Merkigil

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Merkigil

Equivalent terms

Merkigil

Associated terms

Merkigil

19 Authority record results for Merkigil

19 results directly related Exclude narrower terms

Ágústa Jónasdóttir (1904-2006)

  • S03585
  • Person
  • 01.08.1904-08.12.2006

Ágústa Jónasdóttir, f. á Merkigili 01.08.1904, d. 08.12.2006. Foreldrar: Jónas Steindór Kristjánsson og Stefanía Sigurðardóttir. Foreldrar Ágústu voru í húsmennsku á Merkigili þegar hún fæddist og tveggja ára var henni komið í fóstur til Jóns Guðmundssonar, sem síðar bjó á Hofi í Vesturdal og komu hans, Margrétar Jóhannesdóttur. Ólst hún upp hja´þeim á Minni-Ökrum, Tyrfingsstöðum og Stekkjarflötum. Hún fór vinnkonu að Héraðsdal árið 1921 og giftist Sigtryggi, sem þar hóf búskap árið áður. Ágústa stundaði heimilisstörf í Héraðsdal en þegar þú hjón fluttu til Sauðárkróks fór hún að vinna við þríf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þau bjuggu í Lindargötu 5 (Borgarey).
Þess er sérstaklega getið í æviskrám að Ágústa hafi sundriðið Héraðsvötn til að fæða sonstinn í umsjón ljósmóður sem var búsettt í Sólheimagerði.
Maki: Sigtryggur Einarsson bóndi í Héraðsdal (1886-1955). Þau eignuðust sex börn.

Bjarni Fanndal Finnbogason (1918-1975)

  • S02182
  • Person
  • 27. feb. 1918 - 11. jan. 1975

Foreldrar hans voru Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Búfræðikandidat frá Sem í Noregi 1939. Héraðsráðunautur í Dalasýslu 1957-1971. Kvæntist Sigurlaugu Indriðadóttur frá Dvergsstöðum í Eyjafirði.

Eiríkur Gíslason (1872-1952)

  • S03470
  • Person
  • 02.12.1872-20.08.1952

Eiríkur Gíslason, f. á Höskuldsstöðum 02.12.1872, d. 20.08.1952 á Tyrfingsstöðum. Foreldrar: Gísli Þorláksson og María Jónsdóttir. Fyrstu æviár sín var Eiríkur á hrakningi í Blönduhlíð, en lenti í Sólheimum á barnsaldri og var þar að mestu til tvítugs. Hirti um árabil suaði Helga ríka í Fjallhúsum. Hann var í vinnumennsku á ýmsum stöðum á Kjálka og Austurdal. Auk þess eitt ár í Fagranesi á Reykjaströnd. Þangað fluttist hann með Friðfinni Kristjánssyni frá Ábæ. Fluttist hann svo aftur fram til dala. Um 1910 gerðist hann húsmaður á Merkigili og fékk eyðibýlið Miðhús til afnota. Þar var hann með sauðfjárbú og hesta. Árið 1927 fluttist hann að Tyrfingsstöðum til sonar síns og var þar til æviloka í húsmennsku.
Einar giftist ekki en átti barn með Ólöfu Jónsdóttur frá Hóli í Siglufirði.
Ráðskona Eiríks um skeið var Inga Guðrún Guðmundsdóttir.

Eiríkur Hreinn Finnbogason (1922-2006)

  • S02181
  • Person
  • 13. mars 1922 - 3. maí 2006

Eiríkur Hreinn Finnbogason fæddist á Merkigili í Austurdal í Skagafirði 13. mars 1922. Foreldrar hans voru Skúli Finnbogi Bjarnason frá Þorsteinsstöðum og Sigrún Eiríksdóttir frá Sölvanesi, þau fluttu frá Merkigili að Sveinsstöðum í Tungusveit árið 1923 og voru þar í tvö ár, bjuggu á Mið-Grund í Blönduhlíð 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal árið 1935, voru þar í eitt ár, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og fóru þaðan til Akureyrar. ,,Eiríkur Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942. Hann lagði stund á íslensk fræði við Háskóla Íslands og lauk cand. mag.-prófi 1949. Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Hringbraut (nú Hagaskóla) frá stofnun 1949 til 1962, og forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur 1959-60. Hann kenndi við Menntaskólann í Reykjavík 1962-63 og var fulltrúi í bókmenntaráði Almenna bókafélagsins 1957-63. 1963 varð hann lektor við háskólana í Gautaborg og Lundi og starfaði þar til 1966 þegar hann tók við starfi borgarbókavarðar og gegndi því starfi til 1975. Eiríkur Hreinn var prófessor í afleysingum við Háskóla Íslands á vormisseri 1968 og síðar stundakennari þar um árabil. Hann kenndi einnig við MR og Verslunarskólann eftir að hann kom heim frá Svíþjóð. Hann var útgáfustjóri Almenna bókafélagsins frá 1975 til ársins 1994 þegar hann lét af störfum. Eiríkur Hreinn var upphafsmaður þáttarins Daglegs máls í Ríkisútvarpi 1953 og stjórnaði honum þá og 1955 og 1956. Eftir Eirík Hrein liggja ýmsar ritgerðir og greinar í blöðum og tímaritum auk formála eða eftirmála að flestum útgáfum sem hann annaðist. Hann þýddi verk eftir Graham Greene, Bertil Almgren og Per Olof Sundman. Hann var ritstjóri Félagsbréfa AB 1957-63 (ásamt öðrum) og ritstýrði ásamt öðrum íslensku útgáfunni af Sögu mannkyns, ritröð AB. Hann gaf út Dagbók í Höfn og ljóðmæli Gísla Brynjúlfssonar. Einnig endurbætti hann og gaf út Íslenska málfræði Björns Guðfinnssonar. Hann annaðist útgáfu á verkum eftir m.a. Guðmund G. Hagalín, Sigurð Breiðfjörð, Tómas Guðmundsson, Matthías Johannessen og Jakob Thorarensen." Eiríkur Hreinn kvæntist 4. júní 1949 Jóhönnu Pétursdóttur frá Hjalteyri, þau eignuðust þrjú börn.

Elín Jóhanna Jóhannesdóttir (1926-1981)

  • S01776
  • Person
  • 6. okt. 1926 - 12. nóv. 1981

Dóttir Moniku Helgadóttur og Jóhannesar Bjarnasonar á Merkigili. Kvæntist Jónasi Haraldssyni, þau bjuggu á Völlum í Vallhólmi.

Guðfinna Einarsdóttir (1811 - eftir 1870)

  • S01719
  • Person
  • 1811 - eftir 1870

Vinnukona á Bollastöðum, Blöndudalshólasókn, Hún. 1835. Vinnuhjú á Höskuldsstöðum, Miklabæjarsókn, Skag. 1845. Vinnukona í Stafni, Hofsókn, Skag. 1860. Hreppskerling í Merkigili, Ábæjarsókn, Skag. 1870. Finnst ekki fædd þar sem kirkjubækur Reynistaðasóknar frá þeim tíma eru glataðar.
Hefur mögulega átt barn með Kráki Jónssyni (1796-1868), Benedikt Kráksson (1833-1845).

Guðrún Ingiríður Jóhannesdóttir (1932-)

  • S01773
  • Person
  • 26. apríl 1932-

Dóttir Moniku Helgadóttur og Jóhannesar Bjarnasonar á Merkigili. Guðrún ólst upp á Merkigili. Kvæntist Einari Kristmundssyni frá Rauðbarðaholti í Hvammssveit í Dölum, búsett þar frá 1953.

Halldór Gottskálk Jóhannsson (1871-1942)

  • S03037
  • Person
  • 25. nóv. 1871 - 9. júní 1942

Fæddur að Rein í Hegranesi. Foreldrar: Jóhann Þorvaldsson, bóndi að Rein og víðar og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Finnstungu. Þau slitu samvistir þegar hann var ársgamall.
Halldór var um árabil vinnumaður hjá Agli bónda á Merkigili. Hann var bóndi á hluta Gilsbakka 1896-1897, Egilsá 1899-1901, Löngumýri 1901-1904, Vöglum 1904-1912 (eignaðist þá jörð), Vaglagerði 1912-1920. Þaðan fluttist hann að Bakkaseli í Öxnadal og bjó þar í 6 ár. Þar stunduðu þau hjónin m.a. greiðasölu. Þá hættu þau hjónin búskap og dvöldust eftir það á Akureyri í skjóli barna sinna til æviloka. Maki: Jónína Jónsdóttir (1880-1958) frá Króksstöðum. Þau eignðust níu börn. Fyrir hafði Halldór eignast son með Björgu Steinsdóttir, þá vinnukonu á Stóru-Seylu.

Helgi Jónsson (1937-1997)

  • S03519
  • Person
  • 31.08.1937-12.01.1997

Helgi Jónsson, f. 31.08.1937, d. 12.01.1997. Foreldrar: Jón Jónsson frá Hárlaugsstöðum (f. 1897) og Rósa Runólfsdóttir (f. 1908).
Á yngri árum stundaði Helgi vertíðir í Vestmannaeyjum, Grindavík og Hafnarfirði. Hann var við bústörf á Herríðarhóli til 1974 en réði sig þá í vinnumennsku að Merkigili hjá Moniku Helgadóttur og varð síðar bóndi þar.

Jóhannes Bjarnason (1896-1944)

  • S03188
  • Person
  • 19.08.1896-24.04.1944

Jóhannes Bjarnason, f. á Þorsteinsstöðum í Tungusveit 19.08.1896, d. 24.04.1944 á Sauðárkróki. Foreldrar: Bjarni Jóhannesson bóndi í Þorsteinsstaðakoti í Tungusveit og kona hans Elín Finnbogadóttir. Jóhannes naut venjulegrar barnafræðslu og ólst upp hjá foreldrum sínum. Þau fluttu að Ytri-vartárdal 1915. Árið 1920 keypti Finnbogi, bróðir Jóhannesar, jörðina Merkigil og kom Jóhannes síðar inn í þau kaup og var skráður bóndi þar frá 1923. Bjó þar þangað til hann lést árið 1944 og hafði þá verið með krabbamein í nokkur ár.
Maki: Monika Sigurlaug Helgadóttir (25.11.1901-10.06.1988). Þau eignuðust átta börn. Monika bjó áfram á Merkigil eftir að Jóhannes lést.

Jón Jónsson (1883-1950)

  • S03029
  • Person
  • 6. okt. 1883 - 2. okt. 1950

Foreldrar: Jón Sigurðsson bóndi og oddviti á Skúfsstöðum í Hjaltadal og barnsmóðir hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir, þá ógift vinnukona í Hofstaðaseli. Jón ólst upp hjá föður sínum á Skúfsstöðum og naut barnafræðslu í heimahúsi. Snemma fór hann að heiman í vinnumennsku á ýmsum bæjum. 1908-1909 bjó Jón í Viðvík með unnustu sinni, Fanneyju Sigfúsdóttur. Þaðan fluttu þau í Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit til foreldra hennar. Þar var Jón eitt ár en þá skildu leiðir. Jón fór í vinnumennsku, fyrst í Skúfsstaði, síðan í Ingveldarstaði í Hjaltadal og árið 1913 í sjálfsmennsku að Keldulandi á Kjálka. Áður hafði Fanney dáið frá tveimur ungum börnum þeirra og var sonur þeirra komin til fósturs í Kelduland en dóttir þeirra ólst að mestu upp hjá móðursystur sinni á Bjarnastöðum í Bönduhlíð. Næstu árin var Jón á Keldulandi, ýmist í sjálfsmennsku eða vinnumennsku. Jón var svo vinnumaður í Tungukoti 1917-1918. Um nokkurra ára skeið var ráðskona hans Anna Einarsdóttir. Þau eignuðust saman son. Bóndi í Bólu í Blönduhlíð 1922-1923, á Fossi í sömu sveit 1923-1924, á Kúskerpi 1924-1925. Árið 1926 kvæntist hann Jónínu Ólafsdóttur og voru þau eitt ár á Miklabæ og annað í Axlarhaga, sem vinnujú. Bjuggu á Ystu-Grund 1929-1932, í Grundarkoti 1933-1947 og í Litladal í Blönduhlíð 1947-1950. Jón og Jónína eignuðust þrjú börn.

Margrét Marta Jóhannesdóttir (1928-2016)

  • S01775
  • Person
  • 22. ágúst 1928 - 3. feb. 2016

Margrét Marta Jóhannesdóttir fæddist á Merkigili í Skagafirði 22. ágúst 1928. Foreldrar hennar voru Monika Sigurlaug Helgadóttir frá Ánastöðum, húsfreyja á Merkigili og Jóhannes Bjarnason bóndi á Merkigili, frá Þorsteinsstöðum í Tungusveit í Skagafirði. Barnsfaðir Margrétar Mörtu var Baldur Árnason, þau eignuðust eina dóttur.
Margrét vann á nokkrum bæjum í Skagafirði við almenn heimilis- og bústörf þegar hún hafði aldur til. Hún var í Húsmæðraskólanum á Akureyri veturinn 1950-1951 og í framhaldinu vann hún hjá Gefjunni á Akureyri þar til hún eignaðist Moniku. Fyrstu árin eftir það hélt hún saumanámskeið í Skagafirði og víða um Norðurland. Hún tók einnig að sér að sauma fyrir einstaklinga. Hún kom síðan aftur í Merkigil þegar heimilisfólkinu fór að fækka og vann að búinu í nokkur ár eða til ársins 1974. Þá fluttist hún til Akureyrar ásamt dótturinni og vann þar við að sauma og við fiskvinnslu. Bjó hún þar til haustsins 1982 en þá fluttist hún suður yfir heiðar og settist að á Seltjarnarnesi og bjó þar alla tíð síðan.

Margrét Pálsdóttir (1874-1937)

  • S02989
  • Person
  • 31. des. 1874 - 13. des. 1937

Foreldrar: Páll Andrésson og Anna Jónsdóttir bændur á Egilsá, Breið, Bústöðum og víðar. Margrét ólst að mestu leyti upp á Merkigili hjá þeim Agli og Sigurbjörgu. Var um tíma starfsstúlka hjá baróninum á Hvítárvöllum. Stundaði barnakennslu lengi, fyrst á Sauðárkróki og síðan á Akureyri. Kennari í Reykjavík 1930. Margrét kvæntist ekki en eignaðist dóttur með Sigtryggi Friðfinnssyni á Giljum.

Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988)

  • S00581
  • Person
  • 25.11.1901-10.06.1988

Monika S. Helgadóttir (1901-1988) var fædd á Ánastöðum í Svartárdal, dóttir Helga Björnssonar og Margrétar Sigurðardóttur. Hún settist að á Merkigili í Austurdal í Skagafirði ásamt manni sínum Jóhannesi Bjarnasyni frá Þorsteinsstöðum árið 1932. Jóhannes lést árið 1944 og eftir andlát hans stóð hún ein eftir með átta börn, sjö dætur og einn son. Þrjár elstu dæturnar voru fermdar en yngsta barnið, sem var nokkurra vikna gamalt, var skírt við kistu föður síns. Árið 1949 réðst hún í það stórvirki að byggja nýtt hús úr steinsteypu, sem enn stendur. Var það sannkallað kraftaverk þar sem öll aðföng í húsið voru flutt á hestum yfir Merkigilið sjálft, hvort sem það var möl, sement, bárujárn eða hvað annað sem til þess þurfti. Monika varð þjóðkunn þegar hún var sæmd Fálkaorðunni þann 17. júní 1953 fyrir búskaparafrek við erfiðar aðstæður og enn fremur ári seinna þegar út kom bók Guðmundar G. Hagalín, Konan í dalnum og dæturnar sjö, þar sem hann fjallaði um lífshlaup Moniku.

Pétur Valdimarsson (1896-1973)

  • S02810
  • Person
  • 14. apríl 1896 - 14. júní 1973

Pétur Valdimarsson, f. 14.04.1896 á Merkigili í Austurdal. Foreldrar: Valdimar Bjarnason á Keldulandi á Kjálka og kona hans Ingibjörg Gunnarsdóttir. Pétur ólst að mestu upp hjá foreldrum sínum til tíu ára aldurs en dvaldi tíma og tíma hjá ömmusystur sinni, Ingibjörgu Andrésdóttur og manni hennar, Helga Árnasyni. Vorið 1908 fluttu Ingibjörg og Helgi að Sólheimagerði og fór Pétur þá alfarið til þeirra. Árið 1909 veiktist hann af barnaveiki og þó að hann hjarnaði við beið hann þeirra veikinda aldrei bætur.
Maki: Kristín Hallgrímsdóttir, f. 17.10.1892 í Úlfstaðakoti. Þau eignuðust fjögur börn.
Þau hófu búskap í Úlfstaðakoti (nú Sunnuhvoli) 1915-1920, í Sólheimagerði í Blönduhlíð 1920-1924, á Fremri-Kotum 1924-1935. Þá fluttu þau til Eyjafarðar og bjuggu að Neðri-Rauðalæk á Þelamörk. Átti Pétur þar heimili til æviloka. Síðuastu 10 árin sá Ingólfur sonur þeirra um búskapinn vegna vanheilsu Péturs, sem einbeitti sér að bókbandi. Pétur gaf sig lítt að opinberum málum í Akrahreppi en í Glæsibæjarhreppi var hann í hreppsnefnd og fjallaskilastjórn.

Sigrún Eiríksdóttir (1897-1991)

  • S02180
  • Person
  • 19. ágúst 1897 - 7. feb. 1991

Foreldrar: Eiríkur Guðmundsson b. í Sölvanesi og s.k.h. Jórunn Guðnadóttir. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Sölvanesi. Kvæntist árið 1917 Finnboga Bjarnasyni frá Þorsteinsstöðum í Tungusveit. Þau bjuggu í Sölvanesi 1918-1920, á Merkigili 1920-1923, á Sveinsstöðum 1923-1925, á Mið-Grund 1925-1935, á Hrauni í Öxnadal 1935-1936, á Stokkahlöðum í Hrafnagilshreppi 1938-1940, á Kroppi í sömu sveit 1940-1942 og eftir það á Akureyri. Sigrún og Finnbogi eignuðust fimm syni og tóku tvö fósturbörn.

Sigurbjörg Helgey Jóhannesdóttir (1939-

  • S01774
  • Person
  • 26. jan. 1939-

Dóttir Moniku Helgadóttur og Jóhannesar Bjarnasonar á Merkigili. Búsett í Ölfusi. Maki 1: Páll Sigurðsson frá Fornahvammi. Maki 2: Halldór Guðmundsson frá Hvammi í Ölfusi.

Skarphéðinn Jóhannesson (1942-

  • S02890
  • Person
  • 12. mars 1942-

Skarphéðinn Jóhannesson f. 12.03.1942 á Merkigili. Foreldrar: Jóhannes Bjarnason (1896-1944) og Monika Sigurlaug Helgadóttir (1901-1988) bændur á Merkigili í Austurdal. Búsettur í Hveragerði, starfaði hjá Landsvirkjun.
Maki 1: Sigríður Hrólfsdóttir frá Kolgörf á Efribyggð. Þau skildu.
Maki 2: Guðríður Fjóla Ólafsdóttir frá Kleif á Skaga, f. 1941.

Steingrímur Jónsson (1844-1935)

  • S00267
  • Person
  • 29.11.1844 - 12.08.1935

Steingrímur Jónsson fæddist á Merkigili þann 29. nóvember 1844. Hann var bóndi á Silfrastöðum í Akrahreppi. Kona hans var Efemía Kristín Árnadóttir (1858-1907), notaði Kristínar nafnið í daglegu tali.