Skagafjarðarsýsla

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Skagafjarðarsýsla

Equivalent terms

Skagafjarðarsýsla

Associated terms

Skagafjarðarsýsla

6 Authority record results for Skagafjarðarsýsla

6 results directly related Exclude narrower terms

Hólafélagið (1964-

  • S03232
  • Organization
  • 1964

Hólafélagið var stofnað að Hólum í Hjaltadal, þann 16. ágúst 1964. Höfðu áhugamenn um endurreisn Hólastaðar áður komið saman og undirbúið stofnun félagsins. Í grein Húnavöku segir um félagið: "Allt frá upphafi hefir megináhersla verið lögð á, að félagið næði til allra landsmanna. I 2. gr. að lögum félagsins, er komist svo að orði: „Hlutverk félagsins er, að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastaðar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáhersla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla, sem skólaseturs og vill félagið vinna."
að því að við hlið bændaskólans rísi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfa þessu forna menningarsetri. Að því skal stefnt, að Hólar verði í framtíðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð í Hólastifti."

Jónmundur Gunnar Guðmundsson (1908-1997)

  • S003316
  • Person
  • 07.05.1908 - 25.08.1997

Jónmundur Gunnar Guðmundsson fæddist í Langhúsum, Fljótum í Skagafjarðarsýslu 7. Maí 1908.
Foreldrar hans voru hjónin Lovísa Sigríður Grímsdóttir og Guðmundur Árni Ásmundsson, Laugalandi. Jónmundur var sjöundi í röðinni af níu systkinum. Hann kvæntist Valeyju Benediktsdóttur frá Haganesi, Fljótum þann 26. September 1931. Jónmundur og Valey eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu að Laugalandi í Fljótum til 1954 en þá fluttu þau á Akranes. Á Akranesi starfaði Jónmundur lengst af hjá Sementsverksmiðju ríksins sem birgðavörður.

Kvenfélag Staðarhrepps

  • E00027
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagn og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn og muni í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjgarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrða námskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Kvenfélag Staðarhrepps (1908-)

  • S03656
  • Organization
  • 21.06.1908

Kvenfélag Staðarhrepps var stofnað 21. júní 1908 af húsfrú Sigríði Jónsdóttur á Reynistað. Eins og segir í fundargerðinni „Aðalverkefni þessa fundar var að stofna kvenfélag hér í Staðarhreppi“, og var fundurinn haldinn á Reynistað og voru 22 konur úr hreppnum stofnfélagar. Um 1928 lagðist félagið í dvala, 8. júní 1951 hóf Kvenfélag Staðarhrepps aftur starfsemi sína og voru þá fyrstu lög félagsins samþykkt.
Tilgangur Kvenfélags Staðarhrepps var að „aðstoða hreppsbúum sem örðugt hafa átt uppdráttar“ með bæði fatnað og mat. Félagið hélt barnaskemmtanir, safnaði fé fyrir nýju sjúkarhúsi á Sauðárkróki, félagið kom að byggingu félagsheimilisins Melgsil bæði með fjármagni og vinnu og konurnar lögðu til fjármagn í Reynistaðarkirkju og hugsuðu um kirkjugarðinn. Kvenfélagið kom að byggingu Félagsheimilisins Melsgils ásamt Ungmennafélaginu Æskunni og Hreppsfélagi Staðarhrepps, eins og það var kallað í fundargerðabók (23.11.1960).
Kvenfélagskonurnar héldu hannyrðanámskeið, voru með saumafundi, fjáraflanir, veitingasölu í réttum og héldu skemmtanir og dansleiki í félagsheimilinu Melsgili svo eitthvað sé nefnt. Félagið er enn starfandi 2023.

Ungmennafélagið Glóðafeykir

  • S03657
  • Organization
  • 02.05.1926

Stofnfundur Ungmennafélagsins Glóðafeyki var haldinn 2. maí 1926, að Stóru Ökrum, félagssvæði þess er Akrahreppur. Lög félagsins voru samþykkt 27. júní sama ár. Tilgangur félagsins var að efla félagslíf íbúa hreppsins með margvíslegum hætti eins og t.d. með málfundum, íþróttum, skemmtunum og nytsamlegri vinnu. Eins og segir í lög og reglum félagsins; „Tilgangur félagsins er að glæða félagslíf á félagssvæðinu, að efla hverskyns manndáð og drengskap, auka samvinnu og bróðurhug og örva menn og auka þeim möguleika á að starfa í þeim anda“. Virk starfsemi var í félaginu framan að, á árunum 1945 - 1964 virðist sem starfsemin sé með daufara móti en er endurvakin með fundi í Héðinsmynni 12. apríl 1974. Þann 22.06.1952 fékk félagið inngöngu í Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS).
Fyrsti formaður félagsins var Björn Sigtryggsson (14.05.1901-26.08.2002) í Framnesi og voru stofnfélagar 27 manns.