Laufskálar

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Laufskálar

Equivalent terms

Laufskálar

Associated terms

Laufskálar

11 Authority record results for Laufskálar

11 results directly related Exclude narrower terms

Alda Björk Konráðsdóttir (1942-2007)

  • S03535
  • Person
  • 08.09.1942-21.11.2007

Alda Björk Konráðsdóttir, f. á Tjörnum í Sléttuhlíð 08.09.1942, d. 21.11.2007. Foreldrar: Konráð Ásgrímsson (1917-2000) og Guðrún Þorsteinsdóttir (1918-). Alda ólst upp í Sléttuhlíð og á Höfðaströnd í Skagafirði. Hún fór ung að heiman og vann ýmist verslunarstörf, m.a. á Sauðárkróki og í Reykjavík. Hún og Trausti hófu búskap á Laufskálum 1964. Eftir að þau brugðu búi árið 1982 starfaði Alda við Bændaskólann á Hólum í 15 ár, en á Hólum bjuggu þau til ársins 1999, er þau fluttu á Sauðárkrók. Þar vann Alda í fiskvinnslu og síðar á Heilbrigðisstofnuninni, þar til hún lét af störfum sökum veikinda. Í Hjaltadal var Alda virk í kvenfélaginu og söng um árabil í kirkjukór Hóladómkirkju.
Maki: Jón Trausti Pálsson (1931-2019). Þau eignuðust þrjú börn.

Birgitta Guðmundsdóttir (1881-1966)

  • S02764
  • Person
  • 23. feb. 1881 - 20. des. 1966

Birgitta Guðmundsdóttir, f. 01.03.1881 á Óslandi í Óslandshlíð. Foreldrar: Guðmundur Gíslason bóndi í Ártúni á Höfðaströnd og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir. Birgitta ólst upp hjá foreldrum sínum framundir tvítugt. Maki 1: Einar Ásmundsson frá Hólkoti í Unadal. Þau eignuðust tvö börn en skildu eftir nokkurra ára sambúð. Fór þá sem ráðskona til Gísla Þorfinnssonar bónda á Hofi en 1909 í húsmennsku að Gröf á Höfðaströnd. Maki 2: Jóhann Guðmundsson, f. 24.10.1876. Þau eignuðust sex börn. Árið 1910 fór Birgitta aftur að Hofi og settist í húsmennsku með Jóni þar til þau hófu búskap að Brekkukoti 1913 og bjuggu svo þar í 25 ár.

Ingimundur Árnason (1923-2017)

  • S02006
  • Person
  • 9. ágúst 1923 - 27. jan. 2017

Ingimundur Árnason fæddist í Ketu í Hegranesi 9. ágúst 1923. Ingimundur giftist árið 1950 Baldvinu Ásgrímsdóttur frá Syðra-Mallandi á Skaga. Ingimundur og Baldvina hófu búskap í Ketu í Hegranesi árið 1950, þau eignuðust tvö börn. Baldvina lést árið 1960 en Ingimundur bjó áfram í Ketu ásamt börnum sínum til ársins 1974 er hann fluttist til Sauðárkróks. Þar starfaði hann fyrst sem olíubílstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og við ýmis önnur störf. Vorið 1982 keypti hann jörðina Laufskála í Hjaltadal og flutti þangað með sambýliskonu sinni, Maríu Hermannsdóttur frá Lóni í Viðvíkursveit. María lést árið 1985, þá flutti Ingimundur aftur á Sauðárkrók og bjó þar síðan, starfaði lengst af sem vörubílstjóri.

Jóhann Guðmundsson (1876-1940)

  • S02763
  • Person
  • 24. okt. 1876 - 31. júlí 1940

Jóhann Guðmundsson, f. 24.10.1876 á Hagakoti í Hjaltadal. Foreldrar: Guðmundur Þorleifsson bóndi á Hrafnhóli í Hjaltadal og kona hans Guðrún Júlíana Þorleifsdóttir. Jóhann ólst upp í foreldrahúsum og dvaldi þar fram yfir tvítugt. Árið 1902 fór hann í vinnumennsku í Brimnesi og var þar að mestu næstu sjö árin. Þaðan kom hann að Hofi í Hjaltadal árið 1909. Kynntist konu sinni þar og þau byrjuðu búskap á hluta Hofs en fluttust vorið 1913 að Brekkukoti (nú Laufskálar) og bjuggu þar í 25 ár. Tvö síðustu búskaparárin voru þau í Hlíð. Jóhann sat eitt kjörtímabil í hreppsnefnd Hólahrepps. Maki: Birgitta Guðmundsdóttir, f. 28.04.1915. Hún átti tvö börn fyrir hjónaband og saman eignuðust þau 6 börn, 5 þeirra komumst til fullorðinsára.

Jón Hjaltdal Jóhannsson (1911-1999)

  • S02766
  • Person
  • 24. júní 1911 - 18. mars 1999

Jón Hjaltdal Jónsson, f. 24.06.1911 á Hofi í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson, d. 1876 og Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881 bændur í Brekkukoti (nú Laufskálum). Jón fluttist með foreldrum sínum í Brekkukot í Hjaltadal tveggja ára gamall. Hann lauk búfræðinámi frá Hólaskóla árið 1932. Árið 1934 flutti hann úr föðurhúsum og stundaði að mestu sjálfstæðan atvinnurekstur sem bifreiðarstjóri eftir það. Jón var umboðsmaður Tryggingar hf á Sauðárkróki í 35 ár. Sat í sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju og var safnaðarfulltrúi um tíma og meðhjálpari frá 1977-1992. Maki: Sigríður Árnadóttir frá Atlastöðum í Svarfaðardal. Þau eignuðust fjögur börn.

Jón Trausti Pálsson (1931-2019)

  • S03533
  • Person
  • 05.01.1931-20.09.2019

Jón Trausti Pálsson, f. í Nýjabæ á Hólum 05.01.1931, d. 20.09.2019. Foreldrar: Páll Jónsson og Guðrún Gunnlaugsdóttir í Brekkukoti í Hjaltadal, síðar búsett á Laufskálum.
Trausti fluttist ungur með foreldrum sínum í Brekkukot og ólst þar upp. Hann byggði Laufskála með foreldrum sínum og þar var félagsbú þar til þau Alda tóku alfarið við búrekstrinum árið 1965. Trausti gekk í Bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur 1952. Hann fór einnig suður til vinnu, var á Vellinum og á vertíð frá Akranesi. Meðfram búskapnum vann hann ýmis önnur störf, svo em akstur á vörubíl og skólabíl og við ökukennslu.
Trausti og Alda brugðu búi 1982 og fluttu þá á Sauðárkrók. Þaðan fluttu þau í Hóla 1984 og þar starfaði Trausti sem fjósameistari ríkisins og síðar sem umsjónarmaður fasteigna Hólaskóla. Á Hólum bjuggu þau til 1999 er þau fluttu aftur á Sauðárkrók.
Trausti sinnti ýmsum félags- og trúnaðarstörfum. Hann sat um árabil í hreppsnefnd Hólahrepps og var oddviti rá 1980-1982 og 1990-1994. Hann var einnig virkur í starfi UMF Hjalta. Þá var hann um ellefu ára skeið sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Hólahrepps. Einnig átti hann sæti í sóknarnefnd Hólakirkju. Þá átti hann sæti í stjórn byggingasamvinnufélagsins Búhölda sem byggði m.a. íbúðir við Hásæti og Forsæti á Sauðárkróki, en þau voru meðan fyrstu íbúa í Hásæti.
Maki: Alda Björk Konráðsdóttir (1942-2007). Þau eignuðust þrjú börn.

Júlíana Jóhannsdóttir (1915-1987)

  • S02765
  • Person
  • 23. sept. 1915 - 16. júní 1987

Júlíana Jóhannsdóttir, f. 23.09.1915í Brekkukoti í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson bóndi í Brekkukoti, f. 1876 og kona hans Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881.
Maki: Páll Jóhannes Þorsteinsson skipstjóri á Ólafsfirði, f. 1900. Þau eignuðust fimm börn.

María Hermannsdóttir (1936-1985)

  • S00512
  • Person
  • 01.06.1936-31.05.1985

Foreldrar hennar voru Hermann Sigurjónsson og Rósa Júlíusdóttir. Fyrri maður Maríu var Kjartan Haraldsson frá Unastöðum í Kolbeinsdal, þau bjuggu bæði í Gröf á Höfðaströnd og á Miklabæ í Óslandshlíð en síðast á Sauðárkróki, þau eignuðust einn son. Seinni maður Maríu var Ingimundur Árnason frá Ketu í Hegranesi, þau bjuggu lengst af á Sauðárkróki en keyptu árið 1982 jörðina Laufskála í Hjaltadal. Ingimundur átti tvö börn af fyrra hjónabandi.

Páll Jónsson (1896-1981)

  • S01405
  • Person
  • 08.08.1896-28.10.1981

Foreldrar: Jón Ólafsson og k.h. Vilhelmína Jónsdóttir. Sjö ára gamall missti Páll móður sína og var eftir það í húsmennsku með föður sínum; á Sleitustöðum 1904-1905, á Skriðulandi 1905-1906, á Sleitustöðum aftur 1906-1908 en Páll síðan áfram til vors árið 1910 léttadrengur að Sleitustöðum. Hann var á Hólum 1911-1913 hjá Geirfinni Trausta bústjóra, kvíasmali sumarið 1912, síðasta sumarið sem þar var fært frá. Hann fór í Hólaskóla og lauk búfræðiprófi vorið 1920, var þar eftir í vinnumennsku, m.a. tíma á Hólum í aðdráttarferðum fyrir búið og fl. Hann hóf búskap á Hofi vorið 1928 og kvæntist árið eftir, sat í ábúð Friðbjörns Traustasonar sem taldist opinberlega fyrir jörðinni. Árin 1930-1934 voru þau hjón í húsmennsku á Hólum og bjuggu þá í torfbænum, en fluttust að Brekkukoti (Laufskálum) í tvíbýli 1934. Frá árinu 1939 sátu þau ein jörðina og keyptu hana 1944 og bjuggu þar til 1965 er þau fluttu til Sauðárkróks. Páll kvæntist Guðrúnu Gunnlaugsdóttur frá Víðinesi, þau eignuðust þrjú börn.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (1918-1975)

  • S02762
  • Person
  • 3. júní 1918 - 4. júlí 1975

Sigurlaug Jóhannsdóttir, f. 03.06.1918 í Brekkukoti (nú Laufskálum) í Hjaltadal. Foreldrar: Jóhann Guðmundsson bóndi í Brekkukoti, f. 1876 og kona hans Birgitta Guðmundsdóttir, f. 1881. Sigurlaug lærði kjólasaum í Reykjavík. Maki: Aðalsteinn Sveinbjörn Óskarsson, f. 1916. Þau bjuggu á Kóngsstöðum í Skíðadal 1939-1941 og Ytri-Másstöðum 1941-1950 en fluttu þá til Dalvíkur sökum heilsubrests Sigurlaugar. Þau eignuðust þrjár dætur. Sigurlaug fékkst við ljóðagerð og var hefti með ljóðum hennar prentað fyrir fjölskyldu og vini í tilefni af 90. ártíð hennar 2008.

Sigurlaug Pálsdóttir (1934-2020)

  • S00406
  • Person
  • 10.06.1934-22.11.2020

Sigurlaug Pálsdóttir frá Laufskálum/Brekkukoti í Hjaltadal, foreldrar hennar voru Páll Jónsson og Guðrún Gunnlaugsdóttir. Maður hennar var Sighvatur Fanndal Torfason (1936-2004), þau eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hvítadal og á Neðri Brekku í Saurbæ í Dalasýslu til ársins 1966 er þau fluttust til Sauðárkróks.