Reynistaður

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Reynistaður

Equivalent terms

Reynistaður

Associated terms

Reynistaður

18 Authority record results for Reynistaður

18 results directly related Exclude narrower terms

Anna Guðmundsdóttir (1916-1990)

  • S02773
  • Person
  • 3. júní 1916 - 14. sept. 1990

Anna Guðmundsdóttir, f. 03.06.1916 í Hvarfsdal í Dölum. Foreldrar: Guðmundur Ari Gíslason Kaldbak, f. 1880, bóndi í Steinholti í Staðarhreppi og kona hans Sigríður Helga Gísladóttir, f. 1891. Anna ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin, en þau bjuggu þá í Dölum og Snæfellssýslu. Þau fluttu svo til Skagafjarðar og fór Anna fljótlega eftir það í fóstur til Jóns Sigurðssonar og Sigrúnar Pálmadóttur á Reynistað og ólst þar upp frá sex ára aldri. Hún flutti til Siglufjarðar 1933 og var þar í eitt ár. Fór þá til Reykjavíkur. Húsmóðir og starfsmaður við matreiðslu í Hafnarhúsinu í 16 ár. Síðar lengi við Laugarnesskóla og loks forstöðumaður Athvarfsins þar. Maki: Einar Sigurjón Magnússon, bifreiðastjóri hjá Hreyfli, f. 14.10.1906. Þau eignuðust fjögur börn en ólu auk þess upp dóttur Einars frá fyrra hjónabandi.

Baldvin Jóhannsson (1893-1980)

  • S00995
  • Person
  • 19.05.1893-28.03.1980

Foreldrar: Jóhann Oddsson og Jóhanna Friðrika Friðbjarnardóttir. Fæddur á Siglunesi en eftir að hafa misst móður sína fjögurra ára gamall flutti hann með föður sínum til Skagafjarðar og var þar á ýmsum bæjum, ýmist búandi eða í húsmennsku. Fljótlega uppúr fermingu fór Baldvin í vinnumennsku lengst á Reynistað. Baldvin kvæntist Láru Pálínu Jónsdóttur, þau voru fyrstu árin í húsmennsku; á Reynistað 1930-1931, í Glæsibæ 1931-1932 og á Eiríksstöðum 1932-1935. Þau keyptu Dæli 1935 og voru bændur þar til 1950, eftir það á hluta jarðarinnar á móti syni sínum. Meðfram búskap var Baldvin um langt árabil póstur í Sæmundarhlíð. Síðast búsettur á Sauðárkróki.
Baldvin og Lára eignuðust þrjú börn saman, fyrir átti Lára tvö börn.

Eggert Ólafur Briem (1867-1936)

  • S00706
  • Person
  • 25.07.1867-07.07.1936

Fæddur á Hjaltastöðum í Blönduhlíð, sonur Eggerts Briem sýslumanns á Reynistað og Ingibjargar Eiríksdóttur. Eggert varð stúdent frá Reykjavíkurskóla 1887 með 1. eink., cand. júris. Kaupmannahöfn 1893 með 1. eink. Sama ár settur málafl.maður við landsyfirréttinn. Settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu 1896, fékk Skagafjarðarsýslu 1897 og var sýslumaður þar til 1904. Skrifstofustjóri í Stjórnarráðinu í Reykjavík 1904-1915. Dómari í landsyfirréttinum 1915-1919. Skipaður hæstaréttardómari 1919-1935. Sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands 1909-1919 og í landskjörstjórn 1916-1926. Kvæntist Guðrúnu Jónsdóttur frá Auðkúlu, þau eignuðust tvö börn.

Elísabet Evertsdóttir (1878-1957)

  • S01850
  • Person
  • 13. nóv. 1878 - 8. nóv. 1957

Foreldrar: Evert Evertsson á Nöf við Hofsós og s.k.h. Guðbjörg Árnadóttir. Elísabet ólst upp með foreldrum sínum til níu ára aldurs, fyrst á Nöf, síðan á Stafshóli í Deildardal og að Minna-Hofi. Eftir það fór hún í fóstur til vandalausra, fyrst í Garðshorn á Höfðaströnd en síðan að Tumabrekku í Óslandshlíð þar sem hún var til tvítugs hjá Goðmundu Sigmundsdóttur og Þorgrími Kristjánssyni. Í fjögur ár var hún vinnukona á Marbæli á Langholti og sex ár á Reynistað þar sem hún kvæntist Magnúsi Ásgrímssyni frá Hólakoti í Austur-Fljótum. Þau bjuggu í Miklagarði á Langholti 1917-1918, á Rein í Hegranesi 1920-1921 og 1923-1931, í Vatnskoti í Hegranesi 1931-1935. Þaðan fóru þau til Sauðárkróks þar sem þau áttu heimili til 1952 en fluttu þá að Kúskerpi í Blönduhlíð til dóttur sinnar og áttu þar heimili síðan. Elísabet og Magnús eignuðust tvö börn.

Guðrún Steinsdóttir (1916-1999)

  • S00819
  • Person
  • 4. september 1916 - 7. mars 1999

Dóttir Steins Leó Sveinssonar og Guðrúnar Kristmundsdóttur á Hrauni á Skaga. Fædd og uppalin á Hrauni. Sextán ára gömul fór Guðrún til Reykjavíkur og var þar í tvo vetur. Árin 1937-1938 stundaði hún nám við Kvennaskólann á Blönduósi. Veturinn eftir var hún ráðskona við Reykjaskóla í Hrútafirði í eitt ár. Stundaði síðan verslunarstörf í Reykjavík í sjö ár, síðan húsfreyja á Reynistað frá 1947. Guðrún starfaði í ungmennafélaginu Æskunni og var gjaldkeri félagsins 1947-1960, í stjórn Kvenfélags Staðarhrepps og ritari þess 1951-1967, síðan formaður 1969-1978. Formaður sóknarnefndar Reynistaðarsóknar 1965-1987. Guðrún kvæntist Sigurði Jónssyni frá Reynistað árið 1947, þau eignuðust fjóra syni.

Halldór Briem (1852-1929)

  • S01300
  • Person
  • 5. sept. 1852 - 29. júní 1929

Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og k.h. Ingibjörg Eiríksdóttir. Prestur og kennari, síðast bókavörður í Reykjavík.

Kristín Eggertsdóttir Briem (1849-1881)

  • S00788
  • Person
  • 14. okt. 1849 - 10. des. 1881

Dóttir Eggerts Briem eldri, sýslumanns á Reynistað og Ingibjargar Eiríksdóttur. Kristín var vel menntuð og vann mikið að ýmsum félags-og framfaramálum. Var einn af stofnendum kvennaskólans í Ási í Hegranesi. Hún unni mjög tónlist og fyrir hennar forgöngu var fyrsta kirkjuorgelið í Skagafirði keypt í Reynistaðarkirkju. Kristín kvæntist Jean Valgard Claessen kaupmanni á Sauðárkróki, þau eignuðust fjögur börn, Kristín lést aðeins viku eftir fæðingu yngsta barnsins.

Lestrarfélag Staðarhrepps

  • S03691
  • Organization
  • 1924 - 1997

Stofnfundur Lestrarfélags Staðarhrepps, haldinn að Reynistað 25. janúar 1924.
Fundarboðendur voru, Hr. Alþingismaður, Jón Sigurðsson, Reynistað. Hr. Bjarni Þorleifsson, Sólheimum. Hr. Árni J Hafstað, Vík. Hr. Jón Sveinsson, Hóli. Fundinn setti alþingismaðurinn Jón Sigurðsson og bar fram tillögu um að Árni J Hafstað yrði kosinn fundarstjóri og var hún samþykkt í einu hljóði. Fundastjóri kvaddi sér skrifara Guðmund Gíslason og þá lýsti fundastjóri því yfir að orðið væri heimilt hverjum er vildi. Voru lög félagsins þá lesin upp af framsögumanni málefnisins Bjarna Þorleifssyni, Sólheimum en þar segir m.a. 2 gr. Tilgangur félagsins er að veita meðlimum sínum sem fjölbreyttasta fræðslu og ódýra skemmtun. Bókaskápur fyrir bækur félagsins gaf alþingmaður Jón Sigurðsson.
Í fundagerð 25 febrúar 1997 kemur stjórn Lestrarfélagsins saman til fundar til að fara yfir stöðuna í félaginu og þar segir: Stjórn Lestrarélags Staðarhrepps beinir því til Hreppsnefndar Staðarhrepps að barnabækur lestrarfélagsins verði afhentar sameinuðu skólastarfi Varmahlíðarskóla. Kynnt var nýtt frumvarp til laga um almenn bókasöfn og þar er m.a. gert ráð fyrir að skipting í héraðs - bæja og hreppsbókasöfn verði aflögð og lágmarks fjárframlög sveitafélaga til almenningsbókasafna falli niður. Undirritað Ingibjörg Hafstað. Sigurður Baldursson. Ingibjörg Sigurðardóttir. Sólveig Arnórsdóttir. Hér endar saga félagins.

Lovísa Möller (1914-1966)

  • S03121
  • Person
  • 19. ágúst 1914 - 14. mars 1966

Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Jóhannsson Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Sigurður Samúelsson prófessor, þau eignuðust þrjú börn. Síðast búsett í Reykjavík.

Lucinda Sigríður Möller (1921-1965)

  • S03119
  • Person
  • 12. ágúst 1921 - 22. nóv. 1965

Foreldrar: Þorbjörg Pálmadóttir Möller og Jóhann Georg Möller, kaupmaður á Hvammstanga, síðar verslunarstjóri á Sauðárkróki. Lucinda ólst upp hjá Sigrúnu Pálmadóttur móðursystur sinni og Jóni Sigurðssyni á Reynistað. Maki: Eiríkur Sigurbergsson framkvæmdastjóri og kennari í Reykjavík, þau eignuðust tvö börn.

Monika Sigurðardóttir (1894-1963)

  • S02761
  • Person
  • 2. ágúst 1894 - 30. mars 1963

Monika Sigurðardóttir, f. 02.08.1894 á Spáná í Unadal. Foreldrar: Sigurður Ólafsson, f. 1868 og Margrét Jakobína Baldvinsdóttir, f. 1871. Monika var á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd 1901. Hún kom í Reynistað 1916 og átti þar heimili síðan, en Guðmundur Helgi bróðir hennar var húsmaður þar. Monika sinnti einkum saumaskap en var einnig vinnukona á bænum. Oft var hún á Sauðárkróki vetrartíma við sauma og ferðaðist um hreppinn og hélt saumanámskeið. Tók virkan þátt í leiklistarstarfi og annarri starfsemi Ungmennafélagsins Æskunnar. Monika var ógift og barnlaus.

Páll Jakob Eggertsson Briem (1856-1904)

  • S01458
  • Person
  • 19. okt. 1856 - 17. des. 1904

Foreldrar: Eggert Briem sýslumaður á Reynistað og k.h. Ingibjörg Eiríksdóttir. Amtmaður og alþingismaður á Akureyri. Bankastjóri við Íslandsbanka.

Sigríður Jónsdóttir (1858-1928)

  • S00331
  • Person
  • 22.04.1858-11.12.1928

Dóttir Jóns Jónssonar og Valgerðar Eiríksdóttur í Djúpadal. ,,Sigríður naut kennslu í kvennaskóla Skagfirðinga að Ási og Hjaltastöðum. Fór utan 1881 til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn og gekk þar í kvennaskóla Natalie Zahle. Lærði einnig smjör- og ostagerð í mjólkurbúi á Sjálandi. Kom heim 1883 og var þá ráðin kennslukona við hinn nýstofnaða kvennaskóla að Ytri-Ey við Skagaströnd ásamt Elínu Briem. Hún gegndi því starfi þar til hún giftist Sigurði Jónssyni, seinna b. og oddvita á Reynistað, 1887. Á árunum 1894-1904 hélt Sigríður uppi kennslu fyrir ungar stúlkur á heimili sínu. Hún var mörg ár formaður sóknarnefndar Reynistaðarsóknar og tók talsverðan þátt í félagsmálum kvenna." Þau Sigurður eignuðust einn son, Jón Sigurðsson alþingismann og fræðimann á Reynistað.

Sigrún Pálmadóttir (1895-1979)

  • S00353
  • Person
  • 17.05.1895-11.01.1979

Sigrún Pálmadóttir fæddist á Höfða á Höfðaströnd þann 17. maí 1895.
Hún var húsfreyja á Reynistað í Staðarhreppi í Skagafirði.
Maður hennar var Jón Sigurðsson alþingismaður (1888-1972).

Sigurður Eggertsson Briem (1860-1952)

  • S01073
  • Person
  • 12. september 1860 - 19. maí 1952

Foreldrar: Eggert Ólafur Gunnlaugsson Briem og Ingibjargar Eiríksdóttur. Póstmálastjóri í Reykjavík. Kvæntist Guðrúnu Ísleifsdóttur.

Sigurður Jónsson (1917-2004)

  • S01674
  • Person
  • 04.09.1917-08.10.2004

Sigurður Jónsson fæddist á Reynistað í Skagafirði. Foreldrar Sigurðar voru Jón Sigurðsson, bóndi og alþingismaður á Reynistað í Skagafirði og kona hans Sigrún Pálmadóttir húsfreyja. ,,Sigurður ólst upp á Reynistað og var bóndi þar allan sinn starfsaldur. Hann tók gagnfræðapróf frá unglingaskólanum á Sauðárkróki, lauk búfræðiprófi frá Hólum 1937, var við nám og störf í landbúnaði í Noregi 1938-39 og við nám í lýðháskólanum á Voss 1939-40. Sigurður sat í hreppsnefnd Staðarhrepps 1958-86, var sýslunefndarmaður frá 1970 og þar til nefndin var lögð niður 1988. Hann var hreppstjóri 1964-88, einnig var hann fjallskilastjóri um árabil. Hann var fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda 1973-76 og sat í stjórn þess 1975-77. Þá sat Sigurður í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar um skeið. Hann sinnti margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum á ýmsum vettvangi." Sigurður kvæntist 18.9. 1947 Guðrúnu Steinsdóttur frá Hrauni á Skaga, þau eignuðust fjóra syni.

Skógræktarfélag Staðarhrepps

  • S03692
  • Organization
  • 1950 - 1955

Stofnfundur Skógræktarfélas Staðarhrepps var haldin 17.nóvember 1050 en boðað var til fundarins af stjórn Ungmennafélags Æskunnar. Fundinn setti Sigurður Ellertsson. En kosnir í stjórn voru Sigurður Jónsson, Reynistað. Steinbjörn Jónsson, Hafsteinsstöðum. Sigurður Ellertsson, Holtsmúla og til var Halldór Hafstað, Vík.
Eins og segir í lögum félagsins er tilgangurinn að stuðla að útbreiðslu og eflingu Skógræktarinnar í Staðarhreppi og þá fyrst og fremst að vinna að því að koma upp tjágróðri við bæi og vísi að nytjaskógi á hverri jörð í Staðarhreppi. Ekki er vitað um framvindu félagsins.

Stefán Magnússon (1906-1981)

  • S00619
  • Person
  • 6. mars 1906 - 9. maí 1981

Stefán var fæddur og uppalinn í Torfmýri í Blönduhlíð, sonur Magnúsar Hannessonar og Jakobínu Gísladóttur. Árið 1923 réðst hann sem vinnumaður að Reynistað til Jóns Sigurðssonar, þar sem hann dvaldist til 1937 er hann fluttist til Sauðárkróks. Stefán starfaði mikið fyrir Sögufélag Skagfirðinga og var einn af hvatamönnum að stofnun Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Aðalstarf Stefáns var þó bókband en það vann hann við í rúm 40 ár og talið er að hann hafi árlega bundið 2000-3000 bækur.
Stefán var ókvæntur og barnlaus.