Stóra-Þverá í Fljótum, Skagafirði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Stóra-Þverá í Fljótum, Skagafirði

Equivalent terms

Stóra-Þverá í Fljótum, Skagafirði

Associated terms

Stóra-Þverá í Fljótum, Skagafirði

4 Authority record results for Stóra-Þverá í Fljótum, Skagafirði

4 results directly related Exclude narrower terms

Jóna Kristín Guðmundsdóttir (1899-2003)

  • S01507
  • Person
  • 29. des. 1899 - 19. des. 2003

Jóna Kristín Guðmundsdóttir fæddist í Minni-Brekku í Fljótum, dóttir Guðmundar Stefánssonar b. og skálds í Minni-Brekku og k.h. Ólafar Pétursdóttur. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Minni-Brekku og vann á búi þeirra til fullorðinsára. Hún lærði fatasaum á Sauðárkróki. Maður hennar var Guðmundur Benediktsson (1893-1970) bóndi og sjómaður, þau bjuggu lengst af á Berghyl í Fljótum (frá 1927). Hún var hagleikskona, saumaði í dúka og vann ýmsa handavinnu. Hún var hagorð og hafði yndi af skáldskap. Er Guðmundur lést árið 1970, bjó Jóna áfram á Berghyl með nokkrar kindur. Árið 1979 fluttist hún Akureyrar til Guðrúnar dóttur sinnar. Hún var hjá henni á veturna en á Berghyl á sumrin. Árið 1990 flutti hún á öldrunarheimilið á Sauðárkróki og bjó þar til æviloka. Jóna náði 104 ára aldri. Jóna og Guðmundur eignuðust þrjú börn og tóku einn fósturson.

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir (1858-1950)

  • S02742
  • Person
  • 26. des. 1858 - 6. júlí 1950

Margrét Sigríður Jóhannsdóttir, f. 03.01.1858 á Stóru-Þverá í Fljótum, d. 06.07.1950 á Siglufirði. Foreldrar: Jóhann, þá vinnumaður á Stóru-Þverá og kona hans Hallfríður Árnadóttir. Maki: Friðvin Ásgrímsson, f. 1865. Þau eignuðust fimm börn og komust fjögur þeirra upp. Bjuggu á Reykjum á Reykjaströnd. Eftir andlát Friðvins brá Margrét búi og flutti til Sauðárkróks og síðan til Siglufjarðar.

Bogi Jóhannesson (1878-1965)

  • S03066
  • Person
  • 9. sept. 1878 - 27. okt. 1965

Fæddur að Hálsi í Flókadal. Foreldrar: Jóhannes Finnbogason b. á Heiði í Sléttuhlíð og Ólöf Þorláksdóttir. Bogi ólst upp með móður sinni að Hálsi til sex ára aldurs en fór þá að Berghyl í Fljótum. Bogi kvæntist árið 1899 Kristrúnu Hallgrímsdóttur, þau bjuggu víða í Fljótum: Gili, Stóru-Brekku, Bakka, Minni-Þverá, Þorgautsstöðum, Hring, Hólum, Stóru-Þverá 1916-1923, Skeiði og Sléttu. Síðast búsett á Siglufirði. Bogi og Kristrún eignuðust tíu börn.

Björn Stefánsson (1896-1982)

  • S03261
  • Person
  • 08.08.1896-12.05.1982

Björn Stefánsson, f. á Hóli í Siglufirði 08.08.1896, d. 12.05.1982 á Sauðárkróki. Foreldrar: Stefán Magnússon bóndi í Grafargerði (í landi Skarðsdals) og kona hans Guðrún Halldórsdóttir. Björn ólst upp hjá foreldrum sínum við almenn sveitastörf og stofnaði heimili í sambýli við tengdaforeldra sína á Stóru-Þverá fyrstu þrjú árin, en þar bjó hann 1925-1965. Samhliða vann hann þá vinnu sem bauðst innan sveitar, aðallega við vegagerð. Einnig vann hann við byggingu Skeiðsfossvirkjunar 1942-1946. Björn tók virkan þátt í starfsemi Ungmennafélags Holtshrepps.
Maki: Karólína Sigríður Kristjánsdóttir (21.05.1902-28.07.1951) ljósmóðir. Þau eignuðust tvö börn.
Eftir að Karólína féll frá bjó Björn með Þóru Pálsdóttur frá Hvammi í FLjótum (06.11.1901-04.04.1982). Kom hún til hans í Stóru-Þverá 1951 og bjuggu þau þar til 1964 er þau fluttu að Garði í Hegranesi til Sigurjóns sonar Björns og Þórunnar, seinni konu hans. Þar voru þá til ársins 1975 er þau fluttu á Sauðárkrók.