Tyrfingsstaðir

Taxonomy

Code

Scope note(s)

Source note(s)

Display note(s)

Hierarchical terms

Tyrfingsstaðir

Equivalent terms

Tyrfingsstaðir

Associated terms

Tyrfingsstaðir

10 Authority record results for Tyrfingsstaðir

10 results directly related Exclude narrower terms

Ágústa Jónasdóttir (1904-2006)

 • S03585
 • Person
 • 01.08.1904-08.12.2006

Ágústa Jónasdóttir, f. á Merkigili 01.08.1904, d. 08.12.2006. Foreldrar: Jónas Steindór Kristjánsson og Stefanía Sigurðardóttir. Foreldrar Ágústu voru í húsmennsku á Merkigili þegar hún fæddist og tveggja ára var henni komið í fóstur til Jóns Guðmundssonar, sem síðar bjó á Hofi í Vesturdal og komu hans, Margrétar Jóhannesdóttur. Ólst hún upp hja´þeim á Minni-Ökrum, Tyrfingsstöðum og Stekkjarflötum. Hún fór vinnkonu að Héraðsdal árið 1921 og giftist Sigtryggi, sem þar hóf búskap árið áður. Ágústa stundaði heimilisstörf í Héraðsdal en þegar þú hjón fluttu til Sauðárkróks fór hún að vinna við þríf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þau bjuggu í Lindargötu 5 (Borgarey).
Þess er sérstaklega getið í æviskrám að Ágústa hafi sundriðið Héraðsvötn til að fæða sonstinn í umsjón ljósmóður sem var búsettt í Sólheimagerði.
Maki: Sigtryggur Einarsson bóndi í Héraðsdal (1886-1955). Þau eignuðust sex börn.

Anna Guðmundsdóttir (1846-1894)

 • S03293
 • Person
 • 19.08.1846-25.05.1894

Anna Guðmundsdóttir, f. á Ásláksstöðum í Kræklingahlið 19.08.1846, d. 25.05.1894 á Egilsá. Foreldrar: Guðmundur Pétursson þá vinnumaður á Hranastöðum og kona hans Ásdís Þorsteinsdóttir. Anna ólst að mestu leyti upp hjá Jóni Jónssyni í Bandagerði við Akureyri. Fluttist hann með Önnu til Skagafjarðar og dvaldi hjá henni til dánardags.
Maki: Sveinn Magnússon (1857-1926) bóndi. Þau eignuðust einn son. Bjuggu á Stekkjarflötum 1883-1893, Tyrfingsstöðum 1893-1894 og á Egilsá 1894-1896. Sveinn kvæntist aftur.

Eiríkur Gíslason (1872-1952)

 • S03470
 • Person
 • 02.12.1872-20.08.1952

Eiríkur Gíslason, f. á Höskuldsstöðum 02.12.1872, d. 20.08.1952 á Tyrfingsstöðum. Foreldrar: Gísli Þorláksson og María Jónsdóttir. Fyrstu æviár sín var Eiríkur á hrakningi í Blönduhlíð, en lenti í Sólheimum á barnsaldri og var þar að mestu til tvítugs. Hirti um árabil suaði Helga ríka í Fjallhúsum. Hann var í vinnumennsku á ýmsum stöðum á Kjálka og Austurdal. Auk þess eitt ár í Fagranesi á Reykjaströnd. Þangað fluttist hann með Friðfinni Kristjánssyni frá Ábæ. Fluttist hann svo aftur fram til dala. Um 1910 gerðist hann húsmaður á Merkigili og fékk eyðibýlið Miðhús til afnota. Þar var hann með sauðfjárbú og hesta. Árið 1927 fluttist hann að Tyrfingsstöðum til sonar síns og var þar til æviloka í húsmennsku.
Einar giftist ekki en átti barn með Ólöfu Jónsdóttur frá Hóli í Siglufirði.
Ráðskona Eiríks um skeið var Inga Guðrún Guðmundsdóttir.

Jóhann Eiríksson (1892-1970)

 • S03469
 • Person
 • 19.01.1892-08.05.1970

Jóhann Eiríksson, f. á Sólheimum í Blönduhlíð 19.01.1892, d. 08.05.1970 á Sauðárkróki.
Foreldrar: Eiríkur Gíslason, síðast húsmaður á Tyrfingsstöðum og barnsmóðir hans, Ólöf Jónsdóttir, þá ógift vinnukona á Sólheimum.
Jóhann ólst upp með móður sinni, fyrstu tvö árin í Sólheimum og síðar aftur þar 1897-1902. Annars voru þau á ýmsum bæjum í Blönduhlíð og fylgdust að til ársins 1911, að Ólöf fór í aðra vist.Þegar bærinn á Víðivöllum brann 1908 voru þau þar og komst Jóhann naumlega úr brunanum. Jóhann var áfram á Víðivöllum til 1915 en eftir það fylgfust þau að á Miðsitju, Úlfsstöðum og Kúskerpi. Árið 1919 fóru þau í húsmennsku að Flatatungu á Kjálka. Átti Jóhann þá orðið eitthvað af skepnum og voru þú búandi í nokkur ár. Árið 1924 tók Jóhann jörðina Tyrfingsstaði til ábúðar og var móðir hans áfram ráðskona hans, þar til Freyja Ólafsdóttir réðst þangað og giftist síðan Jóhanni árið 1940.
Maki: Freyja Ólafsdótir(1899-1982). Þau eignuðust eina dóttur.

Jóhanna Álfheiður Bergsdóttir (1883-1963)

 • S01757
 • Person
 • 10. okt. 1883 - 7. júlí 1967

Foreldrar: Bergur Hallsson b. á Skálafelli í Suðursveit og k.h. Sigríðar Jónsdóttur. Kvæntist Haraldi Sigurðssyni ættuðum úr Öxnadal, þau hófu búskap á Bessahlöðum í Öxnadal en fluttu að Tyrfingsstöðum á Kjálka 1911. Jóhanna var vinnukona á Silfrastöðum 1912-1913, sennilega með manni sínum í vinnumennsku í Flatatungu á Kjálka 1913-1922, bjó á Fossi í Blönduhlíð 1922-1923, vinnukona á Vöglum í Blönduhlíð 1924-1925 og húskona í Flatatungu 1925-1926. Líklega í Flatatungu 1926-1930, í Gloppu í Öxnadal 1931-1935. Fóru þaðan að Fagranesi í Öxnadal til 1939 er þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu til 1943. Það sama ár fluttu þau til Sauðárkróks og bjuggu þar síðan. Á efri árum sínum á Sauðárkróki hafði hún þann starfa að gæta kúa bæjarbúa. Jóhanna var römm að afli, verkhög, nærfærin við sjúka og lagin við að taka á móti börnum. Jóhanna og Haraldur eignuðust fjögur börn saman, fyrir átti Jóhanna dóttur.

Jón Steinmóður Sigurðsson (1877-1932)

 • S03265
 • Person
 • 11.07.1877-14.01.1932

Jón Steinmóður Sigurðsson, f. að Hrauni í Öxnadal 11.07.1877, d. 14.01.1932 í Grundarkoti. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson bóndi í Þverbrekku á Öxnadal og Guðrún Einarsdóttir, þá ekkja á Hrauni. Jón var fermdur frá Bægisá 1892 og fluttist með móður sinni frá Hólum í Öxnadal að Flatatungu. Hann var bóndi á Tyrfingsstöðum 1899-1900, Grundarkoti 1909-1913, Tungukoti 1913-1922 og Grundarkoti 1926-1932.
Maki: Oddný Hjartardóttir (24.09.1888-03.05.1963). Þau eignuðust sjö börn en tvö þeirra dóu ung.

Kristján Kristjánsson (1860-1919)

 • S02278
 • Person
 • 26. mars 1860 - 4. júní 1919

Foreldrar: Kristján Friðfinnsson og Kristín Guðmundsdóttir, síðast búsett á Höfða á Höfðaströnd. Faðir Kristjáns drukknaði þegar Kristján var sjö ára gamall, þá flutti hann með móður sinni til móðurafa síns að Ábæ í Austurdal og ólst þar upp. Kristján kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur, þau eignuðust þrjú börn. Bændur á Keldulandi 1883-1887, í Reykjaseli á Mælifellsdal 1888-1889, á Tyrfingsstöðum 1889-1893 og loks á Ábæ 1899-1913 er sonur þeirra tók við búskap en þau bjuggu áfram á jörðinni.

Ólafur Kristjánsson (1884-1958)

 • S02919
 • Person
 • 15. júní 1884 - 15. nóv. 1958

Foreldrar: Kristján Kristjánsson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir, síðast búsett á Ábæ í Austurdal. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sínum á Keldulandi til 1887, í Reykjaseli á Mælifellsdal eitt ár, á Tyrfingsstöðum á Kjálka í fjögur ár og á Ábæ til fullorðinsára. Hann nam trésmíðar á Akureyri um 1906-1908 og síðan voru trésmíðar jafnan hans aðalstarf. Ólafur hóf, ásamt fyrri konu sinni, búskap á Ábæ sumarið 1912 og voru þau þar eitt ár. Fluttust þaðan að Glæsibæ í Staðarhreppi og voru þar um skeið. Árið 1932 hóf hann, ásamt seinni konu sinni, búskap á hluta af jörðinni Sveinsstöðum og bjuggu þau þar til 1945. Þar áttu þau heimili áfram til 1955, þó að eigi dveldu þau þar að staðaldri síðari árin. Árið 1955 fluttist Ólafur til Akureyrar og dvaldist þar síðustu þrjú æviárin, ýmist á Kristneshæli þar sem kona hans starfaði eða hjá dóttur þeirra á Akureyri. Ólafur dvaldi löngum fjarri heimili sínu við smíðar og var yfirsmiður við fjölda bygginga í Lýtingsstaðahreppi. Þ.á.m. kirkjurnar á Ábæ, Mælifelli og Glaumbæ. Auk þessa stundaði hann vegavinnu um skeið. Heilsu hans tók að hnigna á árunum 1952-1955 svo hann gat ekki lengur stundað erfiðisvinnu að staðaldri. Tók hann þá að sér umsjón með heimavistarbarnaskóla Lýtingsstaðahrepps, Steinsstaðaskóla, og kenndi þar jafnframt en kona hans var þá ráðskona við skólann.
Maki 1: Lilja Aðalbjörg Jóhannesdóttir f. 31.07.1886 í Litladal í Eyjafirði d. 20.10.1930 á Sauðárkróki. Hún lést af völdum gigtarsjúkdóma. Þau eignuðust eina dóttur.
Maki 2: Guðlaug Egilsdóttir, f. 07.08.1905 á Sveinsstöðum, d. 03.05.1982 á Akureyri. Þau eignuðust eina dóttur.

Sigurjón Eiríksson (1867-1941)

 • S02094
 • Person
 • 14. apríl 1867 - 1941

Fór til Vesturheims 1883 frá Tyrfingsstöðum, Akrahr., Skag. Bjó í grennd við Wynyard í Saskatchewan.Gekkst fyrir því að Wynyardhérað yrði gert að lögsagnarumdæmi og varð fyrsti oddviti sveitarráðsins.

Sigurlaug Ólafsdóttir (1865-1922)

 • S02727
 • Person
 • 9. sept. 1865 - 31. jan. 1922

Foreldrar: Ólafur Rafnsson og Sigríður Gunnarsdóttir á Tyrfingsstöðum. Maki: Sölvi Guðmundsson bóndi á Skíðastöðum í Laxárdal og víðar. Þau eignuðust átta börn, eitt dó á fyrsta ári.