Miðsitja í Blönduhlíð

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Miðsitja í Blönduhlíð

Equivalent terms

Miðsitja í Blönduhlíð

Associated terms

Miðsitja í Blönduhlíð

8 Authority record results for Miðsitja í Blönduhlíð

8 results directly related Exclude narrower terms

Aldís Sveinsdóttir (1890-1977)

  • S02716
  • Person
  • 13. okt. 1890 - 1. nóv. 1977

Foreldrar: Sveinn Eiríksson og Þorbjörg Bjarnadóttir á Skatastöðum í Austurdal. Missti móður sína á níunda ári og hafði skömmu áður verið tekin í fóstur af Jóni Jónssyni og Aldísi Guðnadóttur á Gilsbakka. Var þar fram yfir tvítugt og fór þá vinnukona að Bústöðum. Fór á Sauðárkrók 1912 en var á Frostastöðum í Blönduhlíð 1914. Maki: Kristinn Jóhannsson, f. 02.12.1886 á Flugumýri í Blönduhlíð. Þau eignuðust fimm syni. Bjuggu í Borgargerði, Miðsitju og á Hjaltastöðum en frá 1930 á Sauðárkróki. Eftir að Aldís varð ekkja bjó hún um sinn á Sauðárkróki en fór síðar í vistir á ýmsa bæi, m.a. Flatatungu, Egilsá og Höskuldsstaði. Haustið 1947 fluttist hún til Akureyrar en mun líklega hafa komið aftur í Skagafjörð. A.m.k. var hún skráð til heimilis í Keflavík í Hegranesi árið 1950. Fór aftur til Akureyrar og vann m.a. við húshjálp. Síðast búsett á Kristnesi.

Anna Sveinsdóttir (1866-1938)

  • S03416
  • Person
  • 18.07.1866-11.11.1938

Anna Sveinsdóttir, f. á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sveinn Pálsson bóndi á Þangskála og Guðleif Sæmundsdóttir vinnukona á Miðsitju. Anna var skömmu eftir fæðingu flutt til Siglufjarðar með móður sinni. Þar var hún tekin í í fóstur af Árna Gíslasyni bóndi í Skarðdalskoti og síðar Hólum í Fljótum og konu hans, Sigriðir Pálsdóttur, sem var föðursystir Önnu. Hún fermdist á Barði 1881. Eftir það var hún í vistum á ýmsum stöðum, þar til hún tók við búsforráðum hjá Jóhanni Oddssyni sem þá var ekkill. Bjó hún með honum til æviloka. au bjuggu á parti af Vík 1901-1908, Grænhóli í Borgarsveit 1908-1920, Ásgrímsstöðum í Hegranesi 1920-1925 og Staðarhóli í Siglufirði.

Sambýlismaður: Jóhann Oddsson (1864-1949). Anna og Jóhann áttu ekkert barn en ólu upp Kristján Árnason.

Eiríkur Sigurgeirsson (1891-1974)

  • S02859
  • Person
  • 24.09.1891-13.05.1974

Eiríkur Sigurgeirsson, f. 24.09.1891 á Miðsitju í Blönduhlíð. Foreldrar: Sigurgeir Jónsson húsmaður í Vík í Staðarhreppi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, þar til þau slitu samvistir árið 1899. Fyrst eftir það var hann að mestu leyti hjá móður sinni en síðan á ýmsum bæjum í Staðarhreppi. Bóndi í Hólkoti (Birkihlíð) í Víkurtorfu 1912-1913, á Auðnum 1920-1928, á Varmalandi í Sæmundarhlíð 1928-1934, á Bessastöðum í sömu sveit 1934-1938, í Vatnshlíð 1938-1963. Var hjá Valdimar bróður sínum á Blönduósi 1963-1964, á Freyjugötu 17 á Sauðárkróki 1964-1973. Eiríkur var alblindur allmörg síðustu árin og var illa haldinn af heymæði. Maki: Kristín Karólína Vermundardóttir, f. á Sneis í Laxárdal fremri. Þau eignuðust 13 börn.

Guðmundur Sigurðsson (1838-1922)

  • S00763
  • Person
  • 15.02.1838-24.04.1922

Foreldrar: Sigurður Gíslason b. á Mið-Grund og k.h. Sigríður Þorláksdóttir. Guðmundur reisti bú á Miðsitju 1868-1869, brá þá búi og fór austur á Vopnafjörð til náms í söðlasmíði og lauk þar námi sem fullærður söðlasmiður og stundaði þá iðn samhliða búskap. Bóndi á Mið-Grund 1874-1883 og í Ytra-Vallholti 1883-1919. Kvæntist Guðrúnu Eiríksdóttur frá Djúpadal, þau eignuðust sex börn.

Jóhann Eiríksson (1892-1970)

  • S03469
  • Person
  • 19.01.1892-08.05.1970

Jóhann Eiríksson, f. á Sólheimum í Blönduhlíð 19.01.1892, d. 08.05.1970 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Eiríkur Gíslason, síðast húsmaður á Tyrfingsstöðum og barnsmóðir hans, Ólöf Jónsdóttir, þá ógift vinnukona á Sólheimum.
Jóhann ólst upp með móður sinni, fyrstu tvö árin í Sólheimum og síðar aftur þar 1897-1902. Annars voru þau á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og fylgdust að til ársins 1911, að Ólöf fór í aðra vist.Þegar bærinn á Víðivöllum brann 1908 voru þau þar og komst Jóhann naumlega úr brunanum. Jóhann var áfram á Víðivöllum til 1915 en eftir það fylgfust þau að á Miðsitju, Úlfsstöðum og Kúskerpi. Árið 1919 fóru þau í húsmennsku að Flatatungu á Kjálka. Átti Jóhann þá orðið eitthvað af skepnum og voru þú búandi í nokkur ár. Árið 1924 tók Jóhann jörðina Tyrfingsstaði til ábúðar og var móðir hans áfram ráðskona hans, þar til Freyja Ólafsdóttir réðst þangað og giftist síðan Jóhanni árið 1940.
Maki: Freyja Ólafsdótir(1899-1982). Þau eignuðust eina dóttur.

Jóhanna Birna Helgadóttir (1911-1990)

  • S00888
  • Person
  • 6. júlí 1911 - 21. desember 1990

Jóhanna Birna Helgadóttir, f. að Kirkjuhóli í Seyluhreppi 06.07.1911, d. 21.12.1990. Foreldrar: Helgi Júlíus Guðnason (1865-1932) og fyrri kona hans, Sigurbjörg Jónsdóttir (1871-1914). Þau bjuggu á Kirkjuhóli árið sem Birna fæddist en fluttust ári síðar að Kolgröf og bjuggu á parti þar, síðan á Þröm 1916-1925 og á Miðsitju 1926-1931. Þá brá hann búi og fór að Miklabæ í Blönduhlíð. Birna missti móður sína þegar hún var þriggja ára gömul en Helgi tók sér bústýru, Maríu Guðmundsdóttur, og eignaðist með henni börn. Hún gekk börnum hans einnig í móðurstað. Fjórtán ára gömul fluttist Birna til Akureyrar og dvaldi í vistum hjá skyldfólki sínu. Það ár missti hún föður sinn. Árið 1935 réðist hún í kaupavinnu að Fremstagili í Langadal. Þar bjó Hilmar, sem síðar varð eiginmaður hennar.
Maki: Hilmar Arngrímur Frímannsson. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu allan sinn búskap á Fremstagili.
Birna var hgmælit og félagslind og tók þátt í starfi kvenfélagsins í sveitinni.

Sólveig Stefánsdóttir (1939-

  • S02616
  • Person
  • 10. júní 1939-

Fósturforeldrar: Friðbjörn Jónasson b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd o.v. og k.h. Sigríður Halldórsdóttir. Sólveig Stefánsdóttir var lengi ábúandi á Miðsitju í Blönduhlíð ásamt eiginmanni sínum Jóhanni Þorsteinssyni. Sólveig fluttist frá Miðsitju á Sauðákrók og síðast til Reykjavíkur þar sem hún er nú búsett.

Þorkell Jónsson (1893-1980)

  • S02805
  • Person
  • 16. okt. 1893 - 29. júlí 1980

Þorkell Jónsson, f. 16.10.1893 í Hjaltastaðahvammi í Blönduhlíð. Foreldrar: Jón Jónasson bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð og kona hans Guðrún Þóra Þorkelsdóttir ljósmóðir. Þorkell ólst upp hjá foreldrum sínum í Hjaltastaðakvammi til 1900 og á Þorleifsstöðum 1900-1909. Hann var vinnumaður á Löngumýri í Vallhólmi 1909-1912 en sneri þá aftur að búi foreldra sinna á Þorleifsstöðum þar sem hann starfaði til ársins 1916. Var lausamaður á Mið-Grund í Blönduhlíð 1916-1917.
Maki 1: Una Gunnlaugsdóttir á Mið-Grund. Þau eignuðust fjögur börn. Þau giftust árið 1917 og hófu búskap í tvíbýli við móður Unu. Bjuggu þar til 1925. Það ár fluttust þau í Litladal og bjuggu þar til ársins 1930. Þá fluttust þau til Sauðárkróks þar sem Þorkell starfaði sem bílstjóri í eitt ár. Keyptu Miðsitju í Blönduhlíð og bjuggu þar árin 1931-1945. Á þessum árum stundaði Þorkell vöru- og fólksflutninga samhliða búskapnum. Þorkell gerði líka töluvert af því að smíða skeifur fyrir bændur í sveitinni. Árið 1945 slitu Þorkell og Una samvistir og seldu jörðina. Þorkell flutti til Siglufjarðar þar sem hann starfaði hjá Síldarverksmiðjum ríkisins og stundaði ökukennslu.
Maki 2: Sambýliskona Þorkels á Siglufirði var Jóninna Margrét Sveinsdóttir, f. 05.01.1900 á Lóni í Viðvíkursveit.