Item 13 - Síða 5, opna

Open original Digital object

Identity area

Reference code

IS HSk N00300-A-A-D-13

Title

Síða 5, opna

Date(s)

  • 1853-1854 (Creation)

Level of description

Item

Extent and medium

Opna á handrituðu pappírsskjali. Stafrænt afrit í tiff, jpg og pdf.

Context area

Name of creator

(16. ágúst 1820 - 27. nóv. 1895)

Archival history

Immediate source of acquisition or transfer

Content and structure area

Scope and content

Á þessari opnu er lýst þeirri meðferð sem Sölvi má þola í varðhaldi í aðdraganda réttarhaldanna vorið og sumarið 1854. Vissulega er stuðst við staði og persónur sem komu raunverulega við sögu þess tímabils í ævi Sölva. Varast ber þó að meðhöndla þessa frásögn sem heimild um það sem gerðist og ósennilegt að það hafi verið ætlun höfundar. Fremur má álykta að um skáldverk sé að ræða en mörg einkenni þess konar verka prýða fráögnina. Til marks um það má nefna að sögumaður með góða yfirsýn yfir sögusviðið segir sögu Sölva og samtöl birtast á milli sumra þeirra persóna sem eru í sviðsljósi atburðana.
Á fyrri síðu opnunnar eru atburðirnir settir niður á tiltekinn dag þann 6 mars frekar en maí árið 1854. Sölvi er enn í haldi og er rekið hvernig eigur hans eru gerðar upptækar, fjármunir sem lausamunir ýmsir, t.d. verkfæri og því sem eftir var af Sjö miljóna arka bókinni (verk sem kemur ítrekað við sögu í þessum handritum). Sölvi virðist þarna vera vistaður á Laxamýri og og nýttur til vinnu við að gera garð umhverfis túnið. Sérstaklega eru nefndir þeir Jakob Þórarinsson og Stefán Jónsson sem gætu verið gæslumenn hans. Því næst er lýst atburði þar sem Sölvi er barinn þannig að stór sér á honum og síðan komið fyrir í gapastokk. Atburður þessi er sviðsettur af sögumanni og samtöl milli Sölva og gæslumanna hans gæða hana lífi en það hefst á þessum orðum Sölva:
„Ég er Sölvi spekingur – ef þið viljið gera níðingsverk á mér – þá er það ykkar synd, mitt er sakleysið.“ Á eftir fer að því er virðist undarleg lofræða um Sölva um atgervi hans og gáfur sem svo endar með því að þeir skipa honum að leggjast niður svo þeir geti barið hann. Þegar þeir hafa lokið við sér af er hann bundinn aftur og settur í gapastokk yfir nóttina á meðan velta þeir því fyrir sér hvort þeir ættu frekar að drepa hann.
Á seinni síðu opnunnar heldur sögumaður áfram að lýsa raunum Sölva í varðhaldi og flutningum á milli bæja. Hann víkur sérstaklega að ásökunum Sigfúsar sýslumanns um bókaþjófnaðinn sem samkvæmt þessari frásögn er helber lygi. Í Lokin snýr hann sér að innihaldi Sjö milljóna arka bók Sölva og segir að hún hafi aðeins verið stutt ágrip af framferði þeirra höfðingjana.

Appraisal, destruction and scheduling

Accruals

System of arrangement

Conditions of access and use area

Conditions governing access

Conditions governing reproduction

Language of material

Script of material

Language and script notes

Physical characteristics and technical requirements

Finding aids

Generated finding aid

Allied materials area

Existence and location of originals

Existence and location of copies

Related units of description

Related descriptions

Notes area

Alternative identifier(s)

Access points

Subject access points

Place access points

Name access points

Genre access points

Description control area

Description identifier

Institution identifier

Rules and/or conventions used

Status

Level of detail

Dates of creation revision deletion

Language(s)

Script(s)

Sources

Digital object (Master) rights area

Digital object (Thumbnail) rights area

Accession area

Related subjects

Related people and organizations

Related genres

Related places