Norður-Dakota

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Norður-Dakota

Equivalent terms

Norður-Dakota

Associated terms

Norður-Dakota

2 Authority record results for Norður-Dakota

2 results directly related Exclude narrower terms

Benedikt Jónsson (1863-1938)

  • S02014
  • Person
  • 1. mars 1863 - 4. ágúst 1938

Foreldrar Benedikts voru Jón Benediktsson bóndi á Hólum og Sigríður Halldórsdóttir prófasts á Sauðanesi í Þingeyjarþingi, Björnssonar. Benedikt ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar menntunar er þá gerðist og veitt var "betri manna börnum". Hafði Benedikt prófastur afi hans, gefið sonarsyni sínum Hóla með Hofi eftir sinn dag, en hann andaðist 28. apríl 1868. Um 1880 var fjárhagur Jóns, föður Benedikts þröngur og var það samkomulag þeirra að bjóða Hólaeignina til sölu. Í þann tíma var áhugi fyrir að stofna búnaðarskóla á Norðurlandi. Varð það úr að Skagafjarðarsýsla keypti Hóla með Hofi á 13. þúsund krónur. Hugðist Benedikt nú leita sér frekara náms en hann hafði áður notið. Varð hann lærlingur hjá sr. Árna Þorsteinssyni presti á Ríp árið 1882 til að nema tungumál. Þótti hann fremur laus í ráði og hafði hann meiri áhuga á konuefni sínu, Þorbjörgu Árnadóttur frá Stokkhólma. Voru þau í húsmennsku á Syðri Brekkum 1883, en töldust þó hafa jarðarhluta á móti Sigtryggi bónda Jónatanssyni. Fluttust svo að Hofi í Hjaltadal og voru þar í sambýli við föður Benedikts 1884-1886. Brugðu þá búi og fluttust til Sauðárkróks. Var fjárhagur þá þröngur og Benedikt lítt vanur kaupstaðavinnu. Lauk verunni þar með hjónaskilnaði. Fór hann með eldri dóttur þeirra 1887 til Vesturheims, en hún réðst í vistir með yngri dótturina. Benedikt var síðar allvíða í Kanada og Norður Dakota og hafði litla staðfestu til langdvalar á sama stað en dvaldist síðast í Riverton, hann drukknaði þar í Íslendingafljóti. Benedikt og Þorbjörg eignuðust tvær dætur.
Seinni kona Benedikts, kvænt í Vesturheimi, var Kristín Baldvinsdóttir frá Skeggjastöðum í N-Múlasýslu, þau eignuðust fjögur börn.

Kristján Níels Jónsson (1859-1936)

  • S02095
  • Person
  • 7. apríl 1859 - 25. okt. 1936

Káinn fæddist á Akureyri 1860, sonur Jóns Jónssonar járnsmiðs og konu hans, Þórunnar Kristjánsdóttur frá Dvergstöðum. Á Akureyri ólst hann upp til þess er hann missti móður sína, 14 ára gamall, en þá fór hann til móðurbróður síns, Davíðs Kristjánssonar bónda á Jódísarstöðum og var hjá honum uns hann flutti til Ameríku 18 ára gamall árið 1878. Þar vestra bjó hann lengst af í Norður-Dakota. Hann var þar jafnan í vinnumennsku og ýmsu því er til féll. Hann var skemmtinn og sá lífið og tilveruna jafnan í kímilegu ljósi eins og fjölmargar vísur hans bera vott um og er hann án nokkurs vafa þekktasta íslenska kímniskáld í Vesturheimi. Káinn kvæntist aldrei og dó barnlaus.