Sigurbjörn Bogason (1906-1983)

Identity area

Type of entity

Person

Authorized form of name

Sigurbjörn Bogason (1906-1983)

Parallel form(s) of name

  • Sigurbjörn Bogason

Standardized form(s) of name according to other rules

Other form(s) of name

Identifiers for corporate bodies

Description area

Dates of existence

03.09.1906-08.11.1983

History

Sigurbjörn Bogason, f. á Minni-Þverá í Fljótum 03.09.1906, d. 08.11.1983 á Akureyri. Foreldrar: Bogi Guðbrandur Jóhannesson bóndi á Minni-Þverá og kona hans Kristrún Hallgrímsdóttir. Sigurbjörn ólst upp hjá foreldrum sínum á ýmsum stöðum í Fljótum. Eftir fermingu dvaldist hann áfram hjá þeim og vann að búi þeirra þar til hann kvæntist. Hann sótti einnig tilfallandi vinnu, einkum vegavinnu. Var bóndi á Gili í Fljótum 1935-1936, í Nefstaðakoti í Stíflu 1936-1938, á Skeiði 1938-1950. Eins og margir Fljótamenn sótti hann vinnu við byggingu Skeiðsfossvirkjunar. Þegar Sigurbjörn brá búi fluttist hann til Siglufjarðar og keypti húsið Nefstaði að Lindargötu 17. Þá hóf hann sumarvinnu á söltunarstöð Kaupfélags Siglufjarðar en á veturna í Tunnuverksmiðju ríkisins. Þegar verksmiðjan brann árið 1964 var mannskapurinn sendur til vinnu í tunnuverksmiðju á Akureyri og var Sigurbjörn þeirra á meðal. Einnig vann hann í saltfiskverkun Ísafoldar og Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði en síðustu starfsárin vann hann í Áhaldahúsi Siglufjarðarkaupstaðar. Sigurbjörn var mikill söngmaður og lék einnig á harmónikku og var oft fenginn til að leika fyrir dansi.
Maki: Jóhanna Ragnheiður Antonsdóttir (09.12.1913-01.11.2004). Þau eignuðust sex börn. Auk þess ólu þau upp og ættleiddu systurdóttur Jóhönnu, Guðrúnu Steinunni.

Places

Minni-Þverá í Fljótum
Nefstaðakot í Stíflu
Skeið í Fljótum
Gil í Fljótum

Legal status

Functions, occupations and activities

Mandates/sources of authority

Internal structures/genealogy

General context

Relationships area

Related entity

Bogi Jóhannesson (1878-1965) (9. sept. 1878 - 27. okt. 1965)

Identifier of related entity

S03066

Category of relationship

family

Type of relationship

Bogi Jóhannesson (1878-1965)

is the parent of

Sigurbjörn Bogason (1906-1983)

Dates of relationship

Description of relationship

Access points area

Subject access points

Occupations

Control area

Authority record identifier

S03260

Institution identifier

IS-HSk

Rules and/or conventions used

Status

Final

Level of detail

Partial

Dates of creation, revision and deletion

Frumskráning í Atóm 29.06.2021 KSE.

Language(s)

  • Icelandic

Script(s)

Sources

Skagfirskar æviskrár 1910-1950 VII, bls. 200-205.

Maintenance notes

  • Clipboard

  • Export

  • EAC

Related subjects