Manuscripts

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Manuscripts

Equivalent terms

Manuscripts

Associated terms

Manuscripts

2 Archival descriptions results for Manuscripts

2 results directly related Exclude narrower terms

Síða 3, bakhlið

Handritið hefst á níðvísu sem Sölvi kallar „Grafskrift“ Jóa Sölvasonar í Ærlækjarseli sem fær fær ekki falleg eftirmæli frá Sölva. Á eftir fylgir frásögn Sölva sem fjallar greinilega um þau þáttaskil þegar Sölvi var fluttur frá Ærlækjarseli til Húsavíkur árið 1854 þar sem var réttað yfir honum og hann loks dæmdur betrunarvistar í Kaupmannahöfn. Handritið virðist vera ritað bæði í Ærlækjarseli og á Húsavíkurbakka hjá sýslumanninum. Fyrst virðist hann vera í Ærlækjarseli þaðan sem hann býst við að verða fluttur á Bakka (Húsavíkurbakka) til Skúlasonar. (Hér er væntanlega átt við Sigfús Skúlason sýslumann sem kallaði sig Sigfús Schulesen. Sölvi virðist rita nafn hans á ýmsa vegur en notast yfirleitt ekki við skírnarnafnið). Sölvi segir upp og ofan af því sem fram fer og augljóst er að Sölvi býst ekki við öðru en að fá dóm fyrir sakir sem hann sver af sér. Þar sem frásögninni sleppir virðast hafa liðið þrír dagar frá því hann kom til Schulesen sýslumanns.

Síða 4, framhlið

Sölvi fer ófögrum orðum um vistina í Ærlækjarseli og segir þann stað næst verstan á Íslandi en aðeins Skálá í fæðingarsveitinni er verri, hjá þeim Birni (hreppstjóra, áður á Ystafelli) og Önnu konu hans sem Sölvi segir hafa „járnsál“