Skúfsstaðir, Hjaltadalur.

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Skúfsstaðir, Hjaltadalur.

Equivalent terms

Skúfsstaðir, Hjaltadalur.

Associated terms

Skúfsstaðir, Hjaltadalur.

6 Authority record results for Skúfsstaðir, Hjaltadalur.

6 results directly related Exclude narrower terms

Gísli Gíslason (1876-1960)

  • S02126
  • Person
  • 18. ágúst 1876 - 10. ágúst 1960

Foreldrar: Gísli Þorláksson vinnumaður í Glaumbæ o.v. og s.k.h. María Jónsdóttir. Gísli ólst upp hjá móður sinni fyrstu tíu árin, en hún var á þessum árum ýmist húskona eða vinnukona á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og Vallhólmi til 1882, en á Hraunum í Fljótum 1882-1885 og Lambanesi í Fljótum 1885-1886. Árið 1886 fór Gísli í fóstur að Réttarholti í Blönduhlíð til Rögnvalds Björnssonar og k.h. Freyju Jónsdóttur. Fermdist hann frá þeim árið 1891 og vann síðan búi þeirra allt til ársins 1902, er hann fór sem vinnumaður að Þverá í Blönduhlíð til Stefáns Sigurðssonar bónda þar. Á Þverá var Gísli vinnumaður þar til hann kvæntist 1912 Helgu Guðmundsdóttur frá Skuggabjörgum, eftir það í húsmennsku á s.st til 1915 og Framnesi í sömu sveit 1915-1918, að þau hófu búskap á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal 1918-1921, á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 1921-1924 og í Hjaltastaðahvammi 1924-1950. Eftir það í húsmennsku, fyrst að Minni Ökrum og síðast á Höskuldsstöðum. Árið 1956 fluttu þau til Reykjavíkur. Gísli og Helga eignuðust tvær dætur.

Guðmundur Jónsson (1866-1946)

  • S01714
  • Person
  • 9. maí 1866 - 6. jan. 1946

Foreldrar: Jón Jónsson b. á Helgustöðum í Fljótum og k.h. Helga Guðlaugsdóttir frá Miklahóli í Viðvíkursveit. Bóndi í Móskógum 1885-1887, Geirmundarhóli í Hrollleifsdal 1891-1892, Þverá í Hrollleifsdal 1892-1893, Reykjarhóli á Bökkum 1894-1895, Laugalandi á Bökkum 1895-1900, Skuggabjörgum í Deildardal 1900-1905. Brá þá búi og var í húsmennsku á ýmsum stöðum. Bjó á hluta af Skúfsstöðum í Hjaltadal 1916-1918, eftir það í húsmennsku hjá dóttur sinni í Hjaltastaðahvammi og víðar. Guðmundur starfaði óslitið sem kennari frá 1900-1934 í flestum hreppum sýslunnar og á Sauðárkróki. Guðmundur kvæntist Ingunni Guðvarðsdóttur frá Mið-Hóli í Sléttuhlíð, þau eignuðust þrjú börn.

Jón Sigurðsson (1847-1924)

  • S02205
  • Person
  • 13. des. 1847 - 25. des. 1924

Foreldrar: Sigurður Jónsson s. b. á Ytri-Hofdölum og k.h. Rannveig Guðmundsdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum. Reisti bú á Ytri-Hofdölum árið 1879 en fluttist árið 1883 að Skúfsstöðum í Hjaltadal og bjó þar til 1915 er Sigurður sonur hans tók við búskapnum, Jón dvaldi áfram á Skúfsstöðum. Sat lengi í hreppsnefnd og var oddviti hennar í 20 ár. Nokkur ár átti hann sæti í sýslunefnd. Kvæntist Guðrúnu Önnu Ásgrímsdóttur frá Neðra-Ási, þau eignuðust tvö börn sem komust á legg. Þá átti Jón fjögur börn með þremur konum utan hjónabands.

Kristinn Gunnlaugsson (1897-1984)

  • S03600
  • Person
  • 27.05.1897-22.02.1984

Kristinn Gunnlaugsson, f. á Gröf á Höfðaströnd 27.05.21897, d. í Kópavogi 22.02.1984. Foreldrar: Gunnlaugur Guðmundsson bóndi á Stafshóli í Deildardal og kona hans Sigurlaug Margrét Hólmfríður Jónsdóttir. Kristinn ólst upp hjá foreldrum sínum og naut þeirrar skólagöngu sem þá tíðkaðist. Fjórtán ára fór hann í vinnumennsku að Kolkuósi og var þar næstu tvö árin. Þar slasaðist hann og náði sér aldrei til fulls eftir það. Hann var eitt ár í Saurbæ í Kolbeinsdal, síðan á Ysta-Mói og loks á Hraunum í Fljótum. Þaðan fór hann til Siglufjarðar vorið 1919 og hóf þar trésmíðanám en lauk því ekki fyrr en löngu síðar. Kristinn hóf búskap vorið 1921 og næsta ár voru þau í húsmennsku í Saurbæ en síðan eitt ár í Brimnesi. Vorið 1924 byrjuðu þau aftur búskap í Saurbæ og voru þá tvö ár. Árið 1926-1927 voru þau í húsmennsku á Skúfstöðum. Næsta ár vann hann við byggingar á hólum og árið eftir á Skagaheiði. Haustið 1928 flutti hann á Sauðárkrók. Veturinn 1929 fór Kristinn í Sandgerði til vinnu. Hann byggði sér íbúðarhús á Króknum upp úr 1930 og frá 1938 var hann eingöngu við vinnu þar. Hann stofnaði Trésmiðjuna Björk ásam Jósep Stefánssyni. Seinna var hann verkstjóri, t.d. í frystihúsi í 5 ár, við síldarssöltun og fleira. Var einnig framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins um tíma, sá um fasteignaviðskipti og fleira. Hann sinnti mikið félagsmálum og var lengi í Alþýðuflokknum. Einnig í hreppsnefnd Sauðárkróks og fyrstu bæjarstjórn. Árið 1954 flutti hann suður og stundaði þar smíðar og verkstjórn.
Maki 1: Gunnhildur Stefanía Sigurðardóttir (1898-1929). Þau eignuðust þrjú börn.
Maki 2: Guðný Jóhannsdóttir (1885-1981). Ekki börn en Guðný átti þrjú börn fyrir.

Lestrarfélag Hólahrepps

  • S03738
  • Association
  • 1885 - 1964

Á hreppsfundi að Hólum 30. apríl 1885 var af skólastjóra Jósef J Björnsson ( stendur Bjarnason í bók ) borin upp sú uppástunga að stofna Lestrafélag í Hólahreppi, var því máli vel tekið af mörgum og 10 fundarmenn létu skrá sig sem meðlimi félagsins. Drög að lögum félagsins voru svo borin upp 28. júní af Þorgils Þorgilssyni, búfræðingi á Hólum en þau hafði Jósef Bjarnason samið og voru samþykkt með nokkrum breytingum ein og segir í fundagerðabók þessa tíma. ( A). Í lögum segir 2.gr það skal vera augnamið og tilgangur félagsins að efla menntun og menntunnarfýsn hjá hreppsbúum með því ða gefa þeim kost á að fá íslenskar bækur, blöð og tímarit til að lesa með mjög litlum kostnaði.

Þórey Sigurðardóttir (1924-2009)

  • S01728
  • Person
  • 12. mars 1924 - 30. nóv. 2009

Þórey Sigurðardóttir fæddist á Skúfsstöðum í Hjaltadal, Skagafirði, 12. mars 1924. Faðir: Sigurður Jónsson (1882-1965) bóndi á Skúfsstöðum. Móðir: Anna Sigurðardóttir (1885-1943), húsmóðir á Skúfsstöðum. ,,Þórey ólst upp á Skúfsstöðum í Hjaltadal. Nítján ára gömul, við lát móður sinnar, gekk hún í störf hennar og sinnti húsfreyjustörfum á Skúfsstöðum meðan faðir hennar lifði. Þórey var ráðskona við Barnaskóla Rípurhrepps frá 1965 þar sem Lilja Sigurðardóttir vinkona hennar var skólastjóri og styrktist þá ævilöng vinátta Þóreyjar við fjölskylduna. Með þeim Lilju og Sigurði Jónassyni og börnum flutti Þórey til Akureyrar og saman keyptu þau Möðruvallastræti 1 sem varð heimili Þóreyjar eftir það nema síðasta eina og hálfa árið sem hún bjó á Hlíð. Þórey var einn af stofnendum Kristniboðsfélagsins Frækornsins í Skagafirði. Á Akureyri gekk hún til liðs við Kristniboðsfélag kvenna, var þar gjaldkeri í rúm 20 ár, og KFUK þar sem hún var í stjórn í 25 ár og þar af formaður í 19 ár. Þórey vann alla tíð við þjónustustörf, á FSA, Sólborg og hjá Akureyrarbæ í heimaþjónustu. Sérstaka unun hafði Þórey af því að vinna í kristilegu starfi með börnum og unglingum. Þórey var matráðskona og umsjónarkona með stúlknastarfi í Sumarbúðum á Hólavatni í 30 ár, frá 1966-1996. Bar hún alla tíð hag Hólavatns fyrir brjósti og var það Þóreyju mikil gleði þegar hún var sæmd heiðursviðurkenningu KFUM og KFUK á Íslandi í febrúar á þessu ári."
Þórey var ógift og barnlaus.