Svarfaðardalur

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Svarfaðardalur

Equivalent terms

Svarfaðardalur

Associated terms

Svarfaðardalur

8 Authority record results for Svarfaðardalur

8 results directly related Exclude narrower terms

Abel Jónsson (1898-1953)

  • S02707
  • Person
  • 18. apríl 1898 - 25. des. 1953

Abel Jónsson, f. 18.04.1898 í Brautarholti í Svarfaðardal. Foreldrar: Jón Jónsson og Margrét Jóhannsdóttir. Abel var fyrsta árið hjá móður sinni að Brautarholti en hjá foreldrum sínum á Hrísum í Svarfaðardal 1898-1900. Fór þá í fóstur til Sigurjóns Jónassonar og Kristínar Stefánsdóttur sem síðast bjuggu að Sæbóli í Aðalvík. Um tvítugt kom Abel í Skagafjörð og var þar vinnumaður á Heiði í Gönguskörðum, síðan á Veðramóti. Flutti til Sauðárkróks 1923. 25 ára að aldri. Stundaði þar sjómennsku og einnig í tvö ár á Dalvík. Fór aftur til Sauðárkróks og starfaði m.a. sem matsveinn á síldarbátum nokkur sumur. Maki: Gunnhildur Andrésdóttir, f. 22.08.1887 á Tyrfingsstöðum á Kjálka. Þau eignuðust ekki börn en tóku að sér fósturdóttur.

Eiríksína Ásgrímsdóttir (1897-1960)

  • S02798
  • Person
  • 11. apríl 1897 - 18. sept. 1960

Eiríksína Ásgrímsdóttir, f. 11.04.1897 í Hólakoti í Fljótum. Foreldrar: Ásgrímur Björnsson b. í Hólakoti og k.h. María Eiríksdóttir. Eiríksína missti föður sinn 1904, þá sjö ára gömul. Móðir hennar fór þá í vinnusmennsku og fylgdi hún henni. Voru þær tvö ár á Böggvisstöðum í Svarfaðardal en fluttu síðan að Utanverðunesi og loks Ási í Hegranesi. Þaðan lá leiðin til Héðinsfjarðar, þar sem Eiríksína kynntist mannsefni sínu. Eiríksína vann mikið að félagsmálum, einkum slysavarnamálum og var formaður kvennadeildarinnar Varnar um árabil.
Maki: Björn Zóphanías Sigurðsson frá Vatnsenda í Héðinsfirði. Þau fluttu til Siglufjarðar 1916 og bjuggu þar til dánardags. Þau eignuðust tíu börn og ólu auk þess upp sonarson sinn.

Guðrún Jóelsdóttir (1866-1949)

  • S01144
  • Person
  • 20. júní 1866 - 4. ágúst 1949

Fædd í Svarfaðardal. Fluttist að Kálfsstöðum í Hjaltadal 1888. Starfaði sem ljósmóðir. Kvæntist 1889 Tómasi Ísleikssyni frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Þau bjuggu að Miklabæ í Óslandshlíð og að Kolkuósi en fluttu til Vesturheims árið 1903 ásamt fimm af börnum sínum, þrjú yngstu af börnum þeirra sem þá voru fædd, voru skilin eftir á Íslandi. Eftir að þau komu til Winnipeg tóku þau upp eftirnafnið Thorsteinson. Alls eignuðust Guðrún og Tómas 12 börn.

Guðrún Þóra Þorkelsdóttir (1859-1935)

  • S02724
  • Person
  • 6. mars 1859 - 5. nóv. 1935

Foreldrar: Þorkell Þorsteinsson á Ytri-Másstöðum í Svarfaðardal og fyrri kona hans Guðrún Jónsdóttir. Guðrún Þóra var um langt skeið ljósmóður í Akrahreppi. Maki: Jón Jónasson, f. 1857, bóndi á Þorleifsstöðum í Blönduhlíð. Þau eignuðust átta börn.

Ingibjörg Jónsdóttir (1875-1959)

  • S02027
  • Person
  • 6. júní 1875 - 18. ágúst 1959

Foreldrar: Jón Halldórsson og s.k.h. Helga Guðmundsdóttir, þau bjuggu á Brúarlandi í Deildardal, í Bjarnastaðaseli í Kolbeinsdal og að Klaufbrekknakoti í Svarfaðadal. Kvæntist Magnúsi Guðmundssyni frá Óslandi, þau bjuggu á Stafshóli í Deildardal, á Háleggsstöðum, Torfhóli í Óslandsshlíð, í Stafni, á Skuggabjörgum og loks að Koti í Svarfaðadal. Ingibjörg og Magnús eignuðust fjögur börn.

Jón Jónsson (1905-1988)

  • S02943
  • Person
  • 25.05.1905- 21.02.1988

Jón Jónsson, f. 25.05.1905, d. 21.02.1988. Foreldrar hans voru Sigtryggur Jónsson bóndi á Ufsaströnd og Guðrún Jóhanna Sigurjónsdóttir. ,,Jón kom ungur að aldri, ásamt móður sinni, til prestshjónanna á Völlum í Svarfaðardal, séra Stefáns B. Kristinssonar og konu hans, Sólveigar Pétursdóttur Eggertz og þar ólst hann upp. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1930. Kennsla varð hans aðalstarf, en jafnhliða því stundaði hann búskap. Hann hélt unglingaskóla á Dalvík, varð síðan skólastjóri unglingaskólans á Siglufirði og skólastjóri Gagnfræðaskóla Siglufjarðar frá stofnun hans. Kona Jóns var Anna Stefánsdóttir, þau eignuðust níu börn. Jón hóf búskap sinn á Völlum, síðar í Gröf, en árið 1947 flutti hann með fjölskyldu sína að Böggvistöðum við Dalvík. Eftir að hann lét af kennslu á Siglufirði stundaði hann kennslustörf á Dalvík á meðan heilsa hans leyfði."

Sigríður Thorlacius (1913-2009)

  • S02523
  • Person
  • 13. nóv. 1913 - 29. júní 2009

Sigríður var fædd að Völlum í Svarfaðardal árið 1913 og þar ólst hún upp, en flutti svo til Reykjavíkur. Foreldrar hennar voru hjónin Sólveig Pétursdóttir Eggertz og sr. Stefán Baldvin Kristinsson. Sigríður lauk prófi frá Samvinnuskólanum árið 1932 og starfaði við verslunarstörf 1933- 1937. Einnig vann hún hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1937-1942. Sigríður var þingritari og starfaði á skrifstofu Alþingis. Hún vann að þýðingum og og gerð útvarpsþátta. Hún skrifaði, ásamt eiginmanni sínum, Ferðabók sem kom út 1962. Sigríður starfaði fyrir Framsóknarflokkinn, var m.a. varamaður í borgarstjórn, átti sæti í fræðslu - og félagsmálaráði, svo eitthvað sé nefnt. Hún varð heiðursfélagi Kvenfélagasambands Íslands 1980 og heiðursfélagi hjá Styrktarfélagi vangefinna 1993. Hún var gift Birgi Torlaciusi frá Búlandsnesi í Suður-Múlasýslu.

Snorri Sigfússon (1884-1978)

  • S02495
  • Person
  • 31. ágúst 1884 - 13. apríl 1978

Snorri var fæddur á Brekku í Svarfaðardal, sonur hjónanna Önnu Sigríðar Björnsdóttur og Sigfúsar Jónssonar. Snorri lauk kennaraprófi frá Storð í Noregi; sótti einnig námskeið í Danmörku og Englandi. Hann var skólastjóri og námstjóri. Síðast búsettur í Reykjavík. Eiginkona hans var Guðrún Jóhannesdóttir.