Mælifell

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Mælifell

Equivalent terms

Mælifell

Associated terms

Mælifell

20 Authority record results for Mælifell

20 results directly related Exclude narrower terms

Ágúst Sigurðsson (1938-2010)

  • S02569
  • Person
  • 15. mars 1938 - 22. ágúst 2010

Ágúst fæddist á Akureyri 1938. Foreldrar hans voru Sigurður Stefánsson prestur, síðar vígslubiskup og María Ásgeirsdóttir húsfreyja. Ágúst lauk stúdentsprófi frá MA árið 1959 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1965. Hann var vígður til prests á Hólum í Hjaltadal 1965. Var prestur í Möðruvallaprestakalli, í Vallanesi á Völlum, Ólafsvík og á Mælifelli í Skagafirði. Ágúst var sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn og síðast sóknarprestur á Prestbakka í Hrútafirði, eða þar til hann lét af störfum. Hann stundaði fræða - og ritstörf, m.a. komu út fjórar bækur, Forn frægðarsetur. Einnig skrifaði hann fjölda greina í blöð og tímarit. Árið 1981 lauk Ágúst réttindanámi í dönsku kirkjunni.

Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S01293
  • Person
  • 24. mars 1915 - 27. október 1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen fæddist á Mælifelli í Skagafirði 24. mars 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Jórunn Hannesdóttir frá Skíðastöðum og Jón Sigfússon frá Mælifelli. Var á Sauðárkróki 1930. Kvæntist 26. október 1941 fyrri manni sínum, Sveini Steindórssyni, garðyrkjubónda frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, þau eignuðust eina dóttur, þau bjuggu að Álfafelli í Hveragerði. Sveinn lést 1944. Seinni maður Ástrúnar var Marteinn Sívertsen, húsasmíðameistari og kennari, þau bjuggu í Reykjavík, þau áttu ekki börn saman en Marteinn átti fyrir einn son.

Eggert Jónsson (1853-1877)

  • S02706
  • Person
  • 18. júní 1853 - 6. nóv. 1877

Foreldrar: Jón Sveinsson, f. 1815, prestur á Mælifelli í Skagafirði og víðar og kona hans Hólmfríður Jónsdóttir, f. 1821. Drukknaði á Gefjunni á leið til náms í Danmörku. Sagður eiga unnustu og í einni heimild er getið um konu, Sigurbjörgu Ingimundardóttur f. 1827 og barn þeirra Sólveigu, f. 1869.

Hjördís Björg Tryggvadóttir Kvaran (1920-1991)

  • S02548
  • Person
  • 27. ágúst 1920 - 6. mars 1991

Hjördís fæddist að Mælifelli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Foreldrar hennar voru Anna Grímsdóttir Thorarensen húsfreyja og sr. Tryggvi Guttormur Hjörleifsson Kvaran. Hjördís stundaði nám við Samvinnuskólann og einnig við Kvennaskólann. Eiginmaður hennar var Finnur Kristjánsson. Þau hófu búskap sinn að Halldórsstöðum í Kinn 1939 en fluttu síðar að Svalbarðseyri þar sem Finnur var kaupfélagsstjóri í 14 ár. Finnur tók við starfi kaupfélagsstjóra Kaupfélags Þingeyinga 1953 og þá flutti fjölskyldan til Húsavíkur. Hjördís starfaði síðast sem safnvörður í Safnahúsinu á Húsavík. Hjördís og Finnur eignuðust þrjú börn.

Hjörleifur Sigfússon (1872-1963)

  • S02853
  • Person
  • 12. maí 1872 - 22. feb. 1963

Hjörleifur Sigfússon, f. 12.05.1872 á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigfús Jónasson, bóndi og refaskytta í Hringey í Vallhólmi og kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Hjörleifur ólst í fyrstu upp með foreldrum sínum en fór ungur að árum í vinnumennsku til sr. Jóns Magnússonar á Mælifelli. Var þar smali á sumrum og sat yfir kvíaám en var svo í ýmsum sendiferðum á vetrum fyrir prest og heimilið. Í hjásetunni hafði hann með sér markaskrár, bæði til að æfa sig í lestri og nema fjármörk manna. Leifi var með afbrigðum minnisgóður og mundi flest mörk í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum en einnig úr Árnes- og Borgarfjarðarsýslum. Nýttist sú kunnátta oft til að flýta fyrir réttarstörfum. Fékk hann af því viðurnafnið Marka-Leifi. Vorið 1900 fór Hjörleifur með presti að Ríp í Hegranesi en þaðan að Sjávarborg til Pálma Péturssonar tveimur árum síðar. Eftir það var hann á ýmsum stöðum en sjaldnast lengi í einu. Var hann löngum lausamaður og fór í fjallgöngur og fénaðarhirðingar á haustum. Síðustu árin var hann til heimilis í Hátúni í Seyluhreppi. Leifi var ógiftur og barnlaus. Fjallskilasjóður Reynistaðarafréttar heiðraði minningu Leifa með því að leggja fé til útfararkostnaðar. Þá héldu Skagfirðingar og Húnvetningar honum veglegt afmælishóf þegar hann varð áttræður.

Jón Jónsson (1855-1883)

  • S02708
  • Person
  • 1. nóv. 1855 - 4. apríl 1883

Foreldrar: Jón Sveinsson prestur á Mælifelli og k.h. Hólmfríður Jónsdóttir. Jón ólst upp með foreldrum sínum og hlaut góða menntun á heimilinu og utan þess. Um 1881 var hann við barnakennslu í Mývatnssveit en hafði áður stundað kennslu í Skagafirði. Fluttist ásamt konu sinni að Mælifelli 1882 en veiktist skömmu síðar og lést þar 1883. Maki: Kristbjörg Marteinsdóttir frá Lundarbrekku. Þau eignuðust eitt barn sem lést eftir nokkra daga.

Jón Sigfússon (1892-1957)

  • S00693
  • Person
  • 15.11.1892-28.08.1957

Foreldrar: Sigfús Jónsson prestur á Mælifelli og k.h. Petrea Þorsteinsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum og fluttist með þeim að Mælifelli aldamótaárið 1900. Eftir fermingu fór hann til Akureyrar í Gagnfræðaskólann og stundaði þar nám í tvo vetur. Aðra tvo vetur var hann í Hólaskóla og lauk þaðan búfræðiprófi árið 1912. Að því loknu starfaði hann hjá Einari Helgasyni garðyrkjumanni í Reykjavík og kynnti sér uppeldi trjáplantna. Vann hann á búi foreldra sinna næstu tvö ár. Hann kvæntist árið Jórunni Hannesdóttur og fluttist þá aftur heim að Mælifelli og og hóf þar búskap í félagi við foreldra sína. Vorið 1915 fluttust þau hjón að Glaumbæ og bjuggu þar í tvö ár, en fluttust þá aftur heim að Mælifelli og bjuggu þar í tvö ár, en þá brugðu þau búi og fluttust til Sauðárkróks, þar sem heimili þeirra stóð upp frá því, meðan bæði lifðu. Jón hóf störf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og er deildaskipting var tekin upp, varð hann deildarstjóri í vefnaðarvörudeild og sinnti því starfi til lokadags. Var hann mikill samvinnumaður og um langt árabil fulltrúi á aðalfundum KS. Er ævi hans lauk, átti hann að baki lengstan starfsaldur þeirra sem hjá félaginu höfðu unnið allt frá stofnun þess árið 1889. Jón var sönghneigður, söng lengi í Karlakór Sauðárkróks og lék um skeið með Lúðrasveit Sauðárkróks, enda einn af stofnendum hennar.

Kristmundur Bjarnason (1919-2019)

  • S01611
  • Person
  • 10. jan. 1919 - 4. des. 2019

Krist­mund­ur fædd­ist á Reykj­um í Tungu­sveit 10. janú­ar 1919. For­eldr­ar hans voru Krist­ín Sveins­dótt­ir og Bjarni Krist­munds­son en fóst­ur­for­eldr­ar voru sr. Tryggvi H. Kvar­an á Mæli­felli og Anna Gr. Kvar­an. ,,Krist­mund­ur gekk hefðbundna skóla­göngu í heima­héraði en lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1940. Frá ár­inu 1949 var Krist­mund­ur bóndi á Sjáv­ar­borg og stundaði fræðimennsku og ritstörf meðfram bú­störf­um. Hann varð fyrsti héraðsskjala­vörður Skag­f­irðinga og sinnti því starfi allt til árs­ins 1990. Kristmundur skilur eft­ir sig fjölda rit­verka. Þegar á náms­ár­um sín­um fékkst hann við þýðing­ar á barna- og ung­linga­bók­um og má þar nefna bóka­flokka eft­ir Enid Blyt­on og sög­una af Stik­ils­berja-Finni eft­ir Mark Twain. Um­fangs­mesti hluti rit­starf­anna var helgaður sagn­fræði og þjóðleg­um fróðleik. Af viðamikl­um verk­um Krist­mund­ar má nefna, án upp­röðunar: Saga Þor­steins frá Skipalóni, Jón Ósmann ferjumaður, Saga Sauðár­króks til árs­ins 1947, Saga Dal­vík­ur, Sýslu­nefnda­saga Skaga­fjarðar, Svip­mynd­ir úr sögu Gríms Thomsen, Sauðár­króks­kirkja og for­mæður henn­ar, auk ótölu­legs fjölda greina í blöðum og tíma­rit­um. Síðasta stór­virki Krist­mund­ar var rit­verkið Amt­maður­inn á ein­búa­setr­inu, ævi­saga Gríms Jóns­son­ar, amt­manns á Möðru­völl­um, sem kom út á 90 ára af­mæli hans. Í til­efni 100 ára af­mæl­is Krist­mund­ar gaf Sögu­fé­lag Skag­f­irðinga út bernskuminn­ing­ar hans, Í barn­sminni - minn­ingaslit­ur frá bernsku­ár­um. Krist­mund­ur var heiðurs­fé­lagi Sögu­fé­lags Skag­f­irðinga og hlaut marg­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir sín störf, m.a. Viður­kenn­ingu Hagþenk­is og Sam­fé­lags­verðlaun Skaga­fjarðar." Eig­in­kona Krist­mund­ar var Hlíf Ragn­heiður Árna­dótt­ir frá Sjávarborg, þau eignuðust þrjú börn.

Lestrarfélag Mælifellsprestakalls ( Neisti )

  • S03735
  • Association
  • 1878 - 1978

Í febrúarmánuði 1878 senda þeir Jón Jónsson á Mælifelli og Árni Eiríkssn á Sölvanesi skriflegt ávarp til nokkurra ungra manna í Lýtingstaðahrepp, þess efnis að fá þá að ganga í lestrarfélag og fékk það 13 áskrifendur. Sömdu þeir síðan frumvarp til laga fyrir félagið. Kvöddu síðan til fundar að Mælifellsá hinn 3. dag maímánaðar og mættu á honum aðeins 9. Til fundastjóra var kosin Árni Eiríksson á Sölvanesi og til skrifara Jón Jónsson Mælifelli, lagafrumvarp var rætt ítarlega og samþykkt í einu hljóði. Það er 31 desember 1878 sem haldin er aukafundur í Lestrarfélaginu "Neista" mættu á fundinn 15 manns.
Skráð fundagerð frá 1978, Item 3, þar segir meðal annars aftast í bók : Lögð hefur verið fram tillaga stjórnar um að afhenda hreppnum bókasafn félagsins. Safnið er nú nær eingöngu fjármagnað af hreppsfé fyrir liggur að ráða bót á húsakynnum safnsins og því þykir stjórn eðlilegt að safnið verði í eign og umsjón Sveitafélagsins. Ef áður nefnd tillaga nær fram að ganga er æskilegt að fundargestir móti sér skoðun á framtíðarhlutverki félagsins, hbort því ljúki með þessu eða hvort finna megi ný verkefni. Uppkast 15.10. 1978. Ekki er vitað meira um framvindu félagsins í þessum gögnum.

Margrét Helga Magnúsdóttir (1896-1986)

  • S03302
  • Person
  • 18.03.1896-19.01.1986

Margrét Helga Magnúsdóttir, 18.03.1896 í Gilhaga á Fremribyggð, d. 19.01.1986 á Sauðárkróki. Foreldrar: Magnús Jónsson bóndi í Gilhaga og kona hans Helga Indriðadóttir ljósmóðir. Margrét ólst upp hjá föður sínum til fullorðinsára. Níu ára gömul missti hún móður sína. Hún naut menntunar hjá heimiliskennurum sem teknir voru í Gilhaga.
Maki 1: Steindór Kristján Sigfússon (12.12.1895-21.08.1921) bóndi í Hamrsgerði á Fremribyggð. Þau giftu sig 12. desember 1916 á Mælifelli. Þau eignuðust tvö börn.
Maki 2: Sigurjón Helgason (1895-1974), Þau eignuðust fjögur börn en eitt þeirra lést á fyrsta ári.
Margrét og Steindós bjuggu á Mælifelli 1918-1919 og í Hamrsgerði 1919-1921. Steindór lést það ár og eftir það bjó Margrét áfram eitt ár í Hamrsgerði en giftist þá Sigurjóni Helgasyni og bjó með honum í Hamarsgerði til 1929. Þá fóru þau að Árnesi og bjuggu þar til 1938 en síðan á Nautabúi frá 1938-1974, er Steindór lést.

Monika Súsanna Sveinsdóttir (1887-1982)

  • S01623
  • Person
  • 16. júlí 1887 - 29. jan. 1982

Foreldrar: Sveinn Guðmundsson b. í Bjarnastaðahlíð og k.h. Þorbjörg Ólafsdóttir. Árið 1910 var Monika skráð sem hjú hjá Ólafi bróður sínum á Starrastöðum. Á árunum 1911-1916 var Monika á Sauðárkróki, starfaði við matsölu og a.m.k. einn vetur hjá Jónasi lækni. Hún var í vist á Þverá í Hallárdal árið 1917 hjá Steingrími Guðmundssyni og k.h. Sigurlaugu Magnúsdóttur, er síðar bjuggu á Breiðargerði. Kvæntist árið 1919 Símoni Jóhannssyni, þau bjuggu á Þverá í Hallárdal A-Hún 1919-1920, á Mælifelli 1920-1921, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949 og í Teigakoti aftur 1949-1951. Síðast búsett á Sauðárkróki.
Monika og Símon eignuðust þrjá syni.

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen (1915-1999)

  • S03599
  • Person
  • 24.03.1915-27.10.1999

Petrea Ástrún Jónsdóttir Sívertsen, f. á Mælifelli í Skagafirði 24.03.1915 í Reykjavík. Foreldrar: Jón Sigfússon (1892-1957) og Jórunn Hannesdóttir (1914-1978).
Maki 1: Sveinn Steindórsson garðyrkjumaður í Hveragerði. Þau eignuðust stúlku sem lést samdægurs. Þau bjuggu saman í Hveragerði. Sveinn lést í bruna á Hótel Íslandi 1944.
Maki 2: Marteinn Sívertsen húsasmíðameistari og kennari Í Reykjavík. Þau eignuðust ekki börn en Marteinn átti einn son fyrir. Þau bjuggu engst af í Litlagerði 7.

Petrea Þorsteinsdóttir (1866-1936)

  • S00620
  • Person
  • 12. sept. 1866 - 16. apríl 1936

Petrea var fædd á Grund í Þorvaldsdal. Kvæntist Sigfúsi Jónssyni presti á Mælifelli, þau eignuðust sex börn.

Sigfús Jónsson (1866-1937)

  • S02000
  • Person
  • 24. ágúst 1866 - 8. júní 1937

Foreldrar: Jón Árnason b. á Víðimýri og k.h. Ástríður Sigurðardóttir. Sigfús lauk prófi frá prestaskólanum árið 1888 og var næsta vetur við barnakennslu á Sauðákróki. Prestur að Hvammi í Laxárdal 1889-1900 og að Mælifelli 1900-1919, þjónaði jafnframt Goðdalaprestakalli 1904-1919 en það var sameinað Mælifellsprestakalli 1907. Er hann lét af embætti, fluttist hann til Sauðárkórks og varð framkvæmdastjóri Kaupfélags Skagfirðinga og gegndi því starfi til æviloka með miklum myndarbrag. En áður hafði hann verið formaður Pöntunarfélagsins, sem kaupfélagið er risið upp af, um sex ár samhliða preststarfinu og enn fyrr í stjórn þess í 6 ár. Sr. Sigfús rak stórt og myndarlegt bú á Mælifelli. Á opinberum vettvangi gegndi hann ýmsum störfum. Hann var sýslunefndarmaður 1894-1900, hreppsnefndaroddviti 1890-1900 og átti sæti í hreppsnefnd 1904-1916. Alþingismaður Skagfirðinga var hann 1934-1937. Formaður fræðslunefndar um nokkur ár. Endurskoðandi sparisjóðs Sauðárkróks frá 1908. Í stjórn SÍS var hann og í nokkur ár. Kvæntist Petreu Þorsteinsdóttur, þau eignuðust sex börn.

Símon Jóhannsson (1892-1960)

  • S01031
  • Person
  • 26.05.1892-17.03.1960

Foreldrar: Jóhann Eyjólfsson og Ingibjörg Guðjónsdóttir. Bóndi á Herjólfsstöðum í Laxárdal 1915-1916, Þverá í Hallárdal, A-Hún 1919-1920, í húsmennsku á Starrastöðum 1921-1925, bóndi í Teigakoti í Tungusveit 1925-1933, á Keldulandi á Kjálka 1933-1935, í Goðdölum 1935-1949, í Teigakoti aftur 1949-1951, síðast búsettur í Goðdölum hjá sonum sínum. Símon stundaði töluverða hrossaverslun á tímabili, keypti þá afsláttarhross í framanverðum Skagafirði og seldi til Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Fljóta. Hann var einnig við mæðiveikivörslu við Blöndu og Kúlukvísl í einhver sumur. Vorið 1941 réði Símon sig í flokk vegagerðarmanna undir stjórn Lúðvíks Kemp við lagningu Siglufjarðarbrautar þar sem hann sá um hrossagæslu, annaðist aðföng og hafði umsjón með mötuneyti ásamt fleiri viðskiptum fyrir vegagerðarmenn. Símon kvæntist Moniku Sveinsdóttur frá Bjarnastaðahlíð, þau eignuðust þrjá syni.

Sláturfélag Skagfirðinga

  • S03756
  • Association
  • 1910 - 1920

Eins og segir í Saga Skagafjarðar, síðari hluti 2. bls. 34.: Sláturhúsi Skagfirðinga hafði verið komið á laggirnar að tilhlutan ýmissa félagsmanna K.S. eins og fyrr er getið (sjá I. b, bls. 156). og átti K. S. hluta í því og stóð það í nánum tengslum við Kaupfélagið fram yfir 1920, þótt sjálfseignastofnun væri. Þegar hin pólítíska óöld hófst, misstu kaupfélagsmenn undirtökin í sláturfélagi, kaupmenn og fylgismenn þeirra máttu sín meir. Þeir munu hafa séð að verslunaraðstöðu þeirra hrakaði ef þeir misstu tökin á stjórnartaumunum þar. Því hófst langvinn rimma um notkun sláturhússins og framtíð þess er freðkjötsmarkaðurinn hófst til vegs.
Látið er staðarnumið í sögu félagsins hér því fundargerðabók nær til ársins 1920 en vísa í heimildina Saga Skagafjarðar, Kristmundur Bjarnason. LVJ.

Sören L. Tuxen (1908-1983)

  • S02466
  • Person
  • 1908-1983

Tuxen var danskur skordýrafræðingur. Hann var á Mælifelli í Skagafirði 1944 við rannsóknir og kom hér oft eftir það og hélt tengslum við Kristmund Bjarnason og fjölskyldu hans til hinsta dags. Tuxen var víðfrægur fyrir störf sín um heim allan m.a. fyrir rit sín. Tuxen var driffjöður ritraðarinnar The Zoology of Iceland.

Stefán Bjarman (1894-1974)

  • S02968
  • Person
  • 10. jan. 1894 - 28. des. 1974

Fæddur að Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi. Foreldrar: Árni Eiríksson frá Skatastöðum og Steinunn Jónsdóttir frá Mælifelli. Stefán flutti ungur með foreldrum sínum að Reykjum í Tungusveit og ólst þar upp. Um fermingaraldur fluttist Stefán með foreldrum sínum til Akureyrar og lauk þar gagnfræðaprófi 1911. Lá leiðin síðan til Reykjavíkur þar sem hann gekk í Menntaskólann. Þar bjó hann um skeið í Unuhúsi. Þýddi m.a. bækurnar Þrúgur reiðinnar eftir Steinbeck og bækur eftir Hemningway og Hamsun. Dvaldi um tíma í Bandaríkjunum og síðar í Danmörku. Um 1925 fór hann til Ameríku og dvaldist þar um árabil. Heimkominn gegndi hann m.a. kennarastörfum og veitti forstöðu vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri. Stefán Bjarman var kunnur sem einn allra snjallasti bókmenntaþýðandi hérlendis, og þýddi m.a. Steinbeck, Hemingway og Hamsun.
Maki 1: Ágústa Kolbeinsdóttir, saumakona. Þau eignuðust ekki börn.
Maki 2: Þóra Eiðsdóttir Bjarman, iðnverkakona. Þau eignuðust ekki börn.

Stefán Erlendsson (1908-1991)

  • S03298
  • Person
  • 20.09.1908-16.06.1991

Stefán Erlendsson, f. 20.09.1908, d. 16.06.1991. Foreldrar: Erlendur Helgason (1884-1964) og Guðríður Jónsdóttir (1885-1911). STefán ólst upp á Þorljótsstöðum í Vesturdal fyrstu tvö árin en þá flutti fjölskyldan að í Tungusveit. Móðir hans lést árið 1911 en faðir hans bjó áfram á Breið í tíu ár eftir það og kvæntist aftur, Moniku Sæunni Magnúsdóttur.
Bóndi í Bakkakoti í Vesturdal í Skagafirði. Bifreiðastjóri. Síðast búsettur á Akureyri.
Maki: Helga Hjálmarsdóttir (03.07.1919-26.02.2007) frá Bakkakoti. Þau eignuðust tvö bör. Þau bjuggu í Bakkakoti 1937-1945 og á Mælifelli 1945-1947. Síðan fluttu þau til Akureyrar og áttu þar heima til æviloka. Þar fékkst Stefán við ýmsa vélavinnu. o

Tryggvi Guttormur Hjörleifsson Kvaran (1892-1940)

  • S00535
  • Person
  • 31.05.1892-05.08.1940

Tryggvi Guttormur Hjörleifsson Kvaran, fæddur á Undirfelli í Vatnsdal 31. maí 1892, d. 05.08.1940. Foreldrar: Sr. Hjörleifur Einarsson prestur á Undirfelli í Vatnsdal og Björg Einarsdóttir, seinni kona hans. Tryggvi var unglingur þegar hann missti föður sinn, árið 1910, en móðir hans lifði til 1946 og bjó síðustu árin á Mælifelli hjá Tryggva og fjölskyldu hans. Hann lauk stúdentsprófi 1913 og hóf þá nám í læknisfræði en í febrúar 1918 lauk hann kandidatsprófi í guðfræði. Sótti hann um Odda á Ragnárvöllum en fékk ekki. Gerðist hann aðstoðarprestur séra Sigfúsar Jónssonar á Mælifelli og var vígður þangað 1918. Haustið 1921 brann bærinn á Mælifelli en var byggður aftur upp sumarið eftir. Tryggva var veittur Glaumbær 1937 en ekki flutti hann búferlum þangað heldur þjónaði Glaumbæ, Mælifelli og Víðimýri og sat áfram á Mælifelli.
Maki (g. 29.06.1919): Anna Grímsdóttir Thorarensen (06.09.1890-7.11.1944). Þau eignuðust tvær dætur og ólu upp fóstursoninn Kristmund Bjarnason. Tryggvi kvæntist Önnu Grímsdóttur Thorarensen. Þau eignuðust tvær dætur. Uppeldissonur þeirra var Kristmundur Bjarnason.