Jón Jónsson Skagfirðingur (1886-1965)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Jón Jónsson Skagfirðingur (1886-1965)

Parallel form(s) of name

  • Jón Jónsson

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

  • Jón Skagfirðingur

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

08.01.1886-21.01.1965

History

Jón Jónsson, síðar nefndur Jón Skagfirðingur, var fæddur í janúar 1886 á Valabjörgum í Skörðum. Foreldrar hans voru Jón Guðvarðarson og Oddný Sæmundsdóttir og áttu þau tvö önnur börn, þau Moniku og Nikódemus. Jón ólst upp að Valabjörgum til 15 ára aldurs en þá flutti hann með foreldrum sínum að Holtskoti í Seyluhreppi. Árið 1915 kvæntist Jón Soffíu Jósafatsdóttur frá Krossanesi og eignuðust þau þrjú börn; Sæmund, Hansínu og Valtý. Jón og Soffía bjuggu fyrst í Holtskoti, síðan í Glaumbæ og svo á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Árið 1941 fluttu þau til Sæmundar sonar síns að Bessastöðum í Sæmundarhlíð. Soffía lést árið 1960 og eftir dauða hennar orti Jón kvæðið um Ekkilinn í Urtuvík.
Jóni er lýst svo: ,,Jón er prýðilega greindur maður, gjörhugull og víðlesinn. Hann er algjörlega sjálfmenntaður. Lítið hefur farið fyrir honum á veraldar-vettvangi, því að hann er maður hlédrægur og óhlutdeilinn og flíkar ógjarnan sínum innra manni. Fíngert og ljóðrænt eðli hans birtist einkanlega fáum og völdum vinum, - og í stökum hans og kvæðum, sem orðið hafa til á stopulum tómstundum fátæks bónda."

Jón virðist hafa byrjað ungur að yrkja en það virðist hafa verið honum mikil hvatning að hitta Stephan G. Stephansson árið 1917 og fá tækifæri til þess að yrkja til hans. Stephan heillaðist mjög að kveðskapi Jóns og heimsótti hann í Holtskot þar sem þeir ræddu lengi um kveðskap. Jafnframt var Jóni vel til vina við Stefán frá Hvítadal og Friðrik Hansen og hvöttu þeir hann mjög til að virkja skáldskapargáfu sína. Jón lést árið 1965 þá 79 ára gamall.

Places

Skagafjörður

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Valtýr Jónsson (1924-2000) (10.12.1924-19.07.2000)

Identifier of related entity

S00451

Category of relationship

family

Type of relationship

Valtýr Jónsson (1924-2000)

is the child of

Jón Jónsson Skagfirðingur (1886-1965)

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Place access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S00010

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráning í Atóm 25.03.2020. R.H.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

-Íslendingabók
-Myndaskrá HSk

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects

Related places