Identity area
Type of entity
Person
Authorized form of name
Sigurgeir Angantýsson (1939-2012)
Parallel form(s) of name
- Sigurgeir Angantýsson
Standardized form(s) of name according to other rules
Other form(s) of name
- Muni
Identifiers for corporate bodies
Description area
Dates of existence
12.04.1939-02.05.2012
History
Sigurgeir Angantýsson, f. 12.04.1939 í Ási í Glerárhverfi á Akureyri, d. 02.05.2012. Foreldrar: Björg Dagmar Bára Jónsdóttir frá Lambanesi í Fljótum og Angantýr Elínór Jónsson frá Gröf í Svarfaðardal. Sigurgeir ólst upp í Glerárhverfi til 4 ára aldurs en þá fluttist fjölskyldan til Siglufjarðar, þaðan í Málmey á Skagafirði og loks á Sauðárkrók árið 1946. Þar bjó Sigurgeir mestan hluta ævi sinnar. Hann lærði bifreiðavirkjun á Akureyri og starfaði þar í nokkur ár. Flutti aftur á heimaslóðir og hóf störf á Bifreiðaverkstæði Áka. Gerðist síðan sjálfstæður atvinnurekandi til margra ára. Hóf síðan störf hjá Sauðárkróksbæ sem verkstæðisformaður í áhaldahúsi bæjarins og starfaði við það ásamt verkstjórn þar til hann hætti störfum sökum aldurs. Sigurgeir var virkur í félagsmálum, starfaði m.a. í Kiwanisklúbbnum Drangey. Lék á hljóðfæri, m.a. með danshljómsveitum og söng í kórum, m.a. Karlakór Akureyrar og Rökkurkórnum.
Maki 1: Sigríður Gréta Þorsteinsdóttir frá Akureyri. Þau eignuðust tvær dætur. Þau slitu samvistum.
Maki 2: Þórey Jóhanna Dóra Þorsteinsdóttir frá Hofsós. Þau eignuðust tvö börn.
Places
Akureyri
Siglufjörður
Málmey
Sauðárkrókur
Legal status
Functions, occupations and activities
Mandates/sources of authority
Internal structures/genealogy
General context
Relationships area
Related entity
Identifier of related entity
Category of relationship
Type of relationship
Dates of relationship
Description of relationship
Access points area
Subject access points
Place access points
Occupations
Control area
Authority record identifier
Maintained by
Institution identifier
IS-HSk
Rules and/or conventions used
Status
Final
Level of detail
Partial
Dates of creation, revision and deletion
Frumskráning í Atóm 08.11.2019 KSE.
Language(s)
- Icelandic
Script(s)
Sources
Morgunblaðið, 111. tölublað (12.05.2012), Blaðsíða 36 http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6016929