Málfríður Friðgeirsdóttir (1858-1954)

Auðkenni

Tegund einingar

Person

Leyfileg nafnaform

Málfríður Friðgeirsdóttir (1858-1954)

Hliðstæð nafnaform

Staðlað form nafns/nafna samkvæmt öðrum reglum

Aðrar nafnmyndir

Auðkenni fyrir stofnanir

Lýsing

Fæðingar- og dánarár

  1. júní 1858 - 31. mars 1954

Saga

,,Málfríður Friðgeirsdóttir fæddist 9. júní 1859 (eða 1858, ósamræmi í heimildum) í Áshildarholti í Skarðshreppi í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Jónsdóttir og Friðgeir Árnason og með þeim fluttist Málfríður ung vestur í Laxárdal í Húnavatnssýslu þar sem hún ólst upp. Rúmlega tvítug fór Málfríður sem bústýra til Magnúsar Björnssonar í Selhólum og eignaðist með honum eina dóttur, Helgu (1885-1946). Þremur árum síðar eignaðist hún son, Friðrik (1888-1924), með Jóni Kaprasíussyni á Gvendarstöðum. Málfríður flutti með börn sín á Sauðárkrók og árið 1894 giftist hún Þorkeli Jónssyni beyki. Þau eignuðust ekki börn saman en ólu að mestu upp fjögur barnabörn Málfríðar, þrjú börn Helgu og son Friðriks. Að auki bjuggu gamalmenni oft á heimili þeirra. Málfríður missti son sinn þegar hann hrapaði í Drangeyjarbjargi, 36 ára að aldri. Eiginmann sinn missti hún skömmu síðar. Dóttir hennar og tengdasonur misstu bæði heilsuna, tengdasonur hennar lést langt um aldur fram en dóttirin lifði í mörg ár, að miklu leyti í sturlun, bjó ein við slæman kost á Sauðárkróki og þvældist um." ,,Kjarkur hennar og dugnaður var óbilandi allt til enda þrátt fyrir erfiðleika og áföll." Málfríður starfaði allmikið að félagsmálum, einkum bindindismálum og var heiðursfélagi í stúkunni „Gleym mér ei“ á Sauðárkróki. Málfríður var hagmælt og setti saman tækifærisvísur og kvæði sem safnað var saman á bók 1950."

Staðir

Réttindi

Starfssvið

Lagaheimild

Innri uppbygging/ættfræði

Almennt samhengi

Tengdar einingar

Tengd eining

Friðrik Jón Jónsson (1888-1924) (16. nóvember 1888 - 30. maí 1924)

Identifier of related entity

S01214

Flokkur tengsla

family

Type of relationship

Friðrik Jón Jónsson (1888-1924)

is the child of

Málfríður Friðgeirsdóttir (1858-1954)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Tengd eining

Hólmar Magnússon (1914-1995) (14. okt. 1914 - 8. júlí 1995)

Identifier of related entity

S02550

Flokkur tengsla

family

Type of relationship

Hólmar Magnússon (1914-1995)

is the grandchild of

Málfríður Friðgeirsdóttir (1858-1954)

Dagsetning tengsla

Lýsing á tengslum

Access points area

Efnisorð

Occupations

Stjórnsvæði

Authority record identifier

S02207

Kennimark stofnunar

IS-HSk

Reglur eða aðferð sem stuðst er við

Staða

Final

Skráningarstaða

Hlutaskráning

Skráningardagsetning

Frumskráning 8.5.2017 SFA
Lagfært 10.08.2020. R.H.

Tungumál

  • íslenska

Leturgerð(ir)

Athugasemdir um breytingar

  • Clipboard

  • Flytja út

  • EAC

Related subjects

Tengdir staðir