Sagnaþættir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Sagnaþættir

Equivalent terms

Sagnaþættir

Associated terms

Sagnaþættir

35 Archival descriptions results for Sagnaþættir

35 results directly related Exclude narrower terms

Ljóðmæla-samtíningur og Um slysfarir á sjó og hrakninga

Handskrifuð stílabók sem inniheldur:
I. "Ljóðmæla-samtíningur. M. h. Jóns Sveinssonar frá Þangskála.
Nafngreindir höfundar:
Baldvin Jónsson skáldi.
Guðmundur Jónsson vinnumaður á Fossi (mun lengi hafa verið vinnumaður á Höskuldsstöðum á Skagaströnd).
Jón Gottskálksson frá Selá.
Sigurður Stefánsson, Garðshorni, Höfðaströnd.
Skúli Bergþórsson, Kálfárdal.
II. Um slysfarir á sjó og hrakninga, eftir Jón Sveinsson frá Þangskála. Ehdr.

Minningar

I. Sagnaþættir, vísnamál og umsagnir eftir Jón Sveinsson frá Þangskála. Minningar. Ehdr.
Hefst á frásögn um Bólu-Einar(Einar Andréssoní Bólu) og "ferhendugerð nokkurra hagyrðinga".
Nafngreindir höfundar:
Ásgrímur Jónsson (bróðir Baldvins skálda).
Baldvin Jónsson skáldi.
Björn Schram.
Sr. Hallgrímur Thorlacius, Glaumbæ.
Holm, faktor, Hofsósi.
Jón Árnason, Víðimýri.
Jón Gottskálksson Skagamannaskáld frá Selá, Skaga.
Jónas Jónsson, Hróarsdal.
Sigurður Jónsson, Hróarsdal.
Sigurður Víglundsson, Selnesi, Skaga.
Sigvaldi Jónsson Skagfirðingur.
Skúli Bergþórsson, Kálfárdal.
Sr. Tómas Þorsteinsson, Brúarlandi.
II. Minningar og slysaþættir. Umsögn um bændur í Fagranessókn og aðallega frásagnir af Reykstrendingum varðandi svaðilfarir, verslun, Drangeyjarútveg. "Skemmtanir sjómanna á haustvertíðum fyr meir".
"Dulrænar sagnir". : Um Eirík Skagadraug, Baladrauginn, Skyggnir menn.

Pétur Jónsson: Skjalasafn

  • IS HSk N00230
  • Fonds
  • 1962

Bréf Péturs Jónssonar til Hermanns Jónssonar á Ysta-Mói (tilgáta). Í bréfinu segir frá viðskiptum Péturs við Samvinnufélag Fljótamanna og segir jafnframt frá lífinu í Fljótum. Sérstaklega er gert grein fyrir haustferð um Siglufjarðarskarð sem átti sér stað einhvertíman á árunum 1924-1932.

Pétur Jónsson (1892-1964)

Sagnaþættir

Sagnaþættir o. fl. eftir Jón Sveinsson frá Þangskála. Ehdr.
I. "Lausleg umsögn um samtíðarmenn mína í Skefilstaðahreppi frá 1893-1929".
II. "Ættarsöguþáttur frá Jóni Rögnvaldssyni á Hóli á Skaga". Meðfylgjandi bréf frá Jóni Sveinssyni til sr. Helga Konráðssonar, 1942.
III. "Nokkrar leiðrjettingar við ritgerðir mínar til skagfirzkra fræða" , 1943.

Sagnaþættir og ljóð

Handskrifuð stílabók, með hendi Jóns Sveinssonar frá Þangskála, sem inniheldur ljóð og sagnaþætti eftir Jón:
I. "Saknaðar og minningar ljóð........", Útfararljóð".
I Um flutninga fólks til Ameríku úr Skefilsstaðahreppi og Sauðárhreppi á tímabilinu frá 1874-1904".
II. "Afburðamenn að afli og leikni í glímu íþróttinni".
III. Dulræn sögn viðkomandi Fljótamönnum. Um sjóslysið 6. jan. 1899 .
IV. "Sagnir viðkomandi Sölva Helgasyni förumanni".

Síða 3, bakhlið

Handritið hefst á níðvísu sem Sölvi kallar „Grafskrift“ Jóa Sölvasonar í Ærlækjarseli sem fær fær ekki falleg eftirmæli frá Sölva. Á eftir fylgir frásögn Sölva sem fjallar greinilega um þau þáttaskil þegar Sölvi var fluttur frá Ærlækjarseli til Húsavíkur árið 1854 þar sem var réttað yfir honum og hann loks dæmdur betrunarvistar í Kaupmannahöfn. Handritið virðist vera ritað bæði í Ærlækjarseli og á Húsavíkurbakka hjá sýslumanninum. Fyrst virðist hann vera í Ærlækjarseli þaðan sem hann býst við að verða fluttur á Bakka (Húsavíkurbakka) til Skúlasonar. (Hér er væntanlega átt við Sigfús Skúlason sýslumann sem kallaði sig Sigfús Schulesen. Sölvi virðist rita nafn hans á ýmsa vegur en notast yfirleitt ekki við skírnarnafnið). Sölvi segir upp og ofan af því sem fram fer og augljóst er að Sölvi býst ekki við öðru en að fá dóm fyrir sakir sem hann sver af sér. Þar sem frásögninni sleppir virðast hafa liðið þrír dagar frá því hann kom til Schulesen sýslumanns.

Síða 4, framhlið

Sölvi fer ófögrum orðum um vistina í Ærlækjarseli og segir þann stað næst verstan á Íslandi en aðeins Skálá í fæðingarsveitinni er verri, hjá þeim Birni (hreppstjóra, áður á Ystafelli) og Önnu konu hans sem Sölvi segir hafa „járnsál“

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,4 cm.
Bókin inniheldur m.a. ýmsan fróðleik úr Fljótum.
Kápan er nokkuð óhrein en annars er ástand bókarinnar gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,2 cm.
Bókin inniheldur æviágrip Magnúsr Bjarnasonar, smásöguna Gamla fólkið eftir Huldu Stefánsdóttur og fleiri frásagnir og æviþætti.
Með liggur minnismiði um útvarpsþátt frá 1964.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 32,3 x 20,3 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaðarfróðleikur úr Fljótum og Siglufirði, að mestu í annála eða dagbókarformi.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaður fróðleikur um bændur í Holtshreppi 1900 og áratugina á eftir.
Ýmis ljóð koma við sögu, einkum eftirmæli.
Sagnaþáttur um fund Íslands og Ameríku. Nokkur atriði úr íslandssögunni, einkum á Sturlungaöld.
Nokkrir fróðleiksmolar úr spurningaþættinum sýslurnar svara sem var sendur út í útvarpi.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókinni eru uppskriftir af fundargjörðum UMF Holtshrepps frá 1919-1926, fróðleikur um blaðið Vísi sem félagið gaf út.
kafli úr sveitarlýsingu Holtshrepps árið 1900 eftir Hannes Hannesson, annáll 1937-1950 og fleiri frásagnir og ljóð úr Fljótum. M.a. eftir Hannes Hannesson.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,0 cm.
Hún inniheldur frásagnir af landnámsmönnum (uppskriftir) m.a. Flóka Vilgerðarsyni, Hrafna-Flóka.
Kápuna vantar en ástand bókarinnar er að öðru leyti gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 21,3 x 16,8 cm.
Bókin inniheldur aðallega uppskriftir úr útvarpsþáttum frá árinu 1947 en einnig fróðleik um ættir Péturs og vísitölu árið 1947.
Kápan er nokkuð óhrein en annars er ástand bókarinnar gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,8 x 15,8 cm.
Bókin inniheldur m.a. heiti á greinum eftir Hannes Hannesson sem Pétur hefur ritað hjá sér sem og uppskrift nokkurra greina.
Einnig kjörskrá Holtshrepps 1966 og úrslit kosninga í hreppnum sama ár. Jafnframt úrslit Alþingiskosninga 1970.
Þá er í bókinni skrá yfir sögur lesnar í útvarpinu 1947-1951. Einnig brot úr fundargerðum ungmennafélagsfunda. Loks sögn frá Hornnesi.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja fimm minnismiðar, m.a. um ættfræði.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 29,7 x 21,2 cm.
Í bókina er skrifaður ýmiss fróðleikur, einkum æviþættir og fáein ljóð.
Líklega að stórum hluta uppskriftir.
Með liggja allmörg laus blöð, hér og þar um bókina.
Bókin hefur verið bundin inn með harðspjalda kápu, en kápuna vantar framan á og blöðin eru orðin mjög sundurlaus.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Á kápusíðu er ritað: "Til hamingju með áttræðisafmælið. Til Péturs Frá Ástu."
Í bókina er ritaður annáll Holtshrepps árið 1956 og ýmsar hugleiðingar. Einnig koma fyrir ýmis ljóð.
Tilgáta að mest af þessu efni sé eftir Hannes Hannesson á Melbreið.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,9 x 16,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókinni er uppskrift af frásögn eftir Friðfinn Jóhannsson á Egilsá,frásögn eftir Skapta Stefánsson á Nöf, frásögn úr útvarpinu af kaupstaðarferð úr Héðinsfirði til Siglufjarðar, fróðleikur um þilskipaútgerð, uppskriftir af nokkrum fundargjörðum UMF Holtshrepps frá 1921-1926, fróðleiksmolar um Siglufjarðarskarð og frásögn úr Fljótum.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja þrjú minnisblöð.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 25,4 x 19,9 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókinni er skrifaður ýmiss fróðleikur um atburði nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Er þetta ritað í annálaformi, tekið að mestu úr bókum og blöðum. Öftustu síðurnar innihalda einkum fróðleik úr Fljótum.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 21 x 17 cm.
Bókin inniheldur uppskriftir á efni úr útvarpinu árið 1947.
Kápan er nokkuð óhrein en annars er ástand bókarinnar gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 19,5 x 15,4 cm.
Hún inniheldur æviágrip um Gunnar Einarsson á Þangskála, Snorra Bessason í Grundarkoti og Guðmund Bergsson.
Einnig ýmsar ættfræðiupplýsingar, ábúendatal eftir 1900, fjártölu Holtshrepps 1967 o.fl.
Kápan er óhrein en ástand bókarinnar er að öðru leyti gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,8 x 14,8 cm.
Bókin inniheldur frásögn af Myllu-Kobba, alls 35 síður, ritaða af Pétri.
Hún tengist útgáfu bókarinnar Tvennir tímar.
Kápuna vantar á bókina.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,5 x 16,0 cm.
Bókin inniheldur frásagnir af Þorsteini Þorsteinssyni í Vík og ættir hans og frásögn um Reynistaðabræður.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,8 x 15,8 cm.
Bókin inniheldur frásaögn af Margréti í Stafni eftir Kristínu Sigvaldadóttur.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 25,3 x 19,5 cm.
Í bókina er skrifaður ýmiss fróðleikur, m.a. um presta sem þjónað hafa í Fljótum, ljóð, þjóðsöguna um Sálina hans Jóns míns, sauðfjártölu í Holtshreppi og Haganesvík 1966, úrslit kosninga í kaupstöðum 1962 og uppskrift af viðtali við Hannes Hannesson á Melbreið.
Ástand bókarinnar er gott.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 24,7 x 19,4 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaðar rúmlega 300 spurningar og svör, líklega úr útvarpsþætti. ýmsir fróðleiksmolar, líklega uppskrifaðir úr bókum og blöðum. Ýmiss siglfirskur og skagfirskur fróðleikur, m.a. um Sturlungu og úr Fljótum. Nokkrar annálafærslur. Uppskriftir úr útvarpsþáttum 1958-1959. Ljóð, m.a. ljóð Gunnars S. Hafdal um Fljótin. Æviþættir o.fl.
Kápa bókarinnar er farin að losna í sundur.
Með liggja tvö minnisblöð.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 32 x 13 cm. Innbundin í harðspjalda kápu.
Í bókina er skrifaður fróðleikur og ljóð úr útvarpsþáttum. Einnig ýmis önnur ljóð, æviágrip Pálma Sveinssonar á Reykjavöllum í Skagafirði, hugleiðing um kosningarétt kvenna, annála atriði, fróðleikur um símalagningu og Glaumbæ í Skagafirði, fjártala í Holtshreppi 1932,frásögn um leiksýningu 1953 (ekki ljóst hvar hún var sett upp) og sögn um álagablett í Minni-Brekku.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggja tvö minnisblöð

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)

Stílabók

Stílabókin er í stærðinni 20,1 x 16,5 cm.
Bókin inniheldur ýmsar frásagnir, má. dagbókarbrot, frásögn úr útvarpinu, ættfræði, endurminningar Gísla á Hofi í Svarfaðardal, og ýmis sundurleit fróðleiksbrot um Siglufjarðarskarð.
Framan á bókina er skrifað: "Frá Silfrastöðum og Egilsá. Frá Neskoti. Sögn um Siglufjarðarskarð.
Ástand bókarinnar er gott.
Með liggur minnisblað sem Hjalti Pálsson hefur skrifað um innihald bókarinnar.

Pétur Jóhann Jónasson (1883-1972)