Kornsá í Vatnsdal

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Kornsá í Vatnsdal

Equivalent terms

Kornsá í Vatnsdal

Associated terms

Kornsá í Vatnsdal

1 Authority record results for Kornsá í Vatnsdal

1 results directly related Exclude narrower terms

Þórður Runeberg Magnússon Blöndal (1885-1949)

  • S01291
  • Person
  • 21. des. 1885 - 30. okt. 1949

Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal, síðast hreppstjóri í Stykkishólmi og f.k.h. Ragnheiður Sigurðardóttir. Fjögurra ára gamall fór Þórður í fóstur að Kornsá í Vatnsdal til frænda síns, Lárusar Blöndal sýslumanns og Kristínar konu hans. Að Lárusi látnum fór hann í fóstur, þá 12 ára, til Björns prests á Hofi á Skagaströnd og k.h. Bergljótar. Fluttist Þórður með þeim árið 1901 að Hvammi í Laxárdal, er sr. Björn tók við prestakalli þar. Um tvítugt sigldi Þórður til Danmerkur og starfaði þar á búgarði um tveggja ára skeið. Við heimkomuna settist Þórður að á Sævarlandi og gerðist ábúandi þar árið 1914, er Elín hálfsystir hans fluttist til hans ásamt móður sinni. Bjuggu þau systkinin þar á hluta jarðarinnar á móti Jóhanni Sigurðssyni og k.h. Sigríði Magnúsdóttur til ársins 1921, er þau fluttust til Sauðárkróks og settust þar að. Á Sauðárkróki vann hann verslunar- og skrifstofustörf. Starfaði fyrst sem sýsluskrifari, en réðst þaðan til KS og vann fyrst við afgreiðslu og síðan bókhald. Hann sat einnig í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps og síðar í hreppsnefnd Sauðárkróks. Var í sóknarnefnd á Sauðárkróki um árabil og jafnframt gjaldkeri; gjaldkeri sjúkrasamlagsins og vann ötullega að uppbyggingu þess. Hann hafði á höndum bókhald fyrir fjölmarga einstaklinga og félagasamtök. Þórður kvæntist ekki en hélt heimili með Elínu hálfsystur sinni, þau tóku þrjú börn í fóstur.