru hreppar sýslunnar 12 . Ákveðið var að þeir fulltrúar þeirra tveggja hreppa sem ekki áttu sæti í nefndinni hverju sinni skyldu mega vera viðstaddir fundi og hafa þar málfrelsi. Var reynt að halda fundina sem næst miðbiki sýslunnar. Sýslunefnd starfaði til ársins 1988.

Name of creator

(3. feb. 1889 - 23. des. 1974)

Biographical history

Foreldrar: Geirfinnur Trausti Friðfinnsson og Kristjana Hallgrímsdóttir. Friðbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra í Köldukinn og kom með þeim að Hólum í Hjaltadal vorið 1905. Um fermingaraldur lærði Friðbjörn að leika á orgel hjá Sigurgeiri Jónssyni organista á Akureyri. Friðbjörn lauk búfræðiprófi frá Hólaskóla vorið 1907. Árið 1915 fluttist hann með foreldrum sínum að Hofi í Hjaltadal og tók við búi af föður sínum árið 1920. Árið 1928 brá Friðbjörn búi á Hofi og fluttist í Hóla, hafði þó ennþá byggingu á 2/3 hlutum jarðarinnar á Hofi til 1930, en leigði hana öðrum. Hann var hreppstjóri Hólahrepps 1918-1930. Haustið 1930 fluttist Friðbjörn suður, sagði af sér hreppstjórn og reiknaði með að setjast þar að. Ekkert varð þó af langdvölum hans þar og kom hann norður aftur árið eftir og settist að á Hólum þar sem hann átti heima til æviloka. Sýslunefndarmaður 1932-1946, oddviti Hólahrepps 1934-1962, formaður sóknarnefndar 1928-1935, lengi endurskoðandi sýslureikninga, Búnaðarsambands Skagfirðinga og fleiri félaga. Þá sat hann um árabil í stjórn Kaupfélags Austur- Skagfirðinga á Hofsósi. Hann var einn af stofnendum Sparisjóðs Hólahrepps 1910 og fyrsti starfsmaður hans, marga áratugi gjaldkeri sjóðsins. Friðbjörn sá um veðurathuganir á Hólum fyrir Veðurstofu Íslands frá 1955-1970, hafði bréfhirðingu og reiknishald lengi fyrir símstöðina á Hólum. Hann var ákveðinn fylgismaður Framsóknarflokksins og starfaði mikið í þágu hans. Friðbjörn var söngkennari við Hólaskóla í fjóra áratugi frá 1920 og lengur söngstjóri og organisti við Hóladómkirkju.
Friðbjörn var ókvæntur og barnlaus.

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Bréfið er handskrifað á pappírsörk í folio stærð.
Það varðar leyfi til að stunda refarækt á Hólum í Hjaltadal.
Ástand skjalsins er gott.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

  • Icelandic

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

KSE

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation revision deletion

Frumskráning í Atóm 12.10.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places