Páfastaðir í Skagafirði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Páfastaðir í Skagafirði

Equivalent terms

Páfastaðir í Skagafirði

Associated terms

Páfastaðir í Skagafirði

7 Authority record results for Páfastaðir í Skagafirði

7 results directly related Exclude narrower terms

Albert Kristjánsson (1865-1953)

  • S01096
  • Person
  • 22. nóv. 1865 - 11. des. 1953

Foreldrar: Kristján Stefánsson og Soffía Jónsdóttir. Soffía giftist síðar Jónasi Rögnvaldssyni bónda í Kjartansstaðakoti. Albert ólst upp með móður sinni og fluttist með henni innan við fermingaraldur til Skagafjarðar. Fór hann þá að vinna fyrir sér. Búfræðingur frá Hólum 1888. Bóndi á Páfastöðum 1889-1951. Sat í hreppsnefnd Staðarhrepps 1901-1916 og oddviti hennar 1904-1916. Tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. einn af stofnendum Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturfélags Skagfirðinga.
Maki: Guðrún Ólafsdóttir, f. 19.01.1856. Þau eignuðust 4 börn og náðu þrjú þeirra fullorðinsaldri.

Albert Sölvason (1903-1971)

  • S03561
  • Person
  • 1903-1971

Albert fæddist á Páfastöðum í Skagafirði .Foreldrar Alberts voru Sölvi Jónsson járnsmiður og kona hans Stefanía Ferdínansdóttir húsfreyja. Albert nam ketil-og plötusmíði, einnig var hann með vélstjórapróf.
Abert varð síðar framkvæmdastjóri á Akureyri.

Hilmar Skagfield (1923-2011)

  • S00295
  • Person
  • 24.7.1923-14.8.2011

Hilm­ar fædd­ist á Páfa­stöðum 25. júlí 1923, son­ur hjón­anna Lovísu Al­berts­dótt­ur og Sig­urðar Skag­field. Bókhaldari í Reykjavík 1945. ,,Hann kvænt­ist Krist­ínu Guðmunds­dótt­ur og fluttu þau til Talla­hassee í Flórída, þar sem Hilm­ar stundaði nám. Þau bjuggu þar síðan. Hilm­ar var ræðismaður Íslands frá 1980 og aðalræðismaður frá 1985 þar til hann lét af störf­um 2007. Hilm­ar hafði alla tíð mik­il sam­skipti við Ísland og Íslend­inga. Hann var m.a. hvatamaður að stofn­un Kiw­an­is-hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Þá var hann einnig hvatamaður að því að lög­regl­an í Reykja­vík og lög­regl­an í Talla­hassee tóku upp sam­starf á sviði mennt­un­ar lög­reglu­manna." Hilmar og Kristín eignuðust þrjú börn.

Ingibjörg Lovísa Albertsdóttir (1895-1955)

  • S01396
  • Person
  • 7. jan. 1895 - 22. nóv. 1955

Foreldrar: Albert Kristjánsson b. og oddviti á Páfastöðum og k.h. Guðrún Ólafsdóttir. Ingibjörg kvæntist Sigurði Skagfield óperusöngvara frá Litlu-Seylu, þau eignuðust tvö börn. Þau skildu. Ingibjörg stóð fyrir búi föður síns eftir lát móður sinnar 1931.

Sigurður Sigurðsson Skagfield (1895-1956)

  • S01571
  • Person
  • 29. júní 1895 - 21. sept. 1956

Foreldrar: Jóhanna Steinsdóttir og Sigurður Jónsson oddviti í Brautarholti (þá Litlu-Seylu). ,,Sigurður Skagfield tenór fæddist að Litlu-Seylu í Skagafjarðarsýslu 29. júní 1895. Sigurður stundaði söngnám í Kaupmannahöfn og einnig í Dresden og víðar í Þýskalandi. Hann fór söngför um Norðurlönd og var um skeið söngvari við óperuhúsið í Oldenburg. Sigurður dvaldist nokkur ár í Bandaríkjunum og hélt þar söngskemmtanir við góðan orðstír. " Sigurður kvæntist Lovísu Albertsdóttur frá Páfastöðum, þau eignuðust tvö börn saman. Þau skildu.

Sláturfélag Skagfirðinga

  • S03756
  • Association
  • 1910 - 1920

Eins og segir í Saga Skagafjarðar, síðari hluti 2. bls. 34.: Sláturhúsi Skagfirðinga hafði verið komið á laggirnar að tilhlutan ýmissa félagsmanna K.S. eins og fyrr er getið (sjá I. b, bls. 156). og átti K. S. hluta í því og stóð það í nánum tengslum við Kaupfélagið fram yfir 1920, þótt sjálfseignastofnun væri. Þegar hin pólítíska óöld hófst, misstu kaupfélagsmenn undirtökin í sláturfélagi, kaupmenn og fylgismenn þeirra máttu sín meir. Þeir munu hafa séð að verslunaraðstöðu þeirra hrakaði ef þeir misstu tökin á stjórnartaumunum þar. Því hófst langvinn rimma um notkun sláturhússins og framtíð þess er freðkjötsmarkaðurinn hófst til vegs.
Látið er staðarnumið í sögu félagsins hér því fundargerðabók nær til ársins 1920 en vísa í heimildina Saga Skagafjarðar, Kristmundur Bjarnason. LVJ.

Snorri Stefánsson (1878-1967)

  • S00950
  • Person
  • 23. des. 1878 - 23. júní 1967

Fæddur á Páfastöðum. Foreldrar hans voru Stefán Jónasson og Guðrún Ólafsdóttir. Móðir hans giftist síðar Alberti Kristjánssyni b. og oddvita á Páfastöðum. Snorri ólst upp hjá móður sinni og stjúpa á Páfastöðum fram yfir fermingaraldur. Útskrifaðist úr Möðruvallaskóla 1896, stundaði farkennslu á árunum 1902-1907. Lengst af bóndi í Stóru-Gröf á Langholti. Kvæntist Jórunni Sigurðardóttur frá Litlu-Gröf, þau eignuðust fimm börn.