Svartárdalur í Austur-Húnavatnssýslu

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Svartárdalur í Austur-Húnavatnssýslu

Equivalent terms

Svartárdalur í Austur-Húnavatnssýslu

Associated terms

Svartárdalur í Austur-Húnavatnssýslu

3 Authority record results for Svartárdalur í Austur-Húnavatnssýslu

3 results directly related Exclude narrower terms

Árni Ásgrímur Þorkelsson (1852-1940)

  • S00166
  • Person
  • 17.12.1852-02.12.1940

Fæddur á Skeggstöðum, Svartárdal 17. desember 1852. Var á Sauðárkróki 1930. Hreppstjóri og bóndi í Geitaskarði í Langadal, Engihlíðarhr., A-Hún.

Engilráð Sigurðardóttir (1919-1988)

  • S01595
  • Person
  • 27. júlí 1919 - 23. feb. 1988

Engilráð Sigurðardóttir var fædd í Hvammi í Svartárdal, A-Hún., 27. júlí 1919, dóttir Sigurðar Guðmundssonar b. í Hvammi og sambýliskonu hans Elínar Skúlínu Pétursdóttur. Engilráð lauk fullnaðarprófi barna vorið 1933 frá farskóla Bólstaðarhlíðarhrepps. Útskrifaðist frá Kvennaskólanum á Blönduósi 1940. Er faðir hennar lést árið 1941, flutti Engilráð búferlum með Elínu móður sinni í Halldórsstaði á Langholti. Þar kynntist hún mannsefni sínu, Ingimari Bogasyni (1911-1996), þau kvæntust árið 1943. Þau fluttu frá Halldórsstöðum á Sauðárkrók árið 1945 og bjuggu þar síðan. Hún starfaði lengst af við fiskvinnslu, á sláturhúsinu og við heyskap. Hún vann einnig við ræstingar og hreingerningar, bæði í heimahúsum og á opinberum stöðum, t.d. í sundlauginni og kaupfélaginu. Engilráð og Ingimar eignuðust fjóra syni.

Jakobína Guðrún Þorleifsdóttir (1890-1968)

  • S01369
  • Person
  • 29. júní 1890 - 29. maí 1968

Fædd og uppalin við Ísafjarðardjúp. Kvæntist Gísla Ólafssyni skáldi frá Eiríksstöðum í Svartárdal, þau eignuðust þrjú börn og ólu einnig upp dótturson sinn. Fyrstu ár sín í hjónabandi voru þau í húsmennsku á nokkrum bæjum í Svartárdal. Bjuggu á Blönduósi 1924-1928 er þau fluttu til Sauðárkróks þar sem þau bjuggu til æviloka. Jakobína starfaði mikið með kvenfélagi Sauðárkróks og var meðal þeirra sem lögðu fyrstu hönd að gróðursetningu trjáplantna í Sauðárgili þar sem nú kallast Litli skógur.