Kálfsstaðir, Hjaltadal

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Kálfsstaðir, Hjaltadal

Equivalent terms

Kálfsstaðir, Hjaltadal

Associated terms

Kálfsstaðir, Hjaltadal

8 Authority record results for Kálfsstaðir, Hjaltadal

8 results directly related Exclude narrower terms

Albert Þiðriksson (1843-1916)

  • S01789
  • Person
  • 1843 - 14. feb. 1916

Foreldrar: Þiðrik Ingimundarson b. á Sviðningi í Kolbeinsdal og f.k.h. Helga Bjarnadóttir. Albert ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til móðir hans lést 1855, en var léttadrengur í Ljótsstöðum á Höfðaströnd 1855-1858. Þá fór hann til föður síns og vann að búi hans á Sviðningi 1858-1859, síðan smali hjá hjónunum Jóni Árnasyni og Kristrúnu Guðmundsdóttur á Kálfsstöðum í Hjaltdal 1859-1862. Var fermdur hjá þeim árið 1860. Albert var vinnumaður á ýmsum bæjum í Hjaltadal á árunum 1862-1875, eða þar til hann reisti bú á föðurleifð sinni, Bóndi á Sviðningi 1875-1876. Brá þá búi, seldi jörðina fyrir lítið verð og fór vestur um haf með konu sinni og dóttur þeirra nýfæddri. Lánuðu þau hjónin ýmsum fyrir fargjaldi vestur, svo þau áttu aðeins eftir einn dollar af jarðarverðinu er þau komu til Gimli. Settist að í Víðirnesbyggð.

Árni Hólmsteinn Árnason (1923-2001)

  • S03617
  • Person
  • 18.09.1923-30.03.2001

Árni Hólmsteinn Árnason, f. á Kálfsstöðum í Hjaltadal 18.09.1923, d. 30.03.2001 á Sauðárkróki. Foreldrar: Árni Sveinsson bóndi á Kálfsstöðum og kona hans, Sigurveig Friðriksdóttir húsmóðir. Árni ólst upp hjá foreldrum sínum á Kálfsstöðum og vann að búi þeirra. Á veturnar skiptust hann og Friðrik bróðir hans á að fara á vetríði og vinna á Vellinum, eins og það var kallað. Árið 1964 fluttist Árni ásamt fjölskyldunni á Sauðárkrók og bjó þar á Ægisstíg 6 til æviloka. Árið eftir lést Árni, faðir hans. Á Sauðárkróki vann hann í blikksmiðju Jónasar Guðlaugssonar. Einnig vann hann eitt ár hjá versluninni Hegra, síðan 2 ár hjá Braga Sigurðssyni vélsmið og loks eitt ár hjá Trésmiðjunni Hlyn. Árið 1972 hóf hann störf hjá Sútunarverksmiðjunni Loðskinni og vann þar til 1990, er hann fór á eftirlaun. Árni var ókvæntur og barnlaus.

Árni Sveinsson (1892-1965)

  • S00540
  • Person
  • 30.10.1892-23.10.1965

Árni Sveinsson, f. 30.10.1892 á Skatastöðum í Austurdal, d. 23.10.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Sveinn Eiríksson bóndi og kennari frá Skatastöðum, og kona hans Þorbjörg Bjarnadóttir. Vorið 1898, þegar Árni var á sjötta árinu, urðu foreldrar hans að bregða búi vegna heilsuleysis móður hans og leystist heimilið upp, sumarið eftir lést hún úr tæringu (berklum). Árni var þá kominn í fóstur til Árna Eiríkssonar föðurbróður síns á Reykjum í Tungusveit og konu hans Steinunnar Jónsdóttur frá Mælifelli. Árni var heimilisfastur á Reykjum til 1907, að fósturfaðir hans brá búi og fluttist til Akureyrar. Réðst hann þá vinnumaður til séra Zophaníasar í Viðvík. Presturinn þar andaðist veturinn eftir og um vorið leystist heimilið upp og búið fór á uppboð. Þaðan hélt Árni að Reykjum í Tungusveit til nýrra húsbænda og var þar 1908-1910. Á Skinþúfu (Vallanesi) var hann vinnumaður fardagaárið 1910-1911. Árni fór í Bændaskólann á Hólum og lauk þaðan búfræðiprófi vorið 1914 eftir tveggja vetra nám. Veturinn eftir var hann um skeið heimiliskennari í Hvammi í Hjaltadal en mun síðan hafa farið til Akureyrar. Árið 1915 kom Árni frá Akureyri til Hofsóss og gerðist verslunarmaður hjá Erlendi Pálssyni. Var hann þar um þriggja ára skeið, til 1918, að hann fór í Reyki í Hjaltadal í vinnumennsku og gekk í hjónaband með Sigurveigu heimasætu á Reykjum. Vorið eftir hófu þau leiguliðabúskap á Kjarvalsstöðum og bjuggu þar í fjögur ár. Þennan tíma, 1919-1922, var Árni ráðinn kennari við farskólann í Hólahreppi og reyndar kenndi hann þar meira eða minna til 1930, síðan aftur ráðinn kennari 1948-1950. Þá kenndi hann í Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð árin 1945-1948 og stundum í forföllum, bæði í Hofs- og Viðvíkurskólahverfi. Vorið 1923 brá nágranninn Árni Árnason á Kálfsstöðum, búi og fluttist til Akureyrar. Keyptu Árni og Sigurveig þá Kálfsstaði og áttu þar heimili alla tíð síðan. Árni kom meira eða minna að flestum félagsstörfum í sveit sinni í meira en fjóra áratugi.
Maki: Sigurveig Friðriksdóttir Friðriksdóttir, f. 1896, frá Reykjum í Hjaltadal. Þau eignuðust þrjú börn.

Búnaðarfélag Hólahrepps

  • S 07340
  • Association
  • 1892 - 1944

Á fundi að Hólum 2. maí. 1892 gengu 10 bændur í búnaðarfélag. Voru lesin upp lög félagsmanna og samþykkt. Í félagið gengu þessir: Magnús Ásgrímsson Sleitustöðum, Pétur Gestsson Smiðsgerði, Gísli Sigurðsson Neðra - Ási, Stefán Ásgrímsson Efra - Ási, Gunnlaugur Jónsson Víðirnesi, Gísli Þorfinnsson Hofi, Jóhannes Þorfinnsson Reykjum, fjárhirðir, Árni Ásgrímsson Kálfsstöðum, ritari, Páll Pétursson Kjarvalsstöðum, Guðjón Jóhannesson Nautabúi, formaður. Tilgangur félagsins er að efla grasrækt og garðrækt. Eins og segir í fundagerðabók, 1892.

Friðrik Árnason (1922-1999)

  • S01742
  • Person
  • 23. apríl 1922 - 16. nóv. 1999

Friðrik Árnason var fæddur á Kjarvalsstöðum í Hjaltadal 23. apríl 1922. Foreldrar hans voru Árni Sveinsson og Sigurveig Friðriksdóttir búandi á Kálfsstöðum í Hjaltadal. ,, Friðrik fluttist ársgamall að Kálfsstöðum og átti þar heima til 42 ára aldurs, fluttist þá ásamt fjölskyldunni til Sauðárkróks, en hélt árið 1966 til Reykjavíkur. Þar rak hann bílasölu um nokkurra ára skeið, var síðan lengi leigubifreiðarstjóri á Hreyfli, en síðustu mánuðina fram að sjötugu vann hann í þvottahúsi Landakotsspítala. Friðrik var ókvæntur og barnlaus, en var um 17 ára skeið í sambúð með Svövu Guðjónsdóttur."

Guðrún Jóelsdóttir (1866-1949)

  • S01144
  • Person
  • 20. júní 1866 - 4. ágúst 1949

Fædd í Svarfaðardal. Fluttist að Kálfsstöðum í Hjaltadal 1888. Starfaði sem ljósmóðir. Kvæntist 1889 Tómasi Ísleikssyni frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð og að Kolkuósi en fluttu til Vesturheims árið 1903 ásamt fimm af börnum sínum, þrjú yngstu af börnum þeirra sem þá voru fædd, voru skilin eftir á Íslandi. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson. Alls eignuðust Guðrún og Tómas 12 börn.

Haflína Björnsdóttir (1905-2004)

  • S02905
  • Person
  • 24. nóv. 1905 - 10. júní 2004

Foreldrar: Björn Hafliðason b. í Saurbæ í Kolbeinsdal og k.h. Ragnheiður Sigríður Þorláksdóttir. Haflína var í barnaskóla hjá Sigurveigu á Kálfsstöðum í Hjaltadal og í unglingadeild Hólaskóla veturinn 1929-1930 en veturinn 1931-1932 var hún í Kvennaskólanum á Blönduósi. Árið 1932 kvæntist hún Sigurmoni Hartmannssyni frá Kolkuósi og hófu þau búskap þar. Þar bjuggu þau til 1985 er þau fluttu til Sauðárkróks, þau eignuðust þrjár dætur.

Kvenfélag Hólahrepps

  • S03720
  • Organization
  • 1950 - 1977

Haustið 1950 fór frk. Rannveig Líndal um í Skagafirði á vegum S.N.K. Hún boðaði fund á Hólum þriðjudaginn 19 september og þar mættu sex konur sem stofnuðu Kvenfélag Hólahrepps. Helga Helgadóttir, Elísabet Júlíusdóttir, Konkordía Rósmundsdóttir ritari, Hólmfríður Jónsdóttir, Una Árnadóttir formaður og Svava Antonsdóttir gjaldkeri. Þrjár konur sem ekki gátu mætt á fundinn létu skrá sig sem félaga, Anna Jónsdóttir, Svanhildur Steinsdóttir og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Tilgangur félagssins er að efla samvinnu og félagslund meðal kvenna á félagssvæðinu og styðja að hverskonar mannúð og menningarstarfsemi.