Syðra-Skörðugil í Skagafirði

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Syðra-Skörðugil í Skagafirði

Equivalent terms

Syðra-Skörðugil í Skagafirði

Associated terms

Syðra-Skörðugil í Skagafirði

8 Authority record results for Syðra-Skörðugil í Skagafirði

8 results directly related Exclude narrower terms

Ásdís Sigurjónsdóttir (1949-)

  • S03498
  • Person
  • 27.12.1949-

Ásdís Sigurjónsdóttir, f. 27.12.1949. Foreldrar: Sigurjón M. Jónasson og Sigrún Júlíusdóttir, Skörðugili.

Einar Eylert Gíslason (1933-2019)

  • S03110
  • Person
  • 5. apríl 1933 - 5. sept. 2019

For­eldr­ar hans voru Gísli Eylert Eðvalds­son hár­skera­meist­ari og Hulda Ein­ars­dótt­ir. ,,Ein­ar lauk bú­fræðiprófi frá Hvann­eyri vorið 1951, var í verk­legu bú­fræðinámi í Dan­mörku og Svíþjóð næstu tvö árin og út­skrifaðist bú­fræðikandí­dat frá Hvann­eyri 1955. Ráðunaut­ur í naut­griparækt fyr­ir Naut­griparækt­ar­sam­band Borg­ar­fjarðar 1955-58, bóndi á Stóra-Hrauni í Kol­beinsstaðahreppi 1958-60, bú­stjóri og til­rauna­stjóri fjár­rækt­ar­bús­ins á Hesti í Borg­ar­f­irði 1960-74, héraðsráðunaut­ur hjá Búnaðarsam­bandi Skag­f­irðinga 1974-84 og bóndi á Syðra-Skörðugili 1974-2000 og stundaði sauðfjár­rækt, hross­a­rækt og loðdýra­rækt. Ein­ar var mik­ill frum­kvöðull í fé­lags­starfi bænda. Hann sat í stjórn Fé­lags hrossa­bænda frá stofn­un 1975, var formaður þess 1984-93, sat í stjórn Sam­bands ís­lenskra loðdýra­rækt­enda í 13 ár og var formaður þess 1984-93. Hann var fram­kvæmda­stjóri Hross­a­rækt­ar­sam­bands Skag­f­irðinga 1974-84 og síðan formaður til 1993, vann að stofn­un Loðdýra­rækt­ar­fé­lags Skag­f­irðinga og var formaður þess fyrstu níu árin. Var stofn­andi og formaður Fé­lags hrossa­bænda í Skagaf­irði 1975-94, aðal­hvatamaður að stofn­un fóður­stöðvar­inn­ar Mel­rakka hf. á Sauðár­króki og stjórn­ar­formaður henn­ar fyrstu fimm árin, vann að stofn­un Fé­lags sauðfjár­bænda í Skagaf­irði og sat í stjórn fyrstu sex árin. Ein­ar var jafn­framt aðal­hvatamaður að stofn­un Lands­sam­taka sauðfjár­bænda og sat í stjórn fyrstu árin."
Maki: Ásdís Sigurjónsdóttir (1949-, þau eignuðust fjóra syni. Fyrir átti Einar kjördóttur.

Hestamannafélagið Stígandi

  • S03734
  • Association
  • 1945 - 1980

Árið 1945 síðasta vetrardag var haldin að Varmahlíð stofnfundur til hestamannfélags í Skagafirði. Forgöngu menn að stofnun þessa félags voru þeir Sigurður Óskarsson bóndi, Krossanesi,og Sigurjón Jónasson bóndi, Syðra - Skörðugili. Sigurjón setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Gunnar Björnsson, Víðimýri og fundarritara Gunnar Gíslason, Glaumbæ. Sigurjón Jónasson tók fyrst til máls og lýsti hann með nokkrum orðum hvað fyrir þeim Sigurði í Krossanesi og sér vekti með því að beita sér fyrir stofnun þessa félags. Hann taldi að fyrst og fremst ætti það að vera markmið félagsins að auka veg og gengi skagfirska reiðhestsins. Á fundinum voru 18 menn sem samþykktu stofnun félagsins. (Segir í fyrstu fundagerðabók félagsins, hér Item 1).
Hestamannafélagið Skagfirðingur var stofnað á Sauðárkróki 16. febrúar 2016. Félagið varð til við sameiningu þriggja Hestamannafélaga Léttfeta, Stíganda og Svaða.
Félagssvæðið er Skagafjörður .

Ingimar Bogason (1911-1996)

  • S01469
  • Person
  • 18. maí 1911 - 19. maí 1996

Ingimar Bogason fæddist á Syðra-Skörðugili á Langholti í Skagafirði 18. maí 1911. ,,Foreldrar hans voru hjónin Bogi Gíslason bóndi á Syðra-Skörðugili og kona hans Þorbjörg Ólafsdóttir. Ingimar kvæntist 30. maí 1943 Engilráði Sigurðardóttur frá Hvammi í Svartárdal og hófu þau búskap að Halldórsstöðum í Seyluhreppi. Þau fluttu til Sauðárkróks árið 1945 og bjuggu þar síðan, lengst af á Freyjugötu 34, þau hjónin eignuðust fjóra syni."

Jónas Sigurjónsson (1944-

  • S02317
  • Person
  • 30. okt. 1944-

Sonur Sigurjóns Jónassonar og Sigrúnar Júlíusdóttur á Skörðugili. Kvæntur Valgerði Kristjánsdóttur frá Syðri-Hofdölum, þau búa í Einholti á Hofstaðabyggð.

Sigrún Júlíusdóttir (1907-2006)

  • S02184
  • Person
  • 5. júní 1907 - 24. júní 2006

Foreldrar: Júlíus Jónsson og Aðalbjörg Sigurjónsdóttir, þau bjuggu á Á í Unadal 1915-1918, í Hólakoti á Höfðaströnd 1918-1919, Fjalli í Kolbeinsdal 1922-1927 og síðast á Dalvík. Sigrún kvæntist Sigurjóni Markúsi Jónassyni frá Hátúni í Seyluhreppi. Þau hófu búskap á Syðra-Skörðugili á Langholti árið 1940 og bjuggu þar alla tíð síðan, þau eignuðust fjögur börn.

Sigurður Jónsson (1853-1940)

  • S03039
  • Person
  • 3. sept. 1853 - 30. nóv. 1940

Fæddur á Litla-Vatnsskarði í Laxárdal. Foreldrar: Jón Arnórsson (1810-1878), bóndi á Bessastöðum í Sæmundarhlíð og kona hans, Guðrún Jónsdóttir (f. 1821-1879) frá Hóli í Sæmundarhlíð. Sigurður ólst upp með foreldrum sínum, en fór að vinna fyrir sér strax og hann hafði aldur til. Var vinnumaður og síðar lausamaður. Árið 1883 hafði hann ákveðið að fara til Vesturheims og var kominn á Sauðárkrók með fólk sitt og farangur og beið þar langt fram á sumar en aldrei kom skipið. Var bóndi á Syðra-Skörðugili 1878-1879, Stóru-Seylu 1879-1883. Þá brugðu þau búi. Bóndi í Brautarholti (þá Litlu-Seylu) 1885-1888, Skarðsá 1888-1890, aftur í Brautarholti 1890-1940. Hann var oddviti Seyluhrepps 1892-1899 og frá 1901-1919. Maki: Jóhanna Steinsdóttir (1854-1942) frá Stóru-Gröf. Þau eignuðust fjögur börn en eitt dó í æsku.
Áður átti Sigurður son með Guðbjörgu Björnsdóttur frá Glæsibæ.

Sigurjón Jónasson (1915-1993)

  • S02113
  • Person
  • 27. ágúst 1915 - 6. sept. 1993

Sigurjón var fæddur 27. ágúst 1915 að Garði í Hegranesi. Foreldrar hans voru Jónas Gunnarsson bóndi og Steinunn Sigurjónsdóttir húsfreyja, og ólst Sigurjón upp í föðurhúsum í Hátúni í Seyluhreppi. ,,Sigurjón varð búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum 1939. Hann flutti að Syðra-Skörðugili 1940 og bjó þar til dauðadags. Sigurjón var þekktur hestamaður og meðal stofnenda Hestamannafélagsins Stíganda. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum, bæði með Ungmennafélaginu Fram og samvinnuhreyfingunni. Sigurjón var formaður sóknarnefndar Glaumbæjarsóknar og söng með Karlakórnum Heimi í fjölda ára. Sigurjón kvæntist Sigrúnu Júlíusdóttur, þau eignuðust fögur börn."