Sævarland

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Sævarland

Equivalent terms

Sævarland

Associated terms

Sævarland

7 Authority record results for Sævarland

7 results directly related Exclude narrower terms

Ástríður Jónsdóttir (1863-1944)

  • S02982
  • Person
  • 2. feb. 1863 - 27. jan. 1944

Foreldrar: Jón Ólafsson bóndi á Völlum á Kjalarnesi og kona hans Ása Þorláksdóttir. Maki: Gunnar Eggertsson (1870-1942) bóndi á Selnesi. Þau eignuðust 2 dætur.
Bjuggu á Sævarlandi á Skaga 1895-1903 og næstu tvö árin á eftir rak Gunnar útgerð þar. Bjuggu á Selnesi 1905-1942. Gunnar brá búi öðru hverju hin síðari ár og leigði þá mest af jörðinni en var þar með fénað sinn og taldist þá húsmaður. Byggði hann bæ nær og kallaði Grund. Ástríður var lærð ljósmóðir og gegndi lengi ljósmóðurstörfum í Hvammsprestakalli. Eftir andlát Gunnars fór hún til dóttur sinnar á Bergþórshvoli og bjó þar til dánardags.

Elín Sigríður Magnúsdóttir Blöndal (1894-1975)

  • S02950
  • Person
  • 29. mars 1894 - 3. jan. 1975

Fædd í Gautsdal í Geiradal. Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal og Ólöf Snæbjörnsdóttir ljósmóðir í Gautsdal. Elín ólst upp hjá móður sinni í Gautsdal, en fluttist ásamt henni árið 1914 að Sævarlandi til Þórðar hálfbróður síns og gerðist bústýra hans, Ólöf var ekki móðir Þórðar. Eftir lát Þórðar árið 1949 fluttist Elín til Reykjavíkur. Þar stundaði hún sauma í nokkur ár en dvaldist lengst af á heimili Sigríðar fósturdóttur sinnar. Þau systkinin Elín og Þórður eignuðust hvorugt barn en ólu upp fósturbörn. Þau voru:
Sigríður Þorvaldsdóttr, f. 22.12.1929. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Þorvaldsson og Helga Jóhannesdóttir.
Friðberg Björnsson, f. 11.06.1906. Foreldrar hans voru Björn Benónýsson og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Ragnar Magnús Auðunn Magnússon Blöndal, f. 29.06.1918. Ragnar var hálfbróðir þeirra systkina. Þau tóku hann að sér tveggja ára gamlan en komu honum síðar í fóstur í Litlu-Gröf á Langholti og kostuðu uppeldi hans.

Magnús Blöndal (1918-2010)

  • S03118
  • Person
  • 29. júní 1918 - 15. sept. 2010

Ragnar Magnús Auðunn Blöndal fæddist í Stykkishólmi hinn 29. júní 1918. Foreldrar hans voru Magnús Benedikt Blöndal Benediktsson, hreppstjóri, oddviti, hafnarstjóri og settur sýslumaður og s.k.h. Guðný Björnsdóttir. Foreldrar Magnúsar létust frá honum er hann var aðeins tveggja ára gamall og fór hann þá í fóstur til hálfsystkina sinna þeirra Þórðar og Elínar Blöndal að Sævarlandi í Laxárdal. Þau komu honum svo seinna í fóstur að Litlu-Gröf í Staðarhreppi, hjá hjónunum Arngrími Sigurðssyni og Sigríði Benediktsdóttur. ,,Magnús var trésmíðameistari á Siglufirði, byggingafulltrúi hjá Bygginganefnd ríkisins og húsameistara ríkisins í Reykjavík og síðar hjá framkvæmdadeild Innkaupastofnunar. Hann hafði fyrst og fremst eftirlit með skólabyggingum og sá um framkvæmdir við þær." Magnús kvæntist 4. júlí 1942 Ingiríði Jónasdóttur, f. 9. október 1920, frá Eiðstöðum í Blöndudal, þau eignuðust þrjú börn.

Sigfríður Jóhannsdóttir (1896-1971)

  • S01856
  • Person
  • 8. ágúst 1896 - 17. mars 1971

Foreldrar: Jóhann Jónatansson b. á Hóli á Skaga o.v. og sambýliskona hans Valgerður Ásmundsdóttir. Sigfríður ólst upp með foreldrum sínum á Sævarlandi, Hóli, Kelduvík og Selnesi. Var í vinnumennsku á Skaga, í Húnavatnssýslum, í Reykjavík, á Akureyri, að Veðramóti í Gönguskörðum og loks á Ingveldarstöðum syðri á Reykjaströnd þar sem hún kynntist mannsefni sínu, Jóni Jónssyni. Þau bjuggu á Ingveldarstöðum syðri á Reykjströnd 1916-1921, á Daðastöðum á Reykjavík 1921-1946 og á Steini 1946-1962. Sigfríður og Jón eignuðust fimm börn.

Sigríður Jenný Gunnarsdóttir (1900-1991)

  • S02983
  • Person
  • 21. jan. 1900 - 19. feb. 1991

Fædd á Sævarlandi á Skaga. Foreldrar: Gunnar Eggertsson (1870-1942), bóndi á Selnesi á Skaga og kona hans Ástríður Jónsdóttir ljósmóðir (1862-1944). Er Sigríður Jenný var tveggja ára fluttust þau að Selnesi á Skaga. Þegar Sigríður Jenný var 18 ára fluttist hún úr foreldrahúsum til Reykjavíkur. Stundaði hún meðal annars hjúkrun þeirra sem glímdu við Spænsku veikina. Og gekk í hússtjórnarskóla hjá frú Ísafold Hakensen. Vann fjögur ár í Ritfangaverslun Björns Kristjánssonar. Maki: Jón Skagan (1897-1989) prestur á Bergþórshvoli í Rangárvallasýslu. Þau eignuðust tvær dætur. Einnig eignuðust þau kjördóttur, Sigríði Lister. Árið sem þau giftu sig, 1924, fluttu þau að Bergþórshvoli og bjuggu þar í 20 ár. Starfaði mikið að félagsmálum og var stofnandi Kvenfélagsins Bergþóru í Vestur-Landeyjum og formaður þess um margra ára skeið. Árið 1944 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur.

Þórður Runeberg Magnússon Blöndal (1885-1949)

  • S01291
  • Person
  • 21. des. 1885 - 30. okt. 1949

Foreldrar: Magnús Benedikt Benediktsson Blöndal, síðast hreppstjóri í Stykkishólmi og f.k.h. Ragnheiður Sigurðardóttir. Fjögurra ára gamall fór Þórður í fóstur að Kornsá í Vatnsdal til frænda síns, Lárusar Blöndal sýslumanns og Kristínar konu hans. Að Lárusi látnum fór hann í fóstur, þá 12 ára, til Björns prests á Hofi á Skagaströnd og k.h. Bergljótar. Fluttist Þórður með þeim árið 1901 að Hvammi í Laxárdal, er sr. Björn tók við prestakalli þar. Um tvítugt sigldi Þórður til Danmerkur og starfaði þar á búgarði um tveggja ára skeið. Við heimkomuna settist Þórður að á Sævarlandi og gerðist ábúandi þar árið 1914, er Elín hálfsystir hans fluttist til hans ásamt móður sinni. Bjuggu þau systkinin þar á hluta jarðarinnar á móti Jóhanni Sigurðssyni og k.h. Sigríði Magnúsdóttur til ársins 1921, er þau fluttust til Sauðárkróks og settust þar að. Á Sauðárkróki vann hann verslunar- og skrifstofustörf. Starfaði fyrst sem sýsluskrifari, en réðst þaðan til KS og vann fyrst við afgreiðslu og síðan bókhald. Hann sat einnig í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps og síðar í hreppsnefnd Sauðárkróks. Var í sóknarnefnd á Sauðárkróki um árabil og jafnframt gjaldkeri; gjaldkeri sjúkrasamlagsins og vann ötullega að uppbyggingu þess. Hann hafði á höndum bókhald fyrir fjölmarga einstaklinga og félagasamtök. Þórður kvæntist ekki en hélt heimili með Elínu hálfsystur sinni, þau tóku þrjú börn í fóstur.

Vilhelm Lárusson (1902-1963)

  • S00750
  • Person
  • 15.02.1902-22.11.1963

Sonur Lárusar Stefánssonar b. á Skarði og s.k.h. Sigríðar B. Sveinsdóttur. Daglaunamaður á Sauðárkróki 1930. Fór tíu ára gamall í fóstur að Veðramóti. Kvæntist Baldeyju Reginbaldsdóttur frá Látrum í Aðalvík, þau bjuggu á Dalsá í Gönguskörðum (1924-1929), í Tungu í Gönguskörðum (1931-1935) og á Sævarlandi 1935-1963. Vilhelm og Baldey eignuðust fimm börn.