Ártún á Höfðaströnd

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Ártún á Höfðaströnd

Equivalent terms

Ártún á Höfðaströnd

Associated terms

Ártún á Höfðaströnd

3 Authority record results for Ártún á Höfðaströnd

3 results directly related Exclude narrower terms

Anna Pálsdóttir (1910-1984)

  • S03410
  • Person
  • 14.05.1910-06.09.1984

Anna Pálsdóttir, f. 14.05.1910, d. 06.09.1984. Foreldrar: Páll Ísaksson, bóndi og kennari á Hofsósi bóndi í Ártúnum og kona hans Þórey Halldóra Jóhannsdóttir ljósmóðir.
Anna lauk ljósmæðraprófi 1940. Hún var ljósmóðir við Landspítalann 1940-1945 og frá 1973. Ljósmíðir í Vestmannaeyjum 1945-1973.

Páll Árnason (1879-1965)

  • S03366
  • Person
  • 09.07.1879-15.12.1965

Páll Árnason, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 09.07.1879, d. 15.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ísak Árni Ísaksson og kona hans Anna Björnsdóttir. Páll ólst upp í foreldrahúsum að mestu þar til hann fór í Möðruvallaskóla 1900 og varð gagnfræðingur 1902. Fluttist þá vestur í Hjaltadal og vann að jarðræktarstörfum að vorinu en barnafræðslu ða vetrinum, bæði í Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og Óslandshlíð. Kvæntist og fluttist að Kvíabekk í Ólafsfirði og bjó þar 1907-1910. Þá fluttist hann að Hofi á Höfðaströnd og bjó þar eitt ár. Brá þá búi og fluttist í Hofsós. Var kennari við barnaskólann þar 1910-1935. Reisti bú í Ártúni 1916 og bjó þar til 1946, að hann fluttist aftur í Hofsós. Páll var hreppsnefndarmaður 1913-1925, þar af oddviti í 6 ár. Sat í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga um skeið og var endurskoðandi reikninga í 25 ár. Hann var skattanefndarmaður, útttektarmaður, kjötmats- og ullarmatsmaður o.fl. í mörg ár.
Maki: Þórey Halldóra Jóhannsdóttir (1875-1957). Þau eignuðust fjögur börn.

Páll Árnason (1879-1965)

  • S03207
  • Person
  • 09.07.1879-15.12.1965

Páll Árnason, f. á Hreiðarsstöðum í Svarfaðardal 09.07.1879, d. 15.12.1965 á Sauðárkróki. Foreldrar: Ísak Árni Runólfsson (1851-1934) bóndi á Atlastöðum og kona hans Anna Björnsdóttir (1859-1954). Páll ólst upp í föðurgarði og vann að búi föður síns að mestu til 1900, að hann fór í Möðruvallaskóla og varð gagnfræðingur þaðan 1902. Fluttist þá vestur í Hjaltadal og vann að jarðræktarstörfum að vorinu en barnafræðslu að vetrinum, í Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og Óslandshlíð. Kvæntist og fluttist að Kvíabekk í Ólafsfirði. Bjó þar 1907 til 1910, að hann fluttist að Hofi á Höfðaströnd. Bjó þar eitt ár og brá þá búi og fluttist í Hofsós. Var kennari við barnaskólann þar 1910-1935. Reisti bú í Ártúni 1916 og bjó þar til 1946 að hann fluttist aftur í Hofsós og átti þar heimili til dauðadags. Páll vann mikið að opinberum störfum fyrir sveit sína. Var hreppsnefndarmaður 1913-1925, þar af oddviti í 6 ár. Í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi um skeið og endurskoðandi reikninga félagsins í 25 ár. Var skattanefndarmaður, úttektarmaður, kjótmats- og ullarmatsmaður og fleira í mörg ár.
Maki (gift 114.07.1904): Þórey Halldóra Jóhannsdóttir, f. 21.08.1875, d. 31.07.1957. Þau eignuðust 4 börn og ólu einnig upp að mestu þrjú fósturbörn.